Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 20
D/ÍGURMAL ANDREA JÓNSDÓniR Sykurmolar og Bubbi nýplataðir Sykurmolarnir eru enn á upp- leið á Bilboard-sölulistanum bandaríska - í blaðinu sem kemur út núna um helgina staðfestist að þeir fara í 54. sæti, úr því 64.. Hijómleikaferðin í USA hefur líka gengið vel að öðru leyti... ég hef aðeins heyrt um einn nei- kvæðan dóm, um konsertinn í San Francisco... gagnrýnandinn, Barbara Ellen, segir reyndar að lítið sviðið á ömurlegum staðnum ásamt hrikalega amrískum áheyrendum (hún er sjálf greini- lega agalega ensk) hafi átt sinn þátt í því að svo þröngt varð um Molana að allt fór í mylsnu hjá þeim... í næsta þorpi kvöldið eftir var Barbara Ellen hins vegar himinlifandi yfir frammistöðu Sykurmolanna, enda gat Björk þá opnað munninn án þess að reka tunguna upp í eyrað á gítar- leikaranum, eins og hún segir ásamt mögu skrautlegu í NME- blaðinu frá 27. ágúst síð- astliðnum. Hvað sem öllu þessu líður verð ég að segja, að ekki finnst mér til bóta nýja útgáfan þeirra af Am- Sykurmolarnirstökkvauppum 10sætiáBillboard-listanumúrþví64. í það 54. Hjómleikaferð þeirra um Bandaríkin lýkur 14. þessa mánaðar, og eru þeir væntanlegir heim upp úr því. Kennarar - fóstrur - leiðbeinendur Kennara, fóstru eða leiðbeinanda vantar eftir há- degi við forskóladeild (6 ára) Kársnesskóla. Upp- lýsingar í símum 41567 og 41219. Skólastjóri Alþingi___________________________ Til forsvarsmanna sveitarfélaga Fjárveitinganefnd Alþingis mun sinna viðtölum við sveitarstjórnarmenn vegna fjárlaga 1989 frá 3. október - 7. október nk. Þeir sveitarstjórnar- menn sem telja sérstaka þörf á að ganga á fund nefndarinnar skulu hafa samband við starfs- mann hennar, Ásdísi Sigurjónsdóttur í síma 25000 (428) eða síma 11560 (213), í síðasta lagi 23. sept. n.k. Skrifleg erindi skulu hafa borist nefndinni í síð- asta lagi 15. nóvember n.k. Bent er á að nauðsynlegt er að skrifleg erindi til nefndarinnar séu vel úr garði gerð og ólíkir mála- flokkar séu aðskildir í sérstökum erindum og að greinilega komi fram um hvaða fjárhæðir er að ræða. Afrit af erindum sem send hafa verið til viðkomandi fagráðuneyta ættu að vera fullnægjandi. Fjárveitinganefnd Alþingis mæli, sem þessa ferðina heitir Christmas eve/Christmas day á a- hlið en Christmas present á b- hlið... hér hefur hljómsveitin The Jesus and Mary Chain komið með gítarslátt í Ammælið og ein- hvern veginn fyllt upp í spenn- andi lægðirnar sem sköpuðu svo gott rúm fyrir sakleysislega sveiflu í upprunalegu útgáfunni - og mér finnst Björk ekki nógu framarlega í hljóðblönduninni... annars er alveg óþarfi að vera að þusa út í þetta, gamla útgáfan góða af Ammæli heldur áfram að vera til, og má líta á þá nýju sem tilraunastarfsemi og jákvæða til- raun til samvinnu - eða bara pen- ingaplokk eins og tengist blessuð- um jólunum?... Jólagjöfin á b- hlið er sönglaus - instrúmental - og á eftir á þessari 12 tommu plötu hljómleikaútgáfa af laginu Bensín... harla góð - nokkuð ógnvekjandi lag... þetta er nátt- úrulega plata sem safnarar verða að eignast ... ... líka litlaplatan hansBubba, með Moon in the Gutter - Skapar fegurðin hamingjuna, í nýrri en- skri útgáfu. Ekki er b-hliðin síðri - þar er á ferð ensk útgáfa af laginu Sársauki sem er á nýju 5- laga plötunni hans 56. Hér heitir það Battlefíeid of sex - Kynlífs- vígvöllur... þótt lagið sé gott á 56 er í því enn meiri fylling hér - stafar líklega af bakröddum. Þetta er reyndar það sterk smá- skífa að fleiri en safnarar ættu að falla fyrir henni... ogmikiðskolli er kallinn góður flytjandi, bæði með rödd og gítar... (engar texta- pælingar né -spælingar þessa ferðina). Tækni (viðbótar)- undur! Eftir nánari athugun verð ég að éta oní mig að Sykurmola-platan sé helst fyrir safnara, því að for- vitið fólk og nýjungagjarnt getur ekki látið hana fram hjá sínu plötusafni fara. Á a-hliðinni eru nefnilega tvær útgáfur af Am- mæli, hvor ofaní annarri, eða hvor innan um hina... það er dá- lítið erfitt að útskýra þetta á prenti, en fólk getur hugsað sér tvær hljóðrákir dregnar samsíðis hring eftir hring á plötunni, hvora fyrir sína útgáfuna... það fer síð- an eftir því við upphaf hvorrar rákarinnar nálin er látin byrja hvor útgáfan skilar sér í gegnum hljóðhausinn og út í hátalarana... ég hef aldrei heyrt um svona lag- að fyrr um mína daga, enda lítið tæknifrík og ákveðin í að verða síðasta manneskjan sem á plötu- spilara... þessi plata gerir mig enn ánægðari með það hlutskipti. Munurinn á þessum tveim Ám- mælis-útgáfum er sá að önnur, sú fym...Christmas eve, er líkari upprunalegu útgáfunni, en Christmas day líkari því sem lýst er hér að ofan... ég á nefnilega svo skrýtinn spilara að hann byrj- aði yfirleitt á þeirri útgáfu áður en Hjörtur tæknimaður benti mér á undrið... annars er kanns- ke bara betra að vita ekki um þessi skurðarundur á plötunni, þetta er svo skemmtilega rugl- andi... Van Morrison gerist þjóðlegur Þessi fyrirsögn er tómt bull. ír- inn Van Morrison hefur alltaf verið þjóðlegur í tónlist sinni og ljóðum og þá mjög dvalist við mystíkina - hið dulræna afl - í sambandi við sögu Kelta og helgi á náttúrunni. I ofanálag hefur Van Morrison stóran hluta ævi sinnar búið í Bandaríkjunum og gerir nú að ég held (í Kaliforníu), sem hefur fengið hann til að semja saknaðarljóð til föður- landsins, ákaflega falleg. Þessi nýja plata sem hann réðst í að gera með einni þekktustu þjóðl- agahljómsveit íra, The Chiefta- ins, ber einmitt nafn af einu slíku, Irish Heartbeat, og annað til er að finna á plötunni, lagið Celtic Ray. En að þessum Iögum frá- töldum eru eingöngu gömul írsk þjóðlög, gamalkunn, á plötunni. Það er kannske rétt að rekja sögu Vans Morrison í örstuttu máli áður en lengra er haldið: Hann er fæddur í Belfast 31. ág- úst 1945 og var byrjaður að leika á saxófón í djasshljómsveitum strax á táningsaldri. Þaðan lá leiðin í ryþma- og blús og árið 1963 stofnaði hann hljómsveitina Them og var söngvari Þeirra (auk saxófóns leikur hann á píanó, gít- ar og trommur.) Them varð skammlíf sveit - þriggja ára - en eftir hana liggja nokkrar perlur á plötum, svo sem Babyplease don’tgo. Here comes the night og Gloria... Þá hófst sólóferill hans Morrison, og mun þessi plata hans með Chieftains vera sú tuttugasta sem frá honum hefur komið - 21. ef við teljum með einu stóru Them-plötuna. Van Morrison hefur alltaf ver- ið ákaflega virtur meðal tónlistar- manna og gagnrýnenda, og á sér trygga aðdáendur (til dæmis Gunnlaug Sigfússon og Egil Helgason, sem báðir eru rauðhærðir). Plötur hans seljast svona bærilega, þótt hann sé harla ónýtur að standa frammi fyrir fjölmiðlum - og reyndar á sviði líka, en hann kvað þjást af slíkum sviðsskrekk að ólíkindum sætir - hann hefur til dæmis gengið orðalaust út af sviðinu á miðjum hljómleikum og horfið. Hvernig er hrynjandin i í írskum hjartslætti? Þeir Van Morrison og Paddy Moloney, sekkjapípuleikari Chi- eftains, útsettu lögin fyrir írskan hjartslátt. Ekki veit ég nákvæm- lega hvar þeir mættust, en líklega þó nælægt miðri leið, ef miðað er við Van Morrison lögin Irish He- artbeat og Celtic Ray, sem áður hafa komið út á plötum með höfundinum... til nánari útskýr- ingar má segja að írsk hljóðfæra- skipan setji sterkari þjóðlagablæ á lög Morrisonar, en frá hinum komi aftur á móti dulræna og sál- artónlistaráhrif á þjóðlögin. Þann ig að á þessari plötu kemur áka- flega skýrlega í ljós það sem skráð er í upphafi kaflans um Van Morrison í uppsláttarriti Rolling Stone um rokk og ról, þar sem segir að hann sé að hluta til „bard“, en það orð hefur verið notað frá því í fyrndinni um keltnesk skáld sem fluttu ljóð sín við hörpuundirleik, og svo að hluta sálarsöngvari, að hætti bandarískra blökkumanna. Að lokum ætla ég, þó ekki sé nema fyrir þá sem eitthvað kunna fyrir sér um írska þjóðlagatónlist, að telja upp þjóðlögin á þessari eigulegu plötu: Star ofthe County Down, Tá mo Chleamhnas dé- anta, Raglan Road, She moved through the Fair, I’ll tell me ma, Carrickfergus, My Lagan Love, Marie’s wedding. FRAMANDI MENNING í FRAMANDI LANDI • Ert þú fæddur 1971 eða 1972? • Viltu auka þekkingu þína á umheiminum? • Viltu kynnast lifnaðarháttum annarra þjóða? • Viltu búa eitt ár í framandi landi? • Viltu verða skiptinemi? Umsóknarfrestur er til 17. október. Opið dag- lega milli kl. 14 og 17. Ef svarið er já, þá hafðu samband við: 4FS Á ÍSL4NDI Alþjóðleg fræðsla og samskipti Skúlagata 61, P.O. Box 753 - 121 Reykjavík, sími 91-25450. - NÝTT HELGARBLAÐ -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.