Þjóðviljinn - 30.12.1988, Síða 19
Svuntur fiskvinnslufólks hengja haus á snögum sínum þessa dagana vegna lokana
komast í snertingu við fisk á næstunni vegna hótana fiskvinnslumanna um að hefja ekki
starfsemi að nýju eftir áramótin nema ríkisstjórnin sveifli töfrasprotanum. Mynd: eik.
fiskvinnsluhúsa vítt og breitt um allt land og uppsagna starfsfólks. Óvíst er hvort þær
21 saltfiskverkunarstöð engu upp
í fjármagnskostnað, en 21 skilaði
að meðaltali 21% af tekjum.
Engu bjargaö
með lækkun
launakostnaðar
Þrátt fyrir að sýnt hafi verið
fram á að gengisfelling ein og sér
leysi engan vanda fyrir fisk-
vinnslufyrirtækin virðast forráða-
menn atvinnugreinarinnar ekki
sjá neina aðra lausn á vandanum
nema að því undanskildu að
launakostnaður verði lækkaður
frá því sem nú er. í þeirri baráttu
hafa þeir notið fulltingis forsætis-
ráðherra og sjávarútvegsráð-
herra sem báðir hafa tekið undir
viðlagið um að lækka beri launin.
Þessu hefur Alþýðusamband ís-
lands harðlega mótmælt og bent á
að það sé ekki hár launakostnað-
ur sem sé að sliga fiskvinnsluna
heldur gríðarlegur fjármagns-
kostnaður.
í nýlegri greinargerð Hag-
deildar ASÍ um málið kemur
fram að hlutur fjármagns-
kostnaðar sem hlutfall af tekjum
fiskvinnslufyrirtækja hefur aukist
um 60% á þessu ári miðað við
meðaltal áranna 1980 - 1987. Á
sama tíma hefur launakostnaður,
einnig sem hlutfall af tekjum
fyrirtækjanna, aukist um 7,5%.
Sé hins vegar litið til áranna 1987
og 1988 hefur fjármagnskostnað-
ur hækkað um hvorki meira né
minna en um 150% á milli þess-
ara ára á meðan launakostnaður
hefur hækkað aðeins um lítil 4%.
Þessar niðurstöður Hagdeildar-
innar sem byggðar eru á gögnum
frá Þjóðhagsstofnun, undirstrika
hversu fráleitt það er að ætla að
bjarga fiskvinnslunni með kjara-
skerðingu.
Þessu hafa fiskvinnslumenn
mótmælt og segja að launakostn-
aðurinn hafi hækkað mun meira á
milli áranna 1987 og 1988 en sem
nemur þessum 4%. Þeir halda því
fram að launakostnaðurinn hafi
hækkað um 16,5% en taka jafn-
framt undir að fjármagns-
kostnaðurinn sé mikill en segjast
ekki geta séð hver hann nákvæm-
lega sé úr gögnum Þjóðhags-
stofnunar.
Þá hafa reiknimeistarar VSÍ
komist að þeirri niðurstöðu að ef
launin verði ekki lækkuð á næsta
ári megi fastlega gera ráð fyrir að
allt að 6 þúsund manns verði án
atvinnu 1989.
Bráðaaðgerðir
ríkis-
stjórnarinnar
Frá því núverandi ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar tók
við völdum 28. september sl. hef-
ur hún gripið til ýmissa aðgerða
til að bæta afkomu útflutningsat-
vinnuvega. Verðjöfnunarsjóði
fiskiðnaðarins var heimilað að
taka 800 miljón króna erlent lán
með ríkisábyrgð til greiðslu verð-
bóta vegna framleiðslu á freðfiski
og hörpudiski á tímabilinu 1. júní
1988 til 31. mai 1989 sem hefur
þýtt að vinnslan hefur fengið 5%
verðuppbætur á freðfisk. Sjóðn-
um var einnig heimilað vegna
rækjuvinnslu að ákveða að við-
miðunarverð við greiðslu verð-
bóta vegna framleiðslu frá 1. júní
sl. taki mið af meðalmarkaðs-
verði undangenginna 2ja ára. En
talið er að heildartap á rækju-
vinnslu nemi samtals allt að 500
miljónum króna 1987 og 1988.
Atvinnu-
tryggingarsjóður
Síðast en ekki síst var settur á
fót Atvinnutryggingarsjóður út-
flutningsgreina og hefur hann
þegar skuldbreytt skuldum 20
fyrirtækja fyrir samtals 750 milj-
ónir króna en alls hafa 170 fyrir-
tæki sótt um aðstoð frá sjóðnum.
Sjóðurinn mun fá til ráðstöfunar
2 miljarða á næstu tveimur árum.
Af árlegu framlagi ríkissjóðs til
Atvinnutryggingarsjóðs munu
renna 300 miljónir króna á ári til
sjóðsins næstu tvo ár. Einnig mun
hann fá 200 miljónir króna árlegt
framlag úr ríkissjóði með sér-
stakri tekjuöflun. Samtals nema
framlög þessi helmingi af ráð-
stöfunarfé sjóðsins. Jafnframt
verður sjóðnum heimilað að taka
1 miljarð að láni á næstu tveimur
árum, annars vegar með Verð-
jöfnunarsjóði fiskiðnaðarins að
bakhjarli og hins vegar erlendis
með ríkisábyrgð.
Atvinnutryggingarsjóði er
heimilt að hafa milligöngu um
skuldbreytingu á allt að 5 milj-
örðum króna af lausaskuldum út-
flutningsfyrirtækja. Honum er
einnig heimilt að taka við
skuldabréfum frá fyrirtækjum í
útflutningsgreinum og gefa út
skuldabréf til lánardrottna þeirra
og ábyrgist sjóðurinn greiðslu
þeirra bréfa með eignum sínum.
Lækkun vaxta
skilar sér
Ráðstafnir ríkisstjómarinnar
þar fyrir utan á sviði efnahags-
mála voru í meginatriðum fólgn-
ar í framlengingu verðstöðvunar
til febrúarloka 1989, lögbindingu
launa og almenns fiskverðs til 15.
febrúar, lækkun gengis um 3%,
Iækkun vaxta sem þegar hafa
komið til framkvæmda þó aðal-
lega með lækkun nafnvaxta og lít-
ilsháttar lækkun raunvaxta vegna
vantrúar bankakerfisins á stefnu
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál-
um. Nafnvaxtalækkunin skilaði
sér þó strax í minni fjármagns-
kostnaði fyrirtækja um hundruð
miljóna króna sem komið hefur
fram í milliuppgjöri fyrirtækja
sem sótt hafa um aðstoð hjá At-
vinnutryggingarsjóðnum.
Kerfisbreytingar
Fyrir utan að skuldbreyta lán-
um fyrirtækja sem að mati sjóðs-
stjórnar geta staðið undir frekari
lánsveitingum, hefur sjóðurinn
óbeint beitt sér fyrir kerfis-
breytingum hjá þeim fyrirtækjum
sem ekki hafa þótt lánshæf þá
stundina. Hafa þessar kerfis-
breytingar aðallega beinst að
samruna fiskvinnslufyrirtækja
jafnt innan bæja sem og á milli
nágrannabyggðarlaga til að við-
komandi fyrirtæki eigi möguleika
á fyrirgreiðslu frá sjóðnum.
Er þess þegar farið að gæta á
nokkrum stöðum á landinu ss. í
Þorlákshöfn þar sem fyrirtækin
Glettingur hf. og Meitillinn hf.
hafa ráðið sérstakan starfsmann
til að vinna að sameiningu þess-
ara tveggja fyrirtækja. Sömu
sögu er að segja frá Ólafsfirði og
frá Stöðvarfirði og Breiðdalsvík.
Áðurnefndar aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar voru fyrst og fremst
til bráðabirgða og hafa þegar
skilað árangri. En til langframa
er nauðsyn á langtímastefnu í
efnahagsmálum þjóðarinnar og
má búast við tillögum þess efnis
frá ríkisstjórninni eftir áramótin.
Enda ekki vanþörf á þar sem
stjórnendur margra fiskvinnslu-
fyrirtækja virðast hafa ákveðið
að hefja ekki vinnslu á nýjan leik
í sínum húsum fyrr en ljóst þykir
hvað ríkisstjórnin ætlist fyrir í
nýju ári.
Uppsagnir
í jólagjöf
Til að auka þrýsting á
stjórnvöld var fastráðningar-
samningum fiskvinnslufólks á 19
stöðum sagt upp og borið við hrá-
efnisskorti og hagræðingum
innan fyrirtækjanna og komu
uppsagnirnar til framkvæmda í
þessum mánuði. Þar auki var öllu
lausráðnu starfsfólki sparkað við
fyrsta hentugleika. Heldur
kuldaleg jólagjöf það.
Samkvæmt könnun Verka-
mannasambands íslands hefur
einna flestum verið sagt upp fast-
ráðningu á Austfjörðum; á Borg-
arfirði eystra, Seyðisfirði, Eski-
firði, Reyðarfirði og á Breiðdals-
vík en ekki á Vopnafirði, Nes-
kaupstað og á Höfn í Homafirði.
Aðrir staðir sem öllu fiskvinnslu-
fólki eða hluta þess hefur verið
sagt upp eru: Akranes, Grund-
arfjörður, Hólmavík, Ólafsfjörð-
ur, Dalvík, Húsavík, Stokkseyri,
Eyrarbakki, Þorlákshöfn, Sand-
gerði, Grindavík, Keflavík, Pat-
reksfjörður og Þingeyri. Óvíst er
með öllu hvort fiskvinnsluhús á
þessum stöðum hefji starfsemi á
nýjan leik eftir áramótin og ef
ekki blasir við hrun í mörgum
viðkomandi byggðarlaga sem
ekki hafa að neinu öðm að hverfa
en fiskvinnslu.
Útlitið
afar dökkt
Af framansögðu má ljóst vera
að útlitið í fiskvinnslunni í upp-
hafi árs 1989 er afar dökkt og ekki
hægt að sjá hvernig það leysist í
bráð að öllu óbreyttu. Atvinnu-
öryggi þúsunda fiskvinnslufólks
er í hættu og um leið framtíð fjöl-
margra byggðarlaga. Sjómenn
bera kvíðboga fyrir næsta ári
vegna fyrirsjáanlegs aflasam-
dráttar sem þeir segja sjálfir að
muni bitna fyrst og fremst á báta-
sjómönnum. Þá munu tekjur út-
gerðar einnig minnka veralega.
Þó er ljóst að afkomu fisk-
vinnslunnar verður ekki bjargað
með kjaraskerðingu þrátt fyrir
hróp og köll þar um, heldur með
frekari lækkun fjármagns-
kostnaðar og kerfisbreytingum
innan atvinnugreinarinnar. Við-
búið er að það geti haft einhverja
byggðaröskun í för með sér sem
verður án efa sársaukafull fyrir
marga. -grh
Föstudagur 30. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19