Þjóðviljinn - 19.05.1989, Síða 12

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Síða 12
BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Andinn í lampanum Einu sinni var sjómaður. Hann hafði þá reglu að kasta netinu þrisvar sinn- um á dag. Einu sinni var hann að veiða. Fyrst veiddi hann stein og skeljar, svo veiddi hann þara og í þriðja skipti veiddi hann olíu- lampa. Hann tók af lokið. Þá kom andi upp úr lam- panum og sagöi. - Hvernig viltu að ég drepi þig? - Ha? sagði sjómaðurinn. - Ég var að bjarga þér úr lam- panum. - Fyrir hundrað árum var ég settur inn í lampann, sagði andinn. - Ég var orðinn svo óþolin- móður að ég hótaði þeim sem næði mér að drepa hann. - Ég trúi því ekki að þú komist í lampann, sagði sjómaðurinn. Þáfór andinn í lampann. Þá tók sjómað- urinn lampann og fleygði honum útí. Jóhannes Benediktsson 9 ára Sjónhverfing með röri og Núna fáið þið auðvelda sjón- hverfingu til að glíma við. Áður en þið ætlið að gabba ein- hvern þurfið þið að undirbúa ykkur vel. Það sem þarf er drykkjarrör, tvinni og smá undirbúningur með skærum og hníf. Rörið er sýnt með tvinna sem hefur verið þræddur í gegn og lafa end- arnir út úr sitt hvoru megin. Sá sem brelluna sýnir brýtur saman rörið í miðju og klippir tvinna það í sundur. Þótt undarlegt megi virðast er tvinninn heill og óskemmdur. Þessi galdur er undirbúinn þannig að skorin er dálítil rauf í miðjuna á rörinu langsum eftirþví. Þegar búið er að beygja rörið er hægt að draga strenginn út um rifuna svo lítið beri á með því að toga í báða endana á tvinnanum. Þetta krefst æfingar en því ekki að reyna? Rissnál Þú getur auðveldlega útbúið rissnál sem teiknar strik, hringi og mynstur allt eftir því hvernig þú setur hana af stað. Þú tekur þrjá gaffla og stingur þeim í korktappa. Þú þræðir síðan þráð í gegn um tappann og bindur í blýant. Blýantinn þarftu að þyngja og það er til dæmis hægt að stinga honum í gegn um kartöflu. Síðan set- ur þú þetta upp eins og sýnt er á myndinni og blað undir. Berðu saman myndirnar og finndu hvað vantar á þá neðri. Karphúsið Oft er talað um að taka ein- hvern í karphúsið. Það merkir að taka í lurginn á ein- hverjum, en hvað er þetta karphús sem allir tala um? Nú er farið að kalla ákveðið hús í Reykjavík Karphús vegna þess að þar karpar eða deilir fólk um kaup og kjör. Karphús hafði þó aðra merkingu í gamla daga. Það merkir húfa eða hetta og þess vegna merkir orðtakið, að taka í karphúsið, raunverulega að taka í húfu eða hettu einhvers. Björgunaraðferðir Lundinn er fugl sem verpir í flogið nema hún sjái sjóinn. Vestmannaeyjum. í ágúst Krakkarnir safna pysjunum í þegar lundapysjan byrjar að kassa og fara með þær niður fljúga er hún dálítið rugluð. að sjó og sleppa þeim. Hún flýgur í bæinn þegar hún sér Ijósin. En hún getur ekki Einar Pálmi Einarsson 8 ára 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. maf 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.