Þjóðviljinn - 30.12.1988, Side 18

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Side 18
Á KÚPUNNIÁ METÁRI Fiskvinnslufyrirtæki landsins með allt niðrum sig í lok mesta aflaárs í 1100 ára sögu landsins. Stefnir í 1,7 miljón tonna ársafla og aflaverðmæti aldrei verið meiri. 60 þúsund tonna aflasamdráttur boðaður á næsta ári og þaraf 25 þúsund tonna minni þorskafli. Þýðir 2 miljarða tekjulækkun fyrir útgerðina og útf lutningstekjur minnka um 4 miljarða Allt bendir til þess að afli landsmanna í ár verði sá mesti í tonnum talið í sögu landsins eða rúmlega 1,7 milj- ón tonn. Sömu sögu er að segja um verðmæti aflans; það hefur einnig aldrei verið meira en nú eða 42 - 45 milj- arðar króna. Engu að síður eru flest fisk- vinnslufyrirtæki landsins á kúpunni og óvíst hvort þau hefji starfsemi að nýju eftir hátíðarnar. Samkvæmt könn- un Verkamannasambands ís- lands hefur fastráðningar- samningum fiskvinnslufólks verið sagt upp á 19 stöðum víðs vegar um land allt og ríkir mikil óvissa um atvinnuhorfur þess eftir áramótin. 60 þúsund tonna aflasamdráttur Þá hafa stjórnvöld ákveðið að þrengja veiðiheimildir á næsta ári og munar þar mestu um að minnka þorskaflann um allt að 25 - 30 þúsund tonn vegna ástands þorskstofnsins. Aðaleinkenni reglugerðar sjávarútvegsráðu- neytisins um fiskveiðar á næsta ári fyrir utan niðurskurð á aflahá- marki þorsks er fækkun sókn- armarksdaga og sett verður aflahámark á grálúðuveiðar. Samtals nemur aflasamdráttur- inn á næsta ári um 60 þúsund tonnum sem mun hafa í för með sér 2 miljarða tekjulækkun fyrir útgerðina og reiknað er með að útflutningsverðmætið minnki um allt að 4 miljörðum króna. Svo bregðast krosstré... Þrátt fyrir góðærið í afla- brögðum í ár hefur hagur útgerð- ar verið bágborinn og þá einna verst hjá bátaflotanum sem rek- inn hefur verið með bullandi tapi. Togaraútgerðin er þó talin vera réttu megin við núllið en þó hefur hallað undan fæti hjá útgerð frystiskipa sem almennt var talin gulls ígildi þar til markaðurinn í Japan hrundi fyrir skömmu vegna offramboðs. Það er því fátt sem gefur á- stæðu til bjartsýni á komandi ári í sjávarútveginum og ljóst að framundan eru miklar sviptingar. Þykir einsýnt að ráðast verður í miklar kerfisbreytingar í atvinnu- greininni sem hún sjálf er þegar farin að glíma við með samein- ingu frystihúsa. Hvort reyndin verði sú að einstaka sjávarpláss leggi upp laupana eða ekki skal engu um spáð. Hitt er borðliggj- andi að aðgerða er þörf því nú- verandi ástand hefur gengið sér til húðar og er í rauninni gjald- þrota. Munar mestu um þorskinn í bráðabirgðauppgjöri um fisk- afla landsmanna 1988 sem von er á hverri stundu frá Fiskifélagi ís- lands kemur fram að bolfiskafl- inn er áætlaður 685 þúsund tonn sem er svipað og var á síðasta ári. Af því eru um 365 þúsund tonn þorskur og hefur þorskaflinn dregist saman um 25 þúsund tonn frá því sem hann var 1987. En þá reyndist þorskaflinn vera 390 þúsund tonn. 1989 er hinsvegar gert ráð fyrir að þorskaflinn verði ekki meir en 325 þúsund tonn sem þýðir 65 þúsund tonna minnkun á heildarþorskveiði á milli áranna 1987 og 1989. Afli annarra botnfisktegunda eykst nokkuð en þó langmest í ýsuafla eða um 13 þúsund tonn. Síldveiði er áætluð að verði ná- lægt 100 þúsund tonnum á móti 75 þúsund 1987 óg líkur benda til að loðnuafli ársins verði um 900 þúsund tonn. Skelfiskafli dregst saman um 13 þúsund tonn, úr 55 þúsund tonnum í 42 þúsund. Áætlað er að humarafli verði 2.200 tonn, rækjuafli 29 þúsund tonn og hörpudiskur um 11 þús- und tonn. Á haustdögum hafði heildar- verðmæti aflans aukist um 14% og var þá orðinn 20,4 miljarðar króna á móti 17,8 miljörðum á sama tíma 1987. Verðmæti þorsks upp úr sjó hafði þá aukist um 11% miðað við sama tíma í fyrra, verðmæti ýsu jókst um hvorki meira né minna 64% og loðnu um 61%. Með aukningu heildarafla um 100 þúsund tonn sem er aðallega loðna og sfld og verðhækkun á loðnuafurðum er reiknað með að heildarverðmæti útfluttra sjávar- afurða verði um 42 miljarðar króna. Reiknað á verðlagi hvers árs fyrir sig hefur verðmætið aldrei verið meira. 2ja miljarða tap á árinu Þrátt fyrir það að afli lands- manna hafi aldrei verið meiri en við lok þessa árs í 1100 ára sögu landsins er fiskvinnslan komin á vonarvöl og samkvæmt tölum frá Samtökum fiskvinnslustöðva er tapið í ár metið á um 2 miljarða króna. Samkvæmt skýrslu Þjóð- hagsstofnunar um afkomuna' í sjávarútveginum 1988 er botnfiskvinnslan talin rekin með 2,5% halla samanborið við 1,5% hagnað bæði árin 1986 og 1987. Áætlað er að botnfiskveiðar- og vinnsla séu sameiginlega rekin með um 4,5% halla. Ástæðurnar fyrir þessum hallarekstri eru að mati Þjóðhagsstofnunar aflasam- dráttur, verðlækkun sjávara- furða erlendis og hátt raungengi krónunnar. í Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1989 segir að horfur séu á að verðmæti sjávarafla dragist saman um 2% á þessu ári. Verð á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum hefur lækkað um 1% að meðaltali í erlendri mynt frá síðasta ári og um 7,5% frá því í byrjun þessa árs. Verðhækkanir sem dropi í hafið Nýlegar verðhækkanir á þorskblokk á Bandaríkjamark- aði um 15 sent pundið virðast litlu breyta um afkomu fiskvinnslunn- ar til hins betra. Að sögn Arnars Sigurmundssonar formanns Sam- taka fiskvinnslustöðva þýðir þessi verðhækkun aðeins til 70 -90 miljóna tekjuauka fyrir vinnsluna sem er aðeins dropi í hafið þegar tapið á ársgrundvelli er metið á 2 miljarða króna. Ástæða þessarar verðhækkun- ar er talin vera ótti fiskkaupenda vestra um fiskskort á næstunni vegna boðaðs samdráttar í afla ríkja Efnahagsbandalagsins á næsta ári vegna ofveiði á miðum þeirra á undanförnum árum. Á þessu ári hefur verðið á þorskblokk fallið úr 2 dollurum hvert pund niður í 1,25 dali. Til glöggvunar hefur þróun verðlags á þorskblokk verið sú að í aprfl sl. fór verðið úr 2 dollurum niður í 1,85. í júní sl. datt það niður í 1,60 og niður um 10 sent í júlí- mánuði. f ágúst féll verðið um hvorki meira né minna en 25 sent og var þá komið niður í 1,25 dali. Síðan þá hefur verðið verið að þokast upp af botninum. Fyrst í 1,30 dali í september, í 1,35 í okt- óber og í 1,35 - 1,40 dali í síðasta mánuði og í byrjun þessa. Gengisfelling tímaskekkja Að mati fiskvinnslumanna sjálfra eru orsakir tapsins í vinnsl- unni og hvernig komið er fyrir þessari undirstöðuatvinnugrein landsmanna fyrst og fremst rakt- ar til fastgengisstefnunnar sem ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar taldi vera bót allra meina og vaxtafrelsisins sem fyrri nkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar stóð fyrir á sínum tíma. Á tímabili fastgengisstefnunnar voru tekjur vinnslunnar bundnar í báða skó á meðan verðbólga fór vaxandi. Allur innlendur kostn- aður fór úr böndum og einnig fjármagnskostnaðurinn. Þrjár gengisfellingar í ár samtals um 22% hafa ekki megnað að breyta rekstrarstöðu fiskvinnslufyrir- tækja til hins betra nema síður sé. Ástæða þess að gengisfellingarn- ar dugðu skammt var að mikið af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja eru gengistryggðar og hækkuðu því í takt við gengislækkanirnar, samfara því að þær komu allt of seint og náðu því ekki tilætluðum árangri. Þá höfðu gengisfelling- arnar einnig áhrif til hækkunar á lánskjaravísitölunni sem hækk- aði sjálfkrafa öll lán fyrirtækj- anna. Sem dæmi um það skal nefnt að þegar gengisfelling núm- er 2 á árinu kom til framkvæmda í maí sl. um 10%, hækkaði láns- kjaravísitalan um heil 8% í júní og júlí. Óheftur fjármagnsmarkaður- inn í öllu sínu frelsi gerði það að verkum að svo til allt þetta ár hafa sjávarútvegsfyrirtæki verið að greiða allt að 60 - 70% vexti sem þau gátu engan veginn staðið undir. Afleiðingin varð sú að þau gátu ekki greitt aðrar skuldir ss. við þjónustufyrirtæki ýmiskonar. í dag vofa yfir rafmagnslokanir hjá mörgum þeirra vegna skulda upp á hundruð miljóna króna. Vitað er aðeins um eina veitu sem hefur gripið til harðra innheimtu- aðgerða sem dugði til að fá helm- ing rafmagnsskuldanna greiddna. Það gerðist á dögunum á Stokkseyri þegar skyndilega var lokað fyrir rafmagn til Hraðfryst- ihússins mitt í dagsins önn. Áuk þess eru vanskil fyrirtækjanna við iðnfyrirtæki komin hátt í annan miljarð króna að viðbættum stór- felldum vanskilum við sveitar- og bæjarfélög. Eigið fé fyrirtækjanna er einn- ig að mestu upp urið og fregnir berast frá áður stöndugum sjáv- arútvegsfyrirtækjum um að þess sé skammt að bíða að þau verði gjaldþrota, með hrikalegum af- leiðingum fyrir viðkomandi byggðarlög sem hafa ekki að neinu öðru að hverfa. f athyglisverðu uppgjöri Þjóð- hagsstofnunar á afkomu vinnsl- unnar 1987, þar sem sýndur er mismunur á afkomu bestu og verstu fyrirtækjanna, kemur fram ótrúlegur mismunur. Sam- kvæmt því skiluðu 17 frystihús nánast engu fé úr rekstri til að standa undirfjármagnskostnaði á sama tíma og 16 hús skiluðu 14% af tekjum upp í fjármagns- kostnað. Með sama hætti skilaði Á næsta ári er gert ráð fyrir 25 þúsund tonna aflaminnkun á þorski en samanlagt verður samdrátturinn í af la landsmanna um 60 þúsund tonn. Það verður því rólegra að gera í löndunarvinnu en verið hefur í langan tíma og kassarnir mun færri sem þarf að handleika fyrir bragðið. Mynd: Jim Smart. 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.