Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastfóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. Norðmenn í landhelgina? Þaö er allt í einu kominn nýr tónn í samningamenn norskra og íslenskra stjórnvalda sem reyna aö semja um Smuguna í Barentshafi. Utanríkisráöherrar beggja landanna hafa skýrt frá því í viðtölum við DV aö nú sé útlit fyrir samkomulag íslendinga, Norðmanna og Rússa um skiptingu þorskaflans á þessu svæði og stjóm veiðanna, þótt niðurstaða liggi ekki enn fyrir. Að því er varðar sjálfa Smuguna virðist stefna í til- tölulega fyrirsjáanlegt samkomulag um veiðikvóta til íslenskra skipa. Norðmenn hafa þar með gefist upp fyr- ir þeim bláköldu staðreyndum sem íslenskir útgerðar- og sjómenn hafa lagt á borð þeirra með veiðum sínum hin síðari ár. Því ber að fagna. Þótt ríkisstjórnin geri ráð fyrir því í fjárlagafrum- varpi fyrir næsta ár að íslendingar afli 30 þúsund tonn af þorski í Smugunni á næsta ári hefur lengi verið ljóst að Norðmenn myndu aldrei fallast á svo mikinn afla ís- lendingum til handa. í viðræðunum nú virðist einkum rætt um 15 20 þúsund tonn af þorski, eins og reyndar var spáð í vor að yrði uppi á teningnum. Þótt slíkur afli sé nokkru minni en íslensk skip gætu væntanlega veitt í Smugunni án samninga er það bita- munur en ekki fjár ef slíkt samkomulag hefði í för með sér samning um veiðistjórn og kvóta á þeim miðum sem skipta íslendinga miklu meira máli en Smugan, > svo sem í Síldarsmugunni og á Reykjaneshrygg. Því miður benda fréttir síðustu daga til þess að svo sé ekki heldur séu íslendingar að semja við Norðmenn og Rússa um þorskveiðarnar einar sér en hvorki síld né karfa. Það eru slæmar fréttir. Þá er það óvænt uppákoma að í sámningaviðræðun- um við Norðmenn sé rætt um gagnkvæmar þorskveið- ar í fiskveiðilögsögu ríkjanna. Það eru alvarleg tíðindi ef íslensk stjórnvöld ætla með samningum að tengja þorskveiðar í Smugunni við gengi íslenska þorskstofns- ins og leyfa síðan norskum útgerðarmönnum að njóta einhvers hluta þess afraksturs sem vænta má af sárs- aukafullri verndun og uppbyggingu þorskstofnsins við ísland. íslendingar hafa áður samið við Norðmenn um slík gagnkvæm veiðiréttindi. Þar er átt við samninginn um- deilda um Jan Mayen sem gerður var árið 1980 og færði að margra mati Norðmönnum stóran hluta norðurhafa á silfurfati. Þar var gert ráð fyrir gagnkvæmum heim- ildum Norðmanna, íslendinga og Grænlendinga til að veiða loðnu í fiskveiðilögsögu þjóðanna. Á þeim hálfa öðrum áratug sem liðinn er frá undir- ritun samningsins hefur þessi svokallaða gagnkvæmni verið algjörlega á annan veginn. Norðmenn hafa sótt verulegan hluta síns veiðikvóta í íslenska lögsögu en það mun aðeins hafa gerst einu sinni að íslensk skip hafi veitt loðnu í lögsögu nágrannaríkjanna og þá var það í þeirri grænlensku. Enda segir kunnur loðnuskip- stjóri í viðtali sem birt er í DV í dag að Jan Mayen- samningurinn hafi byggst „á hreinni gjöf okkar til Norðmanna. Við höfum aldrei haft neitt upp úr þessu.“ Reynslan af Jan Mayen-samkomulaginu ætti að vera alvarleg aðvörun til samningamanna íslendinga í við- ræðunum við Norðmenn og Rússa um að fara varlega. Ástæða er til að ítreka í þessu sambandi mikilvægi þess fyrir íslenska þjóð að ná góðum samningum um veiðistjórnun og skiptingu aflans i Síldarsmugunni og á Reykjaneshryggnum en sérfræðingar hafa áætlað að afli íslendinga á þessum tveimur svæðum eigi að geta fært sjö til átta milljarða króna á ári í íslenskt þjóðar- bú. Elías Snæland Jónsson Vopnahlé eftir sjö missera stríð Eftir hálfs fjórða árs ófriö er komið á í Bosníu vopnahlé sem verulegar líkur eru á að haldi bet- ur en þau sem á undan hafa farið. Verði reyndin sú eiga viðræður um friðargerð að hefjast í ná- grenni Washington um mánaða- mótin með milligöngu fulltrúa Bandaríkjastjórnar. Meginástæðan til að friðarlíkur hafa vænkast er að Bosníustjórn hefur nú í fullu tré við serbnesku aðskilnaðarsinnana sem hófu ófriðinn. Þegar Bandaríkjastjórn ákvað loks að beita sér í Bosníu og leysti þar með hernaðarmátt NATÓ úr læðingi sáu Bosníu- Serbar fljótt sitt óvænna og fólu Slobodan Milosevic Serbíuforseta samningsumboð fyrir sína hönd. Við loftárásir flughers NATÓ lamaðist jafnframt fjarskiptakerfi Serba, herstjórn þeirra fór úr skorðum og kjarkur liðsins brast. Þessi er skýringin á sigurgöngu Bosníuhers og Króata síðustu vik- urnar um Bosníu vestan- og norð- anverða. Rjúfi því Serbar vopnahléð þar sem þeir standa enn betur að vígi, svo sem við Sarajevo, er Bosníu- her í aðstöðu til að þjarma að síð- ustu virkjum þeirra í Norður- Bosníu, Prijedor og Banja Luka. Síðarnefnd borg er sú eina sem Serbar ráða enn af stærri borgum Bosmu. Til að glæða friðarviljann hjá Bosníumönnum eru stofnanir eins og Evrópusambandið og Alþjóða- bankinn farnar að gera áætlanir og leggja drög að fjárveitingum til að reisa landið úr stríðsrústum. Meginskilyrði Bosniustjórnar fyrir vopnahlénu var að íbúum Sarajevo væru tryggð mannsæm- andi lífsskilyrði með því að Serbar hindruðu ekki lengur að borgarbúum bærist rafmagn og gas. Ánnað skilyrði er að opnaðar verði tvær leiðir frá Sarajevo til Gor- azde, þar sem Serbar hafa haldið 60.000 manns í her- kví við ömurlega aðbúð misserum saman. í friðarviðræð- um í Bandaríkjun- um í næsta mán- uði, þar sem full- trúi Bandaríkja- stjómar á að bera boð milli deiluað- ila, á svo að leitast við að skapa skil- yrði fyrir formlegri friðarráðstefnu í París, að líkindum eftir áramót. Þar Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson koma til skjalanna öll ríkin í fimm velda sambandshópnum um Bosníustríðið, Bandaríkin, Bret- land, Frakkland, Rússland og Þýskaland, auk deiluaðila. Meginviðfangsefnið á hvorum tveggja vettvangi verður að fjalla um stjórnskipan Bosníu. Sam- kvæmt þeim meginlínum sem þeg- ar hafa verið lagðar verður land- inu skipt í tvær einingar og skal sú sem Serbum tilheyrir ná yfir 49 af hundraði svæðisins. En jafn- frámt er gert ráð fyrir heildar- stjórn og þingi fyrir ríkið allt. Stjórnskipan skal vera lýðræðis- leg, búseta frjáls og flóttafólki heimilað að hverfa til fyrri heim- kynna. Þótt tekið sé fram að ríkisein- ingunum tveim í Bosníu skuli heimilt að koma á sérstöku sam- bandi við nágrannaríki, er með þessu hafnað kröfu aðskilnaðar- sinna Serba um stofnun Stór- Serbíu með innlimun stórra hluta af Bosníu og Króatíu í þá Serbíu sem fyrir er. I þessu skyni var stríðið hafið, bæði í Króatíu og Bosníu, og Mi- losevic Serbíuforseti gerði að- skilnaðarsinnum fært að brjóta undir sig land í upphafi með því að veita þeim liðsinni Júgóslavíu- hers og hervæða þá úr vopnabúr- um hans. Hvar sem aðskilnaðar- sinnar náðu yflrhöndinni fylgdu þjóðernishreinsanir, knúðar áfram með fjöldamorðum, nauðg- unum, ránum og brennum. Flótt- inn sem brast á meðal óbreyttra borgara Serba í Krajina, þegar Króatíuher tók héraðið á ný, staf- aði af því að fólkið bjóst við sömu meðferð og trúbræður þess undir vopnum höfðu áður beitt Króata sem bjuggu þeirra á meðal. Talið er að tvær milljónir manna hafi hrakist frá heimOum sínum til þessa í stríðinu í Bosn- íu. Tvö hundruð þúsund eru fallin eða týnd, flest óbreyttir borgarar. Óttast er að þeir týndu hvili flest- ir í fjöldagröfum eins og þeim sem komið hafa í ljós eftir því sem Serbar eru hraktir af fyrri yfir- ráðasvæðum. Alræmdasti fjöldamorðinginn í röðum Serba, Zeljko Raznjatovic eða Alkan að kenninafni, kom frá Serbíu til yfirráðasvæðis Serba í Norður-Bosníu með bófaflokk sinn fyrir nokkrum vikum. Lið- veisla hans fólst eins og fyrri dag- inn í að ofsækja Króata og múslíma, sem enn var þar að finna, með misþyrmingum og morðum og ræna síðan eigum þeirra, en þannig hefur Alkan fjármagnað einkaher sinn frá upp- hafi. Hann er sagður handgenginn Milosevic Serbíuforseta. Tveir franskir friðargæsluliðar úr sjúkrasveit tefla skák á illræmdasta vígasvæði Sara- jevo, „Leyniskyttustíg" úti fyrir Holiday Inn hótelinu, fyrsta vopnahlésdaginn. Símamynd Reuter skoðanir annarra if ^ ^ ' Á 1 Kóngur styrkir tengslin „Þegar Haraldur konungur og Sonja drottning leggja upp í þriggja vikna ferð um Bandaríkin eru þau að styrkja og efla tengsl sem hafa mikla þýð- ingu fyrir Noreg. Já, Bandaríkin hafa aukna þýö- ingu fyrir okkur, einkum á hinum pólitíska vett- vangi. Eftir að við höfnuðum aðild að ESB fær gam- alt samband okkar við Bandaríkin nýtt inntak. Bandaríkin koma ekki í stað Evrópu en þau geta veitt okkur kærkominn sálfræðilegan stuðning, nú þegar viö erum einangraðri í heiminum en nokkru Sinni.“ Úr forustugrein Aftenposten 10. október. Eftirlit bak við luktar dyr „Ríkisstjórnin hyggst breyta lögum um upplýs- | ingaskyldu stjórnvalda þannig að samskipti ríkis- jj endurskoðunar við ráðuneytin og stofnanir þeirra ; verði ekki gerö opinber fyrr en Stórþingið hefur I fengið málin til endanlegrar meðhöndlunar. Þaö þýðir að mál sem fjalla um óreiðu og óleyfilega ráð- stöfun á opinberu fé verða hulin almenningi þar til þau eru svo gömul að fréttagildið hefur rýrnað. Ríkisstjórnin vill forðast sakfellingu á frumstigi mála. En það hlýtur að mega forðast slíkt án þess að færa eftirlit með framkvæmdavaldinu á bak við luktar dyr. Úr forustugrein Vaart land 11. október Lögregluklúður í Simpsonmáli „Niðurstaéan (kviðdómsins) var skiljanleg þegar miskunnarlaus afhjúpun á klúðri lögreglunnar í Los Angeles er höið i huga. Rannsóknarmenn lög- reglunnar gerðu svo margar skyssur að fjall sönn- unargagna gegn Simpson líktist uppblásinni sand- hrúgu. Þegar öllu er á botninn hvolft verður þetta mál í minnum haft vegna þess aö lögreglan skaðaði það.“ Úr forustugrein The New York Times 5. október

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.