Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Blaðsíða 29
Myndbandaskólinn ANGANTYSSON TÓK SAMAN 7. hluti Hreyfing í myndfletinum í fyrri hlutum greina- flokksins hefur okkur oröið nokkuð tíðrætt um greinarmun hreyfanlegra mynda og kyrrmynda. Höf- um við í því tilliti margstag- last á, að það sem einkum greinir hinar lifandi myndir frá stallsystrum sínum kyrr- myndunum, sé jú eðlilega, að þær fyrrnefndu eru hreyfanlegar, hinar ekki. Ástæðulaus tugga kann sumum hverjum að þykja, en á sér engu að síður sínar skýringar. Öll hreyfing í myndfletinum lýtur nefni- lega vissum fastákveðnum lögmálum, sem vissulega er ómaksins vert að gaum- gæfa nánar. Pannig skiptir t.d. máli, hvern- ig klippt er á milli tveggja mynd- skeiöa, er fela í sér hreyfingu myndavélar, eöa hreyfingu nánar tiltekins myndefnis úr einu myndskeiði yfir í annað. Lítum fyrst á þau atriði, er varða hreyfanleika myndavélarinnar. Hreyfing myndavélar Þegar klippt er úr mynd, í sér hreyfingu myndavélar (t.d. pan til hægri) yfir í kyrrstæða mynd, þá halda augu áhorfenda hreyfingunni ósjálfrátt áfram í kyrrstæðu myndinni. Ef klippt er úr hreyfanlegri mynd yfir í aðra, sem felur í sér hreyfingu myndavélar í gagn- stæða átt, verður það einvörð- ungu til þessað snarrugla áhorf- endur í ríminu (sjá mynd 1). Á svipaðan hátt og þegar menn fylgja ekki reglunni um legu at- hyglispunkts í myndfletinum, sem fjallað var um í 4. huta greinaflokksins, verður áhorf- andinn einnig í þessu tilfelli að leita uppi myndefnið í myndflet- inum, eftir að klippt hefur verið yfir í seinna myndskeið. Slík röskun mun sem endranær draga úr heildaráhrifum kvikmyndar- innar á áhorfendur. Pegar um er að ræða upptöku sern felur í sér hreyfingu mynda- vélar, verðum við því að hafa eftirfarandi í huga: Við teljum upptökuna í kyrr- stæðri mynd. Framkvæmum hreyfingu (tilt. pan zoom o.s.frv.). Ljúkum síðan tökunni í kyrrstæðri mynd. Þessi ágæta þumalfingurregla gefur okkur möguleika á að klippa milli tveggja kyrrstæðra mynda (sjá mynd 2). Fáum við þannig fram „mjúkt“ klipp, ef reglan um legu athyglispunkts í myndfletinum er að auki höfð í huga. Hitt er svo annað mál, að engar reglur eru einhlítar. Þær má allar brjóta, ef við þykjumst hafa nægjanlega ástæðu til. Þannig er t.d. vel hugsanlegt að við viljum snarrugla áhorfendur í ríminu. Og þá í þeim tilgangi að byggja upp með þeim visst hugarástand. Það er: Það hugarástand sem okkur þykir best henta þeirri atburðarás, sem við erum að vinna með hverju sinni. í slíkum tilfellum hentar það okkur ágæt- lega að brjóta á meðvitaðan hátt helstu lögmál myndmáls hinna lifandi mynda. Að öðrum kosti verðum við að sjálfsögðu að halda okkur á mottunni. Klippt á hreyfingu myndefnis ímyndum okkur að við séum að vinna að klippingu senu í KOfi/Dt m Mynd 3 l Mynd 4 KQNDt + 1 Mynd 5 Jf ílS Pan til hægri. Klipp. Psm til vinstri Mynd 1 heimildakvikmynd um sólar- landaferð fjölskyldunnar á liðnu sumri. Á myndbandið höfum við tekið upp ógrynni ósamstæðra myndskeiða, sem við klippum saman í eina samhangandi og rökræna heild, eftir að heim er komið. (Fjallað verður sérstak- lega um tæknilegu hlið málsins í síðari grein) Þessi nánar tiltekna sena er tekin á veitingahúsi og erum við komin þar í frásögn okkar, er elsta dóttirin gerir sig líklega til að hvolfa í sig ylvolgu og ilmandi „café au lait“ í fyrsta skipti á æfinni. Atburðinn höfum við að sjálf- sögðu tekið upp á myndbandið í bæði nærmyndum, miðmyndum og heilmyndum. Eftir að heim er komið er því stóra spurningin: Hvernig hentugast sé að klippa þessar myndir saman, þannig að þær myndi eina rökræna og að sama skapi hnökralausa heild. Við byrjum að sjálfsögðu með heilmynd, til að gera áhorfendum grein fyrir í hvaða umhverfi at- burðurinn á sér stað. Ef við vilj- um klippa úr heilmyndinni í aðra mynd af dótturinni verðum við að fylgja reglunum um að breyta myndskurði og/eða myndhorni, sem fjallað var um í 5. hluta greinaflokksins. Klippum við því í nærmynd af henni, til að forðast hopp-klipp, eða „jump-cyt“ (sjá mynd 3.). Við verðum einnig að hafa í huga regluna um staðsetningu at- hyglispunkts í myndfletinum. Því verður hún að vera staðsett vin- stra megin á myndfletinum í báð- um myndskeiðunum (sjá mynd 4). Við höfum einnig lært í fyrri hlutum greinaflokksins, að minnsta óveruleg hreyfing, í ann- ars kyrrstæðum myndfleti, dreg- ur strax að sér athygli áhorfenda. Þetta nýtum við okkur í þessu til- felli: Ef dóttirin lyftir kaffibollan- um, þá vitum við að áhorfendur koma til með að veita því sérs- taka eftirtekt. Ef við klippum í nærmyndina einmittt þegar hreyfing handar- innar á sér stað, þá „upplifa" áhorfendur einvörðungu hreyf- inguna, sem heldur áfram úr heilmyndinni yfir í nærmyndina (sjá mynd 5). Áhorfendur taka með öðrum orðum ekki eftir, að við höfum breytt myndskurð- inum. Geta þeir því óhindrað ein- beitt sér að efnisinntaki myndar- innar, og ótruflaðir af ytri að- stæðum, svo sem klaufalegri tæknivinnslu hennar. Að „fela“ á þennan hátt klipp, með því að klippa á hreyfingu er ein af áhrifaríkustu leiðum sem völ er á við samsetningu mynd- skeiða. íhugið hvaða möguleika þetta gefur ykkur við eigin mynd- bandagerð: Hreyfing sem hefst á þennan hátt í nánar tilteknu myndskeiði getur, ef því er að skipta, allt eins haldið áfram í öðrum tíma og rúmi í myndskeiðinu sem á eftir fylgir!! Kaffibollinn gæti þess vegna verið komin í hendurnar á móður stúlkunnar í myndskeiði 2. Þar sem hún segir ferðasöguna sitj- andi heima við eldhúsborðið. Jafnvel nokkrum vikum eftir að Mynd 2 dóttirin hóf hreyfinguna, með því að lyfta sínum bolla á veitinga- húsinu, í myndskeiði 1. Slíkurer styrkur hreyfingar í annars kyrr- stæðum myndfleti. Reyndar erum við hér einnig að vinna með s.k. minni. Það er: Minnið „bolli“ hjálpar til við að tengja þessi tvö myndskeið sam- an. Nánar verður rætt um þetta fyrirbæri, þá er við tökum hand- ritsgerðina til nánari umfjöllunar í síðari grein. Fylgni samfelldrar hreyfingar milli myndskeiða Ef við viljum klippa á hreyf- ingu, verðum við að taka upp tvö myndskeið af sömu atburðarrás. Þannig verður dóttirin að lyfta bollanum fyrst í heilmynd og síð- an aftir á sama hátt í nærmynd. Hreyfingin verður sem sagt að vera til staðar í heild sinni í báð- um myndskeiðunum. Ef við erum of spör á tökur er hætt við, að það komi til með að vanta hluta í atburðarásina (sjá mynd 6). En það hefur í för með sér., að bollinn „hoppar“ til í klippinu milli myndanna. Til að forðast hopp-klipp tökum við því heilmynd, fram til þess er dóttirin hefur lyft bollan- um að vörunum. Síðan sætum við færis og tökum nærmynd þegar hún lyftir bollanum öðru sinni, og á sama hátt og í fyrra mynds- keiðinu. Að því undanskyldu, að nú tökum við myndina frá því augnabliki, er hún tekur bollann upp, til þess er hún leggur hann aftur frá sér (sjá mynd 7). Nú höfum við tvö myndskeið er fela í sér sömu hreyfingu boll- ans. Eitt í heilmynd, annað í nær- mynd. Getum við því framkvæmt „mjúkt“ klipp hvar sem er í þeirri hreyfingu. Þó reynist oftast best að klippa strax í upphafi viðkom- andi hreyfingar, og láta hana síð- an „lifa“ vel yfir í næsta mynd- skeið. í mörgum tilfellum getur það reynst heilladrjúgt að taka upp alla atburðarásina (ekki bara ferð bollans) í tveimur eða fleiri myndskeiðum. Þannig náum við að fylgja eftir öllum hreyfingum í atburðarásinni (í heilmynd, mið- mynd og nærmynd) og getum þar af leiðandi klippt hvar sem síðar reynist hentugast (sjá mynd 8). Til upprifjunar skulum við að lokum skoða f hnotskurn helstu atriði sem rædd hafa verið til þessa, og sem vert er að hafa í huga þegar þið takið upp og klippið eigið myndefni: 1. Gætið þess að láta myndefnið ávallt fylla vel út í myndflötinn. 2. Skipuleggið legu athyglis- punkts í myndfletinum. 3. Breytið myndskurði og/eða myndhomi á milli myndskeiða. 4. Hafið hugfasta staðsetningu myndefnis í myndfletinum. (Þannig að myndefnið sé í jafnvægi við athyglispunkt, sem í raun getur legið utan við mynd- flötinn). 5. Varist ofnotkun zoom-linsu. 6. Varist að klippa á hreyfingu myndavélar. 7. Nýtið ykkur hreyfingu mynd- efnis, til að klippa á milli tveggja myndskeiða. 8. Sparið ekki myndböndin: Takið upp nægjanlegt myndefni, þannig að þið náið að fylgja eftir allri atburðarásinni. Það auðveldar klippingar. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.