Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 21
Stórkostlegir tímar fyrir rithöfunda Einar Heimisson: Ég er að fjalla um atburði sem tengja ísland miklu nær 3. ríki Hitlers en áður hefur verið gert Einar Heimisson: Ég er að fjalla um atburði sem tengja ísland miklu nær 3. ríki Hitlers en áður hefur verið gert. Við stóðum ekki utan við atburðarásina eins og tilhneiging hefur verið til að halda. Mynd: Krist- inn Götuvísa gyðingsins heitir ein þeirra skáldsagna sem kemur út fyrir þessi jól. Hún er í hópi þeirra 10 bóka sem tilnefndar eru til ís- lensku bókmenntaverðlaun- anna, sem útgefendur efna til í fyrsta sinn á (Dessu ári. Það hefur vakið athygli að höfundurinn, Einar Heimisson er yngsti höfu- ndurinn sem þar á bók auk þess sem hann er sá eini úr hópnum sem er að gefa út sína fyrstu bók. Einar Heimisson er 23 ára og hefur búið í Þýskalandi undanfar- in ár og stundar þar nám í sagn- fræði. Hann hefur nokkuð starf- að við blaðamennsku og unnið fyrir útvarp og sjónvarp. Vafa- laust hefur hvað mesta athygli vakið viðtal í tímaritinu Þjóðlífi og síðar sjónvarpsþáttur um gyð- ingakonuna OÍgu Rottberger, sem flúði til íslands undan of- sóknum Nasista en var vísað úr landinu og flutt nauðug héðan ásamt eiginmanni og tveimur ungum börnum. Bróðir Olgu, Hans Mann, og móðir hennar voru hins vegar áfram á íslandi. -Það er ekkert leyndarmál að aðalpersónur sögu minnar, Agn- es og Nathan, eiga ýmislegt sam- eiginlegt með systkinunum Olgu Rottberger og Hannes Mann. Raunverulegir atburðir eru kveikjan að þessari bók en þótt grunnurinn sé sagnfræðilegur er persónusköpunin skáldskapur. Götuvísa gyðingsins er fyrst og fremst skáldsaga og sem slík lýtur hún einvörðungu eigin lögmál- um, segir Einar. Ertu að kveða upp dóm um ís- lendinga og þátt þeirra í hörm- ungum síðari heimstyrjaldarinn- ar? Nei það er ekki mitt hlutverk að dæma, það ætla ég lesendum. Það er lesandans að mynda sér skoðun á því hvers vegna þessir hlutir gerðust. Hins vegar er ég að fjalla um atburði sem tengja ísland miklu nær 3. ríki Hitlers en áður hefur verið gert. Við stóð- um ekki utan við atburðarásina eins og tilhneiging hefur verið til að halda. Vandi flóttafólks er líka vandi okkar tíma Bókin er byggð upp á mörgum stuttum köflum, líkt og margar smásögur. Ég hef mjög gaman af smásögum en ástæðan fyrir því að ég nota þessa aðferð hér er ekki síður sú að stíllinn á að þjóna efn- inu. Þetta er skáldsaga um fólk sem veit aldrei hvað gerist næst og getur lítil áhrif haft á það sjálft; það er ekki lengur sinnar eigin gæfu smiður. Umskiptin eru ör, bæði í lífi fólksins og einnig í bókinni. Ég er að skrifa skáldsögu sem byggir á löngu liðnum atburðum og markast efnistök ef til vill nokkuð af því. Það er útilokað að svara öllum spurningum og les- andinn verður að spreyta sig á að fylla í eyðurnar. Ég lagði mikla vinnu í að reyna að endurskapa í bókinni stemmningu 4. áratugar- NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21 ins. Ég las mikið af dagblöðum og tímaritum frá þessum tíma til að ná sem best blæbrigðum tungu- málsins en það var talsvert frá- brugðið því sem nú er. Auk þess hef ég rætt við marga sem muna þessa tíma vel, bæði fslendinga og einnig þá sem deildu örlögum með aðalpersónum sögunnar: gyðinga. Það hjálpar mér líka að vera búsettur í öðru landi, ég sé ísland og íslendinga í svolítið öðru ljósi en ég gerði áður en ég fór út. Þegar ég kem heim er ég sem gestur og sjónarhorn gestsins er allt annað en landans. Ég hef stundum verið spurður að því, hvers vegna ég skrifa sögulega skáldsögu um fortíðina. Það er einfaldlega vegna þess að efnið náði miklum tökum á mér og mér fannst ég ekki geta fært fólk nægilega nálægt þessum at- burðum nema í gegnum skáld- söguna. En bókin lýsir líka vandamál- um sem eru vandamál flóttafólks almennt, á öllum tímum. Allt í kringum okkur er fólk sem hefur þurft að flýja heimaland sitt og leita hælis þar sem það á ekki heima. Gagnkvæm tortryggni, öryggisleysi og tungumálaerfið- leikar eru sameiginlegur vandi þessa fólks. Efnið á því ekki síður erindi til okkar nú þegar fjöldi flóttamanna í Evrópu hefur aldrei verið meiri. Rithöfundar og verk þeirra hafa miklu hlutverki að gegna gagnvart tungumálinu. Þegar skáldsaga Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk, kom út árið 1934 var varla talað um annað í bæn- um. Á þeim tíma voru bók- menntaverk í miðju umræðn- anna. Rithöfundar gera tung- umálinu varla nokkuð betra en að skrifa bækur sem talað er um. Mikil uppsveifla í skáldsagnar- gerð um þessar mundir gefur von um að bækur séru á ný að verða vettvangur samfélagslegra um- ræðna. Það er mikið skrifað um samfélagið, veruleikann, í stað þess að hlaupast á brott á ein- hverjum veruleikaflótta. Ég held að það sé hollt fyrir þjóðfélagið að eiga veruleikabundna rithö- funda. Það eru margar bækur, sem eru að koma út nú, sem gefa tilefni til fjörugra umræðna um samtímann og það er að mínum dómi til marks um ákaflega ják- væða þróun. - Viltu nefna einhverja á- kveðna höfunda sem hafa haft sérstök áhrif á þig? Ólafur Jóhann Sigurðsson er kannski sá rithöfundur sem ég met öðrum fremur. Það hafði mikla þýðingu fyrir mig að kynn- ast honum og það var mikið fyrir hans hvatningu sem ég byrjaði að skrifa fyrir alvöru. Þær sögur hans, sem ég hef hvað mest dálæti á, gerast á svipuðum tíma og þessi fyrsta bók mín og ég mót- mæli því ekki að þær hafa haft mikil áhrif á mig. Ánnars er það ekki mitt að dæma um áhrifin og mér finnst þau ekki vera bundin við rithöfunda. Áhrif geta hæg- lega flust á milli listgreina, til dæmis frá tónlist eða myndlist. Samtíminn er mér hugleikinn Samtíminn er mér ákaflega hugleikinn og má segja að bókin sem ég er að vinna að núna sé tileinkuð samtímanum. Hún ger- ist á árunum 1988 og 1989 og sögusviðið er ísland, Mið- og Austur-Evrópu. Hún fjallar um vonir ungs fólks í Austur- Evrópu. Þegar ég heimsótti Bú- dapest í vor skynjaði ég vel þessa von um breytingar í heiminum. í raun er ekki hægt að hugsa sér jafn stórkostlega tíma fyrir rit- höfunda og nú, það er svo margt að gerast í kringum okkur og nóg að skrifa um. Það er ákaflega heppilegt fyrir mig að búa í Þýskalandi núna. Þar er maður nær atburðunum og á auðveldara með að fylgjast með því sem er að gerast. Það hefði enginn trúað því fyrir 5 árum, þegar íhaldssöm gamalmenni héldu í stjórnart- aumana beggja vega járntjald- sins, að hlutirnir gætu breyst svo ótrúlega mikið á svo skömmum tíma eins og raunin hefur orðið. Mér finnst eins og ungt fólk sé aftur að fyllast nýrri von, og trú á að það sé til einhvers að skipta sér af málefnum samtímans. Við höf- um orðið vitni að því að ekkert er óumbreytanlegt. Síðustu fréttir frá Austur-Þýskalandi herma að boðað hafi verið til frjálsra kosn- inga þar í landi 6. maí. Slíkar fréttir segja manni að breyting- arnar eru raunverulegar. -iþ. Talað Ríkisútvarpið - leiklistardeild: Maðurinn sem elskaði konuna sina eftir Gunnar Gunnarsson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikandi: Bessi Bjarnason. Upptaka: Friðrik Stefánsson. Þessa dagana, þegar prentiðn- aðurinn á íslandi starfar með full- um afköstum og höfundarverk af ýmsum toga skila sér á markað- inn, vill fara lítið fyrir umfjöllun um ný íslensk leikrit í frumflutn- ingi á öldum ljósvakans. Þótt út- gefendur hafi reynt að koma þeirri hugmynd á framfæri um nokkurt skeið að bókin sé lágvær miðill, þá verður ekki það sama sagt um þá sjálfa og auglýsinga- gerð þeirra og áróður, sem lýsa má best sem langdregnu og sam- felldu öskri í lit, heilsíðum, fréttatilkynningum og öðru kynningarefni. Hvaða áhrifsmátt hafa saklausir leikritahöfundar gegn slíku ofurvaldi? Ekki fá þeir heilsíður, viðtöl, látlaust umtal og kynningu. Enda ekki nema von að sárafáir höfundar leggi það fyrir sig að skrifa leikrit fyrir hljóðvarp, þótt þau nái sam- stundis eyrum jafnmargra og metsölubókin á heilu ári. Leikrit- ið er ódýrara í framleiðslu, þægi- legra í neyslu, en veltir ekki eins miklum fjármunum og skilar höfundinum mun lakari tekjum. Gunnar Gunnarsson birti í síð- ustu viku einleik í Gufunni sem sagði af einmana manni og hjóna- bandsraunum hans. Það var Bessi Bjarnason sem flutti áteip leikinn og tókst það ágætlega, eins og efni voru til. Gunnar not- færði sér gamait bragð: leikurinn var hljóðritun. Gamall maður les inn á segulband bréf til sonar síns, rétt eins og Krapp færði forðum dagbók sína á segulband í leikþætti Becketts. Peter Bames hefur notað svipað trikk í einum af einleikum sínum fyrir hljóð- varp (fáum við nokkru sinni að heyra þá á íslensku?). Formgerð Ríkisútvarpið - Leiklistardeild: Ása prests - tilraun til einleiks eftir Böðvar Guðmundsson. Útvarpsaðlögun: Jón Viðar Jónsson. Leikstjóri: María Kristjánsdóttir Leikandi Þórunn Magnea Magnús- dóttir. Upptaka: Georg Magnússon. Annar einleikur á Gufunni á hálfum mánuði. í þetta sinn nær klukkustund að lengd og reynir því á ögun og erindi höfundar, markvissan og greindarlegan leik, skýra leikstjórn. Raunasaga yngstu dóttur úr bældu hjóna- bandi prests var reyndar ekki ýkja áhugaverð. Full af klisjum og kunnum kennileitum, rakin áfram í tímaréttri upprifjun frá bernsku til dagsins í dag. Látum vera þótt höfundur kysi að koma þessu söguefni á framfæri með textans mótast alfarið af þessu. Textinn er játning, sjáifskönnun, upprifjun á því sem miður fór. Talandinn heldur sig innan form- legra marka bréfsins, en leiðist út í að tala við sjálfan sig fyrst og fremst. Þar liggja spennumörk textans, þegar talið losnar úr vanabundnu fjasi og hverfur inní málheim hugsunar, rofinna tengsla, boða, gruns og vissu. Gunnar sótti ekki langt inn á þau ókunnu mið, hélt sig með löndum en tókst um leið að skapa býsna skemmtilega sögu sem vó salt milli skops og sorgar. Bessi hefði hinsvegar að ósekju mátt ýkja því sniði, sem reyndi á fátt annað en langlundargeð áheyrandans. Örlög hinnar bældu prestsdóttur voru fyrirsegjanleg. Ékkert í hug- arfylgsnum hennar kom á óvart, allra síst henni sjálfri. Textinn var alltof langur svo rýr sem hann var og er undarlegt að höfundur og hjálparkokkur hans, Jón Viðar, skyldu ekki sníða af honum van- kantana áður en kom til opinbers flutnings. Til flutningsins var valin Þór- unn Magnea. Hún hefur mjúka rödd, settlega og frúarlega, en lausa við dramatíska dýpt og óræðni. Tilfinningaleg dýpt er ekki hennar styrkur enda þurfti þess vart með. Þórunn fór mjög þokkalega með texta Böðvars en hreif áheyranda aldrei með sér. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON leikinn meir, skerpa hann í harmi og eftirsjá, snerpa í honum skopið. Látlaust söng fugi á bak við hana rétt eins og rispa væri í áhrifs- hljóðaplötunni hjá Georg. Áheyrandinn beið þess að prest- dóttirin prúða sprytti úr sæti sínu og styggði fuglfjandann á burt. En þessu eintali var ekki ætlað að koma einu eða neinu á hreyfingu. Þegar svona uppákomur eiga sér stað á ljósvakanum þá verður manni hugsað til þess hverju er fórnað, ekki peningum, tíma og vinnu, heldur athygli áheyrand- ans. Eitt leikrit sem veldur von- brigðum, jafnvel þótt skrifað sé af íslenskum, er betur óflutt. Víst verður að leyfa mönnum til- raunastarfsemi, jafnvel hrikaleg mistök. En efni af þessu tagi á sannarlega ekki erindi í upptöku, hvað þá útsendingu. Ása prests

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.