Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 22
HELGARMENNINGIN Hermann er samnefnari Arnmundur Backman: Hann er samsafn þeirra hug- mynda, sem ég geri mér um dæmigerðan Islending Ammundur: Við erum hreinlega með söguglýju og höldum fyrir bragðið að við séum bæði meiri og merkilegri en við erum. Mynd: Jim Smart. Hermann er fyrsta skáldsaga Arnmundar Backmans, saga um venjulegan vinnuþræl, sem berst um á hæl og hnakka í lífsgæða- kapphlaupinu. Sagan hefstíbyrj- un desember, jólin eru að skella á Hermanni og fjölskyldu og mikiðstendurtil, semendranær, og engin leið að sjá hvernig þetta á allt að ganga upp fyrir klukkan sex þann 24. En Hermann er seigurnáungi, „sannuríslend- ingur" og lætur ekki tímaleysiö koma sér í bobba. Hann vinnur þá bara meira. Bókin fjallar reyndarekki bara um Hermann og hans kjarnafjöl- skyldu, heldur líka um ættingja þeirra, um aðra íbúa blokkarinn- ar sem fjölskyldan býr í og um vinnufélaga Hermanns. Lesand- inn rifjar upp minningar með þessu fólki, fylgist með samtölum þess og kynnist viðhorfum þess til lífsins, samtímis með að hann fylgist með þvx hvernig Hermann og fjölskylda taka jólin með á- hlaupi. -Ég er ekki haldinn neinum skáldagrillum, segir Arnmundur. - Ég er fyrst og fremst starfandi lögmaður hér í borginni. En lög- mannsstarfið er mikill skóli. Eg hef kynnst þar ýmsu, sem gæti verið kveikjan að bók auk þess sem ég hef verið svo lánsamur að umgangast mikið og góðu og skemmtilegu fólki, sem hefur gefið mér hugmyndir að spila úr. Mér fannst það vera spennandi viðfangsefni að lýsa dæmigerðri fjölskyldu á þessum umbrotatím- um. Auk þess sem ég hafði það að markmiði að þetta væri lífleg og skemmtileg lesning. Þetta er engin vandamálabók, heldur reyndi ég að hafa textann eins leikandi, léttan og skemmtilegan og ég gat og ég vona að menn geti hlegið að þessari sögu, þá er til- ganginum náð. Hver er Hermann? - Hermann er eins konar sam- nefnari fyrir þennan venjulega fs- lending, sem er veðsettur upp fyrir bæði eyru en ræðst samt stöðugt í nýjar framkvæmdir og fjárfestingar, því hann lifir í þeirri trú að allt hljóti þetta að ganga upp, einhvern veginn. Hann er eiginlega búinn að beygja sig undir lögmál neysluþjóðfélagsins en þó er í honum þessi undarlegi tvískinnungur, hann vill spara, vill vera þjóðlegur og halda í gömlu gildin. Það eru engar skynsamlegar forsendur fyrir því lífi sem hann lifir. Hann vinnur fjórtán tíma á sólarhring og getur ekki meira, en samt bætir hann stöðugt við sig. - Með Hermanni þóttist ég vera að búa til þennan dæmi- gerða íslending, sem býr í þessu dæmigerða karlrembuþjóðfélagi sem fsland er. Hér ræður sam- keppnin ferðinni. Þessi ótrúlega söfnunar og eignarréttarmanía í mönnum, sem allir þykjast vera kaldir kallar og geta allt, en eru í raun svo smáir að ekkert má út af bera, til dæmis að yfirvinnan bregðist, þá hrynur öll spilaborg- in. - Hermann er þannig enginn sérstakur. Hann er samsafn þeirra hugmynda, sem ég geri mér um venjulegan íslending, þennan dæmigerða íslenska verkamann, sem lifir um efni fram. í gegnum hann reyni ég svo að lýsa þessu stressaða vinnubúð- aþjóðfélagi sem við lifum í og þessari svakalegu þjóðrembu, sem hér ræður ríkjum. Ég held það skemmi fyrir þjóðinni hvað hún er troðfull af einhverjum hetjusögum úr fortíðinni. Við erum hreinlega með söguglýju og höldum fyrir bragðið að við séum bæði meiri og merkilegri en við erum. Mig langaði til að lýsa þessu ofmati manna á mögu- leikum sínum, gera einhvers kon- ar úttekt á þjóðfélaginu í gegnum þessa sögu. - Við sláum alls staðar heims- met. Hér er neysluþjóðfélag á heimsmælikvarða án þess að það séu nokkrar forsendur fyrir því. Öll stéttaskipting þurrkast út, eða gleymist í þoku þjóðremb- unnar. Hér skiptir mestu máli að menn séu karlar í krapinu og geti sýnt það öðrum, hvað sem það íslandshandbókin. Náttúra, saga og sérkenni. Ritstjórar: Tómas Einars- son og Helgi Magnússon. Myndarit- stjóri Örlygur Hálfdánarson. Bókaút- gáfan Örn og Örlygur 1989. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur á undanförnum árum gefið út mikið af vönduðum bókum um landafræði, þjóðhætti og sögu ís- lands. í ár gefur forlagið út ís- landsbókina, vandaða og mikla bók sem getur bæði gegnt því hlutverki að vera ferðahandbók og uppsláttarrit. Efni ritsins er að nokkru sótt í hið vinsæla rit, Landið þitt ísland, eftir Þorstein Jósefsson og Steindór Steindórs- son, sem kom út á árunum 1980- 1985. íslandsbókin er samþjapp- aðra verk í tveim bindum, alls rúmar 1000 blaðsíður, og er henni skipt niður í kafla eftir sýsl- um, auk þess sem sérkaflar eru um Reykjavík, Vestmannaeyjar og hálendisleiðirnar. kostar. Hermann gefst ekki upp. Við gefumst ekki upp heldur klórum okkur út úr hverri raun með einhverri blöndu af þjóð- rembu og stolti eða íslendings- eðlinu; bjartsýni og hetjuskap. - Ég er sjálfur alinn upp í svona vinnusamfélagi iðnaðar- og verkamanna þar sem hlaupið er til allra verka. Takturinn í jól- aundirbúningi Hermanns er eins og hann var í því umhverfi eins og ég man eftir því. Þar voru jólin alltaf tekin á hundraðogtuttugu. Eins langaði mig til að lýsa blokkarsamfélaginu. Það er miklu merkilegra en maður ætl- ar, því það er í rauninni ekki stéttskipt heldur lagskipt. Þar eru menn flokkaðir eftir því á hvaða hæð þeir búa og eftir pólitískri afstöðu. Hvað með framhald? Held- urðu áfram að skrifa? - Það sækja óneitanlega á mig fleiri hugmyndir um þetta efni svo ég reikna með að halda í upphafi hvers sýslukafla er kort af sýslunni þar sem merktir eru inn allir þeir staðir sem sér- staklega er um fjallað. Þá kemur alhliða sýslulýsing en efninu er síðan raðað í stafrófsröð eftir staðanöfnum. Á kortunum eru einnig sýndir allir vegir sem liggja um sýsluna, og því er bæði hægt að skipuleggja skoðunarferðir eftir bókinni fyrirfram og hafa hana með sér sem handbók á ferðalagi. Aftast í síðara bindi bókarinnar er svo örnefnaskrá þar sem flettiorðin eru greind með dekkra leti og getið um blað- síður þar sem fjallað er um við- komandi stað. Bókin er glæsilega mynd- skreytt með 1300 litmyndum, sem Örlygur Hálfdánarson hefur valið, og er þarna saman komið meira úrval ljósmynda af íslandi en finnanlegt er á einum stað í öðrum bókum. Myndirnar sýna áfram. Ég vildi vinna úr þessum fjölskyldum, sýna hlutverk kvennanna betur, þó ég voni að það komi líka fram í Hermanni. ekki bara staðhætti, heldur eru einnig margar myndir af mannvirkjum, kirkjubyggingum, menningarverðmætum, minnis- vörðum og fleiru, sem vert er að skoða á hverium stað. í texta með uppflettiorðum er bæði að finna náttúrufræðilegan og sögulegan fróðleik auk lýsing- ar á staðháttum. Hálendisleiðirnar sem fjallað er um í bókinni eru Kjalvegur, Sprengisandsleið, Gæsavatna- leið, Veiðivatnaleið, Land- mannaleið og Fjallabaksvegur syðri. Einnig er sérstakur kafli um Vatnajökul og sérkort af hon- um. Ekki er að efa að íslandsbókin á eftir að koma mörgum ferða- manninum að gagni, þegar ísland er skoðað. Þá er verkið handhægt sem uppsláttarrit fyrir unga sem eldri, er vilja fræðast um landið. Sem stendur hef ég samt ekki ákveðið neitt, læt mér nægja að punkta hjá mér þær hugmyndir sem ég fæ. LG ÍSLANDS HANDBÓKIN NATTÚRA, SAGAOG SÉRKENNl B Útgefandi helgar verkið minn- ingu Ásgeirs S. Björnssonar út- gáfustjóra, sem lést á síðastliðnu sumri, en hann átti þátt í undir- búningi útgáfunnar. íslandsbókin er vönduð að öllum frágangi og gefin út í harðri öskju, sem rúmar bæði bindin. -ólg Karlakór Menningar og fræðslusamband al- þýðu - Jafnréttisráð: Karlar óskast í kór eftir Hlín Agnars- dóttur. Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir. Leikmynd: Pétur Gautur Svavarsson. Leikendur: Sigurður Skúlason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Bessi Bjarnason. Leikrit til sýninga á vinnustöð- um eru ekki oft á ferðinni. Slíka texta verður helst að sérsemja og halda úti sérstökum flokkum til aðflytja þá. Allajafnalendaslíkar sýningar frekar á mannmörgum vinnustöðum, þótt erindi þeirra kunni að vera jafn brýnt til hinna smærri. Venjulegast lenda þær í matar- eða kaffitímum, því þótt atvinnurekendur séu upp til stórra hópa glaðbeittir í menn- ingu sinni gefa fáir þeirra eftir af framleiðslutímanum til menn- ingarneyslu. Það er MFA sem hefur haft forgöngu í sýningum af þessu tagi hérlendis og á mikinn heiður skilinn fyrir framtakið. Fyrir skömmu fór í gang ein slík sýning. tilgangur hennar er agition og propaganda - agitprop - eða svo er sagt. Hún á að vekja umræður um stöðu karlanna í jafnréttisumræðunni. Þótt þátt- urinn sem Hlín Agnarsdóttir skrifar og leikstýrir sé góðra gjalda verður, snoturlega samin samræða um lífið og tilveruna, á ég bágt með að sjá á hvern hátt hann getur komið umræðum af stað, nema þá með yfirlýsingunni einni saman. Hann er þægileg skemmtun, fyndinn og hittinn á gamalkunn viðbrögð, mannlegar kenndir. Jafnframt er hann skýrt dæmi um styrk natúralismans í ís- PÁLL BALDVIN BALDVINSSON lensku leikhúsi, því varla gefst betra tækifæri en einmitt á farandsýningum af þessu tagi til að reyna eitthvað nýtt, gera sprell, spotta og spreyta sig á ný- næmi. Hjónakornin sem hafa lifað í lífsgæðakapphlaupinu sem þau vilja bæði segja sig úr eru leikin af Sigurði Skúlasyni oig Ólafíu Hrönn. Bessi fer með hlutverk eldri manns sem á leið um garð að kvöldlagi og hittir hjónin þar á skokki. Lausn leiksins felst að hluta í lausn eldri mannsins, þótt sú lausn þoli illa dagsljósið og vart gagnrýna skoðun. Kenning- in er gamalkunn: minnka neys- luna, minnka vinnuna, njóta lífs- ins betur, verum góð hvert við annað. Leikendur standa sig allir þokkalega og má hafa af þessu ágæta skemmtun og tilbreytingu á stöðum þar sem slíkt er að jafn- aði ekki í boði. Lykill að landinu 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.