Þjóðviljinn - 06.05.1989, Side 8

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Side 8
KLIPPT OG SKORIÐ Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans _ Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvik Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Verð: 125 krónur Deilt um dal - eða hvað? Upp eru komnar eins konar landamæradeilur milli grannbyggöanna Reykjavíkur og Kópavogs. Bæjarstjórn Kópavogs hefur hafnað hugmyndum um hraöbraut um Fossvogsdalinn en borgarstjórinn í Reykjavík vill leggja brautina, enda á hún aö greiða leiö að ráðhúsi borgar- stjórans viö Tjörnina í litla bænum í Kvosinni sem einu sinni var höfuðstaður landsins. Raunar er deilt um miklu stærra mál en Fossvogsdal- inn, þótt hann sé svo sem nógu stór. Það er deilt um hvernig þróunin á að verða í byggðinni á höfuðborgar- svæðinu og hvort ástæða sé til að beina allri umferð niður í Kvos. Á bak við lúra vangaveltur um hvarfyrirtækjum og verksmiðjum verður komið fyrir og hver fær að taka skatta af þeim og mannabyggðinni í kringum þau. Það er deilt um hvort áfram eigi að verða nokkur borgríki á þessu svæði sem skara eld að sinni köku eða eitt svæði sem á sameiginlegra hagsmuna að gæta og hugsar um velferð allra íbúanna í bráð og lengd. Ekkert smámál. Hluti af vandanum er bílaeign landsmanna sem er löngu komin úr öllu hófi; enginn er maður með mönnum nema rassgat hans sé breikkað á meðvitaðan hátt, eins og Dagur Sigurðarson benti á. Þetta hefur ýmsar afleið- ingar og engar góðar. Mengun í Reykjavík er háskalega mikil við umferðaræðar og borgin öll af þessu Ijót og sóðaleg. Því bílastæði jafnast ekki á við hús og garða að fegurð. ímyndið ykkur að trjágarðar væru komnir alls staðar við hús í borgum og bæjum landsins þar sem nú eru flatneskjuleg og grá malbikuð svæði undir bíla! Er ekki mál að finna aðra aðferð handa borgarbúum til að komast milli staða en setja fjögur hjól undir hvern þeirra? í Nýju helgarblaði í dag er Aðalskipulag Reykjavíkur tekið til umræðu og bent á að þar hafi verið að verki sjálfvirkir skrifræðismenn sem framreiknuðu umhugsun- arlítið umferðina í Reykjavík í upphafi áratugarins, marg- földuðu hana með áætluðum bílafjölda eftir nokkur ár og sögðust þurfa nokkrar akreinar í viðbót til að hann kæmist allurfyrir hnútalaust, og best væri að leggja Fossvogsdal- inn undir þær. Fyrir þessu voru furðu lítil rök að því er séð verður, vegna þess að ekki var hugsað í heild hvernig byggðin myndi þróast, og þess vegna er núna brostið á stríð milli Reykjavíkur og Kópavogs. Það eina sem getur komið á friði er vel unnin og rök- studd athugun á umferðarmálum höfuðborgarsvæðisins, ekki til að gá hvað það er hægt að koma mörgum bílum úr úthverfum og niður í gamla miðbæinn heldur til að athuga < hvert fólk þarf raunverulega að komast á næstu árum og | áratugum, hvar byggðin verður og hvert hún stefnir, hvar | vinnustaðir fólks verða, skemmtistaðir og útivistarsvæði. Eins og sýnt er fram á í Nýju helgarblaði í dag er meðferð skipulagsmála prófsteinn á faglega getu skipu- lagsyfirvalda og hvort þeim auðnast að skýra fyrir fólki forsendur ákvarðana sinna. Hún er líka prófsteinn á lýð- ræðið í landinu, hvort fólki gefst kostur á að meta leiðirnar sem í boði eru til að móta mannlíf og umhverfi af skilningi sem raunverulegar upplýsingar gefa. Ófagleg vinnu- brögð leiða til þess að fólk metur hlutina á tilfinninga- legum forsendum en ekki vitrænum, það verður „með“ eða „á móti“ án þess að vita almennilega hverju það mælir með og á móti. Þar með er orðin til æskileg gróður- mold fyrir múgæsingu og valdstjórn sem ekki sæmir lýð- ræðisríki á gömlum merg. SA Og Bush svaf í hundrað daga.... hann breiddi undir erlenda gesti þegar talað var fagurlega um Frið um Allan Heim. En núna - eftir að hafa kvatt Reagan með tárum - er eins og landar hans vakni upp við vondan draum og sjá: karlinn ætlaði að slá niður ríkisútgjöld og skrifræði og stjórnræði og guð má vita hvað: og hann skildi eftir sig rjúkandi rústir á ótal sviðum. Öllu fór aftur Eitt slíkt syndaregistur er að finna í nýlegri grein í Washington Post eftir öldungardeildarþing- manninn Ernest F. Hollings. Við skulum rekja það stuttlega (með- an við bíðum eftir næstu vanda- málahrinu hjá okkur sjálfum). Reagan, segir Hollings, hefur lamað menntakerfið stórlega og rekur dæmi um ýmisleg alríki- sframlög til þeirra hluta sem drógust saman um 26-63% (að raungildi) í stjórnartíð hans. Húsnæðismál? Síðan 1981 hafa þrem prósentum fjárlaga varið til verndunar náttúruauðlinda og umhverfisverndar - nú hefur þetta fé skroppið saman um helming. Upp hafa hlaðist miklir ógreiddir víxlar - það hefur verið vanrækt að hreinsa til eftir kjarn- orkuiðnaðinn og koma eitruðum úrgangi allskonar fyrir með skikkanlegu móti: það myndi kosta meira en 500 miljarða doll- ara að koma þessu í lag. Þar fyrir utan er ríkissjóður blankur og viðskiptahallinn gífurlegur - og enn fá þeir báðir, Reagan og eftirmaður hans Bush, á baukinn fyrir aðgerðar- leysi í þessum vettvangi. Fyrr- nefndur öldungardeildarmaður hefur reiknað það út, að vegna þess að stjórnvöld fara ekki eftir þeim lögum sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir að bandarísk- ur iðnaður verði fyrir barðinu á „óheiðarlegum samkeppnishátt- um“ og vegna annarra van- rækslusynda- þá tapi Bandaríkin A tímum sjálfsgagnryni Það hefur stundum verið um það hjalað í þessum pistlum að við lifum á tímum sjálfsgagnrýni. Að vísu ber ekkert afskaplega mikið á henni á íslandi: þar halda menn áfram að leita uppi og finna sér sökudólga og sveia þeim af miklum móð: ég er ekki ég og hrossið ( þeas. kjaraskerðinguna, verkfallið, hávextina, matarverð- ið) á einhver annar. En á alþjóða- vettvangi er minna um að menn grípi til einhverrar þægilegrar óvinarímyndar þegar þeir eru í vanda en áður tíðkaðist. Sovét- menn saka ekki aðra en sjálfa sig um ástandið í efnahagsmálum hjá sér, og þeir eru þar að auki reiðu- búnir að taka á sig tölverða ábyrgð af vígbúnaðarkapphlaup- inu (sem þeir áður vildu hlaða á Amríkana og Nató allri saman). Það eru uppi miklir sambúðar- örðugleikar í Nató (vegna þess að vesturþýska stjórnin hefur sýnt takmarkaðan áhuga á endurnýj- un skammdrægra eldflauga á sínu landi) - og nú er ekki um kennt vélabrögðum Rússa sérstaklega, heldur öðru fremur því, að Nató hafi ekki kunnað að bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa á hugsunarhætti og tillögugerð sovéskra ráðamanna. Og svo mætti áfram telja. Bandarískar forsetaraunir Það er mjög í þessum sama dúr sem bandarískir stjórnmálamenn og fréttaskýrendur skrifa um á- standið í sínu landi nú, hundrað dögum eftir að nýr forseti tók við völdum. Tónninn er vitaskuld misjafnlega harður, en oftar en ekki má sjá í ólíkum greinum all- sterkan samnefnara sem er á þá leið, að George Bush hafi svosem ekki gert neitt ennþá sem um munar, hvorki út á við né inn á við. Hver eftir annan ítrekar það, að hin pólitíska forysta í Banda- ríkjunum viti ekki hvaða skref hún eígi að þora að stíga í þeirri afvopnunarþróun sem svo miklar vonir eru tengdar við um allan heim. Og annað gerist í leiðinni: þegar slaknar á spennu á alþjóða- vettvangi, í samskiptum austurs og vesturs, þá beinist athyglin óhjákvæmilega í ríkari mæli en áður að innanlandsvanda. Ron- ald Reagan, fyrirrennari Bush, var mikill sjónhverfingamaður eins og öllum ber saman um: ekki síst var hann meistari í því að láta uppsafnaðan vanda heima fyrir hverfa undir það rauða teppi sem alríkisframlög til húsnæðismála „niðurgreidds húsnæðis“) minnkað um 81%. f New York er átján ára biðlisti eftir „opinberu" húsnæði. á hverju ári hverfur um hálf miljón húsa og íbúða sem láglaunafólk hefur efni á að búa í (niðurrif, eldsvoðar ofl) - þetta þýðir m.a. að heimilisleysingjar eru orðnir um þrjár miljónir og þeim fer fjölgandi. Hvað um heilsugæslu? Opinberar heilsu- gæslustöðvar sinna aðeins fimm miljónum af þeim 25 miljónum fátæklinga sem þær ættu að sinna, um 37 miljónir Bandaríkjamanna hafa engar sjúkratryggingar að treysta á (20 prósent fleiri en 1980) - með þeim afleiðingum að Bandaríkin eru komin með hæst- an ungbarnadauða meðal þróðara iðnríkja. Náttúran og viðskiptin Vilja menn heyra um náttúr- una og umhverfið? Árið 1978 var þrem miljörðum í tollum á hverju ári og nítján miljörðum í minnkandi sölu bandarískra fyr- irtækja. Hrakspár Að lokum segir á þessa leið hér í greininni: Ef spellvirki Reagans og aðgerðarleysi Bush koma al- ríkisstjórninni á kné, þá munu Bandaríkin standa uppi varnar- laus andspænis verstu óvinum sínum heima fyrir: fátækt, fá- fræði, kynþáttahatri, lögleysum. Og erlendis munu þjóðir eins og Japanir og Vesturþjóðverjar stinga okkur af, þjóðir sem meta. stjórnir sínar sem aflvélar hag- vaxtar og félagslegs réttlætis.“ Nú kemur enn að því að leitin að fyrirmyndum í útlöndum getur verið jafn villandi og leitin að óvinum: það sýnist um þessar mundir ekki mikil ástæða til að hrósa stjórn Japans, margflæktri í mútumál, fyrir framlag hennar til féiagslegs réttlætis. En það er svo önnur saga. 8 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 6. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.