Þjóðviljinn - 19.05.1989, Síða 27

Þjóðviljinn - 19.05.1989, Síða 27
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Komið aftur við hjá Gunnari Gunnarssyni Fáeinar athugasemdir í tilefni aldarafmælis Á dögunum er ég aö blaöa í bókinni „Vandratað í veröld- inni“; þar segir Franzisca Gunnarsdóttir frá bernskuár- um sínum á Skriðuklaustri. Þetta er elskuleg bók og blessunarlega laus við rokur um það, hve gott hafi verið að vera sonardóttir Gunnars skálds Gunnarssonar: Franz- isca er blátt áfram að segja frá fjölskyldu, sem gott er að eiga að sem barn vegna þess að lítil stúlka fær svör við öllu þegar hún spyr. Afi hennar er barasta einn þeirra sem svar- ar og alls ekki víst að hans svör séu best. Því er hinsvegar ekki að neita að lesandinn er snobbaður og leiðinlegur og vill helst skyggnast um eftir einhverjum nýmælum um frægan rithöfund þegar hann opnar slíka bók. Hann fær þau ekki. En hann fær grun um ágætt samband, samhengi í tilverunni, sem byggir á því að afi og litla stúlkan halda hvort sinni sér- visku, tefla meira að segja ævin- týrum sínum hvort gegn öðru (Franziscu finnst að mörg ævin - týri endi ekki rétt - hún er t.d. svo magnaður dýravinur að hún held- ur með drekanum og sveiar ridd- aranum sem kemur að drepa hann). Þar fyrir utan er lesandinn minntur á það með þessari bók, hvílík endurtekning það er að alast upp í íslenskri sveit, sjá heiminn þar í fyrsta sinn, byrja þar að bragða á beiskleika hans og sætleika - um leið og það er alltaf nýtt ævintýri. Ég er að tala um að það liggi þræðir á milli þessarar bókar og upphafsbókar frægasta verks afa höfundar, Fjallkirkjunnar - og fer því þó fjarri að um einhverskonar eftir- líkingu sé að ræða. Hvað vildum við lesa? Hver íslenskur lesandi á sér prívatsamskiptasögu við þá höf- unda þjóðarinnar sem mestur slægur er í. Sú saga ræðst af mörgu - til dæmis af því, hvenær hann byrjar að lesa og með hvaða hugarfari. Gunnar Gunnarsson fór, satt best að segja, fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum af minni kynslóð: áhuginn var öðru bundinn hjá flestum, við vildum okkar samfélagsádrepu og af- hjúpun og öngvar refjar og gjarna bæði ærsli og útópíu í kaupbæti. Gunnar Gunnarsson og bækur hans voru eins og af öðrum tíma og töluðu í aðra átt. Skylduræknin („Þetta verðurðu að lesa bjáninn þinn“) dugði til dæmis ekki til að festa áhugann við þær sögur hans þar sem glímt er við lífsgáturnar af miklum móð - nema þá helst þar sem þær urðu jafn rammjarðneskar eins og í Svartfugli. Letin kom í veg fyrir að lesnar væru sögulegar skáld- sögur Gunnars, miklar að vöxt- um. En það var Fj allkirkj an sem yfirbugaði tregðu lesandans fyrir- hafnarlaust, það þurfti enginn að segja honum að halda áfram með slíka bók, þótt firnalöng væri. Hið einstaka og kunnuglega Þetta gerðist ekki vegna spak- legrar ræðu um lífið og tilveruna almennt, sem Gnnar Gunnarsson kemur fyrir hér og þar í verki sínu: „Undarlegir eru mennirnir, hræðilegir sakir dularinnar sem sveipar þá, djúpir eru brunnar sálar þeirra, uppsprettur þols þeirra ríkar...“. Nei. Slík speki- mál eru að sönnu freistandi á vissu aldursskeiði, en fölna fljótt þegar lesarinn áttar sig betur á því hve skammt slík viska nær. Galdurinn var fólginn í öðru. Hann var fólginn í því að ganga inn í heim sem að sönnu var lið- inn en engu að síður samur og í dag: öll vorum við börn og svo hættum við að vera börn. Af þessari þjóð, í þessu landi.Lífsæv- intýri Ugga Greipssonar var vitaskuld einstakt í veröldinni, það fundum við vel, ekki bara í sérstæðu kynjafólki í kringum hann, heldur í þeirri alúð sem hvert smáatvik var sveipað í sög- unni. Þetta lífsævintýri var um leið saga okkar allra, hvers með sínum hætti. Hve mörg okkar kannast ekki við Ugga þegar fýsnin til fróð- leiks og skrifta grípur hann og veit enginn í rauninni hvaðan sú árátta er komin? Og þá fannst okkur, sem honum, að það sé óþolandi að vita af ólesnum bókum á tungumálum sem við ekki skildum, og við vorum líka sannfærð um að „það sem á ríður er að lesa bestu bækur heimsins“ - þá mun öllum hliðum upp lok- ið, ekki satt? Eða - svo ég slái út í einkamálin: mikið voru það skemmtilegir endurfundir sem ég átti á dögunum við Ugga Greips- son og vin hans Dodda sem unnu mörg afrek saman í smala- mennskunni: „Við snerum upp því sem niður átti á veraldarsögu- nni, eftir geðþótta. Eina nótt gersigruðum við óvinina, það er að segja óvini Napóleóns hjá Va- terló, aðra nótt stofnuðum við Svíþjóð hina miklu alla leið til Úralfjalla og Svartahafs". Ég get játað það, fyrst á er minnst, að fáir hugleikir voru mér kærari furðu langt fram eftir ævi en ein- mitt þessi sami: að breyta sög- unni, koma á því réttlæti sem í hana vantaði - m.a. með því að breyta landafræðinni þeim þjóð- um í hag sem ég hafði velþóknun Að missa móður okkar Þannig var (og er) þessi sam- kennd við heim Fjallkirkjunnar - í stóru og smáu. Gleymum ekki móðurmissinum! Það er blátt áfram aðdáunarvert hve mikill sannleiki um tilfinningalíf okkar er saman kominn í þeirri frásögn. Þar er mikið myrkur með þögulli angist og sjálfsásökunum drengs, sem er að missa það traust sem hann hefur haft á veröldinni og týnir guði um leið. Og þar eru öll þessi smáatriði, sum jafnvel af ætt hins spaugilega, sem minna á að við erum aldrei alveg heil í sorginni (líklega af því að þá gæt- um við ekki risið undir henni). Þegar háskinn er mestur eru allir góðir og tillitssamir hver við ann- an, daginn eftir er móðir Ugga ef til vill úr hættu og þá er eins og fólkið iðrist þess að hafa opnað sig, sýnt óleyfilega viðkvæmni og vinskap. Hér er Sannleikurinn aðalpersóna sögunnar eins og Tolstoj vildi á sinni tíð. Svona ER þetta. Vitanlega höfðum við, ég og þú, komist hjá því að missa móður okkar í bernsku - en ef það hefði gerst, þá hefði það orð- ið einmitt með þessum hætti, það gátum við verið viss um. Af snillinga- tímum Það var algengt - og er enn, að lofa þrjár fyrstu bækur Fiallkirkj- unnar, þær sem gerast á íslandi, á kostnað tveggja hinna síðustu. En þær greina frá því að stað- gengill höfundar, Uggi Greips- son, er kominn til Danmerkur og ætlar að verða skáld og snillingur og sigra heiminn og aldrei ætlar hann að gefast upp og skreiðast heim í skjól föðurhúsa, því „allt get ég lagt á mig“. Mig langar til þess, svona í til- efni dagsins, að mæla með endur- skoðun á þessum samanburði. Víst skiptir um í seinni hluta Fjallkirkjunnar, víst er það eðli- legt að menn sakni vina í stað og sællar skáldlegrar upprifjunar á því, hvernig það er að verða manneskja á tsa köldu landi. En gleymum því samt ekki að þessar seinni bækur Fjallkirkjunnar eru merkileg og skemmtileg heimild um það, hvernig menn báru sig að við að verða skáld í aldarbyrj- un (Hver sagði að skáldverk væru ómerkileg heimild? - ekki var það Karl Marx, ekki Doris Les- sing heldur). Þetta var tími bó- hemíunnar, þegar verðandi skáld eða verðandi listamaður ráfar um og sveltur með framandi malbik við il. Aldrei á hann aur, aldrei kemur peningabréfið að heiman, enn hefur útgefandinn sent hand- rit til baka, enn er verið að henda honum út úr vondu kvistherbergi sem hann skuldar húsaieigu fyrir (og halda eftir handritum hans eða myndverkum ódauðlegum í pant). Og svo kemur allt í einu yfir hann óvænt happ, það hefur selst saga eða ljóð og fyrr en varir eru aurarnir komnir í vasa á næsta verti, í maga vinar sem er enn verr haldinn, eða þá sérlega ósvífins sláttumanns. Eins og heföi verið kallað Þessum heimi lýsir Gunnar Gunnarsson ágætlega í „Óreynd- ur ferðalangur" og „Hugleikur“. Heimi sem er óneitanlega spaugi- legur í öllu sínu æði, en heillandi um leið. Vegna þess að enn eru ungir menn svo innilega sannfærðir um það, að ótalmargt sé ógert, að enn megi finna sann- leika sem um munar, að enn bíði mannkynið í ofvæni eftir því að heyra hið máttuga orð, hinn sanna tón. Vegna þess að verð- andi snillingar eru enn svo berns- kir og svo dásamlega fáfróðir, að þeir trúa-því að það sé i raun og veru hægt að sigra heiminn (og að það sé ómaksins vert). Sú fáfræði dró þá suma býsna langt, sem betur fer, þar í felst nokkuð af þeirri siðbót sem finna má í þroskasögunni. „Um miðja nótt hrekkur mað- ur upp af svefni eins og hefði ver- ið kallað".... Föstudagur 19. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27 Enn ein ævisaga Hemingways Ekkja Hemingways, Mary, hefur komist svo að orði, að líklega hafi allir sem hittu rit- höfundinn á bar í París skrifað um hann bók. Þau ummæli eru vel til fundin á okkar tím- um, þegar mjög eru í tísku ítar- legar ævisögur skálda og annarra frægðarmanna, sem reyna að velta hverjum steini í einkalífi þeirra til að „koma upp um“ leyndarmál þeirra og geðflækjur. Hemingway er upplagt fórnar- larnb: frægur rithöfundur sem setti sinn svip á stíl heillar kyn- slóðar, maður sem þar fyrir utan var í sífelldum eltingaleik við karlmennskuraunir allskonar til að sanna sinn manndóm, enn- fremur slarkari sem sögur fóru af. Og enn bætist bók við um hann stór og mikil, höfundur hennar er bandarískur prófesor, Kewnnth S. Lynn. Þar er ekkert af því skafið að Hemingway hafi verið feiknarlega metnaðargjarn höf- undur, illgjarn út í starfsbræður sína, vanþækklætisskepna við velgjörðarmenn sína, böðull við konur sínar. Þetta er svo útskýrt allt með þeim hætti, að Heming- Emst og Mary Hemingway: hann var haldinn illum demón... way hefði allt frá bernsku og undir áhrifum móður sinnar, sem var skessa mikil, óttast um að hann gæti aldri staðist prófraunir lífsins. Hann hafi verið haldinn feiknarlegri áráttu til að afsanna mögulegar ásakanir um heiguls- hátt og skort á karlmennsku og - síðar meir - þomandi skáldskap- aræð. Skelfilegur ótti við að bregðast ágerðist eftir því sem á leið og stöðugur drykkjskapur gerði illt verra og magnaði upp með skáldinu þá dauðaþrá sem að lokum leiddi Hemingway til sjálfsvígs.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.