Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 27
Tímarit Fjölbreytt efni í tímariti Sögufélagsins Saga, tímarit Sögufélags, XXVII árgangur, er kominn út. I Sögu 1989 er fjölbreytt efni eftir 24 höfunda, ritgerðir, andmæli og athugasemdir og ritfregnir, auk greinargerðar um aðalfund Sögufélags 1989, höfunda og myndefni. Upphafsritgerð bókarinnar er eftir Jón Guðnason og fjallar um munnlegar heimildir og notkun þeirra, og byggir höfundur ekki síst á reynslu sinni af gerð og notkun slíkra heimilda. Hefur naumast áður verið gerð betri grein fyrir þessu viðfangsefni á íslensku, og ætti ritgerðin að geta orðið til leiðsagnar rithöfundum og fræðimönnum, sem leita í þennan heimildasjóð. Þá er fróð- legt öllum áhugamönnum að fá að skyggnast með þessum hætti í smiðju höfndar, sem stuðst að miklu leyti við munnlegar heim- ildir við ritun sagnfræðiverka. Guðmundur J. Guðmundsson fjallar um stjórnmálaátök við Norðursjó á víkingaöld og áhrif þeirra á kristniboð og viðhorf manna í trúarefnum. Hvað ísland varðar kemst höfundur að þeirri niðurstöðu, að kristin áhrif hafi verið mun meiri frá landnámi til kristnítöku en fræðimenn hafa al- mennt talið til þessa. - Anna Agnarsdóttir ritar um eftirmál byltingar Jörundar hundadaga- konungs á íslandi 1809 og við- brögð breskra stjórnvalda við þeim. Dregur hún fram í dags- ljósið áður óbirt skjöl um þessi efni. - Gísli Jónsson fjallar um nafnsiði Eyfirðinga og Rangæ- inga 1703-1845 og sýnir fram á mun á nafngiftum sunnan heiða og norðan. - Stefán Aðalsteins- son ritar um uppruna íslendinga í tilefni af bók Gísla Sigurðssonar um þetta efni og andmælir þeim skoðunum, sem þar eru settar fram. - Aðrir, sem eiga efni í ritgerðabálki, eru þessir: Gunnar Halldórsson, Jón Ólafur ísberg, Theodóra P. Kristinsdóttir og Jan Ragnar Hagland. í Sögu 1989 birtast fjórtán rit- fregnir, en auk þess rita Gísli Gunnarsson, Gísli Ágúst Gunn- laugsson og Þorleifur Friðriksson andmæli og athugasemdir við efni Sögu 1988. - Ritstjórar Sögu eru sem fyrr Sigurður Ragnars- son og Sölvi Sveinsson. - Af- greiðsla Sögufélags er í Garða- stræti 13b, gengið inn frá Fisc- hersundi. í Billiardbúðinni er aðal áherslan lögð á gæði ^ og þjónustu Svo þú getir spiiað borðtennis, billiard eða stundað pílukast af einhverri alvöru skaltu leita til þeirra, sem bjóða ein- göngu upp á vönduð og viðurkennd merki og þar sem þú getur gengið að góðri þjónustu vísri. Á þetta allt leggur Billiardbúðin megin áherslu. Þar færðu Champion borð- tennisborð, Riley billiardborð og Unicorn pílukastvörur, allt heimsfræg merki. Og þegar slík merki eiga í hlut dugar ekkert minna en fyrsta flokks þjónusta. Leikurinn hefst fyrir alvöru í Billiardbúðinni, Ármúla 15. ISLENSKT LAUNAFÓLK ★ Hlutabréfakaup geta verið álitlegt sparnaðarfornn. ★ Kaup einstaklinga á hlutabréfum í Þróunarfélagi íslands h.f. eru frádráttarbær frá skattskyldum tekjum upp að vissu marki. ★ Þróunarfélag íslands h.f. hefur yfir 500 milljónir króna í eigið fé og er félagið með öflugri íslenskum hlutafélögum. ★ Þróunarfélag íslands h.f. stuðlar að aukinni fjölbreytni í íslensku atvinnulífi til hagsbóta fyrir íslenskt launafólk. ★ Hið virta fjármálafyrirtæki Kaupþing h.f. selur hlutabréf í Þróunar- félagi (slands h.f. og veitir jafnframt allar upplýsingar um skatt- sparnað samfara hlutabréfakaupum. \ Þróunarfélae Islands hf. c CJa lcelandic Financeand Investment PLC. f fjárfesting til framtíðar •a"'. » -éA í fívc-V». • - < u . •••■ v«;A. tC• • • * •'*•■ -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.