Þjóðviljinn - 30.09.1988, Side 8

Þjóðviljinn - 30.09.1988, Side 8
SMART-SKOT ______________LEIÐARI___________ Umhverfismál og stjómmál Þegar ársfundur Alþjóöa gjaldeyrissjóðsins og Alþjóöabankans er settur í Vestur-Berlín, brýnir Helmut Kohl kanslari menn á nauðsyn átaks gegn spillingu náttúrunnar. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna leggur Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, það til við Bandaríkin, að samið verði um mikinn niðurskurð vígbúnaðar og fé því sem sparast veitt í alþjóðlegt átak um verndun umhverfis. í Svíþjóð komust umhverfisverndarmál efst á blað í nýlegri kosningabaráttu og fylgi nýs flokks Græningja sló niður vonir borgaraflokkanna um að ná stjórnartaumum í sínar hendur. Lengi mætti bæta við slíkan lista yfir fréttir sem sýna að vernd lífvænlegs umhverfis fikrar sig æ ofar á dagskrá hjá valdsmönnum og pólitískum hreyfingum af ýmsu tagi. Sá tími er liðinn að mál- flutningur náttúruverndar náði skammt út fyrir hóp sérfræðinga eða svonefndra sérvitringa, sem fengu óspart að heyra að þeir væru rómantískir afturhaldsmenn, fjandmenn iðnvæðingar og fram- fara. Nú er svo komið, að allir neyðast til að gjalda náttúruvernd a.m.k varaþjónustu - og fer þá stund- um svo, að þeir gala hæst sem sekastir eru um náttúruspjöll. Við heyrum líka dæmi um það, að náttúruvernd- arumræðunni „slær inn“ með þeim hætti sem óhugsandi hefði verið fyrir skömmu. Til dæmis höfðu sessunautar Dana í Evrópubandalaginu kært þá fyrir lög, sem banna notkun einnota um- búða um drykki ýmisskonar - var talið að með þessu móti væru Danir að vernda sinn gosiðnað og bjórbruggara með óleyfilegum hætti og træðu þar með undir fótum frjáls viðskipti sem svo heita. En dómstóllinn evrópski, sem með málið fór, sýknaði Dani: það var sagt að með banni sínu hefðu þeir gripið til fullkomlega réttlætanlegra aðgerða til verndar sinni náttúru. Þetta litla dæmi getur verið mikils vísir og er með ýmsum hætti tímanna tákn. Það hefur lengi við loðað, að reynt væri að kveða niður málstað um- hverfisverndarmanna með glósum um*að þeir væru menn boða og banna, fjandmenn frelsisins. Þeir vildu ekki barasta banna gosdósir heldur og bílakstur, ekki bara úðabrúsa og skordýraeitur, heldur og eðlilegan veiðiskap og nauðsynlega mannvirkjagerð. En sem betur fer er fyrirferð um- hverfisverndar í umræðu og stjórnmálum orðin slík, að það er sem neikvæðisstimpillinn hverfi af „boð- um og banni". Menn skilja og viðurkenna mun betur en lengst af áður nauðsyn þess að setja elkur við vési hinna skammsýnu, sérgóðu og gráðugu, sem hafa um langan aldur spillt vistarverum á Hótei Jörð án þess að menn hefðu vit eða dug til að æmta eða skræmta. Sumsstaðar hefur umhverfisverndarhreyfingin skapað sérstaka flokka Græningja, sem sýnast þó fljótt komast í tilvistarkreppu, m.a. vegna þess hve hatrammar deilur geta risið innan þeirra um hina einu og sönnu og afdráttarlausu náttúruvernd. Sem betur fer gerist það um leið, að þeir flokkar sem risið hafa af félagshyggju og öðrum vinstri- rótum hafa orðið „grænni" með hverju ári. Það er bæði nauðsynlegt og eðlilegt - vegna þeirra hefða slíkra flokka að þeir setja samstöðu um heildarhag ofar stundarhag einkaframtaks. Hin grænu málin standa þeim nær en hægriflokkum, vegna þess hve sterk sú hægrihefð er að eignarréttur á landi leyfi mönnum að fara með náttúruna og auðlindir hennar eins og þeim best sýnist. Það er því gott og eðlilegt að í nýjum stjórnarsátt- mála íslenskum er meir en menn eiga að venjast í slíkum plöggum talað um nauðsynlegt framtak í þágu landgræðslu, fræðslu um umhverfismál og endurvinnslu úrgangs, um átak gegn rusli og hættulegum úrgangsefnum. Náttúruspjöll eru nokkuð öðruvísi hjá okkur enn sem komið er en gerist í þéttbýlum gömlum iðnríkjum - en umhverf- ismál eru engu að síður alþjóðleg og berja upp á hjá hverjum og einum. Við skulum vona að stjórn sem kennir sig við félagshyggju beri gæfu ekki aðeins til að snúast gegn alvarlegum umhverfisvanda af ein- beitni, heldur snúi hún við þróun sem vill draga okkur í svipaðar ógöngur og samfélög hafa ratað í allt í kringum okkur. Síöumúla 6 ■ 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Ottar Proppé. Fróttastjóri: Lúövík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, LiliaGunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Páll Hannesson.SigurðurÁ. Friöþjófsson, Sævar Guöbjörnsson, Þorfinnurómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlit8teiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri:OlgaClausen. Auglysingar: Guömunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síöumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiöja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaöaprent hf. Verðílau8a8ölu:70kr. Nýtt helgarblað: 100kr. Askriftarverð ó mánuði: 800 kr. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.