Þjóðviljinn - 19.05.1989, Síða 15
Afstaðan til
þriðja heimsins
Annað það sem mjög tengist
slökun spennu, bæði hernaðar-
legrar og pólitískrar, er endur-
skoðuð afstaða til þriðja
heimsins. í framkvæmd kemur sú
afstaða skýrast fram í brottflutn-
ingi sovésks herliðs frá Afganist-
an. Nú síðast verður þess vart að
ráðamenn í Moskvu eru mjög
tregir til að halda áfram að skipta
sér með hernaðaraðstoð af enda-
lausri borgarastyrjöld í Eþíópíu.
A. Arbatov segir reyndar í fyrr-
nefndri grein að einn þáttur í
stefnu „nægilegra varna“ sé sá,
að gera alls ekki ráð fyrir því að
sovéskur her sé notaður í alþjóð-
legum átökum eða borgarastríð-
um í þriðja heiminum.
Um leið fer fram endurskoðun
á pólitískri afstöðu til þróunar-
landa. Um það leyti sem nýlend-
uveldin hrundu og sjálfstæðum
ríkjum fjölgaði mjög á
heimskortinu, náðu Sovétríkin
og margir leiðtogar nýfrjálsra
ríkja saman í andstöðu gegn vest-
rænum kapítalisma: það var hann
sem hafði haldið þriðja heimin-
um niðri, gert lönd hans að sínum
arðrændu hráefnaforðabúrum.
Sovétmenn héldu því mjög að
hinum nýju ríkjum, að þeirra að-
ferð til að yfirvinna vanþróun -
alisherjarþjóðnýting, miðstýrður
áætlunarbúskapur og allt vald í
höndum byltingarflokksins -
mundi tryggja þeim skjótari leið
til framfara en leið kapítalism-
ans. Undir þessa freistingu ýttu
m.a. glæsilegar hagtölur Sovét-
ríkjanna (sem sögðu reyndar
ekici nema hálfa sögu um fram-
farirnar og það hvaða verði þær
vopru keyptar). Eðlilegt fram-
hald af þessu öllu átti að vera
bandalag Sovétríkjanna við nýf-
rjálsu ríkin um „ekki-kapítalíska
leið“ til að breyta heiminum.
Á rangri leið
Nú er þetta dæmi sett upp með
allt öðrum hætti. í hringborðs-
umræðum sem birtust í vikuritinu
Novoje vremja (nr. 52 1988) og
grein Alexei Kíva „Austrið,
vestrið og þriðji heimurinn" í
Mezhdúnarodnaja zhizn nr. 2
1989) er fúslega viðurkennt að
það að flytja t.d. til Afríku „skrif-
ræðissósíalisma“ (sem gerði t.d.
ráð fyrir því að stór ríkisgeiri og
einsflokkskerfi væru í sjálfu sér
jákvæð og sósíalísk fyrirbæri)
hafi endað hörmulega. Leiðtogar
eins og Nkrumah í Ghana og Sek-
ou Touré í Guineu hafi gripið til
slíkra fyrirmynda ekki bara
vegna þess að þeir tryðu í ein-
lægni að þar með gætu lönd
þeirra tekið stórt stökk inn í
framtíðina - heldur og vegna þess
að með þeim fengu þeir „virðu-
lega“ réttlætingu á eigin valdsein-
okun. Sem smám saman snerist
upp í harðstjórn yfir fólkinu, sem
Sovétmenn gagnrýndu aldrei -
m.a. vegna þess að allt var þeim
fyrirgefið sem voru „réttu megirí*
í alþjóðamálum. (Þetta er hið so-
véska tilbrigði við þeim banda-
ríska vanda sem þolir harðstjóra í
Rómönsku Ameríku margt
vegna þess að hann er „okkar
tíkarsonur" ekki ,,þeirra“.)
Kíva segir á þá leið, að skrif -
ræðissósíalisminn hafi ekki dugað
nýfrjálsum ríkjum, kapítalisminn
hafi reyndar reynst misjafnlega
líka í Afríku - og megi menn þó
ekki gleyma orðum Marx sjálfs
um framfaraþýðingu hans í sögu-
legri framvindu. Með öðrum orð-
um - það er strikað yfir þriðja-
heimsrómantíkina, það eru ekki
boðaðar kenningar um að snið-
ganga kapítalismann í sögulegri
framvindu. Sósíalisminn er settur
upp eins og möguleiki meðal
möguleika. Til dæmis er í hring-
borðsumræðunum í Novoje
vremja minnt á það, að það hafi
ekki í alvöru verið reynt í þriðja
heiminum að byggja upp eins-
konar samvinnusósíalisma, sem
ef til vill gæti sneitt hjá ýmsum
vanköntum skrifræðissósíalisma
Friedman). Einhver lærdómur
verður af öllum dreginn.
ríi-
Þetta er þungur róður (teikningar úr sovéskum blöðum).
Þegar við sjáum betur til.
Samtaka nú - á öskuhaugana!
og kapítalisma. t.d. hefði „ujam-
aa“ hreyfingin í Tansaníu verið
skipulögð með valdbeitingu og
fólkið rekið í samvinnuþorpin
nýju með ekki ósvipuðum hætti
og smalað var í samyrkjubúin so-
vésku á sínum tíma.
Varist stað-
genglastríð
Allt þýðir þetta minnkandi lík-
ur á átökum milli austurs og vest-
urs í þriðja heimi, á „stað-
genglastríðum" sem svo mjög
hafa stefnt heimsfriði í hættu.
Ýmsir greinahöfundar sovéskir
vara einmitt við því, að Sovétrík-
in og Bandaríkin láti draga sig inn
í staðbundna árekstra í löndum
þriðja heimsins samkvæmt þeirri
formúlu sem til varð í kalda stríð-
inu, að allt sem gerðist í vanþró-
uðum ríkjum yrði reiknað til
tekna eða taps Rússum og
Könum. Menn höfðu svo mjög
hugann við þetta - hvorum risan-
um kemur þetta eða hitt til góðs?
- að fáir lögðu það á sig að grafast
fyrir um staðbundnar orsakir á-
rekstra í þeim heimshluta.
Frændurvorir
sósíal-
demokratar
Enn eitt dæmi um breytt við-
horf: afstaðan til sósíaldemó-
krata. Á fyrstu áratugum sov -
éskrar sögu voru kratar fyrst og
síðast höfuðsvikarar: það voru
þeir sem komu í veg fyrir að
verkalýður heimsins slægist í för
með Sovétríkjunum á byltingarb-
raut. Þær skammir eru að sönnu
löngu liðnar og alllengi hafa
Kremlarbændur reynt að halda
góðu sambandi við sósíaldem-
ókrata um t.d. afvopnunarmál.
En nú er svo komið, að sósíald-
emókratar fá lof í eyra fyrir það,
hvílíkir meistarar þeir séu í pólit-
ískum málamiðlunum (og þær
eru nátttúrlega eitt af því sem
menn þurfa að kunna í Evrópu-
húsinu). Sósíaldemókratar
standa okkur nær, segir Larisa Pí-
asheva hagfræðingur í greininni
„Horft til reynslu sósíaldemokr-
ata“ í aprflhefti Mezhdúnarodna-
ja zhízn. Ennfremur þetta:
„Þegar á heildina er litið er hin
„þriðja leið“ sósíaldemókrata í
rauninni „besta leiðin“ í þeim
skilningi, að hugmyndafræði
þeirra endurspeglar þá viðleitni
að sameina „það skásta úr tveim
heimum“ og búa til samfélags-
gerð sem sameinar bæði virka
framleiðslu og réttláta skiptingu
lífsgæða“.
Um leið gagnrýnir Píasheva
sósíaldemókrata fyrir að hafa í
praxís eins og dottið niður milli
tveggja stóla og glatað pólitísku
frumkvæði í hendur hægriflokka.
Afríka kiknar undir byrðum
neyðar og skulda: Við fundum
ekki svarið...
Tónninn í umfjöllun um sósíal-
demókrata verður dálítið svipað-
ur sjálfsgagnrýninni sovésku:
Þeir eru einn af nokkrum mögu-
leikum dagsins, þeir eiga sér.sínar
sögulegu forsendur, við okkar,
en endanleg svör eru ekki til. All-
ir verða að læra af reynslu ann-
arra, ekki síst við, segir Píasheva,
sem
„erum að stíga fyrstu skrefin
inn í blandað hagkerfi, vinnum
aðmótun markaðssósíalismasem,
samhæfir áætlanabúskap og þætti
markaðsbúskapar. “
Og hún vill þá bæði taka mið af
reynslu . sósíaldemókrata - og
gagnrýni á þá frá hægri (Hayek,
Blandað
hagkerfi
Blandað hagkerfi var nefnt -
og óneitanlega eru skref í þá átt
eitt af því sem dregur úr mun
samfélaga í austri og vestri. Hér
er ekki staður né stund til skoða
hve langt blöndunin er fram
gengin í Sovétríkjunum - með
fjölskyldubúskap í sveitum, sam-
vinnufélögum af ýmsum stærðum
og gerðum í þjónustu og fram-
leiðslu. En af þáttum í framvindu
sem snúa út á við má nefna, að
Sovétmenn eru mjög áfram um
að auka utanríkisviðskiptin.
Fyrir þeim er greitt m.a. með
stofnun blandaðra sovésk-
erlendra fyrirtækja (þau voru um
200 fyrir skemmstu með um milj-
arð dollara fjármagn), með stofn-
un fríverslunarsvæða við landa-
mæri Finnlands og andspænis
Japan, nýjum tollasamningum
við GATT. Og svo með því að
færa frumkvæði í utanríkisvið-
skiptum til fyrirtækjanna sjálfra:
frá og með apríl í ár geta þau gert
sína viðskiptasamninga sjálf, en
eru enn háð leyfum - vegna gjald-
eyrisskorts ofl. Sovéskir grein-
ahöfundar kvarta svo yfir því, að
Vesturlönd komi ekki sem
skyldi á móti þeim - m.a. með því
að fella niður takmarkanir á sölu
ýmiskonar hátæknibúnaðar til
Sovétríkjanna.
Mannréttinda-
mál
Sovétríkin hafa að undanförnu
bætt mjög stöðu sína og orðstír í
mannréttindamálum. Pólitískum
föngum hefur verið sleppt úr
haldi, bandarískir geðlæknar
hafa kynnt sér vafatilfelli á so-
véskum geðsjúkrahúsum, prent-
frelsið er margfalt víðtækara en
það var, breytt er refsilöggjöf
(m.a. er víst búið að fella úr gildi
illræmda grein um refsingar við
að „útbreiða upplýsingar sem
níða hið sovéska samfélag“).
Trúaðir anda léttara (meira en
þúsund nýir söfnuðir voru stofn-
aðir í fyrra). Það er miklu rýmra
um ferðalög til útlanda en áður.
Og svo mætti áfram telja.
Júri Reshetov, yfirmaður
mannréttindadeildar sovéska
utanríkisráðuneytisins, komst
svo að orði í viðtali við Þjóðvilj-
ann í fyrra, að Sovétríkin hefðu
haft tilhneigingu til að líta svo á,
að mannréttindamál (sem um var
samið á samráðsþingi Evrópu-
ríkja í Helsinki) væru aukaatriði.
Afgangsmál. Eitthvað sem vest-
ræn ríki hefðu þvingað upp á So-
vétmenn. En, bætti hann við,
veruleikinn hefur sýnt okkur, að
mannréttindamál eru meðal þess
sem skipta okkur sjálfa mestu í
eigin þjóðlífi. Ef við verðum ekki
alminnilegt réttarríki, þá mis-
tekst okkur perestrojkan. Auk
þess sem það varðar miklu fyrir
öryggi og frið í heiminum yfirleitt
að mannréttindi séu virt.
Innri þörf fyrir mannréttindi er
vitaskuld líklegri til árangurs en
diplómatískt undanhald fyrir
utanaðkomandi þrýstingi: og hér
er enn eitt sem dregur úr ná-
grannakritum í evrópsku húsi.
XXX
Hér verður engu spáð um
framvindu mála. Um þann háska
sem áform Gorbatsjovs kunna að
lenda í heima fyrir, um misjafna
þróun í einstökum ríkjum
Austur-Evrópu. Hér hefur að-
eins verið reynt að draga upp
mynd af því, að „hinn nýi hugsun-
arháttur“ er mun róttækari og í
raun hraðfleygari en nokkur
gerði ráð fyrir. Hann hefur þegar
breytt mörgu í Evrópu - og þó
fyrst og fremst opnað nýja sam-
starfsmöguleika sem þeir geta
notfært sér sem áræðni og hug-
myndaflug hafa til.
(Byggt á erindi sem flutt var á vegum
Norræna sumarháskólans 30. apríl
sl.)
Föstudagur 19. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15