Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 23
Raunsæi Hrings Jóhannessonar Aðalsteinn Ingólfsson: Hringur Jó- hannesson. Utg. Listasafn ASÍ og Lögberg. Formáli eftir Björn Th. Björnsson. [ nýrri og glæsilegri listaverka- bók, sem Listasafn ASÍ og Lög- berg hafa gefið út með verkum Hrings Jóhannessonar, er haft eftir listamanninum að viðleitni hans í listinni beinist að því „að skrá ákveðnar staðreyndir úr líf- inu í kringum okkur og um mann- eskjuna sjálfa". Staðreyndirnar sem Hringur velur að benda okkur á eru flestar tengdar íslenskri sveit. Þar er augunum gjarnan beint að verks- ummerkjum mannsins í náttúr- unni, eða þá að nærvera manns- ins birtist í því sjónarhomi sem brugðið er upp á æskustöðvar listamannsins í Aðaldal í N- Þingeyjarsýslu. Myndlist Hrings Jóhannes- sonar er einstök fynr þá mynd sem hún dregur upp af umhverfi íslenskrar sveitar á okkar tímum. Þar á hann sér enga hliðstæðu. Hún er líka sérstök fyrir afstöðu listamannsins til viðfangsefnisins annars vegar og listarinnar sem slíkrar hins vegar. Þegar nútímamaðurinn fer á vettvang til að afla sér heimilda eða „skrásetja staðreyndir“ úr umhverfinu hefur hann úr ýms- um möguleikum að velja. Nær- tækasta verkfærið og handhæg- asta er væntanlega myndbandið, sem skráð getur bæði form, ljós, liti, birtu, hreyfingu, tíma og hljóð í sömu andránni. Þessi að- ferð er líka fyrirhafnarminnst. Ekki þarf annað en næmt auga og fingur á takka. Onnur aðferð er ljósmyndin, sem hvorki hefur hljóð, hreyf- ingu né tíma, en getur oft náð hinum sérstöku einkennum við- fangsefnisins með áhrifameiri hætti. Þriðja aðferðin er aðferð krón- íkurinnar: að lýsa umhverfi og staðháttum með orðum á blaði eða hljóðbandi. Hringur Jóhannesson notar enga af þessum handhægu að- ferðum. Heldur grípur hann til tafsamari vinnubragða, sem að mestu tilheyra liðnum tíma. Þegar ljósmyndatæknin ruddi sér braut fyrir 150 árum höfðu margir myndlistarmenn atvinnu af því að skrásetja „staðreyndir úr umhverfinu“ á blað eða léreft með blýanti eða pensli. Ljós- myndatæknin hafði þau áhrif, að margir þessara manna sneru sér að ljósmyndun. Aðrir hættu að mála eða uppgötvuðu að mál- verkið gat haft öðru hlutverki að gegna í viðleitni mannsins við að ná valdi á tilveru sinni. Impressí- ónisminn varð til og markaði upphaf hinnar öru þróunar nú- tímamyndlistar, þar sem stað- reyndir hins ytra umhverfis skiptu æ minna máli, en innri veruleiki mannsins og lögmál list- arinnar sem slíkrar urðu þeim mun mikilvægari. Ef viðleitni Hrings í listinni beinist að skrásetningu stað- reynda úr umhverfínu, þá er nær- tækast að bera árangurinn saman við þær niðurstöður sem mynd- bandið gæti veitt okkur í heim- ildamynd sinni. Sá samanburður er bæði eðlilegur og gefandi, vegna þess að hann sýnir okkur bæði veikleika og styrk Hrings Jóhannessonar sem myndlistar- manns. Myndbandið flytur okkur stundlega heimild og tíma- bundna, þar sem hreyfingin Breitt yfir, olía á striga 120x100 sm. skiptir miklu máli. Athygli Hrings beinist yfirleitt ekki að hinu stundlega nema til þess að frysta það í ströngum ramma myndbyggingar og formfestu. Hreyfíngin í myndum hans er yf- irleitt njörvuð niður í klassískri myndbyggingu. Hann velur sér „sjónarhorn“ á umhverfið sem er sérstakt, ekki bara vegna fyrir- bærisins í sjálfu sér, heldur einnig vegna þess að það fullnægir ÓLAFUR GÍSLASON strangri kröfu um myndbygg- ingu. Að því leyti er aðferð hans hliðstæð aðferð ljósmyndarans, sem „kompónerar" myndefnið innan ákveðins myndramma. Sú staðreynd, sem Hringur vill skrá, er því bundin af forsendum sem ekki ráðast af sjálfu mynd- efninu, en það er rammi myndar- innar og lögmál klassískrar myndbyggingar þar sem allt er stranglega niður njörvað. Þar með er hlutlægnin ekki lengur til staðar í ströngustu merkingu, skrásetning staðreyndar víkur fyrir huglægum forsendum listar- innar. Myndirnar sýna því ekki umhverfið sjálft nema að tak- mörkuðu leyti. Þær eru frekar eins konar hugleiðing um það, hvernig fella má visst sjónarhorn á þetta umhverfi eða þessi til- teknu fyrirbæri í umhverfinu, inn í klassíska myndhefð. Hringur nær bestum árangri í myndlist sinni þegar hann gengur lengra og spyr áleitnari spurninga en þeirrar sem að ofan er getið. Það gerir hann í myndum eins og „Breitt yfir“ frá 1980, þar sem yfirbreiðslan öðlast nýja og margræða merkingu sem leiðir okkurlangt í burt frá Aðaldaln- um og staðháttalýsingunni á vit heimspekilegra spurninga um form og inntak. Þar hefur Hring- ur stigið til fulls skrefið frá því að skrá staðreynd yfir í að spyrja og vekja spurningu. Myndin verður ekki bara „sniðug“ hugdetta um það, hvernig setja má gaddavír eða plaströr úr Aðaldalnum inn í ramma klassískrar myndlistar, heldur verður hún að áleitinni spurningu, sem skilur áhorfand- ann eftir agndofa. Bókin um Hring Jóhannesson er hin vandaðasta í alla staði. Texti Aðalsteins Ingólfssonar er vandaður og vel skrifaður, þótt ég hefði kosið að þar væri ýtar- legar farið ofan í saumana á merkingu þess raunsæis sem Hringur ástundar í list sinni. Prentunin er í háum gæðaflokki og greinilega hefur mikil vinna verið lögð í litgreiningu, sem kemur myndunum til skila eins og best verður á kosið. Sem kunnugt er er nýlokið stórri málverkasýningu Hrings í Listasafni Alþýðu. Sú sýning fer áfram til Akureyrar og verður opnuð í myndlistaskólanum þar á morgun. Sýningunni á Akureyri lýkur á annan í jólum, og fer þá til Egilsstaða, þar sem hún verður opnuð á gamlársdag. Það er óvenjulegt og lofsvert framtak Listasafns ASÍ að koma sam- tímamyndlist okkar þannig á framfæri úti á landsbyggðinni og ekki að efa að Norðlendingar og Austfirðingar kunni að meta framtakið. -ólg. Jólin koma Hvað sem segja má um jólin - þá verður ekki af þeim skafið að þau koma alveg á réttum tíma. Hókus pókus sem fær menn til að gleyma skammdeginu fyrr en einn tveir og þrír að dag tekur að lengja. Aldrei myndu menn taka þessa jólasefjun í mál að sumri til, myrkrið og veturinn nauðsyn- leg til að halda mönnum við efnið og loka þá inni í jólaundir- búningnum. Jólin boða mönnum mikinn fögnuð enda ekki stætt á öðru eða myndu menn treysta sér til að hafa krossfestinguna á jólum og þær píslir allar ? Nei, þær afberum við á páskum af því þá er komin sól. Myrkur og j ól, páskar og sól. Hvað merkir annars orðið „jól”? Orðabókin segir fátt um það. Er það ekki bara rímorð á móti sól? Það er á jólum sem hnötturinn hættir við að leggjast út af og tekur að reisa sig upp á móti sólinni. Það er engin tilvilj- un að jól eru hvergi í eins miklum hávegum höfð og í svartnættinu á íslandi. Ekkert fólk á byggðu bóli tekur aðra eins jólatörn og við, um það er fastur liður að fræðast á jólum þegar útvarpið lætur fréttaritara sína hringja inn tíð- indi af jólahaldi heims um ból og jólin víðast hvar samandregin í einn dag - og svo tekur hvers- dagsleikinn aftur við með opna búð. íslensku jólin eru hápunktur, klimax, orgasm. Þau eru stund- um kölluð hátíð barnanna en í raun eru þau hátíð fyrrverandi bama sem er j að reyna að fram- kalla þau jólahrif sem þau urðu fyrir í bernsku og fara hamförum þessa aðfangadaga í viðleitni við að endurskapa bernskustemmn- inguna. Það er alveg fastur liður að for- eldrar hneykslast jafnan á jólum barna sinna og bera saman við sín eigin jól sem voru ákaflega vönd- uð. Núverandi foreldmm var í æsku nuddað upp úr jólum sem vom hógvær og lágstemmd og gjafirnar engin vitleysa. Og þar á undan voru það hin sívinsælu kerti og spil. Og núverandi for- eldrar sem upplifðu dótasukkið tala með eftirsjá um alveg sérstök jól sem boðuðu komu sína í epl- akassa, sulli og einni magnaðri jólagjöf. Og hver veit nema börn- in í dag eigi einnig eftir að varð- veita einhvem jólakjarna sem þau hampa framan í sín börn. En er ekki nokkuð ný af nálinni þessi tilfinning sem eins og skýrist með hverju ári þar sem fólk KVEINKAR sér undan jólun- um, kvíðir þeim eins og náttúm- hamförum. „Jólin koma” ekki sagt með fögnuði þess sem eygir ljósið heldur skelfingu hins sem horfir á skriðuna fljúga niður bæjarfjallið. Æ fyrirferðarmeiri verður flótti undan jólunum sem ferðaskrifstofurnar taka að sér að skipuleggja. Fólk treystir sér ekki til þess að ná þessu hámarki sem jólin þurfa að vera og flýr land. Eða getur nokkuð umkomu- lausara en fyrrverandi börn sem ráfa búð úr búð í leit að leikfangi sem gæti á einhvern hátt skorið sig úr dótahrúgunni sem fyllir barnaherbergið. Hvar er, svo dæmi sé tekið, gjöfin sem var á sínum stað í búðarglugga alveg frá því um haustið og mann dreymdi síðustu dagana og ham- ingjulostið þegar einmitt hún kom upp úr pakkanum? Og hver getur í dag sett saman það sull sem skeri sig úr gosdrykkja- flæðinu sem löngu er orðið hversdagslap? Og hvar eru þeir ávextir að þeir megni að boða jól- in með einni saman birtingu sinni í búðarglugganum á horninu? Og hvar er sú lykt sem einsömul gat aukið hraða jólavæntingarinnar? Og hvernig á sú jólamáltíð að vera saman sett að hún nái að skera sig frá veisluhaldi virku daganna? Og hvar er sú jólamynd sem bíöi manns eins og alslemm á hvítu tjaldi annars í jólum. Hámarkið verður æ lang- sóttara, klimaxinn erfíðari fram- köllunar. Sá jólasveinn sem vog- ar sér að setja rúsínur í skóinn er haldinn eitthvað skrítinn og dugir ekki minna en stórgjafir í glugga- kistuna þrettán síðustu daga fyrir jól. Það er þá helst lestur jóla- bókarinnar sem haldið hefur velli. Lestrarnæði í dag jafnvel enn sjaldgæfari munaður en áður. Að liggja undir sæng í þrjá daga með bók á milli handanna á milli þess sem farið er í veislur. Góðir hálsar, jólin eru kannski ekki ólík dópinu sem fyrsti skammturinn kýlir menn út í al- gleymið og seinni tökumar örvæntingarfull leit að upphaf- legu áhrifunum með sífellt stærri skömmtum uns fónarlambið fell- ur í valinn. Eða fer í endurhæf- ingu og reynir að vinda ofan af vímunni alveg þar til einfald- leikinn er aftur ftindinn. P.s. Góði Guð, gefðu mér prófarkalesara! Föstudagur 15. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.