Þjóðviljinn - 06.05.1989, Side 21
II EIXi A R mf.nniní:in
Vertíðarlok
Sex frumsýningar á leiksviði í Reykjavík á rúmri viku
Eins og heimsendir sé á næstu grösum en
ekki sumarið keppast leikhópar við að frum-
sýna verk þessa dagana. Nemendaleikhúsið
frumsýndi nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonar-
son á laugardaginn var, Þíbiljumenn frum-
sýndu Að byggja sér veldi eftir Boris Vian á
fimmtudagskvöld, í dag frumsýna íslenski
dansflokkurinn og Gríniðjan, á sunnudags-
kvöldið Frú Emilía og á mánudagskvöldið
verða þrír einþáttungar eftir Dr. Jakob Jónsson
frumsýndir í Hallgrímskirkju.
Ellert Á. Ingimundarson í aðalhlutverki hjá Frú Emilíu
Þíbilja: Erla Ruth Harðardóttir, Ása Hlín Svavarsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ingrid Jónsdóttir, Barði
Guðmundsson, Þór Tulinius og Rósa Þórsdóttir. Mynd: Jim Smart
Sígilt
absúrdverk
Að byggja sér veldi eða
Smúrtsinn heitir leikritið eftir
Boris Vian sem Þíbilja sýnir í
gamla Stýrimannaskólanum við
Öldugötu sem hýsti síðast Vest-
urbæjarskólann. Friðrik Rafns-
son þýddi verkið en leikstjóri er
Ása Hlín Svavarsdóttir. Hvernig
datt þeim í hug að taka þetta verk
til sýningar?
„Það var Martin Regal sem
benti okkur á hvað Boris Vian
væri skemmtilegur höfundur,“
svara Þíbiljumenn. „Við vorum
búin að lesa mörg leikrit sem
okkur leist misjafnlega vel á en
þetta féll vel að hugmyndum okk-
ar vegna þess hvað það er fyndið
- á yfirborðinu er húmor en
heimspekileg alvara undir niðri. “
Og Ása leikstjóri bætir við:
„Það hefur þann kost að það býð-
ur leikurunum upp á að spreyta
sig.“
„Okkur þykir svo gaman að
gera það sem er erfitt,“ útskýrir
Ólafía Hrönn sem leikui hús-
móðurina.
„Skalinn er langur hjá hverri
persónu, allt frá kómík til há-
dramatískra tilburða. Gaman,
ofbeldi, ógeð, allt á einum stað.
Enda er sýningin bönnuð börn-
um innan 14 ára,“ segir Ása.
Að byggja sér veldi telst til sí-
gildra absúrdleikrita og er leikið
reglulega í mörgum Evrópu-
löndum. Boris Vian var franskur
rithöfundur, dægurlagasmiður og_
djassisti og hékk á sömu kaffihús-"
unum og Sartre og félagar. Hann
dó 1959 en mönnum ber ekki
saman um hvort hann dó á loka-
æfingu eða frumsýningu leikrits-
ins sem nú á að sýna íslending-
um.
„Boðskapurinn í verkinu er
kraftmikill,“ segir Þór Tulinius
sem leikur heimilisföðurinn.
„Það sýnir okkur fólk á flótta
undan sannleikanum og hvert
það leiðir að lifa í blekkingu. Á
einum stað segir að við förum svo
hratt yfir að rykið sem þyrlast
upp hylji fortíð okkar. En ólíkt
því sem haldið er fram yfirleitt er
það unga fólkið sem man í leikrit-
inu, gamlingjarnir gleyma öllu.“
Þetta leikár er ár hinna miklu
þjóðflutninga. Skemmst er að
minnast gönguferða EGG-
leikhússins milli húsa í miðri sýn-
ingu; hér flytja áhorfendur sig í
sífellt minni herbergi. Þá er þægi-
legt að hafa heilan skóla til að
leika í.
Þíbilja fær ekki styrk í ár frá
menntamálaráðuneytinu og fékk
heldur ekki í fyrra þó að sýningin
Gulur, rauður, grænn og blár
fengi afbragðs dóma. „Við höld-
um að við séum ekki nógu
smart,“ segir Ása og glottir.
SA
Nýtt
úr gömlu
Hafliði Arngrímsson hefur gert
Hamskiptunum eftir Franz Kaf-
ka leikrænan búning fyrir Frú
Emilíu. Verkið verður frumsýnt
á sunnudagskvöldið eins og áður
sagði undir heitinu „Gregor eða
Sérð þú það sem er?“
Kafka er einn af brautryðjend-
um í nútímabókmenntum og var
svo langt á undan samtíð sinni að
frægð sína hlaut hann einkum
löngu eftir dauða sinn. Hann
fæddist í Prag árið 1883 og ól þar
aldur sinn að mestu leyti. Hann
varð doktor í lögum, og kannski
voru það lögin með öllum sínum
völundarhúsum sem kveiktu hug-
myndir að verkum hans, að
minnsta kosti frægustu skáldsögu
hans, Réttarhöldunum. Sú saga
hefur kontið út á íslensku í þýð-
ingu Ástráðs Eysteinssonar og
Eysteins Þorvaldssonar, þeir
hafa líka þýtt smásögur eftir Kaf-
ka og birt í Tímariti Máls og
menningar. Hamskiptin þýddi
hins vegar Hannes Pétursson
skáld og kom hún síðast út 1983,
á hundrað ára afmæli höfundar.
Sagan segir frá sölumanninum
Gregor sem vaknar einn morgun
og hefur breyst í viðbjóðslega
pöddu. ... „einföld og þó marg-
slungin lýsing á óvenjulegu og
mögnuðu sálarlífi,“ segir í kynn-
ingu frá leikhúsinu. Ögrandi
verkefni fyrir leikhúsfólk.
Frú Emilía hefur sest að í stóru
húsnæði í Skeifunni 3. Það fyrsta
sem blasir við þegar inn er komið
eru dýrindis hægindi, gamlir,
skrautlegir, brúnir leðurstólar og
við spyrjum forvitin hvar þeir
hafi fengist. „Vertu ekkert að
spyrja um það,“ ansar Guðjón
Pedersen leikstjóri og strýkur aft-
ur skáldlega lokkana með skelm-
isbros á vör.
Frú Emilía lætur verkið gerast í
kringum 1960 og tónlistin er
mestöll slagarar frá þeim árum.
Að ýmsu öðru leyti líka hafa þau
lagað verkið að nýjum tíma.
Hvers vegna nota þau þá Ham-
skiptin?
„Finnst þér þetta ekki orð í
tíma töluð við vinnubrjálaða
þjóð?“ spyr handritshöfundurinn
Hafliði, „Verkið sýnir hvernig
holskeflan ríður yfir þegar hjólið
hættir að snúast.“
Boðskapur Frú Emilíu í
„Gregor“ er skyldur boðskap
Boris Vian og Þíbilju. Unga fólk-
ið biður um að málin séu rædd en
hinir eldri vilja ekki hlusta.
Kannski er þetta kjarni vandans í
íslensku samfélagi á okkar tíma?
SA
Frelsarinn
fer ekki neina
millivegi
í gær hófst í Hallgrímskirkju
krikjulistahátíð með opnun sýn-
ingar í forkirkjunni á vatnslita-
myndum eftir Karólínu Lárus-
dóttur. í dag klukkan 15 verð-
ur flutt óratórian Elía eftir Felix
Mendelssohn-Bartholdy, undir
stjórn Harðar Áskelssonar. Þetta
er í fyrsta skipti sem óratórian er
flutt í fullri lengd hérlendis.
Á sunnudaginn kl. 11 árdegis
verður hátíðarmessa þar sem séra
Ólafur Skúlason predikar og
síðari hluti óratóriunar verður
fluttur þá um kvöldið, ef aðsókn
leyfir.
Mánudaginn 8. maí verða
frumfluttir þrír einþáttungar eftir
Dr. Jakob Jónsson. Nefnast þeir
Þögnin, Kossinn og Sjáið mann-
inn, þættirnir þrír fjalla allir um
síðustu daga Krists, fyrir og eftir
upprisuna.
Fyrsti þátturinn er eintal Hero-
desar Antipas, þar sem hann
ræðir við Jesúm og ætlar að semja
við hann en freslarinn var nú ekki
að fara neina millivegi þannig að
svörin eru þögnin ein. Erlingur
Gíslason fer með hlutverk Hero-
desar og að sögn höfundar er hér
um að ræða lengsta eintal í ís-
lensku leikriti.
í milliþættinum, Kossinn, hitt-
ast mæður Jesú og Júdasar,
daginn eftir upprisuna. Þórunn
Magnea Magnúsdóttir fer með
hlutverk Júdit, en svo nefnir séra
Jakob móður Júdasar og hlutverk
Maríu er í höndum Önnu Kristín-
ar Arngrímsdóttur.
Þriðji þátturinn fjallar um
komu Pilatusar til Mariu Magda-
lenu og gerist sá þáttur einhvern
tíma eftir árið 37 þegar Pflatus
hefur verið settur af.
Hákon Waage fer með hlut-
verk Pflatusar, og María Magda-
lena er túlkuð af Þórunni Magn-
eu Magnúsdóttur.
Öll nöfn sem fram koma eru
rituð og borin fram eins og hebr-
eskan gerir ráð fyrir.
Leikstjórn er í höndum Jakobs
S. Jónssonar, Hörður Áskelsson
samdi tónlistina, Snorri Sveinn
Friðriksson sér um leikmynd og
hannaði búningana. Árni Bald-
vinsson sér um lýsingu og Ólöf
Sveinsdóttir er hvíslari og aðstoð-
armaður leikstjóra.
Þættirnir verða endurteknir
miðvikudaginn 10. maí kl 20 30
og á föstudag sama tíma.
Af öðrum atriðum á kirkju-
listahátíðinni má nefna m.a. org-
eltónleika á fimmtudaginn 11.
maí kl.20.30 þar sem prófessor
Hans-Dieter Möller leikur bar-
okkverk frá Ítalíu, Spáni, Frakk-
landi og Þýskalandi.
Laugardaginn 13. mái kl.
15.00 verða Mozart-tónleikar.
Aríur, kirkjusónötur og klarin-
ettukvintett leikin á upprunaleg
hljóðfæri.
Messur verða á hvítasunnudag
og annan í hvítasunnu og lýkur
hátíðinni með vortónleikum
Modettukórs Hallgrímskirkju kl.
17.00 á annan dag hvítasunnu 15.
maí.
eb
Erlingur Gíslason fer með hlut-
verk Herodesar Antipas og er hér
um að ræða einn lengsta einleik
íslenskrar leiklistarsögu. Mynd
Eiríkur Guðjónsson.
NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 21