Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 7
Umhverfisstefna óskast Auður Sveinsdóttir formaður Landverndar: Nýju umhverfisráðuneyti þarf að fylgja breytt stefna í umhverfismálum. Ljósm. Jim Smart. í síðasta mánuði héldu áhuga- mannasamtökin Landvernd sinn 20. aðalfund. Jafnframt gengust samtökin fyrir ráðstefnu, sem bar yfirskriftina „Stofnun umhverf- ismálaráðuneytis“. Þar voru skipulagsmál og stefnumótun í umhverfismálum á dagskrá í til- efni þess að ákveðið hefur verið að stofna sérstakt ráðuneyti um- hverfismála. Á aðalfundinum lét Þorleifur Einarsson af störfum sem formaður samtakanna eftir 10 ára starf. Hann hafði þá setið í stjórn samtakanna frá upphafi eða í 20 ár. Nýkjörinn formaður samtakanna er Auður Sveinsdótt- ir landslagsarkitekt. Nýtt helgar- blað tók hanna tali í tilefni þess- ara tímamóta og spurði frétta af starfí samtakanna. Nýtt umhverfis- ráöuneyti Á ráðstefnunni sem haldin var í tilefni aðalfundarins var rædd stefnumörkun í umhverfismálum í tilefni nýs umhverfísmálaráðu- neytis. Hverjum augum lítið þið þá skipulagsbreytingu, sem fylgja mun nýju ráðuneyti? Við höfum lengi talið það brýnt hagsmunamál að slíku ráðuneyti verði komið á fót, en við höfum alltaf litið svo á að slíkt myndi gerast samfara markvissri stefnumörkun og framkvæmda- áætlun í umhverfismálum. Þetta mál virðist hins vegar vera að fá nokkuð undarlega stefnu, þannig að við vitum ekki alveg hvað er að gerast. Þannig virðist áhugi ráðherra og annarra á málinu ekki vera meiri en svo, að erfitt hefur reynst að fá málið rætt á Alþingi vegna fjarvista forsætis- ráðherra og tilvonandi umhverf- isráðherra. Og umræðan virðist meira snúast um einstaklings- hagsmuni en raunverulega stefnumörkun í umhverfismál- um. Menn spyrja: hvar á mín stofnun að vera, hvar á mitt sæti að vera, en ekki hvaða markmið eigum við að setja okkur? Landvemd bauð hingað ráðu- neytisstjóra norska umhverfis- ráðuneytisins í tilefni ráðstefn- unnar. Við héldum að ráðamenn sem nú eru að fjalla um þessi mál hefðu áhuga á að fræðast af 20 ára reynslu Norðmanna af sérstöku umhverfisráðuneyti. Svo reyndist ekki vera, því enginn ráðherra mætti á ráðstefnunni nema Júlíus Sólnes í örstutta stund, og þar sáust ekki nema einn eða tveir alþingismenn. Sýndarmennska og hagsmunapot Ríkisstjórnin hafði lýst því yfir að nýtt ráðuneyti yrði stofnað fyrir áramót. Allt bendir nú til þess að því verði frestað fram yfir áramótin. Ekki vegna ágreinings um stefnumótun, heldur frekar vegna persónulegrar valdabar- áttu að því er best verður séð. Umræða um stefnumótun hefur varla komist upp á yfirborðið og okkur er spurn hvort þetta eigi bara að vera einhvers konar dúsa upp í umhverfisvemdarsinna, eða hvort hér sé ætlunin að gera raunverulegt átak. Við teljum að nýtt umhverfisráðuneyti eigi að vera öflugt og að það eigi að endurskipuleggja allar stofnanir sem tilheyra þessum málaflokki með tilliti til nýrra umhverfis- markmiða. Það liggja fyrir tilmæli frá Sameinuðu þjóðunum um að að- ildarþjóðirnar marki sér slíka umhverfisstefnu á grundvelli Brundtland-skýrslunnar svo- kölluðu, og að sú stefna næði til allra þátta efnahagslífsins, land- búnaðar, iðnaðar og samgangna. Því allir menn sem einhverja þekkingu hafa á þessum málum gera sér nú grein fyrir því að um- hverfismálin eru sá grundvöllur, sem öll efnahagsþróun þarf að hvfla á. Nýtt ráðuneyti skiptir því engu máli ef ekki fylgir stefnu- breyting frá því sem verið hefur. Endurvinnsla Getur þú sagt okkur eitthvert dæmi um það hvernig þú vilt sjá virka umhverfisstefnu í fram- kvæmd? Já, til dæmis í endurvinnslu- málum. Það væri virk stefna í um- hverfismálum að styðja við þau fyrirtæki sem hér hafa verið stofnuð af hugsjónamönnum, en berjast nú í bökkum. Hér á landi er til dæmis starf- andi eitt fyrirtæki sem endurvinn- ur pappír og framleiðir úr honum eggjabakka. Svo virðist sem eggjaframleiðendur vilji ekki nota þessa bakka. Þeir flytja heldur inn bakka úr frauðplasti sem er skaðvaldur í náttúrunni og eyðist ekki. Eða jafnvel pappa- bakka úr endurunnum pappír frá Danmörku. Það vantar mikið á að íslenskir neytendur og vöru- dreifendur séu sér meðvitaðir um mikilvægi svona mála, sem virð- ast kannski smámál, en skipta í raun sköpum um það, hvort við viljum búa við virka umhverfis- vernd eða umhverfiseyðingu. Við viljum sjá það að ríkis- valdið hafi frumkvæði að því að nota endurunninn pappír eða óbleiktan pappír á ljósritunarvél- ar og í aðra pappírseyðslu sem á sér stað á þess vegum. Við viljum sjá að ríkisvaldið eigi frumkvæði að þvf að hleypa hér af stað endurvinnsluiðnaði t.d. á pappír með framleiðslu á ólituðum klósettpappír, eldhús- rúllum, kaffifiltrum o.s.frv. Slík- ur smáiðnaður gæti verið vaxtar- broddur atvinnu hér á landi ekki síður en stóriðjan. Sorphiröa Landvernd beitti sér fyrir um- ræðu um sorphirðu hér á landi fyrir fáum árum. Hefur sú her- ferð skilað árangri? Ég held að ég geti svarað því bæði játandi og neitandi. Ráð- stefnan sem við héldum um sorp- hirðu fyrir tveim árum varð kveikja að mikilli umræðu um þessi mál, og við höldum því fram að hún hafi orðið hvati að ýmsu því sem gert hefur verið til úr- bóta. Hins vegar erum við ekki sátt við hvaða stefnu þessi mál hafa tekið, til dæmis hér á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem menn stefna nú að því að taka upp tækni við sorpböggun, sem þegar er orðin úrelt. Hvaða aðferðir viljið þið þá nota? Við vitum að með endur- vinnslu er hægt að minnka sorp- úrganginn um allt að 80%. Þetta þarf að gera með skipulagðri að- greiningu sorps. Til þess að þetta sé hægt þarf að skipuleggja sorp- hirðuna frá grunni út frá þessu markmiði. Ég sá um daginn sænskar eld- húsinnréttingar í húsgagnaversl- un IKEA, sem voru smíðaðar fyrir tvö ruslaflát: lífrænan úr- gang og pappírsúrgang til dæmis. Þetta er rétt byrjun, en hún kem- ur að litlu gagni ef aðgreining sorpsins heldur ekki áfram út í endurvinnsluna. Til þess að þessi sjálfsagða stefnubreyting í sorp- hirðumálum nái fram að ganga þarf vitundarvakningu meðal al- mennings og upplýsingaherferð frá stjórnvöldum, sem eiga að hafa forystu um þessi mál. Við eigum að framleiða gróð- urmold úr lífrænum úrgangi, endurvinna og nýta bflhræ og vél- ar, endurnýta umbúðir og taka upp markvissa stefnu varðandi umbúðamál yfirleitt. Á Akureyri er nú starfandi þjóðþrifafyrirtæki sem heitir Gúmmívinnslan og býr til nytja- hluti eins og bobbinga og gólf- plötur úr dekkjagúmmíi. Þetta fyrirtæki hefur ekki notið neins sérstaks stuðnings og á í harðri samkeppni við innflutning. Það hlýtur að koma að því að mönnum skilst að náttúran getur ekki tekið við öllum þeim úrgangi sem í hana er fleygt. Við táum hann þá til baka framan í okkur í annarri mynd. Eins og gerðist til dæmis í Landeyjum nýlega þar sem kom upp mikill folaldadauði vegna salmonellu. Það er vitað að hér er óeðlilega mikið af sjófugli sem lifir á opnum sorphaugum, víðs vegar um landið. Þessir fugl- ar eru eins og fljúgandi rottur, og um 80% svartbaksins, svo dæmi sé tekið, ber með sér salmonellu. Plastpokagjaldiö Á þessu ári var sett sérstakt gjald á plastpoka, sem renna átti til Landverndar. Hvernig hefur þetta fé skilað sér og hverju hefur það breytt fyrir samtökin? í þau 20 ár sem Landvernd hefur starfað hafa samtökin verið rekin fyrir nánast ekki neitt. Engu að síður hafa þau staðið fyrir umfangsmikilli útgáfu- og fræðslustarfsemi, og náð þar ótví- ræðum árangri. Bækur samtak- anna eru nú orðnar 9, og eru mikið notaðar, einkum í skólum landsins. Auk þess höfum við gefið út ýmsa bæklinga, sérprent, fræðslumyndir og veggspjöld. Með plastpokagjaldinu opnast hins vegar möguleiki á að veita fé til einstakra umhverfisverndar- verkefna, og hafa samtökin aug- lýst eftir umsóknum um slíka styrki. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, enda er sjóður Landverndar eini sjóðurinn sem hægt er að leita til um slíka að- stoð. Við höfum sett á laggirnar sérstaka fagnefnd, sem metur umsóknir og gerir tillögur um út- hlutun á því fé, sem til ráðstöf- unar er hverju sinni, til stjórnar Landverndar. Á þessu ári höfum við samtals úthlutað 7 miljónum króna til slíkra verkefna. Peningarnir fóru bæði til félagasamtaka, sveitarfé- laga, opinberra stofnana og ein- staklinga. Meðal verkefna má nefna lagningu göngustíga, upp- græðslu, girðingastyrki, styrki til skógræktar og kaupa á trjá- plöntum o.fl. Næsta úthlutun fer fram í vor. Fagnefndin mun fylgj- ast með að fénu sé réttilega varið, og í sumum tilfellum verða veittir framhaldsstyrkir til ákveðinna verkefna. Þessir styrkir hafa mælst afar vel fyrir og hafa mikla þýðingu að okkar mati, ekki síst til þess að skapa vitundarvakn- ingu meðal almennings um bætt umhverfi. Umhverfisfræösla Hvað er fleira á dagskrá hjá Landvernd? Fræðslumálin eru afar mikil- vægur þáttur í starfi okkar. Mikið er um það að fólk leiti til okkar á skrifstofuna að Skólavörðustíg 25 í leit að upplýsingum og leiðbeiningum. Hér er allgott bókasafn og við reynum að taka vel á móti öllum sem hingað leita. Auk þess gefum við út fréttabréf, sem er ætlað það hlutverk að vera tengiliður á milli aðildarfélaga að samtökunum og einstaklinga sem gengið hafa í samtökin. Þar er reglulega gerð grein fyrir starfi samtakanna og birtar upplýsing- ar í samþjöppuðu formi um mál sem við teljum mikilvæg. Frétt- abréfið kemur út fjórum sinnum á ári. Af öðrum útgáfumálum má nefna ritröð Landverndar, en 9. ritið kom út síðastliðið vor. Það heitir Pöddur, og er þar að finna upplýsingar um íslensk skordýr, sem lengi hefur vantað á ís- lensku. Ritstjórar þess voru þau Hrefna Sigurjónsdóttir og Árni Einarsson líffræðingar. Alviöra Af öðru starfi má nefna að við erum að byggja upp umhverfis- fræðslusetur í Alviðru undir Ing- ólfsfjalli. Þessi starfsemi er þegar hafin, og hefur verið mikið notuð af skólum. Jörðin Alviðra undir Ingólfs- fjalli er í sameign Landvemdar og Ámessýslu, og þar em ein- stakir möguleikar til náttúm- skoðunar. Landið nær ofan úr Ingólfsfjalli og niður í Öndverð- anes og liggur því beggja vegna Sogsins. Þarna eru ótal mögu- leikar til fræðslu- og náttúruskoð- unar og innan landareignarinnar er hægt að finna ótrúlega fjöl- breytt vistkerfi og gróðurlendi. Húsakosturinn býður upp á gisti- aðstöðu fyrir 25-30 manns. Við höfum ekki enn getað ráðið þama fastan starfsmann, en stefnt er að því að ferðafólk geti einnig komið þarna við og fengið fræðslu og leiðbeiningu um nátt- úruskoðun á staðnum. Það er at- hyglisvert að þeir sem hafa nýtt sér aðstöðuna þama hingað til hafa verið allt frá forskólaaldri upp í háskólafólk. Að lokum vildi Auður Sveinsdóttir hvetja alla áhuga- menn um umhverfisvernd að ger- ast félagar í Landvernd. Því fylgir áskrift að fréttabréfi samtakanna þar sem nauðsynlegar upplýsing- ar um umhverfismálin koma fram. Þá er öllu áhugafólki um umhverfismál frjálst að leita til skrifstofu samtakanna um upp- lýsingar og fróðleik. Svanhildur Skaftadóttir veitir skrifstofunni forstöðu. -ólg Auöur Sveinsdóttir formaöur Landvemdar: Marklaust að koma á nýju umhverfisráöu- neyti ef stefnumörkun og markmið í um- hverfísmálum eru ekki fyrir hendi Föstudagur 15. desember 1989 nýTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.