Þjóðviljinn - 30.09.1988, Blaðsíða 6
;$í
f t
EIGINHAGSMUNAVERND
EBA FANGAVERND?
Öll völd á hendi Jónu Gróu Sigurðardóttur. Deilt um það hversu víðtæk fangahjalpin á að vera
„Það hlaut að koma að þessu.
Fangahjálpin Vernd hefur verið í
kreppu undir stjórn Jónu Gróu
Sigurðardóttur. Þeir sem hafa
raunverulegan áhuga á fanga-
hjálp eru allir þeirrar skoðunnar
að nauðsynlegt sé að hreinsa til í
forystunni," sagði ónafngreindur
heimildarmaður Nýja Helgar-
blaðsins um ástæður þess að aðal-
fundur Verndar leystist upp í síð-
ustu viku vegna deilna um at-
kvæðisrétt þeirra sem mættir
voru á fundinn.
Það er einkum tvennt sem deilt
er um innan Verndar, fyrir utan
persónulegar erjur. í fyrsta lagi
þykir Jóna Gróa Sigurðardóttir
hafa of mikil völd. í annan stað er
tekist á um það hversu víðtæk
fangahjálp Verndar skuli vera,
einkum í ljósi þess að í næsta
mánuði tekur til starfa fangels-
ismálastofnun á vegum dóms-
málaráðuneytisins, en sú stofnun
á meðal annars að sinna fanga-
hjálp innan fangamúranna.
Völd
Jónu Gróu
Lítum fyrst á völd Jónu Gróu.
Hún er formaður framkvæmda-
stjórnar Verndar. Þá er hún
framkvæmdastjóri samtakanna
og á fullum launum sem slík.
Einnig er hún formaður hússt-
jórnar heimilis Verndar á Lauga-
teig.
Auk þess er sonur hennar Sig-
urður Guðmundsson ritstjóri
blaðs Verndar og þiggur laun
fyrir það. Stefnt er að því að
Verndarblaðið komi út fjórum
sinnum á ári en aðeins eitt tölu-
blað hefur komið út það sem af er
þessu ári.
Einn af viðmælendum Nýja
Helgarblaðsins sagði að Sigurður
væri með föst laun sem ritstjóri
Verndarblaðsins. Jóna Gróa vildi
ekki upplýsa hvernig launa-
greiðslum til sonar hennar væri
háttað þegar þetta var borið
undir hana. Hún benti hinsvegar
á að þær upplýsingar myndu
liggja á lausu þegar aðalstjórn
hefur haldið fund sinn.
Jóna Gróa er einnig ásökuð um
Jóna Gróa Sigurðardótlir, formaður Verndar, framkvæmdastjóri Verndar,
formaður hússtjórnar heimiiisins á Laugateigi. Sonur hennar er ritstjóri blaðs
Verndar.
Formaður Vemdar
taldi sig þurfa vemd
Jóna Gróa hefur misst allt traust fanga á Litla-Hrauni. Árni Frímann
Jónsson: Innan Verndar ríkir hálfgert einræði
„Formaður Verndar hefur
misst allt traust fanga á Litla-
Hrauni," sagði Árni Frímann
Jónsson, formaður trúnaðar-
mannaráðs fanganna, þegar Nýja
Helgarblaðið bað hann að segja
sitt álit á því sem gerðist á aðal-
fundi Verndar og hvernig málið
horfði við þeim sem málið stend-
ur næst.
Árni Frímann var á fundinum.
Hann hafði komið þangað í fylgd
Björns Einarssonar, félags-
málafulltrúa Verndar. Hann
sagðist hafa orðið mjög hissa á
þeirri valdabaráttu sem átti sér
stað á fundinum. Þá hefði hann
ekki síður orðið hlessa þegár í
ljós kom að það átti að meina
honum að taka þátt í kosningunni
og einnig öðru fólki sem hafði
áhuga á fangahjálp. Þegar Jóna
Gróa ákvað svo að slíta fundi og
yfirgefa hann segir hann mælinn
hafa fyllst.
„Það átti að sniðganga fólk
sem þarna mætti með hag fanga
fyrir brjósti. Einsog málið horfir
við okkur föngunum þá ríkir ekk-
ert lýðræði lengur innan Verndar
heldur hálfgert einræði. Vernd er
að breytast í fjölskyldufyrirtæki
Jónu Gróu og sonar hennar.
Fangarnir misstu allt álit á
Jónu Gróu þegar hún kom í
heimsókn á Litla-Hraun sl.
haust. Þá treysti hún sér ekki til
að ræða við fangana nema í fylgd
fangavarðar. Þetta er þvílík fjar-
stæða að það tekur engu tali. Það
hefur aldrei gerst, að minnsta
kosti ekki síðan ég kom hingað,
að fangar hafi ógnað gestum, síst
þeim sem hafa að yfirvarpi að
hjálpa okkur.“
Árni Frímann sagði að mikil-
vægasti stuðningurinn sem fang-
amir gætu fengið væri uppbygg-
ing á meðan þeir væru í varð-
haldi.
„Það verður að vinna innanfrá
í fangelsunum. Ástandið hér á
Litia-Hrauni er t.d. mjög slæmt,
þrátt fyrir að allir séu af vilja
gerðir til þess að bæta það. Það er
t.d. afar brýnt að koma á
deildaskiptingu í fangelsinu. Þá
þarf að taka upp áfengisfræðslu
hér. Einnig þyrfti að ráða sál-
fræðing á staðinn. Það eru ýmsar
geðsveiflur hjá mönnum sem
sitja inni einsog búast má við. Til
skamms tíma hefur verið starf-
andi einn sálfræðingur sem á að
sinna öllum fangelsum landsins
en þeir þyrftu minnst að vera
þrír, - einn hér á Litla-Hrauni,
einn í Reykjavík og einn sem
sinnti Kvíabryggju og Akureyri.
Það er hægt að gera stórátak í
þessum málum en það vantar
fjármagn til þess og þar kemur
Vernd inn í myndina. Það á að
vinna að því að fyrirbyggja að
maður lendi aftur og aftur í fang-
elsi einsog alltof algengt er nú.
Eini maðurinn sem hefur sinnt
föngum í fangelsum er Björn Ein-
arsson. Við fangar og fyrrverandi
fangar teljum að Björn sé hæfasti
maðurinn til að þoka þessum
málum áfram og því æskjum við
þess að hann taki að sér stjórn
Verndar.“
Árni Frímann sagðist algjör-
lega mótfallinn því að Vernd ein-
angraði starfsemi sína við heimil-
ið á Laugateig. „Það er of seint að
leiðbeina mönnum þegar þeir
koma út í þjóðfélagið. Upp-
ygginguna verður að byrja á með-
an maðurinn er í fangelsi.“
Þá sagði Árni Frímann að fang-
arnir vildu að blað Verndar fjall-
ði meira um málefni fanganna en
hingað til. Hann sagði það svo
sem gott og blessað að sagt væri
frá jólabösörum samtakanna en
það væri ekki síður brýnt að fjalla
um þann aðbúnað sem er í fang-
elsum landsins í dag og hvaða úr-
bætur mætti gera í þeim málum.
-Sáf
að hafa misnotað stöðu sína
innan Verndar í prófkjörsslag
fyrir Sjálfstæðisflokkinn og m.a.
varð blaðamál úr því á sínum
tíma þar sem því var haldið fram
að hún hefði notað síma happ-
drættis Verndar í kosningasm-
ölun. Hún sagði það alrangt.
Þessir símar hefðu verið hugsaðir
til þess að taka á móti pöntunum
á happdrættismiðum en það hefði
gefist illa og því verið hætt við
það og þegar upp var staðið
reyndist símreikningurinn vegna
þessarar tilraunar vera 1800
krónur.
Hvað sem öðru líður þá finnst
ýmsum áhugamönnum um fanga-
hjálp Jóna Gróa hafa ansi mikil
völd innan samtakanna, nánast
einræði einsog fangarnir á Litla
Hrauni halda fram. Sjálf segist
hún ekki geta litið á þessa uppá-
komu í síðustu viku öðru vísi en
sem valdabaráttu.
Starfsviö
Verndar
En það er tekist á um fleira.
Hvert skal starfsvið Verndar
vera? Á Vernd bara að reka hús-
ið á Laugateig, þar sem 17 manns
geta dvalið eða á starfsviðið að
vera víðtækara einsog það hefur
verið hingað til?
Margir líta á Björn Einarsson,
félagsmálafulltrúa Verndar, sem
hinn pólinn í samtökunum, þótt
ekki sé hann orðaður við að vilja
efla eigin fram innan samtak-
anna. Hinsvegar er ljóst að hann
vill veg samtakanna sem mestan.
Björn hafði sjálfur afplánað
sjö ára fangelsisvist þegar hann
fór að starfa að fangahjálp árið
1981. Þegar hann var sjálfur fangi
stofnaði hann trúnaðarmannaráð
fanga á Litla Hrauni og vann að
ýmsum umbótum á aðstæðum
þar. Hann á fullt traust fanganna
enda þekkir hann líf þeirra betur
en nokkur annar, bæði innan
múranna og utan.
Björn sagði að það hefði kom-
ið fram á fundinum eftir að Jóna
Gróa og hennar fólk hefði yfii-
gefið hann, að þessir gömlu
Verndarmenn, sem héldu áfram
fundi, hefðu fullan hug á að
hleypa meira lífi í samtökin og
koma á breiðari stjórnun þeirra.
Þarf aö
efla starfið
Björn sagði að undir stjórn
Jónu Gróu hefði starfsaðstaða
Verndar batnað mikið, hinsvegar
skorti á að efla sjálft starfið.
„Samtökin njóta trausts innan
embættismannakerfisins og er
það mjög gott, en ég hefði viljað
að samtökin nytu meira trausts
meðal almennings.“
Björn sagðist vera algjörlega
andvígur því að samtökin drægju
úr fangahjálp þó svo að fangelsis-
stofnun tæki til starfa í næsta
mánuði. Þvert á móti taldi hann
að það þyrfti að efla fangahjálp
samtakanna.
Sem dæmi um þá hjálp sem
Björn hefur staðið fyrir að und-
anförnu er að hann hefur fengið
lækna SÁÁ á Vogi til að fara
austur á Litla Hraun og efla þar
áfengisfræðslu og uppbyggingar-
starf, en flestir fanganna eru fast-
ir í neyslu áfengis og annarra vím-
ugjafa. Þá hefur þeim verið um-
bunað sem hafa stundað
mannrækt og reynt að byggja sig
upp af fullum krafti, með því að
vera leystir úr haldi eins fljótt og
nokkur kostur er á.
„Mér finnst það skrítið og ég á
erfitt með að sætta mig við það að
engu skuli kostað til áfengis-
fræðslu í fangelsum, en 70%
fanga eru alkóhólistar. Það væri
æskilegt að það kæmi beiðni um
slíka fræðslu og eðlilegast að sú
beiðni kæmi frá Vernd. Það er
neisti í flestum mönnum. Það er
bara spurning um að virkja
hann.“
Björn benti á að ekki leituðu
allir fyrrverandi fangar til hússins
þegar þeir væru búnir að afplána
dóm sinn. Sumir eiga eigin íbúðir
eða hafa íbúðir á leigu en vantar
peninga til þess að greiða leigu
eða skuldir. Þessir menn þurfa
ýmsa hjálp þegar þeir fara aftur
að takast á við veruleikann utan
rimlanna.
„Það þýðir ekkert hálfkák í
þessum málum. Ég þekki vel
hvað það er að ganga út í ystu
myrkur. Eftir því sem lengra er
gengið að heiman þess lengri er
leiðin heim aftur og þessir menn
hafa flestir gengið götuna til
enda. Endurreisnin er því erfið
og það þarf því eðlilega að styðja
þessa menn. Á þessu sviði hefði
þurft að efla áhugamannastarf
Verndar mjög mikið. Við ættum
að hafa í huga orð Jóns Sigurðs-
sonar, fyrrverandi dómsmálaráð-
herra: Þegar maður er kominn í
fangelsi er hann skjólstæðingur
samfélagsins en ekki and-
stæðingur þess. Ég vil virkja sem
flesta til þessa starfs en mörgum
finnst að samtökin séu að læsast.
Ætli menn hinsvegar að eyða
orkunni í valdabaráttu get ég
staðið upp úr stól mínum.“
Laugateigs-
heimilið
Heimilið að Laugateig er rekið
af Vernd. Þar geta 16 manns búið
samtímis. Þetta hefur verið án-
ingastaður fyrir fanga eftir að
þeir losna úr prísundinni á leið
sinni aftur út í lífið. Björn sagðist
vilja auka mjög lífið og starf-
semina í húsinu og halda þar
áfram uppbyggingarstarfsemi
þessara manna til þess að flýta för
þeirra út í lífið.
Sigurjón Jósepsson er hús-
vörður á Laugateignum. Hann
telur mjög mikilvægt að tekið sé
upp samstarf við SAÁ um að fólk
frá þeim vinni með heimilis-
mönnum. Hann segist hafa rætt
þetta við SÁÁ og fengið mjög
góðar undirtektir. Undirtektir
hjá stjórn Verndar hafa hinsveg-
ar ekki verið jafn góðar.
„Jóna Gróa hefur lýst því yfir
við mig að hún sé alfarið andvíg
þessu. Vernd sé eitt og SÁÁ ann-
að. Þeir heimilismanna sem þurfi
á aðstoð SÁÁ að halda geti sótt
þá aðstoð þangað. Ekki fyrir
allmörgum dögum lokaði einn
heimilismanna sig inni á herbergi
sínu í tvo sólarhringa. Hann er
alkóhólisti en var edrú, en hald-
inn kvíða og brást því þannig við.
Ég hef ekki þekkingu til þess að
meðhöndla slíkan mann; hins-
vegar hefur SÁÁ slíka þekkingu
og ég get ekki skilið hversvegna
ekki má taka upp samvinnu við
þá.“ -Sáf
6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ