Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 20
*r Landhelgis- stríðið stendur enn Þaö er talsverður gauragangur og pilsapytur út af bók Lúöviks Jósepssonar, „Landhelgismáliðí 40 ár“. Það eru að birtast greinar í Morgunblaðinu og DV og Tíman- um sem segja að Lúðvík sé í þessari bók vondur, illur og ó- sanngjarn við Morgunblaðið, Bjarna Ben., Alþýðuflokksfor- ingja, Ólaf Jóhannesson, vest- ræna samvinnu og jafnvel breska alþýðu. Geysist hann áfram meöólæknandi kommún- ískum ofsa og vilji leggja undirsig landhelgismálið og eiga það einn. Það hlýtur reyndar að vera skemmtilegt fyrir Lúðvík að geta espað ólukku mennina svo mjög. Það er líka allrar athygli vert hve þýðingarmikið landhelgismálið er enn í hugum manna: deilurnar um túlkun þess standa enn hátt. Bók Lúðvíks er reyndar ekki einsdæmi um að menn telja miklu varða hver skilningur verður í þetta mikla sjálfstæðismál lagður. Við höfum hvað eftir annað séð það, að Sjálfstæðis- flokkurinn og Morgunblaðið slá því fram eins og sjálfsögðum hlut, að foringjar Sjálfstæðis- flokksins hafi allar götur leitt þjóðina í landhelgismálum. Og sú hæpna tilvísun í söguna er ein- mitt notuð til að púkka undir aðra staðhæfingu: semsagt þá að engum sé treystandi nema íhald- inu til að ná samkomulagi við Evrópubandalagið. Túlkun Lúðvíks En hver er þá sú túlkun Lúð- víks Jósepssonar á sögu landhelg- ismála sem pólitískir andstæðing- ar hans fyrr og síðar gnísta nokk- uð tönnum yfir þessa daga? Lúðvík hefur skrifað ítarlega bók sem í senn rifjar upp helstu áfanga og tíðindi landhelgismáls- ins og leggur á þá pólitískt mat. Eins og menn eiga að muna var fiskveiðilögsaga fslands færð út í fjórum áföngum - árin 1952, 1958, 1972 og 1975. í öll skiptin var þetta gert í harðri andstöðu við Breta. í fyrsta áfanga, 1952, og hinum síðasta. 1975, nutu ís- lendingar góðs af því að alþjóðleg þróun hafréttarmála lagði bless- un sína yfir það sem við gerðum. Árin 1958 (tólf mflna landhelgi) og þó enn fremur 1972 (50 mflur) var róðurinn þyngri, íslendingar voru þá að sýna frumkvæði sem litið var hornauga ekki bara af Bretum, heldur og Bandaríkja- mönnum og fleiri voldugum aðil- um. Bæði þessi ár var Lúðvík Jós- epsson sjávarútvegsráðherra AI- þýðubandalagsins í ríkisstjórnum sem lutu forystu Framsóknar- flokksins. Sú pólitíska saga sem Lúðvík segir er í stuttu máli á þessa lund: Hann sjálfur og flokkur hans héldu fast fram rétti íslendinga til einhliða útfærslu lanhelginnar. Sú afstaða naut víðtæks stuðnings almennings og manna úr öllum flokkum. Nú á dögum halda margir að landhelgismálið hafi verið svo heilagt mál, að þjóðar- samstaða hafi verið sjálfsögð. Eitt megininntakið í bók Lúðvíks er að minna á það, að svo var ekki. Forystumenn í Sjálfstæðis- flokki og Alþýðuflokki og - í minna mæli þó - í Framsóknar- flokki, voru deigari miklu en skyldi. Þeir óttuðust það fyrr og síðar að átökin við Breta (sem sendu eins og menn muna her- skip á íslandsmið til að stugga ís- lenskum varðskipum frá bresk- um landhelgisbrjótum) mundu leiða til þess að það losnaði um tengsli íslands við Nató, jafnvel til þess að til úrsagnar kæmi. Þess vegnareyndustþeirveikiríhnjá - liðum gagnvart þrýstingi frá Nató um ýmiskonar tilsakanir og und- anþágur og til Breta. Þess vegna gerði Viðreisnarstjórnin árið 1961 hættulegan samning, sem Bretar vildu túlka sem svo að ís- lendingar gætu ekki stækkað landhelgina frekar án þess að skjóta málum til alþjóðadómstóls í Haag. Þess vegna „glutraði Ólafur Jóhannesson niður sterkri stöðu“ árið 1973 þegar hann fór til London, þvert ofan í vilja sam- ráðherra sinna úr Alþýðubanda- laginu, og samdi við Breta um málamiðlun, sem átti eftir að flækjast fyrir mönnum í næsta áfanga málsins. Lúðvík færir að því rök, að undanhalds- og und- anþágusamningar 1961 og 1973 og síðar hafi verið óþarfi. Vegna þess að íslendingar höfðu í raun unnið sigur, það hafði sýnt sig að Bretar gátu ekki veitt undir her- skipavernd til lengdar, auk þess var þróun hafréttarmála okkur í vil. Bandalögin og við Lúðvík ræðst af mestri hörku á þá sem sýknt og heilagt voru að gera landhelgismálið að Nató- máli. Hann vitnar í mörg dæmi fróðleg og herfileg um það, hvernig oddvitar Sjálfstæðis- manna og Alþýðuflokks og mál- gögn þeirra hömuðust á því, að landhelgismálið snerist ekki síst um það, að kommúnistar í ríkis- stjórn vildu nota það til að blása til ófriðar í Nató, í þeirri von að íslendingar reiddust hernaðar- bandalaginu sem leyfði að partur úr sjóher þess væri hafður til að vernda veiðiþjófa í íslenskri land- helgi. Lúðvík vitnar í leiðara Morgunblaðins 29 maí 1973 þar sem varað er við vaxandi andúð landsmanna á Nató og segir: Jakinn segir frá Jakinn í blíðu og stríðu Ómar Valdimarsson skráði Vaka-Helgafell 1989. Við höfum heldur verið að halla á viðtalsbækur að undan- förnu, og því eins gott að taka það fram strax, að hér er ein slík sem fleiri kostum er búin en aðrar sem við höfum séð á þessum vetri. Ber þar ýmislegt til, en fyrst líklega það, að bæði er Guð- mundur Joð ágætur sögumaður og svo hefur hann heyrt og séð margt af því tagi í lífsins ólgusjó, að persónuleg upplifun hans verður um leið drjúg samfélags- lýsing og fróðlegt pólitískt dæma- safn. Lesandinn vill af sinni frekju náttúrlega að miklu meira sé í bókinni en þar er. Til dæmis um verklýðsbaráttuna fyrr og nú. Guðmundur vekur stundum, beint og óbeint, spurningar um slíkan samanburð. Til dæmis þeg- ar hann minnir okkur á það, að árið 1946 var ASÍ reiðubúið að fara í mótmælaverkfall gegn Keflavíkursamningnum sem þá var í bígerð: við vitum að hvflíkt og annað eins hefur verið óhugs- andi lengi. Hann segir líka á ein- um stað, að Dagsbrúnarkarlarnir hans hafi átt sameiginlegt megin- markmið „sem ég held því miður að sé að hverfa í verklýðshreyf- ingunni: Þeir vildu bæta þjóðfé- lagið“. Hvað hefur gerst? Við vit- um það að nokkru leyti en vildum gjarna heyra lífsreyndan mann eins og Guðmund jaka leggja út af síkum og hvflíkum breyting- um. En þá kemur líka að þessu hér: bókin nær ekki nema fram um 1960 eða svo, kannski eru slík mál geymd til annarrar bókar? Guðmundi fer sem flestum öðrum íslendingum: pólitískar skýringar hans eru mjög tengdar persónum. Þegar hann fjallar um styrka stöðu Sósíalistaflokksins fyrst eftir stríð, rekur hann upp- haf örðugleika hans til þess að Sigfús Sigurhjartarson féll frá árið 1952 og hafi hinir tveir í þrí- eykinu sem leiddi flokkinn, Einar og Brynjólfur, ekki getað veitt jafn örugga forystu og þeir þrír saman. Það er að sönnu rétt, að það skiptir miklu í samtökum að í þeim rísi samvalin forystusveit. En það var samt miklu heldur kaldastríðsandrúmsloftið, vax- andi efasemdir um ágæti „alþýð- uveldanna“ (eftir pólitísk réttar- höld í Austur-Evrópu) og svo Lúðvík Jósepsson ritar undir reglugerð um útfærslu landhelg- innar í 50 mílur þann 15. júlí 1972. „Og því má ekki gleyma, að þótt landhelgismálið sé okkur mikið hagsmunamál, byggjast ör- yggismál landsins á miklu víðtæk- ari hagsmunum, því að þar er sjálfstæði okkar í veði.“ Lúðvík leggur svo út af þessu með svofelldum hætti: „Hér er beinlínis sagt, enda marg ítrekað síðar, að Natóaðild- in væri okkur dýrmætari en land- helgin og að trúnaður við Nató varðaði „sjálfstæði okkar“ en landhelgismálið þá ekki. Allur var þessi málflutningur stór- hættulegur samstöðu í landhelg- ismálinu. Landhelgismálið var okkarmál. Baráttaníþvímálivar um þjóðarrétt okkar og um Iífs- hagsmunamál, hvorki meira né minna. Allur samjöfnuður á landhelgismálinu og umdeildri aðild að Atlantshafsbandalaginu var auðvitað fráleitur... Sá sem þessar tilvitnuðu línur skrifaði í Morgunblaðið var hins vegar á þeirri skoðun að fremur yrðum við að gefast upp í landhelgismál- inu en eiga það á hættu að al- menningsálitið í landinu snerist gegn Nató.“ Með þessum orðum og mörg- um hliðstæðum er Lúðvík að undirbúa lokaorð bókarinnar sem geyma þessa niðurstöðu hér: „Samstarf okkar við aðrar þjóðir má aldrei leiða til þess að þeim séu fengin í hendur íslensk landsréttindi, eða að vinátta þeirra sé metin til jafns við auð- lindir hafsins, atvinnuvegi og af- komumöguleika þjóðarinnar." Þarna er landhelgismálið, sem reynt var að gera að Natómáli, komið í samhengi við okkar samtíð: viðræður við Evrópu- bandalagið. Því það kemur ljóst fram í bók Lúðvíks, að með „bókun sex“ er þegar fyrir hálf- um öðrum áratug reynt að eyði- leggja fyrir okkur landhelgisbar- áttuna með þvi að beita við- skiptalegum þvingunum í því skyni að hleypa erlendum veiði- skipum inn á íslensk fiskimið. Það er ekki síst í því samhengi að skilja ber þær geðshræringar sem upp vekjast, þegar Lúðvík Jós- epsson rifjar nú upp ýmsar stað- reyndir um landhelgismálið sem óþægilegar eru þeim sem telja sig mesta „alþjóðahyggjumenn“ þessa dagana. ringulreið í kolli manna eftir Stal- ínræðu Krúsjofs og uppreisn í Ungverjalandi 1956 sem settu flokk Guðmundar í tilvistar- vanda og tóku fyrir aðstreymi að honum. En hvað um það: kostir bókar- innar eru þeir að Guðmundur segir blátt áfram skemmtilega frá mönnum og uppákomum. Hér skal nefnt til dæmis það sem sagt er frá Sigurði Guðnasyni Dags- brúnarformanni, framboðsraun- um Guðmundar á Snæfellsnesi, frá Óskari Gunnlaugssyni Dagsb- rúnarmanni og því sérstæða og óendanlega puði og þeirri sálu - sorgun sem fylgdi því að vera , starfsmaður Dagsbrúnar (Taktu aldrei að þér erfðamál eða skiln- aðarmál Guðmundur, sagði Hannes Stephensen). Lesandinn veit náttúrlega að sögutíminn er tími hinna miklu verkfalla á árun- um 1952 og 1955, tími sem stund- um hefur verið kallaður „blóma- skeið jakans“. Guðmundur kemst vel frá lýsingu á þeim átökum, hann fer ekki með karl- agrobb heldur viðurkennir ótta sinn gagnvart þeirri ábyrgð sem hvílir á verkfallsstjóra í desemb- er: kannski verða engin jól hjá börnum verkafólks í Reykjavík? Hann fegrar ekki þennan tíma eins og ýmsir hafa rómantíska til- hneigingu til, né heldur gerir hann lítið úr því að þarna fór fram miklum tíðindum og sögulegum. Árni Bergmann 20 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.