Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 4
Sighvatur B jörgvinsson er á beininu__________ Horfst í augu við hallann Fjárlagafrumvarp hvers árs er vandasamt verkefni þar sem menn reyna aö stoppa í efnhagsleg göt, göt sem sum eru augljós en mörg hver falin ef marka má orö Sighvatar Björgvinssonar for- manns fjárveitinganefndar Alþingis. Hann hefur lýst því yfir aö í fjárlögum sé innbyggö skekkja upp á þrjá miljaröa og hann vill aö ríkisvaldið fari aö horfast í augu viö raunveruleikann en ýti vand- amálunum ekki á undan sér. Sighvatur er líka meö ákveönar skoöanir varöandi kröfur lækna um frelsi í heilbrigöisþjónustu, sem hann segir ekkert annaö en frelsi til aö skrifa út reikninga á ríkissjóð. í umræðum um fjárlögin á Al- þingi á dögunum, talaðir þú um innbyggða skekkju í fjárlögum hverju sinni. í hverju liggur þessi , innbyggða skekkja? Hún liggur í mörgu og kemur fram þegar menn bera saman annars vegar ríkisreikning og hins vegar fjárlagaáætlunina. Þá er hallinn svo mikill sérstaklega síðustu árin, að menn hljóta að komast að þeirri niðurstöðu að hann stafi af öðru og meiru en ófyrirsjáanlegum atburðum, vegna áhrifa kjarasamninga og öðru slíku. Menn hljóta að kom- ast að þeirri niðurstöðu að veru- legur halli sé innbyggður í fjár- lögin, sem kemur sérstaklega fram í árferði eins og hefur verið undanfarin ár og verður einnig á næsta ári, þe. á samdráttarskeiði. Þegar er þennsla í þjóðfélaginu og kaupmáttur fer vaxandi, eykst einkaneyslan. Fólk eyðir meira en bara í brýnustu lífsnauðsynjar. Pá verða tekjur ríkisins meiri og þessi halli dylst frekar en á sam- dráttarskeiði. Á samdráttar- skeiði hjálpar þennslan ekki rík- issjóði við að leyna þessu. Þannig að það má skipta hallavandamál- inu í tvennt. Annars vegar er nokkuð fastur innbyggður halli, sem ég hef áætlað að sé upp á uþb. 3 milljarða króna og hins vegar eru áhrif sveiflna, sem ým- ist vinna með eða á móti ríkis- sjóði. Ef síðan er spurt, hvers vegna er þetta svona, má líta á rekstur- inn. Pá er til dæmis ekki áætlað rétt fyrir áhrifum launasamninga sem gerðir eru og það er ekki áætlað rétt fyrir áhrifum lána. í fjárlagagerðinni núna tekur gildi lenging fæðingarorlofs upp í 6 mánuði. Það mun hafa í för með sér aukin útgjöld sér fyrir sjúkra- húsin í landinu, þar sem vinnur mikið af kvenfólki, upp á umþb. 1% í launum. Það er ekki áætlað fyrir þessum áhrifum í fjárlagafr- umvarpinu. Þarna er því strax komin skekkja upp á 1%. Þannig að fjármálaráðuneytið skoðar ekki þau útgjöld sem laga- setningar þingsins hafa í för með sér? Fjármálaráðuneytið er náttúr- lega alltaf að reyna að halda út- gjöldunum niðri og má segja að sú tilhneiging ríki að viðurkenna ekki svona kostnað fyrr en í lengstu lög. Síðan kemur fram, eins og allir vita, að grunnlaun eins og samið er um hjá ríkinu eru ekki nema hluti af þeim grunn- launum sem ríkið raunverulega borgar. Hjá fjölmörgum ríkis- stofnunum tíðkast viðbætur á grunnlaun í formi alls konar álagsgreiðslna, óunninnar yfir- vinnu og svo framvegis. Þetta er ekki viðurkennt í fjárlagagerð- inni. Þegar við í fjárveitinganefnd ræddum við ýmsa forstöðumenn ríkisstofnana kom fram að þetta er ekkert launungarmái hjá þeim. Við getum tekið dæmi um fréttamenn hjá ríkisútvarpi og Sjónvarpi. Þeir fá greidda fasta lestíma, þe. fá viðbótarþóknun sem er skýrð með því að þeir þurfi að lesa blöð og tímarit utan vinnutíma. Þessi launakostnaður er ekki viðurkenndur þó að það sé samið um hann. Það kom líka fram hjá ýmsum forstöðu- mönnum að það sé greidd föst yfirvinna á laun, uppbót á laun, allt upp í 40 stundir á mánuði. Ég hef síðan komist að því með nán- ari skoðun að þessi fasta yfir- vinna getur orðið all verulega miklu meira. Þó þetta sé ekki við- urkennt sem hluti af fastalaunum þá er þetta samt hluti af þeim. Síðan hefur verið gerð frá síð- ustu fjárlögum tilraun til þess að ná tilteknum flötum niðurskurði á launakostnaði ríkisins, upp á 4%. Það er gengið út frá því að þessi árangur hafi náðst í sam- bandi við áætlanagerð í fram- haldinu. Þessi launaniðurskurður náðist ekki fylliiega. Sumar ríkis- stofnanir náðu engum árangri, aðrar náðu kannski 2,5-3% nið- urskurði en engu að síður gengur þetta allt aftur í fjárlagagerðinni. Alls konar svona villur eru til staðar. Menn hafa líka stöðugt verið að krukka í rekstur ríkis- stofnana í þeim tilgangi að skera hann niður og þetta er orðið svo þröngt að það er ekki lengur raunhæft að ætlast til þess að stofnanirnar nái þessu. Hver er lausnin á þessu? Að ríkið viðurkenni þessar launa- greiðslur eða að kjarasamning- um verði breytt? Þetta er svipað vandamál hjá ríki og almennum vinnumarkaði. Launaþróunin hefur verið sú undanfarin ár að menn hafa hneigst til að hafa tvöfalt launa- kerfi. Annars vegar er hið opin- bera launakerfi sem mælir grunn- laun og hins vegar er hliðarkerfi yfirborgana sem allir vita um en enginn vill þó viðurkenna. Hætt- an við þetta er að ýmis félagsleg réttindi fólks eru einungis tengd hinu opinbera kerfi, bæði lífeyris- réttindi og fleira. Þannig að þegar menn sem hafa fengið mikil laun í gegnum yfirborganir komast á líf- eyrisaldur, komast þeir að þessu. Ég tel því að menn verði að reyna að draga úr þessu eins og hægt er en fyrst og fremst að það komi fram í kjarasamningum hvaða laun eru raunverulega greidd. Þannig að raunhæfur samanburð- ur fáist á milli stétta, starfshópa og milli ríkis og einkageira. Mitt svar er því að það verði að fara vandlega yfir þessi mál og að raunveruleikinn verði viður- kenndur. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum. Aðalatriðið er að menn viðurkenni hver hallarekst- urinn er og horfist í augu við hann strax í upphafi fjárlagagerðar en bíði ekki með vandann þangað til ríkisreikningur kemur út. Ertu með þessu að segja að þessi innbyggði haili upp á 3 milljarða þýði að hallinn á fjár- lögum verði ekki 4 milljarðar eins og dæmið lítur út núna, heldur 7 milljarðar? Við skulum bara skoða nokkur dæmi úr fjárlagagerðinni, sem eru ekkert ný. Ifjárlagagerðinni nú er miðað við að niðurgreiðsla á matvöru verði óbreytt í krónu- tölu. Þetta er auðvitað gríðarlegt pólitískt átak og álitamál, því þetta þýðir að það á ekki að auka niðurgreiðslur í takt við verð- hækkanir sem aftur þýðir að verðhækkanir á landbúnaðar- vörum allt næsta ár eiga að koma að fullu fram í verðlagi. Nú er spurningin sú hvort ríkisstjórnin meini þetta? Eru stjórnarflokk- arnir tilbúnir að standa við þetta, sem verður bæði erfitt og sársaukafullt. Ef ekki, ef menn meina ekki þetta, er áætlunin um niðurgreiðslur í fjárlagafrum- varpi röng upp á kannski 600 milljónir. Og það er ekki lítil tala. Svona er hægt að fara yfir ýmsa liði í fjárlagafrumvarpinu og ég tek fram að þetta er ekkert frekar nú en áður, þar sem menn setja sér markmið um erfiðar aðgerðir, sem stjórnarflokkarnir eru kann- ski ekki búnir að taka ákvörðun um og margir þeirra gera sér ef til vill ekki ljóst að ákvarðanir sem þessar búa að baki tillögum eins og þeirri um niðurgreiðslurnar. Ég er sannfærður um að fjár- málaráðherra er þetta alveg ljóst og flestum í ríkisstjórninni, kann- ski ekki öllum. En er almennum stjórnarþingmönnum Ijóst, að eins og málið er sett upp í fjárlag- afrumvarpi þá verði engin niður- greiðsluaukning á matvörum allt næsta ár? Alveg eins er háttað með Lán- asjóðinn. Það vantar verulega upp á það að LÍN fái fjármagn í fjárlagafrumvarpinu til að geta veitt bara óbreytta lánafyrir- greiðslu. Það er fyrirsjáanleg veruleg fjölgun nemenda, ma. vegna áhrifa samdráttar á vinn- umarkaði. Nú er mikið af ungu fólki á vinnumarkaði sem vill gjarnan snúa sér að því að læra. Það vantar verulegar fjárhæðir til þess að hægt sé að standa við lánafyrirgreiðslur. Ef menn setja ekki slíka peninga í frumvarpið, gera menn sér þá ljóst að á bakvið þá ákvörðun verður að búa sú pólitíska afstaða að draga úr lán- veitingum LÍN á næsta ári? Ef menn hafa ekki tekið þá ákvörðun er það í raun sjálfs- blekking að sá peningur sem áætlaður er dugi, vegna þess að þá munu menn bara slaka því sem á vantar á árinu og það kemur fram sem halli á ríkissjóði. Þetta er bara dæmi um nokkur stór mál sem ég er ekki sannfærður um að stjórnarflokkarnir séu í raun bún- ir að taka ákvörðun um eins og tillögugerðin í fjárlagafrumvarpi virðist benda til. í tillögum nefndarinnar felast tillögur um hækkun útgjalda upp á 1,2 milljarða. Stór hluti þeirrar hækkunar er skýrður sem leiðréttingar, en um 300 milljónir bætast við vegna beinna tillagna um útgjaldaaukningu. Hvaða leiðrétingar eru þetta sem nefnd- in er að gera, eru þær vegna óvandaðra vinnubragða fjár- málaráðuneytisins eða vegna breyttra aðstæðna? Það er ekki hægt að tala um óvönduð vinnubrögð. Þetta eru leiðréttingar vegna breyttra að- stæðna. Það voru ýmis útgjald- amál í frumvarpinu byggð á upp- lýsingum sem þá lágu fyrir en reyndust ekki réttar. Sem dæmi þá er ríkið að yfirtaka rekstur heilsugæslustöðva og fræðslu- skrifstofa og ríkið er að yfirtaka verkefni sjúkratrygginga. í fjár- lagafrumvarpinu var áætlað fyrir þessum viðbótarútgjöldum og þau sett í þrjár safntölur. Það sem við höfum gert í fjárveitinga- nefnd er að láta ráðuneytin vinna útfærsluna á þessu, þe. taka þessa einu tölu sem til dæmis var ætluð í rekstur fræðsluskrifstofa og skipta henni niður í laun og önnur rekstrarútgjöld fyrir hverja fræðsluskrifstofu fyrir sig. Þetta var verk sem ekki hafði unnist tími til að gera áður en frumvarp- ið var lagt fram. Sama máli gegnir um þegar sýslumenn og bæjarfógetar yfir- taka rekstur sjúkratrygginga og sama á við um rekstur framhalds- skóla. Þegar er farið að vinna þessa vinnu og áætla á hvert emb- ætti kemur í ljós að summan af slíkum áætlum er nokkuð hærri en ætlað var að þetta verkefni myndi kosta. Þannig að varðandi þessar leiðréttingar er ekki hægt að saka neinn um að hafa áætlað rangt vegna þess að nauðsynlegar upplýsingar lágu ekki fyrir. Það sem síðan hefur bæst við er að við höfum fengið ríkisreikning fyrir árið 1988 eftir að frumvarpið var lagt fram. Þar koma fram raunveruleg útgjöld allra ríkis- stofnana og ríkisviðfangsefna. Þá höfum við fengið frumvarp til fjáraukalaga yfirstandandi árs og skoðað það með upplýsingum úr ríkisbókhaldi. Þannig að þegar stofnun eins og ríkisspítalar koma til okkar fyrir 10 dögum með nýjustu upplýsingar úr sín- um rekstri, kemur í Ijós að halla- rekstur á þessu ári verður ekki 50 milljónir eins og áætlað er í fjár- aukalagafrumvarpi, heldur 102 milljónir. Ríkisspítalarnir leggja síðan fyrir okkur sínar hugmynd- ir um rekstur næsta árs miðað við sömu verðalagsforsendur og í frumvarpinu en komast að þeirri niðurstöðu að þar vanti tæpar 400 milljónir inn í áætlun fjárlaga. Það sem við gerum er að við tökum þessar upplýsingar, rfkis- reikning, tölur úr ríkisbókhaldi og biðjum fjárlaga- og hagsýsl- ustofnun að kafa í málið og gefa okkur sínar niðurstöður um að hve miklu leyti þessar athuga- semdir ríkisspítalanna séu réttar. Niðurstaða stofnunarinnar verð- ur síðan sú að í meginatriðum sé rétt að þörf sé á leiðréttingu, ekki upp á 400 milljónir heldur tæpar 300 milljónir og það gerum við. Svona höfum við reynt að vinna stofnun fyrir stofnun, með nýrri upplýsingum en fjármála- ráðuneytið hafði. Verður þetta frumvarp þá ár- eiðanlegra en fyrri frumvörp? Að þessu leyti vona ég að það verði áreiðanlegra. En svo veit náttúrlega enginn hvað gerist á næsta áritd. varðandi kjarasamn- inga. Það hefur verið háttur aðila vinnumarkaðarins að undan- förnu að reyna að leysa sín vandamál með því að ávísa þeim á ríkissjóð og neyða hann til að taka á sig hinar og þessar skuld- bindingar sem engir peningar eru til fyrir. Þessir sömu aðilar koma síðan og mótmæla hástöfum hækkun skatta. Þeir virðast fastir í sama farinu og almenningur á íslandi ef taka má trúanlega niðurstöðu skoðanakönnunar sem gerð var ekki alls fyrir löngu. En þar virð- ast menn þeirrar skoðunar að það sé hægt að aflétta öllum sköttum og hækka síðan öll framlög úr rík- issjóði til góðra málefna. Miðað við úrlausnir aðila vinnumarkað- arins á kjaramálum, virðast þeir ekki gera sér grein fyrir því að ef þeir ávísa hundruðum milljóna á ríkissjóð, vegna vandamála sem þeir teysta sér ekki að leysa í samningum hver við annan, þá verður ríkissjóður einhvern veg- inn að útvega sér fé. Það getur hann ekki gert nema með sköttum, skattlagningu á fólk og atvinnuvegi. Þá rísa verkalýðs- hreyfingin og atvinnurekenda- samtökin upp á afturlappirnar. Það er því í gangi tvískinnung- ur þar sem menn vilja ekki viður- kenna samhengi tekjuöflunar og útgjalda. Ber það ábyrgðarfullum vinn- ubrögðum vitni að fjárveitinga- nefnd leggur aðeins fram tillögur á útgjaldahlið en ekki tekjuhlið? Nei, það er auðvitað alveg frá- leitt í þessu eins og öðru að það sé annar aðili sem taki ákvarðanir um útgjöld en sá sem tekur ák- varðanir um tekjur. Þetta á sér víða stað í samfélaginu. Mótmæl- in gegn frumvarpi heilbrigðisráð- herra um rekstur heilsugæslu- stöðva til dæmis. Mótmælin ganga út á það að ríkið eigi jú að reka þessar stöðvar en það á ekki að hafa neinn fulltrúa eða hönd í bagga með rekstrinum. Ríkis- valdið á bara að borga reikning- inn. Læknarnir eiga sjálfir að á- kveða fjárhæð reikningsins og sjúkrahúsin eiga að lúta stjórn starfsmanna og fólks heima í hér- aði, ríkið á bara að borga en á ekki að hafa nein áhrif á það hvernig þarfirnar eru búnar til. Hér á Alþingi standa læknar í Iöngum röðum frammi á göngum og tala um að ríkið megi ekki koma í veg fyrir frjálsan rekstur í heilsugæsluþjónustu. Hver er þessi frjálsi rekstur? Hann er bara frelsi til að skrifa út reikninga á ríkissjóð án þess að ríkisvaldið geti haft nokkurt eftir- lit eða ákvörðunarvald um það hve háir reikningarnir eru, frelsi til að fá að skrifa reikninga at- hugasemdalaust á skattborgar- ana. -hmp 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. desember 1989 i_________________________________________________ Mynd: Jim Smart.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.