Þjóðviljinn - 30.09.1988, Qupperneq 21
HELGARMENNINGIN
Rannsóknir Stjömu-Odda
Baðstofustemmning
meö Tsjekhov og Frú Emelíu
Haust með Tsjekhov í Listasafni íslands á vegum Frú Emelíu
„Að vera með Tsjekhov er
einsog að vera með gull,“
sagði Guðjón Petersen hjá
Frú Emelíu, en á laugardags-
kvöldi hefst á vegum frúar-
innar leiklestur á helstu leikri-
'tum Antons Tsjekhovs í Lista-
safni íslands.
Þessa helgi og þrjár næstu
munu leikarar á vegum Frú Em-
elíu lesa upp fjögur þekktustu
leikverk Antons Tsjekhovs.
Þetta eru leikritin Mávurinn, sem
lesinn verður upp nú á laugardag
og sunnudag. Næstu helgi verður
Kirsuberjagarðurinn lesinn upp.
Þar næstu helgi Vanja frændi og
upplestrinum lýkur á leikritinu
Þrjár systur, sem flutt verður
helgina 22.-23. október. Leik-
stjóri að öllum upplestrunum er
Eyvindur Erlendsson, en margir
þekktir leikarar munu sjá um að
flytja áheyrendum textann.
Guðjón sagði að þar sem Frú
Emelía hefði ekki ráðið við heila
leiksýningu á Tsjekhov hefði ver-
ið ákveðið að fara þessa leið.
Auk upplestursins mun Frú Em-
elía gefa út leikritin í fjórum heft-
um.
„Þetta hefur verið að gerjast
með okkur síðan í vor. Við
höfðum samband við Eyvind og
hann reyndist hafa mikinn áhuga
á þessu. Þá var haft samband við
Listasafnið til þess að veita
Tsjekhov virðulega umgjörð og
það mál var auðsótt."
Að sögn Guðjón er alltof lítið
gert af því hér á landi að vera með
leiklestur, hinsvegar sé þetta
mjög algengt erlendis, þar sem
mörg leikhús eru jafnvel með
fastan leiklestur einusinni í viku.
„Ég held að þetta leikhúsform
ætti að falla íslendingum mjög
vel í geð, því við höfum svo gam-
an af sögum. Þetta er ekki ósvip-
að baðstofuupplestrunum í
gamla daga, þar sem bókin var
látin ganga á milli manna. Þetta
verður enginn þurr upplestur
heldur munu flytjendur leika
textann, þótt þeir lesi hann af
bók.
Upplesarar að Mávinum nú
um helgina eru þau Arnar Jóns-
son, Baldvin Halldórsson, Guð-
rún Ásmundsdóttir, Jóhann Sig-
urðarson, Björn Karlsson, Krist-
björg Kjeld, María Sigurðardótt-
ir, Rúrik Haraldsson, Sigrún
Edda Björnsdóttir og Sigurður
Skúlason.
Guðjón var spurður að því
hvort eitthvað annað væri á döf-
inni hjá Frú Emelíu. Hann sagði
að seinna í vetur myndi Frú Em-
elía væntanlega færa upp leikgerð
sem hann ásamt Hafliða Arn-
grímssyni væri að vinna upp úr
sögunni Hamskiptin eftir Kafka.
„Hamskiptin verða væntanlega
frumsýnd um eða upp úr ára-
mótum, en við erum nú að leita
að húsnæði undir sýninguna.“-Sáf
Voru rannsóknir Stjörnu-Odda á 12. öld vísir að íslenskri
stjörnufræði, sem hefði getað þróast eftir eigin leiðum ef
forsendur hefðu verið fyrir hendi?
í október í ár eru liðin hundrað ár frá því að Anton Tsjekhov fékk fyrstu
opinberu viðurkenninguna fyrir ritverk sín, en í október 1888 fékk hann
hin virtu Puskin-verðlaun.
Þessari spurningu varpaði
Þorsteinn Vilhjálmsson eðlis-
fræðingur fram á fyrirlestri
sem hann hélt í Odda á mánu-
dagskvöld og fjallaði um þörf
íslendinga á miðöldum fyrir
tímatal og þær rannsóknir
sem Stjörnu-Oddi gerði á
gangi sólar. Var þessi fyrir-
lestur nokkurt nýmæli því til
hans boðuðu í sameiningu
Eðlisfræðifélagið og Félag ís-
lenskra fræða, og var það
framtak vísirinn að samvinnu
og að stofnun áhugamanna-
hóps um rannsóknir á vís-
indasögu íslands.
í fyrirlestrinum færði Þor-
steinn Vilhjálmsson rök að því að
vegna þeirra kerfisbundnu út-
hafssiglinga sem voru nauðsyn-
legar til að landið væri byggilegt
og vegna landhátta yfirleitt hefðu
íslendingar á miðöldum haft sér-
staka þörf fyrir nákvæmt tímatal,
sem hlyti að vera byggt á nokkuð
öðrum forsendum en tímatal á
suðlægari slóðum, þ.e.a.s. eink-
um á gangi sólar. Rakti hann síð-
an elsta tímatal landsmanna og
þá leiðréttingu sem Þorsteinn
surtur gerði, þegar hann kom á
sumarauka. Loks fjallaði hann ít-
arlega um rannsóknir Stjörnu-
Odda, sem talinn er hafa verið
uppi á 12. öld; komst hann að
ýmsum athyglisverðum niður-
stöðum um gang sólar, sem heim-
ildir greina frá og hafa augsýni-
lega verið byggðar á nákvæmunm
athugunum.
Þorsteinn Vilhjálmsson velti
fyrir sér þeim aðferðum sem
Stjörnu-Oddi hefði getað beitt
við athuganir sínar, og sagði að
hann hefði getað miðað við fjalla-
hringinn kringum heimabæ sinn,
Múla í Reykjardal, en einnig
hefði hann getað reist hringlaga
garð til viðmiðunar. Svo merki-
lega vill til, að í Flatey á Skjálf-
anda, þar sem heimildir segja að
Þorsteinn Vilhjálmsson, eðlisfræðingur segir að Stjörnu-Oddi, sem uppi var á 12. öld hafi komist að ýmsum athyglisverðum niðurstöðum um
gang sólar.
Stjörnu-Oddi hafi einnig fengist
við rannsóknir sínar, er að finna
lágan hringlaga garð, sem liggur
umhverfis mjög lítinn hól. Er
þetta mannvirki kallað „Arnar-
gerði“, en Þorsteinn Vilhjálms-
son taldi að vel mætti vera að
þetta hafi verið athugunarstaður
Stjörnu-Odda. Útiloka fornleifa-
fræðingar engan veginn að garð-
urinn sé frá hans tíma.
Þorsteinn taldi að athuganir
Stjörnu-Odda hefðu getað orðið
upphafið að íslenskri stjörnu-
fræði, sem hefði þá að öllum lík-
indum beinst meir að því að rann-
saka gang sólar en annars staðar
tíðkaðist, og miðað þá við okkar
norðlægu slóðir. Ekkert fram-
hald varð þó á slíkum rannsókn-
um, vegna þess að skömmu síðar
fóru að breiðast út um Evrópu og
til íslands forngrísk rit um
stjörnufræði, sem veittu svo ná-
kvæma þekkingu um ýmis atriði
að minni þörf varð á rannsóknum
yfirleitt.
e.m.j.
NÝTT HELGARBLAÐ -