Þjóðviljinn - 18.11.1988, Side 18

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Side 18
Síungur aldursfoi Magnús H. Gíslason ræðir við Stefán Valgeirsson á Auðbrekku Haustið 1943 tók ég að mér að ferðast á vegum Fram- sóknarflokksins um Húna- vatnssýslur, Skagafjörð og Eyjafjarðarsýslu. Hugmyndin var að ég hitti að máli ýmsa menn í þessum héruðum og efndi til funda, eftir því, sem við yrði komið. í þennan leiðangur, sem var í senn skemmtilegur og fróðlegur, fór ég svo í vetrarbyrjun. Meðal þeirra Eyfirðinga sem ég ákvað að hitta, var Valgeir Arnason, bóndi á Auðbrekku í Hörgárdal. Síðla kvölds þann 29. nóv. tók ég mér svo far með mjólkurflutningabíl frá Akureyri og fram í Auðbrekku. Sjálfgefið var að biðjast þarna gistingar, enda stóð ekki á því að hún væri veitt. Sat ég á tali við þau hjón fram á nótt og var engin þurrð á líkamlegri og andlegri hressingu. Mig minnir að bærinn í Auðbrekku hafi ekki verið með neinu hallarsniði á þessum árum. En þarna var að öðru leyti hátt til lofts og vítt til veggja í öllum skilningi. Það hlaut að vera hollt og gott hverjum unglingi að alast upp á þessu heimili. Það hlotnað- ist Stefáni Valgeirssyni, en hann var að heiman um þessar mundir. Ég hygg að lífsferill hans sem nú er orðinn hartnær 70 ár, beri upp- eldisáhrifunum óljúgfrótt vitni. Foreldrar Stefáns voru Valgeir Árnason bóndi í Auðbrekku, Jónatanssonar og Anna Einars- dóttir, ráðsmanns á Háreksstöð- um, Péturssonar. Ættir sínar á Stefán að rekja til Eyfirðinga, Norður-Þingeyinga og Austfirð- inga og er þar ekki minni menn að finna en Galdra-Hermann í Firði. Svo talaðist til að ég falað- ist eftir blaðaviðtali við þennan afkomanda Galdra-Hermanns. Það var auðsótt mál en Stefán Valgeirsson er maður önnum kafinn, enda verður hann að vinna eins og heill þingflokkur, og eiginlega spjölluðum við sam- an á hálfgerðum hlaupum. Haldið höfuðstaðinn - Jú, ég er fæddur og alinn upp í Auðbrekku í Hörgárdal eins og þú veist, sagði Stefán, - og er óskólagenginn á nútímavísu. Ég naut auðvitað farkennslu í barna- skóla en fór svo í Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og þá hefurðu nú allt mitt skólanám. Mér fannst einboðið að fara í Hóla því ég ætlaði alltaf að verða bóndi. Það var nú minn draumur. En svo kom stríðið með herinn og allt það fargan, sem honum fylgdi en einnig atvinnu og pen- inga. Og auðvitað vantaði mig peninga til að bæta mína jörð. Ég fór því til Reykjavíkur til að leita mér atvinnu, eins og margir ungir menn á þessum árum. Til að byrja með ók ég bíl hjá BSÍ. Svo var auglýst eftir verkstjóra við íþróttavellina í borginni og hafði Benedikt Jakobsson, íþrótta- kennari, með það að gera. Marg- ir sóttu um starfið og þegar ég leit yfir þann hóp taldi ég mig von- lausan og ætiaði að snúa frá við svo búið. Þegar Benedikt varð þess var bað hann mig að doka við og lyktir urðu þær, að ég fékk starfið. Síðar varð ég svo yfir- verkstjóri við íþróttavellina og garðlönd borgarinnar og átti að stjórna 5 eða 6 vinnuhópum. Á þessum árum kynntist ég konu minni, Fjólu Guðmunds- dóttur frá Böðmóðsstöðum í Laugardal og þótt ég hefði ekki haft annað upp úr Reykjavíkur- dvölinni þá verður hún aldrei of- metin. Heilsan brást Keflavíkurárin Ég flutti því síðla vetrar 1953 til Keflavíkur. Þar dvaldi ég átta vetur en var oftast heima á sumrin en þó ekki alltaf. Til dæm- is varð ég að liggja um hríð á Landsspítalanum 1955. Til að byrja með ók ég bíl á Vellinum. Jón Sigurðsson, sem þá mun hafa verið erindreki Al- þýðusambands íslands, lagði það til að ég yrði ráðinn þarna félags- málafulltrúi, fyrir ASÍ og félags- málaráðuneytið, kannski kallast það trúnaðarmaður nú, - og SteingrímurSteinþórsson, þáver- andi félagsmálaráðherra skipaði mig svo í starfið 1953. Jú, bless- aður vertu, þetta var bölvað arga- þras, sífelldir árekstrar, bæði við herinn og ekki síður hið miður þokkaða Hamilton-félag, en það voru bandarískir verktakar. Jafn- framt þessu greip ég svo í að kenna á bíl en það hafði ég raunar áður gert í Reykjavík. Á meðan ég vann þarna á Vell- inum hófum við þrír félagar að gefa út blað, sem nefndist Stapa- fell. Að því stóðu með mer þeir Pálmi Pétursson kennari og Kristján heitinn Ingólfsson, seinna fræðslustjóri á Austur- landi. Þetta voru framúrskarandi góðir félagar og samstarfsmenn. Eg skrifaði sjálfur mikið í blaðið og notaði þá ýmis dulnefni. Og þótt ég segi sjálfur frá þá keppt- ust önnur blöð um að birta sumar þessar greinar, enda vikið að ýmsum málum sem þá brunnu mjög á mönnum. - Já, minning- arnar eru margar frá þessum árum og óneitanlega gaman ef einhverntíma gæfist færi á að rifja þær upp. Svo kom að því að ég dró mig út af Vellinum og gerðist stöðvar- stjóri há Bifreiðastöð Keflavíkur. Ég samdi við Skeljung og BP um að koma þarna upp smurstöð o.fl. Svo datt okkur nokkrum í hug að stofna byggingarsamvinn- ufélag. Byggðum. árlega nokkrar íbúðir á vegum félagsins og þótti þetta hið þarfasta framtak. Félagsmála- bindindi sem mistókst Ég hafði nú legið í víking um hríð að hætti þeirra forfeðra okk- ar, sem helst þótti mannsbragur að, og aflað mér sem þeir nokk- urs fjár og kvonfangs. Og nú ák- vað ég að hverrfa heim í Hör- gárdalinn og hefja búskap í Auðbrekku, ásamt Þóri bróður mínum og konuefni hans. En því miður réðust málin á annan veg en ætlað var. Árið 1950 veiktist ég af svonefndri Akureyrarveiki, en hún lék marga grátt. Tauga- kerfið fór einhvernveginn úr sambandi og ég fór að fá óeðli- lega öran hjartslátt, sem einkum bar á við líkamlega áreynslu. Mér var því ráðlagt að halda mig ná- lægt lækni ef til bráðra aðgerða þyrfti að grípa, en til þess var tal- ið að komið gæti á hverri stundu. Árið 1961 hafði ég náði mér svo af krankleikanum að við Fjóla ák'váðum að hverfa aftur að búskapnum, enda var það alltaf markmiðið að eyða ævinni í heimabyggð. Ég hafði lent í alls- konar félagsmálastússi í Keflavík en er ég flutti heim ákvað ég að forðast það með öllu en helga mig bara búskapnum og heimilinu. Ég einsetti mér meira að segja að sækja ekki hreppsfundi hvað þá annað. En svo gerðist það að for- maður Framsóknarfélags Eyja- fjarðar, Einar í Staðartungu, féll skyndilega frá og þá var ég kosinn formaður félagsins, að mér fjar- stöddum. Mig minnir að þetta hafi verið 1965. Ég neita því ekki að mér þótti vænt um það traust sem mér var sýnt með því að fela mér formennskuna í félaginu en á hinn bóginn braut þetta í bág við mínar fyrirætlanir, því auðvitað hlutu að fylgja þessu starfi ýmiss konar snúningar. Innvigtunar- gjaldiö Þetta sama ár fór ég svo á aðal- fund Mjólkursamlags KEA, ekki til þess að tala þar heldur hlusta. Á fundinum var m.a. reifuð sú ákvörðun stjórnvalda að leggja svonefnt innvigtunargjald á mjólk. Skyldi það vera 50 aurar á lítra. Þetta gjald átti að taka af kaupi framleiðandans og var auðvitað bara bein kaupskerð- ing. Mér fannst fundurinn taka linlega á þessu máli, rann í skap og bað um orðið, eiginlega alveg óvart. Ég flutti svo þarna ræðu, kannski á sinn hátt þá áhrifa- mestu, sem ég hef nokkurntíma flutt, enda sagði Brynjólfur heitinn Sveinsson, menntaskóla- kennari og þáverandi formaður stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga sem kom í pontu á eftir mér eitthvað á þá leið, að hann væri nú bara feiminn við að koma í ræðustól eftir slíka þruinuræðu. Svo fór að. fundurinn sam- þykkti að kjósa fimm manna nefnd er leita skyldi samstarfs við önnur mjólkurframleiðslusvæði um að stöðva þessi innvigtunar- áform. Ég var kosinn formaður þessarar nefndar en aðrir nefnd- armenn voru Stefán Halldórsson á Hlöðum, Jón Hjálmarsson í Villingadal, Þór Jóhannsson í Þórsmörk og Björn Halldórsson, lögfræðingur. Nefndir voru kosn- ar um allt land og komu þær síðan saman til fundar á Hótel Sögu. Þar man ég að þeir létu mikið að sér kveða bændahöfðingjarnir Sveinn á Egilsstöðum, Ölver í Þjórsártúni og Hermóður í Ár- nesi. Við hrundum þessu tilræði en í framhaldi af því var Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins stofnaður og voru strax lagðir til hans umtalsverðir fjármunir. „Enginn veit sína ævina...“ Eg sagði víst í upphafl að þetta hafi átt að vera viðtal við Stefán Valgeirsson. Hingað til hef ég þó naumast sagt nokkurt orð. Að því leyti hefur þetta verið eintal. En nú situr Stefán hljóður um stund svo ég nota tækifærið og skýt fram spurningu, sem raunar er í beinu framhaldi af því sem á undan er farið. - Taldirðu þig nú vera farinn að hafa það mikil afskipti af félags- og stjórnmálum að ekki yrði aftur snúið? - Nei, ég leit á þetta sem hreinar tilviljanir, bæði for- mannskjörið í Framsóknarfé- laginu og afskipti mín af innvigt- unargjaldinu, sem engu breytti um mínar framtíðarfyrirætlanir. Formennskan í félaginu var aðal- lega fólgin í því, að halda einn aðalfund á ári og svo að sitja í blaðstjórn Dags. Ég ætlaði að losa mig við hvorutveggja við fyrsta tækifæri. En svo gerðist það haustið 1966 að ég fékk bréf, sem for- maður Framsóknarfélagsins, frá Hirti E. Þórarinssyni, bónda á Tjörn í Svarfaðardal þess efnis, að hann yrði ekki áfram á fram- boðslista flokksins við alþingis- kosningar þær, sem fram áttu að fara vorið eftir. í nóvember kvaddi ég svo saman aðalfund Frarr.sóknarfélagsins, m.a. til að ræða þessi framboðsmál, en árið áður hafði verið kosin 3ja manna framboðsnefnd. í henni voru þeir Jón Jónsson á Böggvisstöðum, Kristinn Sigmundsson á Arnar- hóli og Ármann Þórðarson, Ól- afsfirði. Þeir lögðu til að skoð- anakönnun færi fram á fundinum um hver skyldi skipa efsta sæti á framboðslistanum af hálfu Eyfirðinga. Ég lagði til að fundarmenn skrifuðu þrjú nöfn á lista og framboðsnefndin kann- aði svo viðhorf flokksmanna til þeirra þriggja, sem flest atkvæði fengju. Við Jón Hjálmarsson bóndi í Villingadal fengum flestar tilnefningar og ég þó fleiri í fyrsta sætið. Jón neitaði að taka sætið en kvaðst styðja mig í það ef ég fengist. Ég færðist eindregið undan en lagði til að leitað yrði að einhverjum eyfirskum bónda, sem fáanlegur væri til framboðs svo að ég yrði þá laus allra mála, en bæri sú leit ekki árangur þá færi ég fram á þriggja vikna um- hugsunarfrest. Eg fór til Sigurðar Óla Brynj- ólfssonar, kennara og bónda, og bauð honum sætið. Hann neitaði algerlega en hvatti mig til að fara í slaginn. Til mín komu einnig menn, sem höfðu verið á fram- boðslistum annarra flokka, svo sem Stefán á Hlöðum og Ingólfur í Fornhaga og eggjuðu mig fast til stórræðanna. í sama streng tóku ýmsir áhrifamiklir Framsóknar- menn eins og Jakob Frímanns- son, Jónas á Rifkelsstöðum, Ing- imar á Ásláksstöðum o.fl. Að hrökkva eða stökkva Eyfirðingar misstu af þessu sæti á listanum og ég gat illa, sem for- maður Framsóknarfélagsins, orðið valdur að því. En þetta var engan veginn auðveld ákvörðun. Ég var og er mjög bundinn mínum æskustöðv- um og kveið því að þurfa löngum stundum að dvelja fjarri þeim. Ég taldi mig einnig, með mína litlu menntun, vanbúinn því að etja kappi við lögspekinga, hag- spekinga og aðra slíka „stórgripi“ en á hinn bóginni vildi ég trúa því að náin kynni mín af kjörum og lífsbaráttu alþýðu manna í þessu landi, bæði í sveit og við sjó kynni einnig að reynast haldgott vega- nesti þegar á hólminn væri kom- ið. Niðurstaðan varð sú að ég fór í þriðja sætið á listanum, sem átti að vera nokkuð tryggt. Síðar færðist ég svo upp í annað sætið við fráfall Gísla heitins Guð- mundssonar. Ég hef rakið þetta svona ná- kvæmlega vegna þess að ýmsir hafa álitið að ég hafi sóst mjög eftir þingmennsku. Hið sanna er hinsvegar að ég færðist undan henni í lengstu lög og var fús til að styðja aðra, hefðu þeir verið fáanlegir. Slagbrandurinn hefur brugðist — Nú hefur þú setið á Alþingi síðan, - hvað, 1967 - eða í rúm 20 ár. Hver hafa verið þín hclstu áhuga- og baráttumál á þingi? - Það hafa nú einkum verið landbúnaðar- og samgöngumál en í þeim þingnefndum sem um þau fjalla, hef ég verið formaður og raunar einnig í félagsmála- nefnd, - og svo öll þau mál sem miðað hafa að því að jafna að- stöðu manna og lífskjör. Land- búnaðar- og landsbyggðarmál yfirleitt voru efst á blaði hjá þing- flokki Framsóknarmanna fram undir 1980. Síðan finnst mér að slaknað hafi á þeirri kló. Flokk- urinn er ekki lengur sá „slag- brandur í flóttans dyrum“ sem hann var. Sérstaða Framsóknar- flokksins var löngum sú, að hann var fyrst og fremst málsvari strjál- býlisins. Hinir flokkarnir höfðu- ðu meir til þéttbýlisins. Á síðari árum hefur flokkurinn hneigst mjög í þá átt þó að ég vilji ekki þar með segja að hann líti alveg framhjá landsbyggðinni. En upp á síðkastið hef ég ekki verið ánægður með flokkinn að þessu leyti. Hversvegna sérframboð? Ég stóð nú frammi fyrir því að ef ég neitaði gæti svo farið að - Nú fórst þú í sérframboð við síðustu Alþingiskosningar, hver var mcgin ástæða þess? - Fyrir 10 árum sagði ég að ef Framsóknarflokkurinn sinnti málefnum landsbyggðarinnar ekki betur þá yrði fyrr en síðar, uppstokkun í öllum stjórnmála- flokkunum. Mér sýnist líka að sú hafi þróunin orðið síðustu 2-3 árin, hvort sem svo verður áfram. Því er engan veginn að leyna að ágreiningur milli mín og Fram- sóknarflokksins hefur af þessum sökum farið vaxandi, en þar finnst mér að flokksforystan hafi hvikað en ekki ég. Ég hef haft 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.