Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 18
ÍSLENSK RITSNILLD er falleg bók sem hefur að geyma fleyga kafla úr íslenskum bók menntum, allt frá Islendingasögum til nútíma Bókinni er skipt í kafla eftir viðfangs Astin, bernskan, mannlýsingar, Island efnum Þetta eru sígildir kaflar bókmennta sögunnar í bland við óvænt gullkorn gömul og ný. Guðmundur Andri Thorsson ritstýrði. Þetta er bók handa öllum bókmenntaunnendum og menning Siðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. BRIDDS Ólafur Lárusson Af félagastarfsemi Matthías Þorvaldsson og Ragnar Hermannsson urðu sigurvegarar á Opnu móti Bridgefélags Akraness, sem spilað var sl. laugardag. 28 pör tóku þátt í mótinu, sem spilað var með barometersniði, 2 spil milli para. Röð efstu para varð þessi: Matthías Þorvaldsson - Ragnar Hermannsson Sigurður Vilhjálmsson - Valur Sigurðsson Ásgeir Asbjörnsson - Hrólfur Hjaltason Einar Jónsson - Valgarð Blöndal Hjördís Eyþórsdóttir - Jakob Kristinsson Keppnisstjóri var Kristján Hauks- son. Spilað var á Hótel Akranes. Eftir 37 umferðir (af 51) er staða efstu para í Butler-keppni Bridgefé- lags Reykjavíkur þessi: Gísli Hafliðason - Þorvaldur Matthíasson 185 Aðalsteinn Jörgensen - Jón Baldursson 181 Hermann Lárusson - Ólafur Lárusson 147 Sveinn R. Eiríksson - SteingrímurG. Péturss. 143 Sævar Þorbjörnsson - Karl Sigurhjartarson 113 Eins og áður hefur komið fram í þættinum, taka aðeins 4 pör þátt í landsliðsæfingum Bridgesambands- ins. 3 pör koma til með að mynda landslið í opnum flokki, sem taka mun þátt í Norðurlandamótinu í Þórshöfn, næsta sumar. Eftir 96 spila keppni innbyrðis (pörin mynda sveitir, allir með öllum) er staða paranna þessi: Guðmundur Páll Arnarson - Þorlákur Jónsson 103 Magnús Ólafsson - Páll Valdimarsson 101 Björn Eysteinsson - GuðmundurHermannss. 79 Guðlaugur R. Jóhannss. - Örn Arnþórsson 77 Samkvæmt óstaðfestum fréttum (þær eru það nú flestar) mun vera í skoðun að bæta við tveimur pörum í seinni áfanga æfinganna. Fer þá að vera lítið eftir af upphaflegum hug- myndum manna um framkvæmd þessara æfinga. Magnús Torfason og Sævin Bjarna- son sigruðu af miklu öryggi í tvímenn- ingskeppni Bridgefélags Kópavogs. Þeir hlutu 622 stig yfir meðalskor, sem er frábær árangur. Röð efstu para varðþessi: Magnús - Sævin 622, Murat Serdar - Þórður Björnsson 280 og Ragnar Jónsson - Sigurður ívars- son 242. 32 pör tóku þátt í keppninni. Sveit Hans Nielsen sigraði aðal- sveitakeppni Breiðfirðinga, af nokkru öryggi. Ásamt Hans eru í seitinni: Böðvar Guðmundsson, Hannes R. Jónsson, Sveinn Sigurg- eirsson, Friðþjófur Einarsson og Skúli Einarsson. Röð sveitanna varð þessi: Hans Ni- elsen 250, SALSHA 222, Elís Helga- son 220 og Ólafur Týr Guðjónsson 217. 14 sveitir tóku þátt í keppninni. Minnt er á skráninguna í Reykja- víkurmótið í sveitakeppni, sem nú stendur yfir. Skráð er m.a. á skrif- stofu BSL Mótið hefst miðvikudaginn 3. jan- úar og verða spilaðir 10 spilaleikir milli sveita, allir v/alla. Einar 18-19 sveitir öðlast rétt úr Reykjavíkurmót- inu, til þátttöku í íslandsmótinu í sve- iakeppni, sem spilað verður í mars (undanrásir). 4 efstu sveitir Reykja- víkurmótsins spila síðan til úrslita um Reykjavíkurhornið. Ný meistarastigaskrá mun koma út í byrjun janúar. Þar verða skráð áunnin stig allra bridgespilaa á ís- landi, frá 1. mars 1976 til 1. desember 1898. Um 3500 nöfn eru í skránni en um 50 félög eiga aðild að Bridgesam- bandi íslands. Eftirfarandi spil kom upp í aðal- sveitakeppni Skagfirðinga sl. þriðju- dag (úr leik sveita Hjálmars S. Páls- sonar og Málmeyjar): S: ÁG H: K972 T: D54 L: D832 S: K1083 H: Á84 T: ÁG7 L: ÁKG Eftir pass Norðurs (?) vakti Suður á 2 gröndum (sterk hendi, með yfir 20 hápunkta), Norður 3 lauf (spurning um hálit) og 3 spaðar hjá Suðri. Þá gaf Norður sögnina 6 grönd (eðlilega). útspil Vesturs var hjartadrottning (það vandamál leyst, eða hvað?) Hvernig spilar þú spilið? Hjá Skagfirðingum gekk spilið þannig fyrir sér: Tekið á ás heima og meira hjarta spilað. Tían frá Vestri og kóngur upp. Áustur sýndi eyðu í ann- an gang og henti smáum tígli. Lauf upp á ás og spaði að ás/gosa. Lítið frá Vestri og sagnhafi lagðist í þunga þanka. Eftir yfirlegu, ákvað sagnhafi að spila Austur upp á drottninguna (sérstaklega eftir að Vestur geispaði innilega meðan sagnhafi var að ák- veða íferðina). Upp með spaðaás og síðan spaðagosa. Lítið frá Austri og lítið frá sagnhafa og enn lítið frá Vestri (sem sagði um leið: Er verið að svíða mann?). Nú, inni á spaðagosa, var hjartaníu spilað um hæl (Austur henti öðrum tígli og saðan laufi). Þá koma lauf upp á kóng og báðir með, spaðakóngur tekinn en ekki kom daman, laufagosi yfir á drottningu í borði, og síðasta laufið gekk endan- lega frá Austri, sem hélt á tígulkóng og spaðadömu í lokastöðunni. Slétt staðið og 1440 til góða. Á hinu borð- inu voru spiluð 3 grönd, einnig 12 slagir eða 690. Slík spil eru sjaldséð í félagakeppni hér á landi, en þó flýtur eitt og eitt með, annað slagið. LEÐUR 8í FELDIR V. Snorrabraut 27, slmi 613833

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.