Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 10
Dómsdagur í Hólakirkju Hörður Ágústsson: Dómsdagur og helgir menn á Hólum. Endurskoðun fyrri hugmynda um fjalirnar frá Bjarnastaðahlíð og Flatatungu. Hið íslenska bókmenntafélag 1989 ímyndum okkur að við göngum í Hóladómkirkju Jóns biskups Ögmundssonar eftir að hún var fullbúin fyrir árið 1120. ímyndum okkur timburkirkju sem er allt að 11 metrum á hæð og 10 á breidd. Við göngum fyrst inn í gegnum útskornar dyr sem eru um 3 m á hæð og inn í fordyri sem er 10 m. langt. Þar fyrir innan tekur við framkirkjan, sem er um 30 m. löng, en innst er kórinn um 10 m. djúpur. ímyndum okkur að kirkjuskipið sé þrískipt með tré- stoðum sem eru um 50 sm í þver- mál og að lofthæðin yfir hliðar- skipunum sé um 4 m. en rúmir 10 m. séu upp í mæni yfir mið- skipinu. ímyndum okkur að við göngum inn miðskipið, þar til það opnast til hægri og vinstri í latneskan kross. Við horfum inn kórinn sem er markaður með út- skornum stoðum og hugsanlega með altarishimni eða húfu. Þar í altarisgafli eða á altarishimni sjáum við málaða veggmynd á þili, rúmlega 2 m. háa og 3-4 m breiða, er sýnir okkur Krist, postulana tólf og Maríu og Jó- hannes. Þau eru máluð stífum dráttum og í skærum litum, og yfir þeim er litskrúðugt ornament í hringaríkisstíl. Dómsdagur Þegar við snúum okkur við og horfum út kirkjuskipið í vestur sjáum við á kirkjugaflsþili gríðar- mikið veggmálverk, sem sýnir okkur dómsdag. Myndin þekur efri hluta kirkjugaflsins fyrir mið- skipi, og þar trónir efstur Kristur sem hinn strangi dómari. Honum i til sitt hvorrar handar eru þau María, Jóhannes og postularnir 12. Undir Kristi sjáum við hásæti með helgri bók, þar sem sálir hinna hólpnu og fordæmdu eru skráðar. Við hásætið krjúpa Adam og Eva, og það er vaktað af englum, sem bera alsjáandi vængi. Sitt hvorum megin sjáum • við svo hvar dýr merkurinnar | skila þeim sem látist hafa á þurru ( landi úr iðrum sínum, en sjávar- dýrin birtast hægra megin og spýta hinum sædauðu á land. Undir hásætinu sjáum við síðan Mikjál erkiengil með vogaskál- arnar, sem eiga að vega og meta sálir hinna framliðnu. Vinstra megin við hann sjáum við Pétur postula við hlið Paradísar og hina hólpnu þar fyrir innan. Hægra megin við vogaskálamar sjáum við engla vísa hinum fordæmdu til heljar, þar sem kölski situr í nöðrusæti og nöðrurnar veita hinum fordæmdu djöfullegar píslir. Þar undir sjáum við sex kvalastaði vítis en vinstra megin sjáum við Paradís þar sem Abra- ham situr með sálir hinna hólpnu í skauti sínu í félagsskap með Maríu guðsmóður og krossfesta ræningjanum sem iðraðist á Golgata. Myndin þekur allan miðgafl þilsins og er tæpir 7 metrar á breidd og rúmir3 m. á hæð, dreg- in einföldum en ákveðnum drátt- um og máluð í skærum litum. Draumkenndur veruleiki Eru það ekki óðs manns draumar að láta sér til hugar koma að slíkur helgidómur hafi fyrirfundist í skagfirskri sveit fýrir um það bil 850 árum? í fljótu bragði mælir allt með því: trékirkjur af þessari stærð voru ekki til á öðrum Norður- löndum, hvorki fyrr né síðar. Sambærileg kirkjumálverk, sem sýndu Krist, Maríu og post- ulana, voru ekki til heldur svo vitað sé á þessum tíina. Og þegar við lítum í listasöguna og rekjum sögu dómsdagsmynda, þá getum við ekki fundið raunverulega fyr- irmynd þessarar dómsdagsmynd- ar í gjörvallri Evrópu frá þessum tíma og enga hliðstæðu norðan Alpafjalla. Engu að síður er sú draumkennda sýn er hér var dregin upp í grófum dráttum niðurstaða fræðilegra rannsókna sem Hörður Ágústsson setur fram í nýútkominni bók sinni: „Dómsdagur og helgir menn á Hólum“. Þar bætir hann við rannsóknir ÓLAFUR GÍSLASON sem aðrir fræðimenn, einkum Selma Jónsdóttir og Kristján Eld- járn, höfðu um fjallað. Og draumsýnin byggir á nokkrum út- skornum fjalabrotum, sem varð- veitt eru í Þjóðminjasafni og kennd við Bjarnastaðahlíð og Flatatungu í Skagafirði. Hlekkur í listasögu Sú uppgötvun Selmu Jónsdótt- ur, að Bjarnastaðafjalirnar væru býsönsk dómsdagsmynd, var á sínum tíma menningarsöguleg stórtíðindi, sem komu fræði- mönnum í opna skjöldu: hvernig gat slík helgimyndagerð borist til Islands á 12. öld? Hvaða hlut- verki gegndi slík myndlist á þjóð- veldistíma íslendinga? Viðbótin sem felst í rannsókn Harðar Ágústssonar, og þær nið- urstöður sem hann kemst að, sæta væntanlega ekki síður tíð- indum: hann færir sterk rök fyrir þeirri tilgátu, sem Kristján Eld- járn hafði áður varpað fram, að myndirnar hafi ekki verið gerðar fyrir skálavegg í Flatatungu, eins og Selma hélt fram, heldur séu þær komnar úr Hóladómkirkju þeirri sem Jón biskup helgi lét reisa á Hólum á árunum 1108- 1111. Hann leiðir rök að því að Jón biskup hafi flutt með sér fyrirmyndina, eða hina íkónó- grafísku forskrift dómsdags- myndarinnar, úr för sinni til Lundar, Rómaborgar og Noregs árið 1106, þegar hann hlaut víg- slu. Hann bendir á að risturnar á fjölunum séu grunnlínur undir málverk, og hann setur fram líkur fyrir því að höfundur þessarar stórmerku myndar hafi verið Þóroddur Gamlason, sem jafn- framt var höfuðsmiður eða arki- tekt kirkjunnar, „frægur maður fyrir hagleik á smíði og skrift á öndverðri 12. öld“. Hann leiðir einnig fram nýjar heimildir um glötuð fjalabrot, og gerir út frá þeim tilraun til endur- gervingar á allri dómsdagsmynd- inni út frá reglum hinnar býs- önsku helgimyndagerðar. Síðast en ekki síst setur Hörður Ágústsson myndverkið og kirkj- una alla í skýrara menningar- sögulegt samhengi en áður hefur verið gert: myndimar marka þau tímamót í listasögunni þegar heiðin skreytilist víkur fyrir vax- andi hlutgervingu og raunsæi, sem rekja má til býsanskra og grísk-rómverskra áhrifa. Dóms- dagsmyndin er elsta veggmynd sinnar tegundar varðveitt norðan Alpafjalla og ein örfárra slíkra í allri álfunni, Maríumyndin í Flat- atungufjölunum elsta norræna Maríumyndin sem varðveitt er, og saman setja þessi fjalabrot ís- land inn í myndlistarsögu Norð- urlanda og Évrópu með svo af- gerandi hætti, að því verður vart lengur haldið fram að íslensk menning á þjóðveldistíma hafi falist í sagnaritun og engu öðru. Staðir og kirkjur Þessi bók Harðar Ágústssonar er annað bindið í ritröð, sem hann vinnur nú að um sögu ís- lenskrar húsagerðarlistar og hann kallar „Staðir og kirkjur". Þótt bókin fjalli ekki nema að litlu leyti um húsagerðarlist, þá eru rannsóknir Harðar á bygging- arsögu Hóladómkirkna megin- forsendan fyrir aldursgreiningu fjalabrotanna og þar með öllum meginniðurstöðum hans. Sá sem þetta ritar hefur ekki forsendur til fræðilegrar gagnrýni á niður- stöðunum, þótt óhætt sé að full- yrða að þar er heiðarlega að öllum ályktunum staðið. Bókin hefur þann óvenjulega kost að vera hvort tveggja í senn, fræði- leg og auðlesin sem allt að því spennandi glæpareyfari, og eins og í bestu glæpasögum tekst höf- undi að raða saman brotunum þannig að í bókarlok blasir við okkur ný og óvænt mynd af ís- lenskri menningarsögu. Mynd sem bókmenntasinnaðir sagn- fræðingar okkar hafa horft fram- hjá þegar þeir hafa sagt okkur söguna af þjóðinni sem skapaði heimsbókmenntir án þess að eiga sér hús sem kallast gætu því nafni eða myndir er væru umræðu verðar. Fjalabrotin úr Tungu og Hlíð eru allt í einu orðin stórfurð- ulegur hlekkur í evrópskri mynd- listarsögu, sem ekki verður fram hjá hlaupið héðan í frá. Ráögáta Ráðgátan sem eftir stendur er hins vegar þessi: hvaðan fékk Jón biskup Ögmundsson fyrirmynd- ina að hinum býsanska dóms- degi? Og hvers vegna var það ein- mitt austrómversk íkónógrafía sem mótaði biskupinn, en ekki vestræn eða gotnesk? Eins og Selma Jónsdóttir hafði þegar bent á í hinni merku doktorsrit- gerð sinni um dómsdagsmyndina í Flatatungu, þá er skýrustu íkón- ógrafísku hliðstæðuna að finna í Með rannsókn sinni á býsönsku dómsdagsfjöl- unum úr Flatatungu hefur Hörður Ágústsson gefið okkur nýja innsýn í menningu þjóðveldis- tímans, þar sem orðsins list, lögspeki og trúar- skilningur héldust hönd í hönd við frumlega listsköpun og skilning á húsagerð, rými og hlutföllum forma 10 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.