Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Page 9
DV LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 fréttir Loðnusamningur Islendinga og Norðmanna: Byggir á hreinni gjöf okkar til Norðmanna - segir Snorri Gestsson, skipsljóri á Gígju VE Mokveiðiafsíld: Tæpur helmingur kvótansí einu kasti „Það er mikið að sjá af síld og tnenn eru bjartsýnir á ástand stofnsins og veiðamar fram und- an,“ segir Ægir Sveinsson, annar stýrimaður á nótaskipinu Há- bergi GK. Þegar DV ræddi við Ægi í gær- dag voru þeir félagar á Hábergi á landleið með fullfermi, rúm 600 tonn af síld, eftir aöeins timm tíma stopp á miðunum. Þeir tóku aðeins eitt kast sem var hvorkí meira né minna en 550 tonn. Þau 70 tonn sem vantaði upp á fengu þeir hjá Berki NK. Ægir segir að sildin sé að fær- ast norðaustar og hún sé nú kom- in í Reyöarfjarðardýpi en aöal- veiðisvæðið var við Berufjaröar- ál. Hann segir síldina vera mjög jafnaaðstærð. -rt Ólafsfjörður: Innbrot í Grill-barinn Gylfi Eristjánsson, DV, Akureyri: Lögreglunni í Ólafsiirði var snemma í gærmorgun tilkynnt um innbrot í Grill-barinn þar í bænum. í Ijós kom að í fyrrinótt haföi varið farið þar inn með því að brjóta gluggarúöu. Ekki virtist innbrotsþjófurinn hafa haft áhuga á öðru en að ná sér í áfengi. Lögreglan á staðnum' hafði snör handtök viö rannsókn málsins, örskömmu eftir að til- kynnt var um innbrotið var ung- ur maður kominn í fanga- geymslu, sterklega grunaður um að hafa verið þama að verki. Þróunarfélag Reykjavikiir: Vill lánveiting- artilendur- bóta á íbúðum i miðborgmm Þróunarfélag Reykjavíkur hef- ur skorað á félagsmálaráðherra að breyta reglugerðum um hús- bréfadeOd og húsbréfaviðskipti þannig að hægt verði að lána til kaupa og endurbóta á íbúðum á skilgreindum umbótasvæðum eins og miðborg Reykjavíkur. Segja talsmenn Þróunarfélags- ins að mikil eftirspurn sé eftir íbúðum í miðborginni, einkan- lega hjá námsfólki. Þeir segja að með því að nýta betur húsnæði í miðborginni sparist ýmsar dýrar fjárfestingar, svo sem vegir, lagn- ir og þjónustumannvirki í út- hverfunum. Því sé hér um spam- aðartillögu að ræða. Suðureyri: Miklarendur- bætur Róbert Schmidl, DV, Suðureyri: Talsverðar endurbætur hafa staðið yfir í sumar á gömlum og nýjum íbúðarhúsum á eyrinni. Búið er að klæða þrjú hús og ver- ið að byrja á því flóröa. Einnig hafa staöið yflr miklar endurbætur á atvinnuhúsnæði tveggja fyrirtækja sem reka út- gerð. Þá hefur húsnæði Esso- skálans verið endurbætt, skipt um þak og gerður matsölustaöur sem lengi hefur vantað á staðinn. Verið er að byggia myndarlegan fiskfljall við eitt atvinnufyrirtæk- ið. Vestfirðingar hafa lengi verið duglegir að herða fisk í gegnum tiöhia og við góöan orðstir. „Þessi samningur byggir á hreinni gjöf okkar til Norðmanna. Við höfum aldrei haft neitt upp úr þessu. Sam- kvæmt sögunni hefur það aðeins gerst einu sinni að Norðmenn hafi veitt loðnu í kringum Jan Mayen,“ segir Snorri Gestsson, skipstjóri á loðnuskipinu Gígju VE, um loðnu- samning íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga sem staðið hefur í rúman áratug. Margir hafa velt fyrir sér samskipt- um þjóðanna tveggja á sviði fisk- veiðimála. Við skoöun kemur í ljós að Norðmenn hafa ekki fært Islend- ingum neitt ótilneyddir. Þar má nefna stríðið um síldina þar sem Norðmenn sýndu engan vilja til samninga um árabil og raunar ekki fyrr en síldin tók upp fyrri háttu og hélt yfir hafið í átt til Islands. Eftir að norsk-íslenski síldarstofninn hrundi þá hefur hann haldið sig við Noregsstrendur. íslendingar óskuðu þá ítrekað eftir viðræðum um þenn- an sameiginlega stofn en fengu ekki viðbrögð fyrr en á seinasta ári þegar síldveiðar stóðu af krafti í Síldar- smugunni. Ekki tókst þó betur til en svo að íslendingar og Færeyingar ákváðu sameiginlega kvóta án Norð- manna. Loðnusamningur þjóðanna þriggja gerir ráð fyrir aö þjóðirnar ákveöi sameiginlega loðnukvóta fyr- ir hverja vertíð. Af heildarkvótanum fær ísland 78 prósent en hinar þjóð- imar 11 prósent hvor. í sameigin- legri yfirlýsingu með samningnum er tilgreint að Norðmenn megi ekki veiöa meira en 60 prósent heildar- kvóta síns innan íslenskrar lögsögu og sama gildir varðandi íslendinga á Jan Mayen-svæðinu. Samningurinn um gagnkvæmar veiðiheimildir var gerður upphaflega undir þeim kring- umstæðum að loðnan hafði þá breytt út af hefðbundnu háttalagi sinu og haldið inn í lögsögu Jan Mayen á umráðasvæði Norðmanna. Snorri segir að aðeins einu sinni hafi samningurinn nýst íslendingum til veiða í lögsögu nágrannaþjóð- anna. Þá hafi hluti veiðinnar verið tekinn í lögsögu Grænlands. Höfum opnað stærstu hljóSfæraverslun landsins í nýjum FLUTT húsakynnum að Grensósvegi 8. Stútfull búð af hljóSfærum fró YAMAHA AÐ heimsþekktum fyrirtækjúm s.s. Yamaha. Landsins mesta úrval af hljóöfærum, nótnabókum og ýmsum fylgihlutum REMO mSHBUiN jgfljgjfjffy • ■ WÆ i WB abM m jV Grensásvegi 8 - Sími: 525 5060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.