Þjóðviljinn - 30.09.1988, Síða 11
íslensku keppendurnir íSeoul hafa ekki staðið undirþeim vœntingum sem tilþeirra eru gerðar
Olympíuleikunum í Seoul fer
senn að ljúka og hefur áhugi
íslendinga á þessari miklu
íþróttahátíð aldrei verið jafn
mikill, þökk sé miklu írafári
fjölmiðlanna auk mjög frambæri-
legra keppenda okkar Islcndinga.
Flestir hafa þeir nú lokið keppni
og því hægt að skoða árangurinn í
víðu samhengi en eins og
mönnurn er kunnugt er hann ekk-
ert til að hrópa húrra fyrir.
Miklar kröfur
Við íslendingar höfum vafa-
lítið aldrei átt eins góða mögu-
leika á að komast á verðlaunapall
á ólympíuleikum og einmitt nú.
Möguleikarnir voru líka á fleiri
sviðum en áður því ásamt því að
Bjarni Friðriksson stefndi að
sama árangri og í Los Angeles þá
átti handboltalandsliðið helst að
hirða gullið, Einar Vilhjálmsson
að feta í fótspor föður síns og
Vésteinn Hafsteinsson og Eð-
varð Þór Eðvarðsson áttu á góð-
um degi að vinna til verðlauna.
Þetta voru kröfurnar sem al-
menningur hér á landi taldi ósköp
eðlilegar því víst kurinum við því
illa að standa nágrannaþjóðum
okkar að baki.
Þessi orð eru vel að merkja
skrifuð áður en árangur Bjarna
og Vésteins lítur dagsins ljós og
þá hefur landsleikur fslands og
A-Þjóðverja um 7. sætið enn ekki
farið fram.
íslendingar hafa verið manna
iðnastir við að bera sína getu á
ýmsum sviðum saman við höfða-
tölu og auðvitað erum við bestir
allra að meðaltali. En á stór-
mótum sem ólympíuleikum þýðir
ekkert að flækja hlutina með slík-
um útreikningum. ísland verður
að eiga sínar hetjur rétt eins og
önnur Norðurlönd og jafnvel enn
frekar en þjóðir eins og Surinam,
Senegal, Jómfrúreyjar og
Hollensku-Antilleyjar. Hér á
landi er það ekki lengur höfuðat-
riðið að vera með, heldur er
árangurinn æ meira virði og
keppendur okkar eru vegna
þessa í brennidepli þjóðarinnar.
Þar liggur kannski skýringin á
t.a.m. slöku gengi handbolta-
landsliðsins, þ.e. kröfurnar eru
mjög miklar á fáa einstaklinga.
Landslið Svía í handbolta er varla
undir mikilli pressu heiman frá
því Svíar eru með íþróttafólk í
fremstu röð í öðrum boltaíþrótt-
um auk þess sem einstaklingar á
borð við Patrik Sjöberg og Stefan
Edberg eiga hug þeirra allan.
Enda ollu þeir báðir sænsku
þjóðinni miklum vonbrigðum. Þá
er það séríslenskt fyrirbrigði að
handbolti sé íþrótt númer eitt,
tvö og þrjú.
Afreksmaðurinn
setur sér kröfur
En hvaða kröfur skyldu vera
eðlilegar og réttmætar af hálfu
okkar íslendinga? Auðvitað er
erfitt að finna einhverja formúlu
fyrir því en íþróttafólkið sjálft
ætti helst að setja þær fyrir sig.
Handboltalandsliðið setti sér þá
lágmarkskröfu að vera meðal sex
efstu, enda eru neðri sæti ekkert
nema afturför, og þá var
draumurinn auðvitað að komast
á verðlaunapall. Einar Vil-
hjálmsson ætlaði sér að komast í
Einar Vilhjálmsson er senniiega okkar seinheppnasti iþróttamaður og hafnaði
enn einu sinni í 13. sæti. Hver skyldi nú verða fyrir mestum vonbrigðum,
almenningur eða hann sjálfur?
úrslit og hafna ekki neðar en í Los
Angeles þarsem hann varð sjötti.
Eðvarð Þór stefndi á átta manna
úrslit í 200 m baksundi en gekk
illa þegar á hólminn var kontið.
Vonbrigði okkar hér í norðri
eru hins vegar hjómið eitt miðað
við það sem afreksfólk okkar
þarfa að ganga í gegnum. Ómæld
vinna þeirra er skyndilega að
engu orðin og ættum við að bera
meiri viriðingu fyrir vinnu þessa
íþróttafólks en svo að skammast
yfir öllu saman. Eðvarð Þór sagði
eftir sund sitt að við engan annan
ien sjálfan sig væri að sakast og
hann hefði greinilega ekki lagt
nógu hart að sér. Sannarlega
drengilega mælt og ætti að vera
óþarfi að strá salti í sárin með
neikvæðri gagnrýni.
Fyrir þessa ólympíuleika var
heildarmarkmið íslendinga að
hafna ekki neðar en fyrir miðju
að meðaltali í hverri grein. Erfitt
er að sjá í svip hvort það hafi
tekist en altént náði sundfólk
okkar sér ágætlega á strik eftir
daufa byrjun, frjálsíþróttafólkið
hefði vafalaust getað gert betur,
svo ekki sé minnst á handbolt-
ann, og siglingamennirnir urðu
númer 22 af 29 eftir mikinn
hamagang.
Það má vera að lykillinn að vel-
gengni á ólympíuleikum sé ein-
faldlega sáluhjálp til að standa
undir pressunni. Það vildi Jóhann
Ingi Gunnarsson meina að væri
stærsti óvinur landsliðsins enda
maðurinn sálfræðingur að mennt
og skulum við bara vona að
undirbúningur íþróttamanna
okkar verði fjölþættari í framtíð-
inni en þrotlausar æfingar.
-þóm
Námskeið
til undirbúnings meiraprófs
verða haldin í Reykjavík og annars staðar á
landinu, þar sem næg þátttaka fæst.
Umsóknir berist bifreiðaeftirlitinu fyrir
14. október nk.
Bifreiðaeftirlit ríkisins,
- bifreiðastjóranámskeiðin,
Dugguvogi 2, 104 Reykjavík,
sími 685866.