Þjóðviljinn - 30.12.1988, Side 21
MENNINGARANNÁLL
Bækumar á árinu
Það er eins og fyrri daginn:
það komu út margar bækur á
árinu. Að sönnu hefur þeim
fækkað, endasamantekin ráð
útgefenda að draga úr fram-
boðinu. Sá niðurskurður gefur
samt ekki ástæðu til kvörtunar
- að minnsta kosti ekki með-
an við fáum ekki fregnir af því
að komin sé sú kreppa í út-
gáfu sem blátt áfram banni að
merkar bækur komist á prent.
Við getum ekki fundið til
neinnar knýjandi þarfar til að
hafa áhyggjur meðan sú
breyting er mest áberandi í
hlutföllum milli bókaflokka, að
þýddum reyfurum fækkar
(vegna þess að margir hafa
fengið reyfarann sinn á vídeó-
spólum) en þýddum gæða-
bókum fjölgar (vegna þess að
til eru þýðingasjóðir nytsam-
legir).
Það eru alltaf einhverjar
sveiflur í íslenskri bókaútgáfu,
stundum dálítið skrýtnar, og
þær eiga sér kannski ekki
aðra skýringu en þá, að þegar
ein kýrin pissar þá er annarri
mál. Eitt árið gefa allir út spírit-
istabækur, annað árið kemur
út fæla af matreiðslubókum -
nú um stundir eru í tísku
draumaráðningar, stjörnu-
spár og leiðbeiningar til sjúkl-
inga. Tökum æfisögurnar,
samtalsbækurnar - eitt árið
koma út margar skipstjóra-
sögur, í ár ekki ein einasta -
en aftur á móti einar fimm
prestasögur.
Af samtals-
bókum
Samtalsbækurnar eru mest um
talaðar og þær seljast bóka mest.
Þetta er ekki íslenskt sérkenni -
við erum ekki einir um það að
vilja liggja á gægjum við ljóra
þeirra sem frægðarorð fer af. Og
verðum fyrir vonbrigðum ef við
sjáum ekki eitthvað sem kitlar
okkur. Það er skemmst frá að
segja að þessar bækur eru sjaldan
afleitar og sjaldan mjög góðar.
Þær eiga þau vandræði sameigin-
leg, að einhvernveginn dettur
niður á milli stóla sem á sitja
sögumaður og skrásetjari
ábyrgðin á því, að fylgja hlutun-
um eftir. í þessu samstarfi er of
margt nefnt en unnið úr of fáu.
Auk þess eru flestar þessar bækur
mjög sjálfhverfar: menn gleyma
því að um leið og þeir segja frá
sjálfum sér þurfa þeir að setja sig
inn í samhengi við tímann sem
þeir lifa, gera grein fyrir glímunni
við hann. Þetta er að sönnu alltaf
reynt í þessum bókum í einhverj-
um mæli, en oftast nær er eins og
alla ástríðu og nákvæmni vanti í
þá viðleitni.
Af skáldsögum
Ég þori ekki að segja neitt um
íslenska ljóðagerð á þessu ári: til
þess á ég of margar bækur ólesn-
ar. En þegar niður í nýleg ljóð er
gripið verður það helst uppi, að
karlar hafa gerst innhverfari en
ÁRNI BERGMANN
þeir voru um tíma og torráðnari,
meðan konur stunda meira hin
opnu ljóð þar sem tilfinningar
sárar og heitar skulu á blað, klár-
ar og kvittar. í skáldsagnagerð
hafa ekki orðið nein stórtíðindi,
þótt höfundar hafi leitað fanga í
ár til efniviðar víðar en stundum
áður. Þeir kjósa sér m.a. að vett-
vangi togara og alþjóðleg stór-
fyrirtæki - fyrir utan skálda-
drauma unga mannsins, sem er
eitt algengasta stef í íslenskri
skáldsagnagerð. Sumir segja það
of algengt. En þá er eitt að athuga
- telji menn að eitthvað vanti í
skáldsagnagerðina íslensku, þá
eta þeir aldrei abbast upp á
öfund tiltekinnar bókar: þao er
ranglátt að veitast að höfundi
fyrir að kjósa sér algengt þema,
rétt eins og enginn verður af því
einu góður að að kjósa sér
óvenjulegan efnivið.
Spurt um
innihald
Við lásum bækur sem voru
skemmtilegar og skrifaðar af
kunnáttu, en þær bættu kannski
ekki miklu við reynslu okkar.
Guðbergur Bergsson sagði í við-
tali fyrir nokkru, að íslenskir
listamenn kynnu margt til verka,
þeir vissu hvað helst bæri að var-
ast og þar fram eftir götum. En
hann spurði eftir innihaldi. Hvar í
fjandanum er það eiginlega niður
komið? í slíkri spurningu má
vissulega lesa stóra ásökun; hafa
menn ekkert að segja lengur eða
hvað? Jú, vissulega hafa þeir
eitthvað að segja. En samt er
meira til í ásökuninni en við vilj-
um sætta okkur við. Og hér kom-
um við og inn á samanlagða bók-
menntaumræðuna. Við höfum
um alllangt skeið skrafað margt
um bókmenntir sem sérstæðan
vettvang sem lýtur eigin lögmál-
um og allt gott um það að segja.
En um leið hefur verið mjög
hamrað á því að sannfæring höf-
undar, skoðun hans, væru nánast
aukaatriði, póltíkin alveg sér-
staklega ófínt viðfangsefni og
vandamálabækurnar bjakk.
Fantasían átti svo að sjá okkur
fyrir næringu og leysa alla bök-
menntahnúta.
Hér skal ekkert illt sagt um
fantasíuna margblessaða, hugar-
flugið frj álsa. En hún er ekki bara
fólgin í því að gefa söguþræðinum
á kjaftinn eða reyna til hins ýtr-
asta á þanþol tungumálsins.
Fantasían er líka í virðulegu og
nauðsynlegu hlutverki þegar
vinna skal skáldskap úr könnun
veruleikans og ástríðumiklu við-
horfi til hans. Hugrekki höfundar
er ekki bara fólgið í því að skrifa
öðruvísi en tíðkaðist í „hefð-
bundum skáldsögum". Það er
ekki síður fólgið í því að storka
þeim gildum sem menn eru farnir
að telja sjálfsögð (og þægileg) í
viðskiptum sínum við samfélag
og aðra menn. Og þetta er nú upp
rifjað vegna þess, að síst af öllu
megum við lenda í þeirri deyfð
sem Gestur Pálsson lýsti í frægum
fyrirlestri um menningarástandið
á fslandi fyrir hundrað árum. En
þar segir:
„Engin andleg deila, ekkert
andlegt stríð neins staðar. Og
ástæðan er sú að það er engin
hugmynd til í landinu, sem nokk-
ur lifandi maður vill berjast fyrir,
enginn leggur neitt í sölurnar
fyrir nokkurn skapaðan hlut, því
enginn hefur neina trú á neinu
sem hann vill líða fyrir“.
Föstudagur 30. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21