Þjóðviljinn - 06.05.1989, Side 30

Þjóðviljinn - 06.05.1989, Side 30
Ásgrímssafn Bergstaðastr., vatns- litamyndir til maíloka, dagl. 13.30-16 nemamád. Helgi Þorgils Friðjónsson málverk, á Kjarvalsstöðum, hefst Id. 16.00, dagl. 11-18, Iýkur21.5. Myndirsænska málarans Siri Derk- ert við sögu Halldórs Laxness „Úng- frúna góðu og húsið", og tíu myndir hennar frá íslandi 1949, í anddyri Norræna hússins, hefst Id. 15.00, opin 9-19, sd. 12-19, lýkur 4.6. Carlo Derkertlistfræðingurtalarld. 16.00 um móður sína og Island. Jón Axel, kolateikningar í Nýhöfn Hafnarstræti, ld., virka 10-18, helgar 14-18, lýkur 17.5. Daði Guðbjörnsson, málverk í FÍM- salnum Garðastræti, virka 13-18, helgar 14-18, lýkur 16.5. Ófeigur Björnsson, skúlptúrar í Gall- erí Grjóti, Skólavst., hefst föd., virka 12-18, helgar 14-18, lýkur 15.5. „Áfram veginn", sjö listamenn í Safnahúsinu Sauðárkróki, dagl. 15- 18, lýkursd. Rúna Gísladóttir (vatnsl., málv., koll- as) Gránugötu Siglufirði, opið 14- 19,lýkursd. Jón Gunnarsson (málverk) í Hafn- arborg Hfirði, dagl. 14-19, lýkursd. Listasafn Einars Jónssonar, ld., sd. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn dagl. 11-17. Llstasafn íslands. Salur 1: Jón Stef- ánsson, Kjarval, Scheving. Salur2: Verk átta samtímamanna. Salur 3 og 4: Hilma af Klint, farandsýning frá Svíþjóð. Dagl. 11-17nemamád. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, helgar 14-17. Árni Rúnar Sveinsson (málverk) á Mokka Skólavörðustíg. Gallerí Gangskör, virka 12-18 nema mád., gangskörungarsýna. Ásgrímssafn Bergstaðastr., vatns- litamyndir til maíloka, dagl. 13.30-16 nema mád. Guðbjörg Lind Jónsdóttir í Slunka- ríki ísafirði, fid.-sd. 16-18, lýkur 14.5. Ljósmyndirfrá Kvennaráðstefnunni í Ósló í Ljósmyndasafninu Borgar- túni 1, virka 8.30-18, helgar 13-18, Iýkur21.5. LEIKLIST Gregor eða Sérð þú það sem er?, verk byggt á Hamskiptum Kafka, Frú Emilía sýnir í Skeifunni 3 sd. 20.30 (frumsýning), leikstj. Guðjón Peder- sen. HVÖRF Fjórir ballettar eftir Hlíf Svavarsdóttur Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson, Erik Satie og Þorkell Slgurbjörnsson Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Lýsing: Sveinn Benediktsson Dansarar: Ásdís Magnúsdóttir, Ásta Henriksdóttir, Birgitte Heide, Guómunda H. Jóhannesdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Hany Hadaya, Helena Jóhannsdóttir, Helga Bernhard, ingibjörg Pálsdóttir, Lára Stefánsdóttir, Ólafía Bjarnleifsdóttir, Roberg Bergquist, Sigrún Guðmundsdóttir og Þóra Kristín Guðjohnsen. Hljóðfæraleikarar: Edward Frederiksen, EirfkurÖrn Pálsson, Helga Þórarinsdóttir, Hlíf Sigurjónsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Marteinn van der Valk, Nora Kornbluch, Oddur Björnsson, Óskar Ingólfsson, PéturGrétarsson, Richard Korn, Rúnar Vilbergsson, Sean Bradley, Snorri Sigfús Oirgisson og Sveinn Birgisson. Einleikurá píanó: Snorri Sigfús Birgisson. Hljómsveitarstjóri: Hjálmar H. Ragnarsson. Ballettinn Hvörf í Þjlh. Id. 20.00 (frumsýning). Þrír einþáttungar (Þögnin, Kossinn, Sjáið manninn) e. Jakob Jónsson, Hallgrímskirkju mád. 20.30, leikstj. Jakob S. Jónsson, leikarar Erlingur Gíslason, Anna Kristín Arngrímsdótt- ir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Hákon Waage. Det var ikke min skyld / Ekki mér að kenna, norskt leikrit um umferðar- slys, Flaminarteatretfrá Sandefjord flytur í Norræna húsinu mád, þd. 16.00. Ætlað börnum og fullorðnum frásexáraaldri. Hundheppinn e. Ólaf Hauk Símonarson hjá Nemendaleikhús- inu Lindarbæ sd. 20.30. Ingveldur á Iðavöllum, allra síðustu sýningar Hugleiks d. 20.30, Galdra- loftinu Hafnarstræti 9 Id. 20.30 (mið- ap. 24650). Bílaverkstæðí Badda á litla sviði Þjlh. Id., sd., 20.30, leikförívændum. Ofviðrið í Þjlh. föd. 20.00. Sólarferð hjá Leikf. Akureyrar Id. 20.30. Hvað gerðist í gær? Alþýðuleikhús- ið í Hlaðvarpanum Vesturg. 3, síð- asta sýning þriðjud. 20.30. Haustbrúður í Þjlh. Id. 20.00. ÓvitaríÞjlh. Id. 14.00,sd. 14.00, 17.00. Sveitasinfónían í Iðnó Id. 20.00, sýningumaðfækka. Sjang og Eng í Iðnó sd. 20.00, síð- asta sýning. Ferðin á heimsenda í Iðnó Id. sd. 14.00, síðustu sýningar. Sál mín er hirðfífl í kvöld, Egg- leikhúsið Hlaðvarpanum Vesturg, aukasýn. mád., mid 20.00. TÓNLIST Jón Indíafari hjá íslensku hljóm- sveitinni. Sinfpniaconcertante; ferðalanguraf íslandi e. Pál P. Páls- son (frumflutningui, Ijóð e. Þórarin Eldjárn, afhjúpað glerlistaverk e. Leif Breiðfjörð), innlend sönglög. Elijah e. Mendelssohn-Bartholdy, Sinfóníuhljsv., Mótettukórinn, eins. Silvia Herman, Ursula Kunz, Deon van der Walt, Andreas Schmidt, stj. HörðurÁskelsson. Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju Id. 15.00 (og sd. 20.00 ef aðsókn leyfir). Árneslngakórinn í Reykjavík syngur í Hafnarborg Hafnarfirði sd. 20.30, stj. Sigurður Bragason. Messa e. Haydn í Hallgrímskirkju sd. 11.00, kór Akureyrarkirkju, Mar- grét Bóasdóttir, Björn SteinarSól- bergsson. Ólafur Skúlason prédikar. Orgeltónleikar mád, þd., mid., fid., föd. 12.15 í Hallgrímskirkju, tíða- gjörð guðfræðinema og félaga úr ís- leifsreglunni sömu daga sama stað 18.00 (kirkjulistahátíðin). Vortónleikar Karlakórsins Stefnis í Fólkvangi Id. 16.00, Langholts- kirkju sd. 17.00, Hlégarði þd., mid. 21.00, stj. Lárus Sveinsson, eins. Sigrún Hjálmtýsdóttir, ÞórðurGuð- mundsson, Ármann Sigurðsson. TónleikarTónmenntaskóla Rvíkurí Óperunni Id 14.00, ein- og samleikur eldri nemenda. Ókeypis. Samsöngur Karlakórs Reykjavíkur Id. 16.00 Langholtskirkju, frumfluttur Hvað á að gera um helgina? Guölaugur Þorvaldsson, sáttasemjari Ég vil svara þessu á breiðum grundvelli; Guð mun ráða hvar við dönsum næstu jól. lagaflokkure. Gunnar Reyni Sveins- son við „Island" Jónasar Hallgríms- sonar, og „Ástarvísur" e. Jón Leifs. Að auki verk e. Karl O. Runólfsson, Jón Ásgeirsson o.fl. Stj. Ragnar Björnsson og Gylfi Gunnarsson. HITT OG ÞETTA Ferðafélagið. Ld. 9.00 Gengið á Skarðsheiði, verð 1000. Sd. 10.00 Fuglaskoðunarferð á Suðurnes, verð 1000. Brottför austan Umfmst, börn m.f. frítt Útivist. Ld. 10.30 Fugla- og náttúru- skoðun á Suðurnes, verð 1000. Sd. 13.00 Fjölskylduferð íHeiðmörk, verð400.10.30 Bláfjallaleiðin, verð 800. Brottför vestan Umfmst, börn m.f. frítt. Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi 10.00frá Digranesv. 12. Vorið kemur grænt og hlýtt. Félag eldri borgara. Göngu-Hrólfur leggurafstaðfráNóatúni Id. 10.00. Opið hús íTónabæ Id. frá 13.30, fé- lagsvist kl. 14.00. Opið hús sd. í Goð- heimum, Sigtúni 3, spjall, spil og tafl frá 14, dansað 20-23.30. Opið hús Tónabæ md. frá 13.30, félagsvist frá 14.00. Vímuefnadagur Læonskvenna ld., fjölskylduskemmtun Háskólabíó 14.00: Ómar, Bjartmar. Rut, Laddi, Hemmio.fl. Franski rithöfundurinn og útgefand- inn Hubert Nyssen talar í stofu 101 Oddamd. 17.30. Sagnfræði og gagnrýni, ráðstefna Sagnfræðingafélagsins í Odda Id. 14.00. Bókmenntaþýðingar. Ástráður Eysteinsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Jón Óskar á fundi Félags áhuga- manna um bókmenntir Id. 14.00 Lög- bergi.st. 101. Vorfundur Vélprjónafélags islands í StapaYtri-Njarðvík Id. 14.00. Kvennalistakaffi Laugavegi 17, Hólmfríður Garðarsdóttir talar um kvennahreyfinguna í rómönsku Am- eríku. Vorsýning Stóðhestastöðvar ríkis- ins Gunnarsholti Rangárvöllum Id. 14-16. ÍÞRÓTTIR Fótbolti. Rvk. mót. Fylkir-Víkingur sd. 20.30. Litla bikark. FH-ÍA, Selfoss-Stjarnan, Víðir-UBK, Haukar-ÍBKId. 13.30. FJÖLMIÐLAR ÞROSTUR HARALDSSON Mannlegir þættir í sjónvarpsauglýsingum Hann Guðmundur Andri sem skrifar pistla í hvunndagsútgáf- una um svipað efni og ég hér í Helgarblaðinu var á dögunum að skjóta á Egil Helgason fyrir að láta hafa sig út í auglýsinga- mennsku. Egill hefur verið með þætti í Sjónvarpinu og starf slíkra manna er að „segja okkur satt“ eins og Guðmundur sagði rétti- lega. Mátti á honum skilja að hér eftir vissu áhorfendur aldrei hve- nær Egill talaði frá eigin brjósti og hvenær honum væri borgað fyrir að segja það sem hann léti út úr sér. Það má svo sem alveg taka undir það með Guðmundi Andra að það sé óheppilegt að starfs- menn Ríkisútvarpsins séu að aug- Iýsa. Því hefur bara aldrei verið framfylgt. Einu sinni var það reynt. Meðal þeirra sem athuga- semdir voru gerðar við var út- varpsmaðurinn vinsæli Jón Múli Árnason. Þegar það var nefnt við hann að það þætti heldur óheppi- legt að hann væri að lesa auglýs- ingatexta í sjónvarpið varð hann dálítið langleitur og benti við- mælanda sínum kurteislega á að hann hefði varið drýgstum hluta starfsævi sinnar í að lesa auglýs- ingar fyrir landsmenn. í þessu fámenna landi fer ekki hjá því að sömu andlitin og radd- irnar beri fyrir skilningarvit okk- ar í allra handa gervum. Hemmi Gunn var á tali við landsmenn af og til í vetur og bæði á undan og eftir þáttum sínum reyndi hann að selja okkur sólarlandaferðir. Sigurður Sigurjónsson freistar okkar með miljónavinningum í. fótboltagetraunum á föstudags- kvöldum og kitlar týpískar hlát- urtaugar okkar á laugardögum með aðstoð Pálma Gestssonar sem selur okkur hálftómar skyr- dollur á eftir. Ég er á því að auglýsingar, einkum í sjónvarpi, hafi að tals- verðu leyti farið úr böndunum á undanförnum árum. Það er engin hemja hvernig vissir hlutir eru auglýstir. Að vísu getur þetta auglýsingaflóð verið æði fróð- iegt. Stundum segir það mikla sögu um átök á markaðnum. Hafið þið tekið eftir öllum bygg- ingarvöruauglýsingunum að und- anförnu? Auglýsingaflóðið hefur sinn árvissa takt. Um jólin nær það hámarki en eftir áramót koma happdrættin og útlista fyrir okkur allar þær lystisemdir sem hægt er að gera að veruleika fyrir vinn- ingana frá þeim. Ríkissjóður bendir okkur á einn möguleikann á að eyða fimmþúsundkonunum okkar og skafmiðaherdeildirnar bjóðast til að losa okkur við fimmtíukallana. Þegar líður fram á vorið byrja svo ferðaskrifstofurnar að tæla okkur til útlanda. Það er dálítið kúnstugt að fylgjast með því hvernig það er gert. Sumar stof- urnar höfða greinilega til ungs fólks og einkum ungra karl-. manna með því að leiða heilu herfylkin af brjóstaberum yng- ismeyjum yfir skjáinn. Aðrar ætla sér fjölskyldufólkið og vita sem er að meirihluti fjölskyld- unnar fer ekki til sólarlanda í þeim tilgangi að horfa á netta kroppa. Að þessu sinni finnst mér ríkja sama örvæntingin í auglýsingum ferðaskrifstofanna og hjá bygg- ingarvöruverslununum. f báðum greinum ríkir samdráttur og hon- um er reynt að mæta með því að ganga fram af keppinautunum í gerð sjónvarpsauglýsinga. Fyrir vikið öðlast þessi fyrirbæri miklu meiri vigt í vitund fólks en þeim ber út frá mikilvægi þeirra í þjóð- lífinu. f öllu þessu flóði auglýsinga fara fleiri gildi á flot. Við gerð' auglýsinga vinnur margt fólk sem menntað er í listaskólum (fyrir utan alla markaðsfræðingana) og sumir hafa auglýsingagerð ein- , ungis sem aukavinnu ofan á fullt starf að listsköpun á öðrum vett- vangi. Þetta hefur leitt sómakæra þingmenn og ráðherra inn á þær villigötur að ruglast á auglýsinga- gerð og listsköpun. Og verðskynið fer oft á ská og skjön í auglýsingagerðinni. Þar. veitast yfirleitt allt önnur kjör en í öðrum greinum. Svo ég endi nú þar sem ég byrjaði þá hef ég það fyrir satt að téður Egill Helgason hafi fengið álíka mikið fyrir að tala inn á eina auglýsingu í her- ferð sem stóð í uþb. 10 daga og hann fær fyrir hálfa tylft mann- legra þátta. Það svarar líka spurningunni um það af hverju opinberir starfsmenn eins og Ríkisútvarpsmenn freistast til að drýgja tekjur sínar með auglýs- ingagerð. Ég læt hins vegar lesendum eftir að meta hvort skili meiri verðmætum í þjóðarvitundina, mannlegu þættirnir hans Egils eða samanlagt auglýsingaflóðið. 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 6. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.