Þjóðviljinn - 19.05.1989, Síða 8
KLIPPT OG SKORIÐ
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 6, 108 Reykjavík
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir
Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson
Útlit: Þröstur Haraldsson
Auglýsingastjóri: Olga Clausen
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson
Verð: 125 krónur
íbúar sömu eyjar?
Það var verið að skipta um yfirmann hjá bandaríska
herliðinu á Keflavíkurflugvelli í vikunni og fráfarandi að-
míráll, Eric McVadon, hélt óvenju hreinskilna ræðu, ekki
bara yfir hermönnunum sínum heldur yfir þjóðinni sem
hann hefur gist hjá undanfarin ár. í ræðunni kemur fram
að McVadon er beiskur og sár íslendingum vegna þess
hvað þeir skammast sín fyrir að hýsa bandarískt herlið.
Hann vill ekki að amerískir hermenn sætti sig við að húka í
felum úti við ysta haf, hann vill að íslendingar séu
ánægðir með að hafa þá og sýni það í verki með því að
umgangast þá eins og aðra vini. Hann vill að herstöðva-
sinnar taki jafnskorinorða afstöðu og herstöðvaandstæð-
ingar og deili opinskátt við þá, en noti ekki ómerkilegan
undirróður.
Þetta er auðvitað alveg rétt hjá manninum. Ef íslend-
ingum fyndist í hjarta sínu og samvisku rétt að hafa
bandarískan her á íslandi þá myndu þeir ekki loka dátana
inni og meina þeim samskipti við fólkið í landinu. Þá
myndu hermenn í einkennisbúningi vera hér um öll stræti
og torg, sitjandi á kaffihúsum, verslandi í búðum, dans-
andi á böllum, eins og víða gerist í smáríkjum erlendis þar
sem bandaríski herinn er aufúsugestur.
Það kom glöggt fram í Tangen málinu svonefnda hvað
herstöðvasinnum finnst Ijótt að um þá sé sagt að þeir hafi
samskipti við herraþjóðina. Siðferðismat herstöðvaand-
stæðinga býr alls staðar undir þó að annað sé æpt á
torgum. Og þar sem vond samviska ræður þar verður
hermangið til.
Amerískur her hefur aldrei verið velkominn hér á landi
meðal alls almennings, og það er von að aðmírálnum
sárni það. Honum finnst við öll hafa verið „íbúar sömu
eyjarinnar" undanfarna fimm áratugi og lítur þá framhjá
því að við íslendingar höfum verið hér talsvert lengur. Það
er líka von að hann sé bitur yfir því að fólkið sem helst vill
hitta hann og hans menn skuli vera gróðafíknir peninga-
menn og sérhagsmunaseggir sem ætla sér að hafa gott
upp úr hernum. Elskulegum manni eins og Eric McVadon
finnst eðlilega óviðunandi að þurfa að kaupa sér vini þar
sem staða hans á að vera Ijós og trygg. „Sérgæska
íslendinga og Bandaríkjamanna getur einfaldlega leitt til
þess að bandaríska varnarmálaráðuneytið eða þingið
neiti að samþykkja framkvæmdir sem setuliðið þarf
nauðsynlega á að halda og kæmu íslendingum beint eða
óbeint til góða. Við verðum að spara ... það dugar ekki
lengur að skýla sér á bak við það að ísland hafi sérstöðu
og vænta þess að peningarnir streymi fram eða að menn
haldi endalaust áfram að gera undanþágu..."
Óvinsældir hersins eru svo óvenjulega miklar hér á
landi að peningaaustur í hít íslenskra aðalverktaka og
annarra slíkra aðila eru hið eina sem styrkir stöðu hans
hér. Ef við verðum endanlega háð setuliðinu fjárhagslega
getum við ekki rekið það úr landi nema fjárhagur landsins
hrynji. Það er engin óskastaða fyrir menn sem vilja trúa
því að þeir séu hér með fullu samþykki beggja þjóða og
séu „íbúar sömu eyjarinnar" í Atlantshafi.
McVadon getur Alberts Jónssonar sérstaklega í ræðu
sinni, og vísar þar eflaust til nýlegra sjónvarpsþátta Al-
berts sem voru illa dulbúinn áróður fyrir Nató og her. En
i þótt aðmírálnum finnist herstöðvaandstæðingar háværir
j og áberandi í þjóðlífinu eru þeir ekki nógu vel kynntir hjá
yfirstjórn ríkisútvarpsins til að fá inni með þætti til að svara
þáttum Alberts. Það kom í Ijós þegar Bríet Héðinsdóttir
lagði til í útvarpsráði að Herstöðvaandstæðingar fengju
I að gera sjónvarpsþátt um baráttuna gegn hernum í fjöru-
tíu ár. Tillagan var felld af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks ásamt öðrum fulltrúa Framsóknar.
Bragð er að þá barnið finnur, segir máltækið. Leysum
bandarísku hermennina undan þeirri nauð að hírast á
j horni landsins í óþökk þorra landsmanna. Þá getum við
í tekið vel á móti McVadon þegar hann kemur sem gestur
frá sínu landi til okkar lands - án þess að kalla það sitt
land.
! SA
I_____________________________________________________________
AÐIÐ MIÐVIKJ2H;
n/kr. \HB|
'áltrt \BH
firstjo. \|B
jómar \l|H
um \BHS
'í/t
inl.iiif.ir \ V
illijáliiin \\ . -
jnriiarfo \^B
lilljónir I '
k k"'íós| f, ’-.'lV-S
.‘•KKjJl f°r \hH
i-rktaka > r \@»
á \fHB
I<11vunM.ió \Hh
iK'snis, imir \B9
rrkstri | \bWS
löfoileika á
‘lagsins til \Br----------
amarliðið á —T.„n ahrr
g fleira.
íslenzkir aða.*«nrKtaE5rsf. var
tofnað árið 1954 til þess að ann-
st allar framkvæmdir fyrir
Morgunblaðið/Sn
Höfuðstöðvar íslenzkra aðalverktaka að Höfðabakka í Reykjavik, oft nefndar Watergate.
Allt að því feimnismál að
fjaUa um starfsemi félagsins
segir Thor Ó. Thors forstjóri íslenzkra aðalverktaka í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið
Verktakar
hersins
Blöð hafa fengið málið um ís-
lenska aðalverktaka og ber margt
til. Utanríkisráðherra finnst ekki
nógu sniðugt að halda hermangs-
gróðanum áfram innan einokun-
arfyrirtækis, sem Sjálfstæðis-
menn og Framsóknarmenn komu
sér upp á sínum tíma í anda al-
ræmdrar helmingaskiptareglu.
Nokkur gustur verður út af því að
stjórnarformaður þessa fyrir-
tækis, Vilhjálmur Arnason, fær
8,7 miljónir króna í launa-
greiðslur, eftirlaunagreiðslur og
að því er virðist yfirvinnu við lög-
fræðiþjónustu; má ráða af yfirlýs-
ingu hans í blöðum að önnum
kafnari maður hafi ekki starfað
meira guðs um geim síðan Júlíus
Cæsar var og hét.
í tilefni af þessu átti Morgun-
blaðið langt viðtal við Thor Ó.
Thors, forstjóra íslenskra aðal-
verktaka, nú í vikunni. Það hefst
ósköp vandræðalega og huldu-
hrútslega: forstjórinn er að því
spurður, hvernig aukin eignarað-
ild ríkisins að fyrirtæki hans legg-
ist í hann og hann svarar, að
„miðað við þá gagnrýni" sem
verktakarnir hafi fengið „varð-
andi spurningu þína, þá tel ég að
þeir geti unað við að minnka á-
sjónu félagsins í þeirri umfjöllun,
sem er og getur alltaf skotið upp
kollinum um þetta mál“. Hvað á
nú þessi þula að þýða? Pað er
ekki gott að vita - hér skal slegið
fram þeirri túlkun til bráða-
birgða, að forstjórinn eigi við
það, að vonandi dragi úr
gagnrýni á hermangið við það að
ríkið „þjóðnýti" þá starfsemi í
meiri mæli en áður. Eða hvað
haldið þið?
Feimnismálið
mikla
Thor Ó. Thors er reyndar sam-
mála bandaríska flotaforingjan-
um sem var að kvarta yfir því í
furðulegri kveðjuræðu sinni á
dögunum, að herstöðvaandstæð-
ingar réðu alltof miklu um um-
ræðuna um allt sem að herstöð-
inni snýr. Natóvinir og þeir sem á
herstöðinni græða hefðu verið
alltof feimnir við að láta í ljós sín
viðhorf af þeim kjarki sem prýðir
hrausta menn. Morgunblaðið
spyr, hvernig á því standi að það
hafi jafnan hvílt mikill leyndar-
hjúpur yfir starfsemi íslenskra
aðalverktaka, „framkvæmdum
og eðli þeirra, afkomu félagsins
oggróða“. Thor Ó. Thors svarar:
„Það stafar af því að frá upp-
hafi vega vildi þáverandi utan-
ríkisráðherra ekki að þessar
framkvæmdir væru í sviðsljós-
inu... Það var allt að því
feimnismál að fjalla um starfsemi
félagsins, hvort sem það var af
hræðslu við kommana eða ekki
og við vöndumst á það að við
mættum ekki tala um hlutina."
Það er ekki að spyrja að yfir-
ganginum í andskotans kommun-
um: þarna hafa þeir skrúfað fyrir
málfrelsið hjá þeim göfugum
uppihaldsmönnum landsins
varna, sem leggja það á sig að
starfa fyrir íslenska aðalverk-
taka! Þeir mega ekki frjálsri
tungu mæla. Og verður það nú
skiljanlegra en fyrr, að stjórnar-
formaður og stjórnarmenn þurfi
á myndarlegum greiðslum að
halda til að bæta sér upp þann
andlegan sársauka sem af slíkum
ósköpum stafa.
Útgerðin
á herstöðinni
Forstjórinn og aðmírállinn
voru sem sagt sammála um það,
að Natóvinir í anda og fram-
kvæmdum ættu að láta meira til
sín heyra á opinberum vettvangi.
Forstjórinn vill aukinheldur lyfta
sjálfsáliti sinna manna: hann
segir að „okkar fyrirtæki er jafn
virðulegt og hvert annað“, hann
líkir því helst við dugmikla út-
gerð: við skiluðum bönkunum
segir hann, 54 miljónum dollara
nettó á síðasta ári, og „gætu spak-
ir menn íhugað það hve marga
skuttogara þyrfti til að ná sama
árangri". Starfsemi okkar, segir
forstjórinn ennfremur, er engin
ljót einokun eins og sumir halda
heldur er hægt að líkja henni við
það „að flytja út afurðir íslands
undir einu merki“..„flytja út ís-
lenska verkemnningu og þekk-
ingu“. Merkileg kenning
reyndar: ef að reist eru mannvirki
á Islandi fyrír amríska herinn þá
er það „útflutningur" - væntan-
lega í þeim skilningi að herstöðin
á Miðnesheiði sé ekki lengur ís-
lenskt land - öðruvísi verður
þessi viðskiptafræði ekki skilin.
En það er fróðlegt að bera um-
mæli Thors Ó. Thors um hina
arðsömu „skuttogara“ íslenskra
aðalverktaka saman við ummæli
Þorsteins Pálssonar formanns
Sjálfstæðisflokksins í Morgun-
blaðinu um verktakamálin í gær.
En þar segir hann:
„Sjálfstæðismönnum hefur
aldrei, hvorki fyrr né síðar, kom-
ið til hugar að gera varnarmálin
að útvegi.“
Þetta er hreystilega mælt, en
mikið skelfing verða slík orð tóm-
leg og eymdarleg þegar þau eru
borin saman við hinn íslenska
hagsmunaveruleika.
Amríkanar
eru ánægðir
Þegar forstjórinn er sem ákaf-
astur við að lyfta orðstír síns fyrir-
tækis bregður hann á það ráð að
vitna í Bandaríkjamenn sjálfa sér
til halds og trausts. Hann segir:
„Það má líka gjarnan koma
fram, að Bandaríkjamenn eru
mjög ánægðir með þá þjónustu
sem við veitum þeim og hafa
greint frá því í ræðu og riti, að
hvergi í heiminum fái þeir betur
unnin verk, né fljótvirkari þjón-
ustu. Þeir hafa jafnframt sagt að
þeim þætti þjónusta okkar í sjálfu
sér ekki óhóflega dýr, heldur að
Íiað væri dýrt að framkvæma á
slandi, sem liggur jú í augum
uppi að er rétt“.
Seinheppinn var Thor Ó.
Thors þarna. Ekki hafði hann
fyrr sleppt orðinu (eða kannski
áður en hann sleppti því) þá barst
út kveðjuræða aðmírálsins í Kefl-
avík. En hann kvartaði einmitt
yfir því að hin arðsama hernáms-
útgerð væri alltof dýr - svo
hneykslanlega dýr reyndar, að
hann gæti hvenær sem væri búist
við því að endurskoðunarnefndir
bandaríska þingsins segðu stopp
og dygði ekki lengur að væla um
sérstöðu íslands til að fá
reikningana uppáskrifaða. Hann
minntist í því sambandi á eitthvað
sem hann kallaði „sjálfhygli“ af
hálfu íslendinga - þeas. íslenskra
aðalverktaka, öðrum er ekki til
að dreifa. Sjálfhygli er í þessu
samhengi kurteislegt feluorð og
þýðir vitanlega græðgi og ekkert
annað.
ÁB
8 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. maí 1989