Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 24
V HEIMIR MÁR PÉTURSSON Ekki veit ég hvort Linda Ron- stadt er eins yndisleg manneskja og hún hefur guðdómleg söng- rödd - en hitt veit ég að þótt manngæska hennar reyndist ekki nema til hálfs á við gæði nýju plötunnar hennar þá eru þeir ekki illa settir sem þurfa að um- gangast Lindu. Lögin 12 á Cry like a rainstorm - how I like the wind eins og þessi nýja skífa heitir lang og laggott, eru nefni- lega svo góð að Linda ætti að geta sett hvert eitt og einasta þeirra á a-hlið á lítilli plötu og hlotið vin- sældir fyrir hverju sinni. Linda hefur heldur ekki valið sér efni eftir neina bögubósa, og það er mannval sem sér um tón- listina; gítarsóló og píanósóló flæða á milli fagurra radda og Skywalker- symfóníuhljómsveit- in undirstrikar frábærar útsetn- ingar laganna (David Campbell á þær flestar). Og eins og alltaf (held ég) stjórnar Peter (mínus Gordon og fyrrum tilvonandi mágur Pauls McCartney) Asher upptökunum hjá Lindu. Af hljóðfæraleikurum má nefna gamla hunda eins og hinn síðskeggjaða Leland Sklar, gítar- leikarana Dean Parks og Mike Landau, trommarann Russ Kunkel... o.fl. o.fl. o.fl. ...jú, og svo auðvitað Jimmy Webb, sem leikur á píanó í tveim lögum á plötunni sem eru eftir hann. Það eru reyndar tvö í viðbót, en eins og minnisbestu menn muna kannski samdi hann söngva eins og Up, up and away (5th dimensi- on), By the time I get to Phoenix, Wichita iineman, Galveston (Glen Campbell), Mac Arthur Park (Richard Harris)... allt rosalega vinsæl lög á 7. áratugn- um. Lögin hans sem Linda syng- ur á hér umræddri plötu eru öll frá þessum áratug utan eitt, I keep it hid sem ég man ekki hver söng árið 1967. Þau nýrri eru: Still within the Sound of my voice, Shattered og Adios, en í því síð- astnefnda raddar Brian Wilson með Lindu, og er ekki hægt að komast hjá í því sambandi að nota klisjuna ofnotuðu - eins og honum einum er lagið. Og það er hægt að nota sömu klisjuna um lagasmíðar Jimmys Webb, þessar litlu dægursymfóníur, angurvær- ar og fallegar, en losna við að verða væmnar vegna þess hvað þær eru vel samdar - og náttúr- lega skemmir ekki þegar þær eru eins vel fluttar og sungnar og hér. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Linda syngur lag eftir Jimmy Webb á plötu, en hún á sér annan uppáhaldslagasmið sem hún hef- ur verið enn tryggari, en það er söngkonan Karla Bonoff. Karla á hér 3 lög, tvær ballöður (All my life og Goodbye my friend) og einn sveitarokkara í gömlum stíl frekar rólegum (Trouble again), svipuðum þeim og Linda söng á 8. áratugnum, enda lagið frá 1979. Tvö Iög syngur Linda eftir breska rokkarann Paul Carrack: So right, so wrong og I need you, sem varð harla vinsælt með höfu- ndinum árið 1982... og þá eru eftir þrjú: Cry like a rainstorm eftir Bandaríkjamanninn Eric Kaz (American Flyer); When something is wrong with my baby eftir Issac Hayes og David Porter og Sam og Dave gerðu vinsælt árið 1967... Daryll Hall söng þetta lag líka inn á plötu (1985); og þá er ótalinn fyrsti smellurinn af skífu þessari, Don’t know much, sem nú er í öðru sæti hjá Bretum og því 8. í Bandaríkjun- um - á uppleið. Það er eftir sæmdarlagaparið Berry Mann og Cynthiu Weil, sem eru búin að ANDREA JÓNSDÓTTIR 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. desember 1989 semja marga perluna síðan þau byrjuðu á iðju sinni. Don’t know much sömdu þau árið 1980, og mig minnir, er þó ekki viss, að Bill Medley hafi sungið það fyrst- ur - skuggalegi sláninn sem söng með Jennifer Warnes í bíómynd- inni Dirty Dancing lagið I’ve had the time of my life, og var til forna í dúettinum The Righteous brot- hers. ...Þetta var útúrdúr langur, en ég næ þræðinum á ný með því að minnast á meðsöngvara Lindu í Don’t know much, og þrem lögum til viðbótar, hann Aaron Neville. Sá maður er hreint og beint með ótrúlega rödd... það er örugglega ekki til nafn yfir svona tenór, en svo mikinn svip telur Linda hann setja á plötuna að á albúmi stendur að flytjandi sé Linda Ronstadt ásamt Aaron Ne- ville. Þessi ágæti maður er einn Neville-bræðra sem gáfu út ein- staka plötu fyrr á þessu ári. Þeir eru blakkir, og klæðat gjarnan indjánaskrúða - a.m.k. á sviði... gætu verið eins og Tina og Jimi Hendrix, með rautt skinn í bland við það svarta. Og hana nú; það fer ekkert á milli mála að ég er yfir mig hrifin af söng Lindu Ronstadt, og er glöð að hún skyldi ekki hætta að syngja popprokk, eins og hún bar búin að hóta... enda í hennar kar- akter að skipta um skoðun, þýzk í aðra ættina og mextkönsk í hina, og ég verð að hafa eftir henni einu sinni enn þessa sjálfslýsingu: „Ég reyni að syngja eins og Mex- íkani en hugsa eins og Þjóðverji, en því miður vill það oft snúast við“... og líklega heldur Linda áfram að koma manni á óvart eins og með mexíkönsku plöt- unni í fyrra og verður ekki við eina fjölina felld í músikinni... en það er næstum sama hvað þessi manneskja syngur í mín eyru, ég verð alltaf jafn hissa á stíl hennar og tækni... eða eins og ég sagði við drengina sem ég vinn með og ætla aldrei að vaxa upp úr menntaskólafordómasmekkn- um: ...Þegar ég hlusta á Lindu Ronstadt hugsa ég með mér: framúrstefna og nýbylgja hvað...! A Tryggð -og seigla Rúnar Þór Pétursson er í hópi þeirra manna sem hvað seigastir eru við að reyna að lifa í og af rokkinu, hvernig sem eða hvort lánið hefur leikið við þá - nema hvað Rúnar hefur það fram yfir aðra rokkara, bæði af frægari og gerðinni og þeirri síður frægu, að kvarta ekki og kveina yfir sínu hlutskipti - að vera að spila á krám og böllum út um allt land, og gefa plöturnar út sjálfur, á eigin kostnað. Annars hef ég ekki hugmynd um hvort Rúnar hefur nokkurn hug á að komast á samn- ing til plötugerðar, sem sumir telja reyndar vera afarkosti en ekki samning. Mér skilst að hljómplata þurfi að seljast í þrem þúsundum eintaka áður en flytj- endur fá krónu í eigin vasa. En þessi þáttur í tónlistarlífinu hér er efni í a.m.k. heila grein og verður ekki farið út í hann nánar hér. Það er platan Tryggð frá Rúnari sem er til umræðu. Tryggð er 4. sólóplata Rúnars Þórs, og ánægjulegt að geta bætt við að hún er hans besta... batn- andi mönnum er jú best að lifa. Vinnubrögð eru vandaðri, og greinilega ekki sú fljótaskrift á málum og geina mátti á ýmsum sviðum á fyrri plötunum. Eins og áður er Rúnar fjölþreifinn til hljóðfæra - leikur hér á rafgítar, kassagítar, harmonikku, tromp- et, píanó og fleira auk þess að syngja sinni hrjúfu röddu. En þrátt fyrir fjöihæfnina hefur hann sér til aðstoðar góða tónlistar- menn eins og Jón Olafsson bassa- leikara, Ásgeir Óskarsson sem spilar á trommur, hammond og fleira... Sigurður Jónsson leikur á saxófón. Svo koma gestir við sögu í sumum laganna, og er einkum vel heppnuð útkoman hjá liðinu sem sér um Rauðu Rauðku: Steingrími Guðmunds- syni trommuleikara, Erni Jónssyni bassaleikara, Sverri Stormskeri hammondleikara og Hrólfi Péturssyni píanóleikara, auk Rúnars sem syngur og spilar á gítar. Þetta finnst mér vera best útsetta lagið á plötunni, og best hljóðblandað... hljómar eins og það sé spilað beint inn í hljóðveri og er þess vegna nálægt rokkrót- unum eins og hjartað í höfundin- um. Rúnar er annars ágætur lagasmiður, eins og leiknu lögin hans Haust og sérstaklega Manstu sanna, og í því síðar- nefnda sér hann um allan hljóð- færaleikinn sjálfur. Það fyrr nefn- da er í Cladyerman-stílnum, og það síðarnefnda þyrftu Shadows ekkert að skammast sín fyrir að flytja. Það er mjúka hliðin - eða sú „væmna“ - sem kemur fram í leiknu lögunum, sú rokkaða í Rauðu Rauðku og þar á milli sigla Leiðir undir regnboganum, Tryggð og önnur og betri útgáfa af Brotnum myndum, sem voru á landslagsplötunni. Tryggð er lag sem Rúnar samdi við ljóð Tómas- ar Guðmundssonar, fellur vel að því, og vinnur auk þess á við hverja hlustun... Hörður Torfa samdi reyndar ágætt lag við þetta sama ljóð á fyrstu plötu sinni sem kom út fyrir um það bil 20 árum, en er allt öðru vísi. Borgin vakir finnst mér að hefði mátt vera meira í stíl við Rauðu Rauðku, sem sagt rokk- aðri útsendingu hvað varðar, það hefði passað betur við laglínu og texta... Já, og þegar ég minnist á texta, verð ég að hrósa honum kollega mínum hér á dægurmála- síðu Þjóðviljans, því að svo vill til að hann samdi textana við Brotn- ar myndir, Leiðina undir regn- boganum, Borgin vakir og ásamt Rúnari setti hann saman Rauðu Rauðku. Heimi tekst nefnilega ágætlega að setja saman mann- legar vangaveltur á einfaldan hátt sem hæfir stuttum lögum. Og það er jú alkunna að fólk verður enn öruggara sem söngvarar ef það hefur bærilega texta á milli tann- anna, eins og sannast á Rúnari - og ég vona bara að hann láti ekki af þeim skemmtilega persónu- lega stíl að syngja í samhljóðun- um en ekki sérhljóðunum eins og manni var kennt að gera í söng- tímum. Rúnar hefði hins vegar alveg mátt sleppa því að hafa Kinks-lagið It’s too late (AHt of seint) á Tryggð - það er nefnilega þannig, að þótt svona lag sé vel til fallið að spila á börum og böllum, stenst það ekki samanburð við gömlu góðu frumútgáfuna og óþarfi að gefa slíkan höggstað á sér. Annars er Tryggð hið besta mál, og allt á uppleið hjá Rúnari Þór ef áfram heldur sem horfir. A Nýbylgja hvað...!?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.