Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Blaðsíða 5
• • 1; vJk3 Jl U iJAvior KlL L L1K Siglómálið Foridúðmð einkavæðing (í 55 Harðar umræður um Siglógjaldþrotið á Alþingi. Ólafur Ragnar Grímsson: Flokksgæðingumfærðar eigur ríkisins á silfurfati. Þorsteinn Pálsson krefstskýrslufrá Ríkisendurskoðun. Forseti heimilar sérumrœður um málið eftir helgi Það er ekkert mál sem hefur afhjúpað eins rækilega inni- haldið í einkavæðingu Sjálfstæð- ismanna og uppákomurnar með Sigló, þar sem flokksgæðingum Sjálfstæðismanna voru færðar á silfurfati eigur ríkisins, sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra í hörðum umræð- um á Alþingi í gær um gjaldþrot Sigló á Siglufirði og eftirmál þess. Porsteinn Pálsson fyrrum fjár- málaráðherra brást hart við um- mælum Ólafs Ragnars og óskaði eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar um allt málið og hlut hans og ann- arra fjármálaráðherra að því. Slík skýrsla yrði síðan tekin til rækilegrar umræðu á þingi strax eftir helgina. Ólafur Ragnar sagðist fagna því að fá tækifæri til að fletta ofan af þessari spillingu Sjálfstæðisiíokksins. Guðrún Helgadóttir forseti Sameinaðs þings lýsti því yfir að hún myndi heimila slíkar umræður eftir helg- ina og óska eftir skýrslu frá Ríkis- endurskoðun um Siglómálið. Umræðurnar sem voru all- snarpar komu í kjölfar fyrir- spurnar frá Jóni Sæmundi Sigur- jónssyni til fjármálaráðherra um skuldastöðu Sigló og hvort sam- band hefði verið haft við ráðu- neytið, sem er einn stærsti kröfu- hafi í þrotabú Sigló, er skiptaráð- andi ákvað að leigja fyrrum eigendum Sigló þrotabúið í nafni Sigluness hf. aðeins tveimur tím- um eftir að Sigló var lýst gjald- þrota. Fjármálaráðherra sagði að ekkert samband hefði verið haft við ráðuneytið. Þá lýsti hann þætti fyrrverandi fjármálaráð- herra þeirra Þorsteins Pálssonar og Alberts Guðmundssonar varðandi skuldafyrirgreiðslu til eigenda Sigló, er þeir keyptu fyr- irtækið af ríkissjóði sumarið 1984. Upphaflegt skuldabréf til 8 ára var framlengt til 15 ára og áfallnar vaxtagreiðslur bætt við skuldina. Fyrstu afborganir af því eru ekki fyrr en árið 1991 en skuldin fór í vanskil strax á fyrsta gjalddaga vaxta í nóvember 1986. Eitthvað af vöxtum hefur verið greitt en að öðru leyti hefur enn- þá engin greiðsla kómið til vegna kaupa á fyrirtækinu fyrir 5 árum síðan. Skuldir þrotabús Sigló eru nærri 300 miljónir þar af eru veð- skuldir ríkissjóðs um 60 miljónir á 14 veðrétti. Skuldir til bæjar- sjóðs á Siglufirði og þjónustuað- ila þar í bæ hljóða uppá nær 100 miljónir. Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins brugðust hart við þeim yfirlýsingum fjármálaráðherra um pólitíska spillingu. Hér væri um grófar aðdróttanir að ræða sem taka þyrfti sérstaklega fyrir. Krafðist Þorsteinn Pálsson skýrslu frá ríkisendurskoðun um viðskipti fjármálaráðuneytis við Sigló. Jón Sæmundur Sigurjóns- son þakkaði ráðherra góð svör og sagði Siglómálið, skólabókar- dæmi um hvernig einkavæðing ríkisfyrirtækis hefði algerlega forklúðrast. |g. Skólar Samráð um skólaslit Lífeyrissjóður Vesturlands Spillingunni viðhaldið Igær hélt stjórn Lífeyrissjóðs Vesturlands fund með fulltrúa- ráði sjóðsins í Stykkishólmi og á dagskrá voru málefni sjóðsins. Osamþykktir reikningar síðustu ára voru þó ekki lagðir fram held- ur var ráðinn nýr forstöðumaður fyrir sjóðinn sem er mágur ann- ars endurskoðandans þrátt fyrir mótmæli fulltrúa sjóðsfélaga. Að sögn Bárðar Jenssonar for- manns verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík var staða forstöðu- mannsins ekki auglýst eins og eðlilegt er heldur tilnefndi stjórn Lífeyrissjóðsins sinn mann í stöðuna. Á fundinum mótmælti Bárður þessari málsmeðferð harðlega og varð heldur fátt um svör af hálfu stjórnar við þeim. Eins og fram hefur komið hef- ur stjórn sjóðsins skýrt þá seinkun sem orðið hefur á uppg- jöri reikninga hans frá 1985 á þann veg að þeir hafi verið vit- lausir og látið að því liggja að það sé sök Eyjólfs Sigurjónssonar endurskoðanda. Af því tilefni vill Eyjólfur taka eftirfarandi fram: „Eg undirrit- aður var endurskoðandi sjóðsins frá 1970 til ársloka 1984 og skilaði af mér ársreikningi 1984 30. ágúst 1985. Á nefndum árum hafa árs- reikningar sjóðsins verið afhentir ýmsum opinberum aðilum og hafa mér aldrei borist neinar at- hugasemdir við þá. Samkvæmt ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs Vesturlands 1985 tjáði Valdimar Indriðason þáverandi stjórnar- formaður mér, að þeir vildu færa endurskoðun sjóðsins heim í hér- að, og væru hér eingöngu um byggðarsjónarmið að ræða. Tók hann sérstaklega fram, að sjóð- stjórnin hefði ekkert út á mína vinnu að setja. Til verksins var ráðinn Jón Þór Hallsson löggiltur endurskoðandi á Akranesi". „Síðan árið 1985 hefur enginn aðili frá Lífeyrissjóði Vestur- lands rætt við mig, hvorki um málefni sjóðsins eða annað. Rétt er að taka fram, að fyrstu árin sem ég var endurskoðandi líf- eyrissjóðsins var Björn heitinn Svanbergsson yfirbókari hans, en eftir að hann lést tók Bergur Björnsson við hans starfi. Bergur hætti störfum við sjóðinn um leið og ég“. -grh Svavar Gestsson menntamála- ráðherra segist munu óska eftir viðræðum við skólastjórn- endur, kennara og nemendur um hvernig Ijúka megi skólahaldi með eðlilegum hætti á þessu vori, um leið og kjaradeila HÍK og ríkisins sé leyst. Ófært sé að ræða um slíka hluti fyrr en lausn liggi fyrir í kjaradeilunni. Þetta kom fram í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær þar sem rætt var um það alvarlega ástand sem skapast víða £ skóla- kerfinu. Birgir ísl. Gunnarsson fyrrv. menntamálaráðherra hóf umræðuna og sagði yfirlýsingar fjármála- og menntamálaráð- herra síðustu daga ekki til þess að flýta fyrir lausn deilunnar. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar, einkum Kvennalistaþing- menn, gagnrýndu stjórnina og þá einkum fjármálaráðherra fyrir það alvarlega ástand sem skapast hefði vegna kjaradeilunnar við BHMR og bæru stjórnvöld alfar- ið ábyrgð á hvernig komið væri. Kristín Halldórsdóttir sagði að nú síðast væri verkfallsmönnum hótað með lagasetningu. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra, sagði rangt að til stæði að setja lög vegna verkfalls- ins. Engin slík umræða hefði átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar.4g, Rennt fyrir í höfninni. Vorið er komið með gróðraskúrum og viti menn það er ekki bara gróðurinn sem lifnar við heldur einnig mannlífið. Þessi ungi gutti var vel búinn í rigningunni þar sem hann renndi fyrir fiski í höfninni í Reykjavík. Ekki vitum við hversu mikill afli hans var en veiðilegur er hann. Mynd Þóm. HMR og ríkið Flýtur meðanekki sekkur Fundi samninganefnda rikisins og BHMR lauk í gær án árangurs. Fyrri fundi aðila lauk undir morgun og hafði BHMR tilboð samninganefndar ríkisins til skoðunar fyrir fundinn í gær. Páll Halldórsson, formaður BHMR taldi það tilboð í litlu frá- brugðið fyrri tilboðum ríkis’iis, að formi til líktist þaðe.t.v.r ,eira samningi háskólakennarr en þó án þeirra hækkana sero , samn- ingur leiddi til. Svanfr' ar Jónas- dóttir aðstoðarmaðu fjármála- ráðherra taldi þó að með tilboð- inu væri komið að nokkru til móts við BHMR. „Það eru komnar teygjur í þennan samning og spurningin hvort menn vilji láta reyna á þær,“ sagði Svanfríður og nefndi til atriði sem endur- menntun og námsmat. Tilboð ríkisins er metið til um 8% kauphækkunar á samnings- tímanum sem ertil l.júlí 1989. Er þar boðið upp á prósentuhækk- anir í stað krónutöluhækkunar. BHMR lagði síðan í gærkveldi fram móttilboð sem Páll Hall- dórsson telur að feli í sér veru- legar tilslakanir af hálfu BHMR. Nýr samningafundur deiluaðila verður haldinn klukkann 14 í dag. phh Ávöxtun sf. Kröfuhafar krefjast rannsóknar Beinist aðallega að eftirlitsskyldu og vinnubrögðum bankaeftirlits Seðlabanka íslands. Kœra þess efnis send dómsmálaráðherra ogsvara um ákvörðun í málinu óskað innan 30 daga N fu kröfuhafar í ávöxtunar- og rekstrarsjóði Avöxtunar sf. og hlutafélögum að baki sjóðanna hafa skrifað dómsmálaráðherra kærubréf. I bréfinu fara þeir fram á að ráðuneytið láti fara fram rannsókn nú þegar „á því er virðist stórkostlega fjármálamis- ferli sem átt hefur sér stað hjá sjóðum Ávöxtunar sf. þrátt fyrir eftirlitsskyldu bankaeftirlits Seðlabanka íslands“, eins og segir orðrétt í bréfi níumenning- anna til dómsmálaráðuneytisins. I kæru sinni til Halldórs Ás- grímssonar dómsmálaráðherra tilgreina kærendur 6 atriði sem nauðsynlegt sé að rannsaka og hlúta þau flest að eftirlitsskyldu bankaeftirlits Seðlabanka íslands með starfsemi Ávöxtunar sf. og sjóðum þess. Auk þess vilja kær- endur fá svör við því af hverju núverandi fjármálaráðherra hafi verið meira kunnugt um stöðu fyrirtækisins en þeim opinberu aðilum sem eiga að fylgjast með starfsemi verðbréfasjóða og skyldra fyrirtækja. Þá krefjast kæruaðilar í bréfi sínu til dómsmálaráðherra að yfirvöld bæti viðkomandi aðilum að fullu þann skaða sem þeir hafi orðið fyrir í því sem þeir nefna „mesti þjófnaður á sparifé frá upphafi fslandsbyggðar". Kær- endur óska að fá svör um ákvörð- un í málinu innan 30 daga frá dagsetningu kærunnar sem var 2. maí. Afrit af kærunni hefur einnig verið sent til forsætisráðherra, félagsmálaráðherra og forseta Sameinaðs Alþingis. -grh Laugardagur 6. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.