Þjóðviljinn - 09.09.1988, Síða 7

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Síða 7
 nemendur sem kvörtuðu yfír hrikalegum verðhækkunum sem orðið höfðu á námsbókum. Þegar á reyndi sluppu útgefendur náms- bóka fyrir horn vegna þess að þeir voru búnir að verðleggja námsbækurnar og afgreiða þær til verslana mánuði áður en verð- stöðvunin tók gildi. Þessi fram- sýni útgefenda þýðir að verðs- töðvunin nær ekki til hækkana á námsbókum og nemendur borga brúsann. Skýringar útgefenda á því að hækkun bóka er jafn mikil í verði á milli ára og raun ber vitni, eða að jafnaði um 30-40%, eru þær að prentsmiðjuvinna hafi hækk- að um 37%, auk annarra hækk- ana hér innanlands. Þar fyrir utan séu þær dýrar í framleiðslu og mikið lagt í þær til að koma efni þeirra sem best til skila. Auk þess leggst 25% söluskattur hins opin- bera ofan á bókaverðið sem er trúlega einsdæmi í hinum vest- ræna heimi að ríkissjóður skatt- leggi námsbækur. Sjálfir vísa nemendur því al- farið á bug að ástæða sé til að prenta námsbækur á glanspappír og annað tilheyrandi sem geri ekki annað en að hleypa verðinu á þeim upp úr öllu valdi. Þeir segja að miklu nær sé að hafa þær einfaldar í sniði og þar með ódýr- ari. Illkvittnir nemendur taka meira að segja svo stórt upp í sig að fullyrða að útgefendur séu ein- ungis að græða á þeim og viti sem er að þeir verði að kaupa viðkom- andi bækur falli þær kennurum í geð. Þessu vísa útgefendur á bug og segja að margar námsbækur séu gefnar út án þess að nokkur vissa sé um að þær verði notaðar. Hvað sem því líður er það morgunljóst að kennslubækur á framahaldsstigi hafa aldrei verið dýrari en í dag og gildandi verð- stöðvun nær ekki til þeirra. Eða eins og einn nemandinn sagði: Ein bók kostaði mig 4.600 krónur sem er hvorki meira né minna en 100 dollarar! Hvar í veröldinni eru námsbækur eins dýrar og hér- Nemar á síðasta ári þurfa að borga rúm- lega 16 þúsund krónur í bókakostn- að fyrir aðeins eina önn í Menntaskólan- um við Hamrahlíð og skólagjald f dagskóla er 3 þús- und krónur. Nemar í öldungadeild þurfa hins vegar að greiða 7.400 krónur fyrir önnina. Framhaldsskóla- nemar bera sig illa þessa dagana og margir orðnir staur- blankir eftir að hafa þurft að borga 20-30 þúsund krónur fyrir kennslubækur fyrir aðeins eina önn. Mynd: Jim. lendis?. Og svari því hver sem vill. Nauðsynlegt að vinna með námi Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar niðurstöður könnunar meðal framhaldsskólanema voru birtar og sýndu að mikill meiri- hluti þeirra þyrfti að vinna með náminu. Minnst var um það með- al fyrsta árs nema en fór síðan stigvaxandi og var mest meðal nemenda á síðasta ári. Hjá þeim var það algengt að 75-80% þeirra ynnu úti samfara náminu. Nokk- uð er síðan þessi könnun var gerð og trúlega hefur þetta aukist frek- ar en hitt. Að sögn skólamanna veldur þessi þróun verulegum áhyggjum enda ekki að furða þar sem þessi aukavinna nemenda bitnar mikið á náminu. Þessa neyð nemend- anna notfæra sér margir og í fyrra birtist ma. skjáauglýsing í Ríkis- sjónvarpinu þar sem Ríkisspítal- arnir auglýstu eftir vaktavinnu- fólki til vinnu frá klukkan 16-24 og sérstaklega tekið fram í auglýsingunni að þessi vinna hentaði vel skólafólki. Auglýsingin olli miklu fjaðra- foki meðal skólamanna sem skildu hana ekki á annan hátt en þann að þarna væri verið að egna fyrir skólanemendur að vinna með náminu. En afleiðingin hef- ur orðið sú að nemendur margir hverjir halda vart haus á mor- gnana og námið situr á hakanum. Fjölmargir nemendur sem Þjóðviljinn ræddi við sögðu að þeim væri það lífsnauðsyn að vinna með náminu því ella gætu þeir ekki leyft sér þann „munað“ að stunda reglulegt nám. Einn sagði að hans skólaganga bygðist fyrst og fremst á því að hann væri enn í heimahúsum. Ef ekki, þyrf- ti hann ekki að spá í frekara nám vegna fjárskorts. Annar sagðist vinna úti til að verða sér úti um vasapeninga því námsmenn þyrftu að lifa eins og aðrir og sumartekjurnar gerðu ekki meira en að duga fyrir skólabókum og öðrum nauðsynlegum útgjöld- um. Allt voru þetta einstaklingar en fyrir framhaldsskólanemend- ur sem eru í sambúð og eiga barn er dæmið enn verra. Viðmælend- ur Þjóðviljans sögðust þekkja fjölmörg dæmi um að fólk í sambúð sem eignaðist barn á námstímanum hefði þurft að hætta námi vegna þess að kraftar þess leyfðu ekki samtímis að sjá um heimili og stunda námið. „Hér áður fyrr var stúdents- prófið lykillinn að frekari vel- megun og tryggri stöðu í atvinnu- lífinu. Nú er það aðeins lítill lykill meðal margra sem gengur ekki að neinni skrá nema þá að námi við háskóla. Það hvarlar því stundum að manni hvers virði það sé að standa í þessu strögli í fjóra vetur," sagði einn fram- haldsskólaneminn súr á svipinn. -grh I \ . 1 NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.