Þjóðviljinn - 30.12.1988, Side 10

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Side 10
LEIPARI FYRR Uppreisn og kúguní Mið-Ameríku Um það bil sem Ronald Reagan tók við embætti forseta Bandaríkjanna fyrir átta árum voru vinstrisinnaðir skærulið- ar í stórsókn í El Salvador. Þeirgerðu sig líklegatil að steypa einni af ótalmörgum yfirstéttarklíkum sem setið hafa yfir hlut manna í löndum Rómönsku Ameríku með fulltingi Banda- ríkjamanna, enn eitt dæmi virtist ætla að sanna að sú álfa sé á okkar dögum hið eðlilega heimkynni róttækra byltinga. Reagan og hans menn voru sama sinnis. Að vísu vildu þeir aldrei viðurkenna að byltingarhreyfingar í Mið- og Suður-Ameríku ættu sér rætur og forsendur í aðstæðum í þessum ríkjum, í hkninhrópandi andstæðum auðs og ör- birgðar. Þeir sáu á bak við hverja vinstrihreyfingu útsendara sovétkommúnismans. En hvað sem túlkun leið: valdhafarnir í Washington ætluðu sér í krossferð gegn vinstriöflum fyrir sunnan. Þeir ákváðu að veita valdhöfum í El Salvador aukinn stuðning, Og þeir ýttu úr vör stefnu sem senn mundi leiða til þess að Bandaríkin kæmu á fót leiguher andbylting- arsinna sem átti að kollvarpa byltingarstjórn Sandinista í Nicaragua, sem hafði nokkru fyrr hrakið frá völdum einn illræmdasta skjólstæðing Bandaríkjanna í þessum heims- hluta, Somoza. Hér er hvorki staður né stund til að rekja það sem gerst hefur síðan. En til að gera langa sögu stutta: vopnuð átök um pólitíska framtíð Mið-Ameríku hafa um þessar mundir leitt til þess að bæði Stóri bróðir í norðri, Bandaríkin, og byltingarhreyfingar í viðkomandi löndum sjálfum, hafa neyðst til að viðurkenna takmarkanir sínar. Skæruliðar í El Salvador eru enn öflug hreyfing, en veikari en fyrr. Gagn- byltingarliðarsem herja á Nicaraguafrá Honduras eru hníp- ið lið í vanda, en hernaður þeirra hefur valdið gífurlegu tjóni í mannslífum og í efnahag lands Sandinista. Og Sandinista- stjórnin hefur um margt vikið frá ýtrustu byltingarkröfum í stefnu sinni, til þess m.a. að slá á ugg grannríkjanna sem óttast að átökin breiðist út til þeirra sjálfra. Ruben Zamora, vinstrisinnaður stjórnmálamaður í El Sal- vador, sem hefur verið í allgóðu vinfengi við skæruliða þar en vill nú reyna að taka þátt í væntanlegum kosningum þar í landi, hefur lýst hinni sérstæðu pattstöðu á þessa leið: „í fyrsta lagi hefur það sýnt sig, að þrátt fyrir allan yfirgang sem Bandaríkin geta sýnt á litlu svæði eins og þessu hér, þá er mögulegt að veita þeim andspyrnu. Reagan getur ekki losn- að alveg við okkur. í öðru lagi: jafnvel þótt okkur takist að halda velli hafa bandarísk stjórnvöld næstum því ótakmark- aða möguleika á því að eyðileggja hvaða áætlanir um þróun sem við fitjum upp á. Með öðrum orðum: við höfum gert okkur grein fyrir því, hvaða takmarkanir eru Reagan settar og hvaða tálmanir við komumst ekki yfir.“ Þessi einkennilega staða á vafalaust eftir að draga langan slóða á eftir sér í allri Rómönsku Ameríku. Hún slær á byltingardrauminn sem hefur verið mikið afl í álfunni allt frá því Fidel Castro og hans menn herjuðu á Batista á Kúbu fyrir þrjátíu árum og höfðu sigur. Hún slær einnig á þá von spilltra yf irstétta að þær geti alltaf stutt sig við Sám frænda - Banda- ríkin eru ekki ósigrandi. Hinar hrikalegu félagslegu and- stæðureru samarvið sig íflestum löndum Rómönsku Amer- íku og þar verða á degi hverjum grimm átök milli auðs og örbirgðar í stærri mæli en við höfum nokkra hugmynd um. En réttlætiskrafan og andóf gegn henni munu á næstu misserum ef að líkum lætur leita sér að öðru birtingarformi, að öðrum farvegi en við höfum hingað til helst átt von á. ÁB. Fyrsta brennan, sem ég man eftir, var norður í Hegranesi. Hún var ekki tengd Gamlaárskvöldi heldur Þrettándanum og í sambandi við hana var álfadans. Þar var enginn annar en Stefán íslandi forsöngvari. Algengara mun þó, a.m.k. í seinni tíð, að brennumar fylgi áramótunum og þar sem þau eru nú að bresta á þykir hlíða að birta að þessu sinni mynd af áramótabálkesti. Myndina hér að ofan tók Leifur, þáverandi Ijósmyndari Þjóðviljans, af bálkesti, sem nokkrir ungir athafnamenn komu sér upp vestur við Ægissíðu fyrir réttum 10 árum. Þetta er ákaflega myndarlegur og vel hlaðinn köstur og mætti segja mér að þarna hefðu verðandi byggingameist- arar verið að verki. Þetta hefur verið tilkomumikil brenna og vonandi hefur veðrið verið hagstætt um kvöldið. OG NU Tíu árum síðar var Ijósmyndari Þjóðviljans, Jim Smart, staddur vestur við Ægissíðu og tók þá þessa mynd. Hér er öðru vísi að verki verið en áður, enda sýnist byggingarefnið stórum lakara. Á eldri myndinni eru trékassarnir áberandi en hér virðist allskonar pappakassadrasl vera yfirgnæf- andi. Segirsig sjálft að erfitt er að hlaða áferðafallegan bálköst úr slíku dóti. En hvað um það. Og nú er bara að biðja um gott veður á Gamlaárskvöld, helst logn og stjörnubjart, enda hið eina veður, sem hæfir slíku kvöldi. -mhg Viljið þið ekki, lesendur góðir, vera nú svo vtenir að senda blaðinu gamlar myndir, sem þið kunnið að eiga í fórum ykkar? Allar 40-50 ára gamlar myndir og ekki síður þaðan af eldri, eru vel þegnar. Myndunum þurfa að fylgja nauðsynlegar upplýsingar svo sem um aldur ef hann er kunnur o.s.frv. - Myndina skal senda lil umsjónarmanns Nýs Helgarblaðs, Pjóðviljanum, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. - Við munum að sjálfsögðu senda myndirnar til baka, ásamt ókeypis eftirtöku. Leitið þið nú í pokahorninu. Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Arnason. Umajónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður A. Friðþjófsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn:DagurÞorleifsson,GuðmundurRúnarHeiðarsson, HeimirMár Pétursson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, Sævar Guðbjörnsson, ÞorfinnurÓmars- son (íþr.). Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, ÞorfinnurÓmarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Augiýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. BUstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðlr: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu-ogafgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð ó mánuði: 800 kr. 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föatudagur 30. desember 1988 c..íar: . . ».i ót c» .ll

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.