Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 11
Dómsdagsmyndin i Torcello við Feneyjar er helsta hliðstæðan við Hóladómsdag. Hún erfrá seinni hluta 12. aldar mósaíkmyndinni sem þekur inn- gangsgafl kirkjunnar í Torcello við Feneyjar. En bæði er að hún er, ef rétt er ályktað, gerð að minnsta kosti 50 árum síðar en dómsdagsmyndin að Hólum, og einnig er þess að gæta, að ekki eru heimildir fyrir því að leiðir Jóns biskups eða sendiboða hans hafi legið þangað í botn Adría- hafs. Selma Jónsdóttir benti á að hin býsönsku áhrif gætu hafa komið í gegnum höfuðklaustur reglu heil- ags Benedikts frá Núrsíu, sem stóð á Cassio-fjalli nálægt leiðinni á milli Rómar og Napólí. En sem kunnugt er voru íslensku klaustrin af þessari reglu, og Nikulás Bergsson ábóti kom við í Cassio í Jórsalaferð sinni, sem farin var nokkrum áratugum eftir að Hóladómsdagur var gerður. Hörður bendir hins vegar á, að dómsdagsmyndin í S. Angelo in Formis, sem helst má rekja til Cassio-klausturs, er ekki hreinræktuð býsönsk mynd eins og Hóladómsdagur. Líklegra verður að telja, að höfundar dómsdagsmyndanna í Torcello og á Hólum hafi átt sér sameigin- lega fyrirmynd. Býsönsku áhrifin í Feneyjum eiga sér eðlilega skýr- ingu með siglingum og viðskipt- asamböndum Feneyinga við Aust-rómverska ríkið. Færri heimildir og óljósari eru um ís- lensk tengsl við Býsantíum eða Miklagarð. Gotland og Garðaríki Önnur skýringin sem Hörður bendir á, er að hin býsönsku áhrif hafi komið í gegnum Gotland, en þar var rússnesk kaupmannaný- lenda á 12. öld. Árið 1931 fund- ust fjalabrot á Gotlandi, sem reyndust leifar býsanskrar dóms- dagsmyndar frá því um alda- motin 1200. Myndpessi hefurum margt verið lík Hóladómsdegi, og sænskir fræðimenn hafa fund- ið sex kirkjur í Garðaríki sem prýddar eru dómsdagsmyndum, sem eru hliðstæða við dómsdag- inn í Torcello. Þær elstu eru frá miðri 12. öld, og því örlítið yngri en Hóladómsdagur. Jón biskup fór fyrst til Lundar í utanferð sinni. Síðan til Rómar til þess að fá vígsluheimild. Þá aftur til Lundar, sem var miðstöð norr- ænnar kristni á þessum tíma. Hörður bendir á þann möguleika að Jón hafi lært hina býsönsku íkónógrafíu í Lundi, og að hún sé komin í gegnum Gotland. Rímfræði forms og orða priðja skýringin, sem Hörður bendir á, er sú að Jón hafi fundið fyrirmynd sína í Noregi, en þang- að hélt hann frá Lundi, til þess að kaupa við í kirkjuna. Vitað er að tengsl Noregskonunga við valds- menn í Garðaríki voru talsverð á þessum tíma, en þau sambönd hafa ekki skilið eftir sig nein merki í norskri kirkjulist. Hvaðan svo sem hugmyndirn- ar að dómsdagsmyndinni eru komnar, þá verður sú tilgáta Harðar að teljast sennileg, að þær séu komnar með Jóni Ög- mundssyni. Kirkjulist miðalda var öðru fremur guðfræði, sem kirkjan miðlaði í myndmáli. Hún var biblía hinna fátæku, sem ekki áttu bók og ekki kunnu að lesa. Kirkju- og menningarfrömuður eins og Jón biskup lét ekki hand- verksmenn ráða innihaldi þeirrar listar sem prýddi dómkirkju hans. Þar hlýtur trúarlegur skiln- ingur biskups að hafa ráðið. Út- færslan var síðan í höndum lista- mannsins. Hörður Ágústsson kemst að þeirri niðurstöðu að myndlist fjalabrotanna í Flatatungu og Bjamastaðahlíð hafi verið nýlist síns tíma: hún „endurómi það sem efst var á baugi á Norður- löndum í lok 11. og í upphafi 12. aldar.“ í þeim birtist „kraftur frumtúlkunar eins og títt er á æsk- uskeiði nýrra og rísandi menning- arviðhorfa“. Ef rétt er til getið, þá hefur Hörður Ágústsson skipað þeim Jóni Ögmundssyni og Póroddi Gamlasyni á hærri sess í íslenskrí og norrænni menningarsögu, en þeir hafa setið hingað til. Jafn- framt hefur hann gefið okkur nýja og sannarlega trúverðugri mynd af okkar eigin menningar- sögu. Því menning getur aldrei orðið einhliða eins og bók- menntasagnfræðingar okkar hafa haldið: maður sem ekki þekkir rímfræði húsa og forms mun seint geta sett saman vísu, hvað þá skrifað Eddu eða Heimskringlu. -ólg Eigum myndlistarhefi er jafnast á við bókmenntahefðina Rætt við Hörð Ágústsson listmálara Hörður Ágústsson Ég ánetjaðist snemma menn- ingarsögunni og einn helsti hvat- inn að því að ég fór að sinna ís- lenskri menningarsögu ver ein- mitt doktorsritgerð Selmu Jóns- dóttur um dómsdagsmyndina i Flatatungu, sagði Hörður Ág- ústsson í spjalli við Nýtt helgar- blað. Það lék enginn vafi á því að sú niðurstaða Selmu, að hér væri um býsanska dómsdagsmynd að ræða, var rétt. Hitt virtist mér ljóst, að hún vai; mótuð af víking- aaldarrómantík, þar sem allir viðir voru sagðir úr skála og margir kenndir við Þórð Hreðu. Kristján Eldjárn dró það reyndar í efa í andmælum sínum við doktorrsvörnina, að dóms- dagsmyndin væri úr Flatatungu- skála, og varpaði jafnframt fram þeirri hugmynd fyrstur manna, að hún væri hugsanlega komin úr dómkirkjunni að Hólum. Mér varð snemma ljóst, að allir þessir viðir hlytu að vera komnir úr kirkju. Það sem einkum hefur staðfest þá kenningu að fjalirnar séu frá Hólum, eru annars vegar rann- sóknir mínar á byggingarsögu og stærð Hóladómkirkna, og hins vegar nýjar heimildir, sem komið hafa í ljós eftir að Selma og Krist- ján greindu frá sínum niðurstöð- um. Þessar nýju heimildir eru m.a. bréf frá Jónasi frá Hrafnagili með teikningum af fjölunum sem hann sá í Bjarnastaðahlíð. Þá hefur Hannes Pétursson bent á að Bjarnastaðahlíðarfjalirnar voru í Flatatungu allt til 1874. Leifar af trésúlu sem fannst í Flat- atungu nýlega má svo rekja til síðustu timburdómkirkjunnar á Hólum, sem rifin var 1757, og því dreg ég þá ályktun að fjalirnar hafi komið í Flatatungu skömmu eftir 1757 sem hver annar þilviður sem þurfti að nýta. En Flatatunga var í eigu Hóla og útibú frá Hól- astað. Af þessu og fjölda annarra at- riða dreg ég þá ályktun, að Flat- atungufjalir hafi komið úr Hóla- dómkirkju Jóns biskups Ög- mundssonar, sem stóð 1106-1290 og var stærsta stafakirkja sem reist hafði verið á þeim tíma. Fjalirnar hafi verið endurnýttar sem þilviður í síðari kirkjum og síðan í húsum í Flatatungu og Bjarnastaðahlíð. Dómsdagsmyndin var einfald- lega of stór til að rúmast í skála, og ekki verður heldur séð hvaða erindi slík mynd hafi átt í þá vist- arveru, sem þjónaði fyrst og fremst þeim tilgangi að vera svefnherbergi. Þá tel ég einnig að risturnar sem á fjölunum eru séu frum- drættir myndanna eða grunn- teikning undir málningu, sem hefur verið í skærum litum. Það er hins vegar gáta hvers vegna dómsdagsmyndin er býs- önsk en ekki rómönsk eða gotn- esk, en grundvallarmunur var á gerð býsanskra og vestrænna dómsdagsmynda. Að vísu voru ekki nema um 60 ár liðin frá því að endanleg slit urðu á milli austur- og vesturkirkjunnar, þeg- ar Jón er á ferðinni suður í Róm. Því hefur Jón átt aðgang að býs- önskum fyrirmyndum, hvaðan sem þær eru komnar. Myndefnið á Flatatungufjölunum sem ég tel að hafi prýtt kórinn, eru nokkuð eldri en dómsdagsmyndin og bera öll einkenni áhrifa frá Suður-Skandinavíu. Þessar rannsóknir mínar eru hluti af mun stærra verki sem ég á nú í smíðum. Þar ætla ég mér að sýna fram á að íslendingar hafi á þessum tíma skapað byggingar- list og myndlist sem stóð bók- menntunum ekki að baki. Þessi dæmi sem hér eru til umfjöllunar sýna að hér er um myndverk að ræða sem jafnast á við það besta sem gert var á Norðurlöndum á þessum tíma. Ég er þeirrar skoð- unar að listaverk á borð við Val- þjófsstaðahurðina sé ekki ó- merkara menningarafrek en Lax- dæla eða Njála. -ólg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.