Þjóðviljinn - 19.05.1989, Side 10
Framarar verja titilinn
Efmarka má spádóma 1. deildar liðanna verður Fram íslandsmeistari en ÍBK og Þór falla í 2. deild
Knattspyrnuvertíðin er nú
hafin fyrir alvöru, vormótum er
lokið og íslandsmótið í þann
veginn að hefjast. Keppni í 1.
deild karla hefst á sunnudag
og af því tiiefni efndu 1. deildar
félögin til fundar í gær eins og
venja er fyrir þetta vinsæla
íþróttamót.
Fram íslands-
meistari?
Það er árviss viðburður að for-
ráðamenn, leikmenn og þjálfarar
liðanna spá fyrir um lokastöðu
deildarinnar. Spáin um 1. sætið
hefur ávallt reynst rétt og sam-
kvæmt því ættu Framarar að
verja titilinn því þeim er spáð
sigri nú. í þessari könnun er mest
hægt að fá 300 stig og fékk Fram
287 stig að þessu sinni.
Næstir í röðinni urðu Vals-
menn með 261 stig, þá KR með
228 stig, Akurnesingar hlutu 199
stig, KA 198, Víkingur 124, FH
114 og Fylkir 92. í fallsætunum
lentu Þór með 82 stig og ÍBK með
aðeins 65 stig. Spáin um fallsætin
hefur raunar oftast reynst röng að
hálfu leyti, eða allt þar til í fyrra
að Völsungur og Leiftur féllu eins
og spáin hafði sagt til um.
Það vekur athygli að báðum
nýliðunum, FH og Fylki, er spáð
áframhaldandi veru í deildinni.
Venjulega er nýliðum ekki spáð
velgengni en hafa ber í huga að
þessi lið fóru á mjög sannfærandi
hátt upp í 1. deild í fyrra.
Toppliðin
Liðin í 1. deild hafa breyst mis
mikið frá næstliðnu ári eins og
vera ber. Framarar hafa sama
kjarna í liði sínu og í fyrra þegar
þeir unnu mótið löngu áður en
því var lokið. Það er því nokkuð
eðlilegt að þeim sé spáð vel-
gengni, hvernig sem sá spádómur
fer. Ormarr Örlygsson er að vísu
farinn til KA en í hans stað hafa
komið Ragnar Margeirsson frá
ÍBK, Eiríkur Björgvinsson frá
Völsungi og Brynjar Jóhannes-
son frá Fylki. Ásgeiri Elíasson er
enn við stjórntaumana hjá liðinu
og er þetta fimmta árið í röð sem
hann þjálfar liðið. Undir hans
stjórn hefur Fram ma. unnið ís-
landsmeistaratitilinn í tvígang og
Bikarinn og Reykjavíkurmótið
hefur liðið unnið jafn oft. Fram-
arar verða vafalaust sterkir í
sumar en því meiri áherslu leggja
önnur lið á að vinna af þeim stig.
Valur er með mjög breytt lið
miðað við fyrra ár. Liðið var
sterkt á síðasta ári og hlaut 41 stig
sem er þremur stigum betur en
fyrra stigamet. Mesta blóðtaka
Valsmanna er brottför Guðna
Bergssonar í Tottenham. Þá eru
Guðmundur Baldursson mark-
vörður og Hilmar Sigurgíslason
farnir í Fylki, Valur Valsson hef-
ur hætt knattspyrnuiðkun, Jón
Grétar Jónsson fórí KA, Tryggvi
Gunnarsson í ÍR, Ámundi Sig-
mundsson í Víking og Bergþór
Magnússon í Víkverja. Aldeilis
mikil blóðtaka fyrir Val en í stað-
inn hafa bæst nokkrir valinkunnir
menn: Bjarni Sigurðsson kom frá
Brann, Halldór Áskelsson frá
Þór, Heimir Karlsson frá Víði,
Lárus Guðmundsson frá Víkingi
og Snævar Hreinsson er aftur
kominn í Val eftir dvöl á Húsa-
vík. Enginn efast um ágæti þess-
ara knattspyrnumanna en spurn-
ingin er bara hvort Herði Helga-
syni þjálfara tekst að skapa nógu
góða liðsheild. Það tekur tíma en
Valsliðið verður án efa í toppbar-
áttunni í sumar.
KR olli nokkrum vonbrigðum í
fyrra. Liðinu var þá spáð öðru
sætinu en mátti gera sér það
fjórða að góðu. Þótt spáin setji
liðið neðar í sumar hlýtur það að
Ormarr Örlygsson hefur verið einn sterkasti hlekkurinn í liði Fram undanfarin ár en er nú farinn til KA.
vera lágmarks markmið liðsins að
komast í Evrópukeppni. Tveir af
leikreyndari mönnum KR, Ágúst
Már Jónsson og Jósteinn Einars-
son, eru farnir frá félaginu og þá
eru Stefán Arnarson, Júlíus Þor-
finnsson og Jón G. Bjarnason
einnig á brott. í þeirra stað hefur
KR fengið Sigurð Björgvinsson
frá ÍBK, Stefán Steinsen frá
Fylki, Steinar Ingimundarson frá
Leiftri, Sævar Bjarnason frá FH
og Þorfinn Hjaltason frá Völs-
ungi. Nokkuð miklar breytingar
en lið KR hefur alla burði til að ná
Iangt í sumar.
Skagamenn eru oft vanmetnir í
upphafi árs en berjast alltaf á
toppnum þegar Iíða tekur á
sumar. Þeirra sterkasti leikmað-
ur undanfarin ár, Ólafur Þórðar-
son, hefur kvatt félagið og leikur
nú undir stjórn bróður síns,
Teits, í Brann í Noregi. Þá eru
Mark Duffield og Gunnar Jóns-
son einnig hættir en tveir gamlir
Skagamenn hafa haldið heim að
nýju, þeir Valgeir Barðason frá
KÁ og Júlíus P. Ingólfsson frá
Grindavík. Sigurður Lárusson
þjálfar nú liðið í annað sinn og má
búast við liðinu á svipuðum styrk-
Ieika og í fyrra.
KA var nálægt Evrópusæti í
fyrra og kom það mörgum á
óvart. Liðið er ungt og ætti að
fara batnandi með hverju árinu
sem líður. Liðinu hefur bæst mik-
ill liðsauki þar sem Ormarr Ör-
lygsson og Jón Grétar Jónsson
eru en Valgeir Barðason og Frið-
finnur Hermannsson er farnir.
KA hefur líklega aldrei átt jafn
sterkt lið og nú og gera norðan-
menn miklar væntingar til liðsins.
Eins og í fyrra þjálfar Guðjón
Þórðarson liðið.
Lygn sjór
Víkingar voru í fallhættu nær
allt sumarið í fyrra eftir að hafði
gengið á ýmsu hjá liðinu. Tölu-
verðar breytingar hafa orðið á
liði Víkinga og vekur athygli að
þeir tefla fram júgóslavneskum
leikmanni, Goran Micic. Þá eru
Ámundi Sigmundsson og Aðal-
steinn Aðalsteinsson aftur komn-
ir í raðir Vfkinga en margir leik-
menn eru farnir: Lárus Guð-
mundsson, Einar Einarsson,
Hlynur Stefánsson, Jóhann Þor-
varðsson og Stefán Halldórsson.
Júrí Sedov þjálfar Víkinga þriðja
árið í röð en hann hafði einmitt
áður Iiðið. Búast má við að Vík-'
ingur sigli lygnan sjó í deildinni í
sumar.
FH-ingar unnu aðra deildina í
fyrra með miklum yfirburðum en
liðið hefur rokkað á milli deilda
undanfarin ár. Þeir fá liðsauka
frá Englandi, Bobby Hutchkon-
son, en auk þess bætast tveir
Þórsarar í hópinn, þeir Birgir
Skúlason og Guðmundur Valur
Sigurðsson. Janus Guðlaugsson
er endanlega hættur og sem áður
sagði er Sævar Bjarnason farinn í
KR. Ólafur Jóhannesson þjálfar
og leikur með liðinu eins og í
fyrra en Viðar Halldórsson mun
aðstoða hann í sumar. Það verður
gaman að fylgjast með liði FH í 1.
deildinni.
Fylkir hafði einnig tryggt sér
sæti í 1. deild löngu áður en
keppni lauk og er þetta fyrsta ár
félagsins í deildinni. Fylkir lék í 3.
deild 1987 og hefur kraftaverka-
maðurinn Marteinn Geirsson
komið liðinu rakleiðis upp í 1.
deild. Litlar breytingar hafa orð-
ið á liðinu frá fyrra ári. Brynjar
Jóhannesson og Stefán Steinsen
eru farnir en Guðmundur Bald-
ursson, Guðmundur Magnússon,
Hilmar Sighvatsson og Loftur Ól-
afsson eru komnir í þeirra stað.
Fylkir hefur því styrkst til muna
og liðið verður ekki auðunnið í
sumar.
Fallkandídatar
Fallkandídatar eru Þór og
ÍBK. Þórsarar hafa orðið fyrir
miklum blóðtökum en Halldór
Áskelsson, Jónas Róbertsson,
Júlíus Tryggvason, Siguróli
Kristjánsson, Bjarni Svein-
björnsson, Birgir Skúlason, og
Guðmundur Valur Sigurðsson
eru allir hættir. Sumsé meirihluti
liðsins og sannarlega vandfyllt
skarð sem þeir skilja eftir sig.
Tveir júgóslavneskir leikmenn
kynnu að styrkja liðið en þeir
heita Bojan Tanevski og Luka
Kostic. Þjálfari liðsins, Milan
Duricic, er einnig frá Júgóslavíu,
og er þetta fyrsta ár hans hér á
landi.
Lið Keflavíkur hefur ekki síður
orðið fyrir skakkaföllum. Ragnar
Margeirsson og Sigurður Björg-
vinsson eru farnir, Daníel og
Grétar Einarsson fóru aftur í
Garðinn, Þorsteinn Bjarnason er
hættur og Peter Farrell fór til
Kýpur. Ástráður Gunnarsson
þjálfar ÍBK í fyrsta skipti og verð-
ur erfitt verk að halda þessu
vængbrotna liði í deildinni.
Eins og sjá má á þessari stuttu
úttekt er allt útlit fyrir skemmti-
legt og spennandi mót í sumar.
Flestir vellir eru að verða góðir
eftir erfiðan vetur og það eina
sem vantar er gott veður til að
áhorfendur flykkist á leiki sum-
arsins.
-þóm
10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. mai 1989
Ekki bara vinir og vandamenn
„Kvenskörungurinn og atork-
ukonan“ Guðný Halldórsdóttir
lét nýlega birta við sig játningar-
viðtal í tímariti. í þetta viðtal
vitnar Þjóðviljinn í gær og tekur
upp eftirfarandi setningar eftir
Guðnýju: „Klíkuskapurinn í
kringum hann (Hrafn) er óþol-
andi. Á meðan hann gegndi hlut-
verki dagskrárstjóra hjá Sjón-
varpinu, voru aðeins fjórir aðilar
sem fengu að leikstýra myndum.
Ég geri mér vonir um betri vinnu-
brögð með tilkomu Sveins Ein-
arssonar í embætti dagskrár-
stjóra."
Sannleikurinn í þessu máli er
hins vegar sá að fjöldi leikstjóra
starfaði við Sjónvarpið, þegar ég
var þar dagskrárstjóri, þótt ég
hafi ekki leitað til Guðnýjar.
Meðal þeirra sem leikstýrðu
stærri leikverkum voru: Egill Eð-
varðsson, Hilmar Oddsson, Frið-
rik Þór Friðriksson, Gísli Snær
Erlingsson, Helga Thorberg,
Karl Ágúst Úlfsson, Kristín Jó-
hannesdóttir, Lárus Ýmir Ósk-
arsson, Stefán Baldursson,
Sveinn Einarsson, Sigurður Páls-
son.
Þá hafa einnig leikstýrt verk-
efnum sem Sjónvarpið hefur látið
gera: Ásgrímur Sverrisson, Ari
Kristinsson, Þór Elís Pálsson,
Þórhallur Sigurðsson.
Loks má benda á að fjöldi
manna leikstýrði ýmsum smá-
þáttum sem féllu inn í aðra dag-
skrá.
Auðvitað ræðst sá fjöldi leik-
stjóra sem leikstýrt getur við
Sjónvarpiðaf því, hvemörgverk-
efni eru tekin í vinnslu og hve
mikið fjármagn fæst til dagskrár-
gerðar. Dagskrárstjóra ber
skylda til að ráða þá leikstjóra
sem hann telur hæfasta en láta
ekki undan ofstopa og rógi þeirra
sem vilja troða sér áfram og hann
telur síður hæfa.
Kvikmyndaleikstjórar velja ó-
líkar leiðir til að vekja athygli á
verkum sínum. Sumir láta sér
nægja verkin sjálf og umfjöilun
um þau, en hjá öðrum er „atork-
an og skörungsskapurinn“ slfkur,
að þeir telja þá leið vænlegasta að
níða niður og rógbera fyrri sam-
starfsmenn. Viðtalið við Guðný-
ju vekur óneitanlega upp þá
spumingu, hvort þetta sé það
plan, sem kvikmyndagerðar-
menn vilja vera á og hvort það
þjóni hagsmunum listarinnar.
Hrafn Gunnlaugsson