Þjóðviljinn - 09.09.1988, Page 24

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Page 24
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Er heimurinn ekki tvískiptur lengur? Breytt viðhorfSovétmanna í utanríkismálumog afleiðingar þeirra Viö höfum lengi vanist því að heiminum væri skipt í tvennt: í austur og vestur, í áhrifasvæði Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Sumir sögðu: átökin í heiminum standa á milli lýðræðis og kommúnisma. Aðrir sögðu: spurt er um það hvort löndin og álfurnar fara leið kapítalisma eða sósíalisma - og hans er framtíðin, þrátt fyrir allt. Menn gengu inn í þetta mynst- ur og létu það ráða flestu í af- stöðu sinni til einstakra mála. Til dæmis var samúð sósíalista tal- sverð með ísrael um það leyti sem ríkið varð til - m.a. vegna þess að Breska heimsveldið hafði Iagst gegn stofnun þess. En þegar Bandaríkin urðu helsta stoð og stytta ísraels á alþjóðavettvangi gufaði samúð vinstrimanna með hinni ísraelsku tilraun fljótlega upp - löngu áður en Palestínu- menn komu verulega á dagskrá. Hvor græðir? Þegar átök komu upp innan ríkis eða milli ríkja spurðu menn venjulega: hver styður hvern? Og vinstrimenn höfðu sjálfkrafa samúð með öflum sem áttu beint eða óbeint í höggi við Bandarík- in. Og hægrimenn voru án þess að hugsa sig um hatursmenn allra þeirra sem þáðu hjálp af Rússum og sáu í þeirra umsvifum samsæri heimskommúnismans. Þessi hugsunarháttur var nátt- úrlega þægilegur á sinn hátt. En hann kom einatt í veg fyrir að menn legðu það á sig að skoða málavexti í hverju dæmi. Og upp úr öllu saman spratt talsverður misskilningur. Menn töldu t.d. að í nýfrjálsum ríkjum Afríku væri hart tekist á um sósíalisma og kapítalisma, meðan veru- leikinn var furðu fjarri þróunar- stigi þeirra evrópsku þjóðfélaga sem höfðu getið þessi fyrirbæri af sér. Og stundum var maður minntur á það óþyrmilega hve fáránlegur tvískiptingarhugsun- arhátturinn einatt var. Forseti skiptir um lit Ég man viðtal mitt við rit- höfund frá Sómalíu, sem hafði lengi neyðst til að vera í útlegð í Bretlandi. Forsetinn í hans landi hafði um tíma kallað sig marxista og hallað sér að Sovétmönnum í alþjóðamálum. Sovésk herskip komu til hafna í Sómalíu, austur- þýskir sérfræðingar þjálfuðu her og lögreglu landsins, Kúbumenn lögðu til landbúnaðarsérfræð- inga. Svo átti Sómalía í útistöðum við Eþíópíu og þar eð nýir herrar í því landi voru miklir vinir Sovét- menna, þá skipti forsetinn í Sóm- alíu um lit. Hann rak alla rauða sérfræðinga úr landi - Banda- ríkjamenn tóku við flotastöðinni í Berbera, Vesturþjóðverjar tóku við her og lögreglu og Bretar við landbúnaðinum. Og vafalaust hefur forsetinn lýst stuðningi við frjálst framtak einstaklingsins í staðinn. Að öðru leyti breyttist ekkert í Sómalíu: sami lofsöngur- inn um forsetann í öllum blöðum, sama einsflokkskerfið, sama spillingin, sama ritskoðunin. Friðsamleg sambúð og Gorbatsjov Nú vill svo til, að veigamikill þáttur í þeim „nýja hugsunar- hætti“ sem Gorbatsjov boðar með sinni perestrojku, er einmitt tilræði við kenninguna um tví- skiptingu heimsins. Eitt höfuð- inntak hennar er það að „frið- samleg sambúð ríkja sem búa við mismunandi þjóðskipulag" sé ekki einskonar framhald af stéttabaráttunni eins og lengi vel var fram haldið, heldur sé þessi friðsamlega sambúð lífsnauðsyn sem skýtur öllu öðru langt aftur fyrir sig. Og þar með fylgir, að átök eða glíma eða samkeppni tveggja hagkerfa sé EKKI það sem mestu skiptir í framvindu heimsmála. Rökin fyrir þessu eru eitthvað á þessa leið (hér er einkum stuðst við grein eftir fréttaskýranda | APN, Dmítrí Ardamatskí): Það er ekki víst að Sovétríkin hafi í rauninni fylgt stefnu friðsamlegrar sambúðar fyrir heimsstyrjöldina síðari. Um var að ræða þverstæður; annarsvegar var litið svo á að Alþjóðasam- band kommúnista ætti að vinna að framgangi öreigabyltingar hvar sem væri, hinsvegar ætluðu Sovétríkin að koma á trúverðugu bandalagi við borgaraleg ríki (t.a. m. gegn fasisma Hitlers). Og jafnvel etir dauða Stalíns, segir Ardamatskí, var litið á friðsam- lega sambúð sem einskonar form stéttabaráttu og gefið til kynna að þessa baráttu væri hægt að vinna. Á kjarnorkuöld, segir enn- fremur, getur slík túlkun á friðsamlegri sambúð haft skelfi- legar afleiðingar. Og þesss vegna er nú sagt að Sovetríkin telji sam- búðina friðsamlegu ekki lengur stéttabaráttu (svo segir m.a. She- vardnadze utanríkisráðherra) og að barátta tveggja andstæðra kerfa sé ekki meginstraumur í þróuninni nú um stundir. Minn eða þinn sjóhattur í sovéska tímaritinu „Alþjóða- mál“ er í nýlegri grein talað um það, að vissulega hafi öll átök í heiminum á liðnum árum tekið svip af þeirri staðreynd að kerfin tvö, stórveldin tvö, toguðust á. Þau hafi komið inn í staðbundin átök og reynt að sveigja aðila sem þau studdu að sér og sínum við- horfum, sínu kerfi. Því sé það nauðsynlegt núna að gera þessi utanaðkomandi áhrif óvirk - þá sé hægt að skapa grundvöll fyrir „þjóðarsátt" á hverjum stað. Og þessu fylgir og að ekki er lengur gerður neinn meginmunur á af- skiptum Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna af átökum og styrjöld- um - öll áhersla er á það lögð að smíða einskonar fræðilegan grunn undir það sem hefur verið að gerast undanfarna mánuði - samkomulag um Afganistan, Angóla, Kampútseu, sem risa- veldin leggja hönd að með ýms- um hætti. Hefðbundin táknmynd um tvískiptingu heimsins á forsíðu ítalsks vikublaðs. Frávik frá marxisma? Nú spyrja hinir sovésku greina- höfundar sjálfir að því, hvort þessi „nýi hugsunarháttur" sé ekki fráhvarf frá marxismanum og leninismanum og hugmyndum um „forræði alþýðu“ í heimin- um? Það er von að spurt sé. Sov- étríkin hafa að sönnu lengi ekki verið á heimsbyltingarbuxum. En forystumenn þeirra töluðu þó oftast eins og þeir væru sérstakir gæslumenn sósíalískrar viðleitni hvar sem væri í heiminum. Við vitum það líka, að róttækt fólk á Vesturlöndum, sem kannski var ekki lengur hrifið af sovésku þjóðfélagi sem slíku, fann því samt nokkra réttlætingu einmitt með „stéttarlegu" hlutverki So- vétríkjanna á alþjóðlegum vettt- vangi. Nánar til tekið: menn sögðu að Sovétríkin væru, þrátt fyrir allt, eina aflið sem gæti stað- ið gegn því að Bandaríkin settu heiminum lög, aðeins þar var hægt að fá liðsauka sem um mun- aði þegar einhver róttæk öfl steyptu til andskotans skjólstæð- ingum Bandaríkjanna, t.d. Bat- ista eða Somoza og öðrum ein- ræðisfólum Og nú geta menn spurt: er það ekki bölvað ef Sov- étmenn gefast upp á þessu hlut- verki sínu? Þeir sjálfir bera fyrir sig Gor- batsjov sem hefur komist svo að orði: „Við höfum leitað dýpri skilnings á innbyrðis hagsmunatengslum verklýðs- stéttarinnar og mannkynsins í heild, en sú hugmynd var byggð inn í marxismann frá upphafi. Þetta hefur leitt að þeirri niður- stöðu að sammannleg verðmæti hafi forgang á okkar tíma og að þetta hljóti að vera kjarni hins nýja hugsunarháttar.“ Ardamatskí leggur þetta út sem svo, að mestu skipti að geta tryggt það ástand í heiminum að menn geti unnið saman að því að gera hann byggilegan og notað sem best tæknibyltinguna til að bæta hag fólksins. Drekarnir og smáfuglarnir Vitanlega skiptir það mestu máli að komast hjá kjarnorku- styrjöld og stöðva eyðileggingu líftryggjandi umhverfis. Heimur í rústum eftir atómstríð eða með lífkerfin öll úr skorðum eftir fer- leg mengunarslys spyr sig ekki margra spurninga um þjóðlegt sjálfstæði, hægri eða vinstri, sósí- alisma eða kapítalisma. En þetta þýðir vitanlega ekki að pólitísk viðfangsefni hverfi af dagskrá. Til dæmis verður um það spurt, hvort sósíalismi gefi ekki ýmsa raunbetri möguleika til að ráða við umhverfisvandann en kapít- alísk markaðshyggja - og um þetta verður spurt eins þótt þau ríki sem nú kenna sig við sósíal- isma hafi sannarlega farið sví- virðilega með sína náttúru. Menn munu aldrei geta komist undan því að svara kröfum um meira réttlæti og jöfnuð - óttinn við at- ómdauðann strikar þær ekki út. f því samhengi getur það ein- mitt verið jákvætt að stórveldin venji sjálf sig og allan heim á nýtt hegðunarmynstur. Sem væri í því fólgið að eícki sé öllum átökum um markmið og leiðir í samfé- lögum sjálfkrafa breytt í vígvöll risanna tveggja. Það getur m.a. orðið til þess að risaveldin hæcti að líta á tilteknar pólitískar breytingar í löndum sem standa í þeirra skugga sem tilræði við sína hagsmuni. Og þar með getur aukist verulega svigrúm þeirra smærri ríkja sem hafa alltof lengi verið læst inn í nauðhyggju tví- skiptingar heimsins: sá sem er ekki með mér er á móti mér. Svigrúm til að leysa úr spurning- um sem lúta að sósíalisma, lýð- ræði, framförum yfirleitt- á eigin forsendum, án þess að þurfa síf- ellt að spyrja stórubræður: má ég vera til? . ■ 7 24 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN _ NÝTT HELGARBLAÐ \l

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.