Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Qupperneq 11
TIV LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995
11
„Þú skalt gera þér. grein fyrir
því, góði, að hér er hundahald
bannað,“ segir kona sem komin er
af léttasta skeiði. Á meðan hún
horfir ástlausu augnaráði á mann
og hund strýkur hún ketti sem er
nýkominn frá því að míga í sand-
kassa nágrannanna og bætir svo
við að það sé hvergi friður fyrir
þessum hundum. Lyftudyrnar lok-
ast á eftir henni og köttur og kona
fara áleiðis upp þær átta hæðir sem
í húsinu eru.
Hundurinn, sem á ættlegg sem
hund fram af hundi hefur ásamt
eigendum sínum byggt þetta harð-
býla sker norður í Dumbshaíi,
skynjar að hann er í háska staddur
og rófan, sem venjulega er upp-
hringuð að hætti hins íslenska fjár-
hunds, leggst á milli fóta hans og
eyrun, sem undir eðlilegum kring-
umstæðum standa þráðbeint upp í
loftið, leggjast eins og slytti niður
með höfði hans. Hann skynjar að
húsbónda hans er brugðið og þeir
félagar læðast lúpulegir út úr flöl-
býhshúsinu.
Maður, hestur
og hundur
íslandssagan geymir fjölda sagna
þar sem garpar fyrri tíma lentu í
mannraunum og brutust með
norðanáttina í fangið með harðfylgi
til byggða. Undantekningarhtið var
hundur með í för og oftar en ekki
átti hann þátt í björgun húsbænda
sinna. Maður, hestur og hundur
skópu eina órofa hehd og eru sú
mynd sem upp úr stendur þegar
íslandssögunni er flett. Eftir að
þjóðin siðvæddist og skreið út úr
moldarkofunum og inn í blokkirn-
ar, raðhúsin og einbýhshúsin tók
Fulltrúar öfgahópanna tóku til við að berja niður skilti um allar trissur þar sem hundar voru bannaðir. Öskju-
hlíðin, Laugavegurinn og Laugardalurinn fengu sín skilti þar sem mynd af hundi blasti við og rautt strik er
dregið yfir óvættinn. Væntanlega náðu þó ofsóknirnar hápunkti þegar íslenski fjárhundurinn var bannaður á
afmæli lýðveldisins á Þingvöllum. DV-mynd Brynjar Gauti
væri þetta athvarf ekki til staðar
ef hundar borgarinnar væru ekki
svo heppnir að núverandi forsætis-
ráðherra hélt uppi, innan borgar-
stjórnar, nauðvörn fyrir hunda á
þeim tíma sem hann sat sem borg-
arstjóri.
Hundur í eigu Reykvíkings gefur
höggstað. Ágreiningur um bíla-
stæði, bílskúr, börn og nánast hvað
sem er leiðir iðulega th atlögu að
hundi. Ófá dæmi eru um að hefð-
bundnar nágrannaeijur verði á
endanum deila um hund. Jafnvel á
landsbyggðinni er slíkt einnig
þekkt.
Hundurog
fiskveiðistjórnun
í vestfirsku sjavarplássi, nánar
tiltekið á annáluðu snjóflóðahættu-
svæði, lifðu nokkrar fjölskyldur í
þokkalegu samlyndi. Tíminn leið
við leik og störf þar sem flestir
undu glaðir við sitt. Fólk skiptist á
að horfa til fjalla th að vara hvað
annað við hinum hvíta ógnvaldi
sem beið færis í fjallsbrúninni. Ein-
hverjir voru með hunda eins og
gengur en ekki olli dýrahaldið var-
anlegu ergelsi í þorpssálinni. Á ein-
hverju stigi kom þó upp deha mihi
tveggja einstaklinga við götu eina.
Deilurnar, sem stóðu um hvernig
stjórna bæri fiskveiðum, mögnuð-
ust og urðu að báli í fréttablaði
fjórðungsjns. Framan af var tekist
á um efnisleg atriði en á endanum
var heimilishundur annars dreg-
inn inn í deiluna. Sjá mátti á prenti
á síðari stigum að sá sem dehuna
hóf ætti asnalegan hund og ljótan
bh. Enn eru sagnfræðingar vestur
á fjörðum að leita logandi ljósi að
tengslunum mihi stjórnkerfis fisk-
Hundur gefur höggstað
hún til við að hafna uppruna sín-
um. Hundurinn var skyndhega
orðin hin mesta óþurftarskepna og
ákveðið var að aflúsa þjóðfélagið.
Fulltrúar öfgahópanna tóku th við
að beija niður skhti um allar triss-
ur þar sem hundar voru bannaðir.
Öskjuhlíðin, Laugavegurinn og
Laugardalurinn fengu sín skhti þar
sem mynd af hundi blasti við og
rautt strik er dregið yfir óvættinn.
Hámark ofsóknanna
Væntanlega náðu þó ofsóknirnar
hápunkti þegar íslenski fjárhund-
urinn var bannaður á afmæli lýð-
veldisins á Þingvöhum. Reykjavík-
urborg er fræg að ýmsum endem-
um. Þar má ganga niður Laugaveg-
inn hrækjandi, ælandi og beijandi.
Hæfilegt ofbeldi er í lagi og reyndar
við hæfi. Lögreglan htur varla upp
úr kaplinum eða krossgátublaðinu
þegar einhver kvartar undan því
að hafa verið laminn eða hálfkyrkt-
ur. Fréttist aftur á móti af mann-
veru á miðnæturgöngu á sama stað
með hund sinn er allt sett í gang
og maður og hundur eru umsvifa-
laust teknir úr umferð. „Sástu ekki
skhtin?“ spyr ábúðarfullur varð-
stjóri um leið og hann gerir hun-
deigandanum hugsanlega grein
fyrir því að hundurinn sæti gæslu-
varðhaldi og verði væntanlega af-
lífaður á næstunni.
Skálmöld
í miðbænum
Th eru fleiri fundargerðir frá
fundum nefnda og stjóma borgar-
innar sem fjalla um hundahald
heldur en vanda miðbæjarins þar
sem skálmöld ríkir að meðaltah
þijú kvöld í viku. Heilbrigðisnefnd
Reykjavíkur er meira og minna
upptekin af því að finna leiðir th
að útrýma einhveijum þeirra 5
þúsund hunda sem búa ýmist ólög-
lega eða gegn undanþágu í nöpru
skjóh borgarinnar og nornaveið-
arnar eru í hámarki.
Fræg er eftirleit lögreglunnar í
Reykjavík að tveimur hundum þar
sem húsleitarheimild var fengin th
að óargadýrin gengju ekki laus.
Leitin náði ekki aðeins th heimhis
hundanna heldur fór lögreglan
nokkrum sinnum til sjúkrar aldr-
aðrar móður eigandans th leitar.
Önnur eins tilþrif höfðu ekki sést
þar á bæ síðan tugir lögreglu-
manna leituðu í Breiðholtinu
barna sem foreldrarnir höfðu num-
ið á brott th að forðast langan arm
barnaverndamefndar. Annað ný-
legra dæmi er af öryrkja sem hafði
ahar hugsanlegar ástæður til að fá
að hafa hund th að létta sér lífið
og hafa af félagsskap. Stofnana-
kerfi borgarinnar er væntanlega
nú á útopnuðu við að svipta við-
komandi ánægju af dýrahaldinu.
Það má þó segja lögreglunni til
hróss að mörgum þar á bæ blö-
skrar atgangurinn. Þetta má
merkja af því sem gerðist þegar
starfsmaður hehbrigðiseftirlits
Laugardagspistill
Reynir Traustason
eyddi sunnudegi í að ræsa út lög-
reglu til höfuðs hundum. Varð-
stjórinn, sem væntanlega verður
gerður að heiðursfélaga Hunda-
vinafélagsins, taldi lögguna hafa
öörum hnöppum að hneppa en að
hlaupa á eftir hundum um allan
bæ og nefndi að hugsanlega væri
meiri ástæða th að gæta Finnlands-
forseta. Þetta varð hinum yfir-
vinnuglaða heilbrigðiseftirlits-
manni tilefni th að kvarta við lög-
reglustjóra sjálfan.
Borgin er þó ekki alvond og þar
er eitt athvarf þar sem hinir for-
dæmdu mega vera með hunda sína.
Reykjavíkurborg leysir vanda
sinna skítugu bama. Á Geirsnefi
era hundar leyfðir. Þar fara menn
hring eftir hring með hunda sína
og úr andlitum bæði hunda og
manna skín sú von að sá dagur
renni að eigendur og hundar megi
samanlagt öðlast lágmarksréttindi
til að lifa í sátt við samfélagið. Fólk-
ið skiptist á reynslusögum á borð
við þá þegar ég flæmdist úr blokk-
inni og þegar löggan kom með hús-
leitarheimildina af því að ég var
ekki sammála formanni húsfélags-
ins um það hvort handriðið ætti
að vera metri eða einn og hálfur
metri.
Svæði hinna
fordæmdu
í jaðri svæðis hinna fordæmdu
era skhti þar sem veiðimenn hvetja
hundaeigendur th tihitssemi svo
þeir geti óáreittir drepið lax eða að
minnsta kosti meitt hann. Eflaust
veiða og hunds sem hlýtur þann
dóm nágranna síns að vera asna-
legur. Sömu örlög era búin öðrum
hundum um allt land því þegar efn-
isleg rök þrýtur er ráðist á hund
andstæðingsins.
Hringrás hinna
útskúfuðu
Deilur um hundahald í Reykjavík
hafa vakið verðskuldaða heimsat-
hygh. Borgin við Sundin sem bann-
aði hundinn söng ein ástsælasta
hljómsveit þjóðarinnar. Flest
menningarsamfélög hafa áttáð sig
á þvi að hundur og maður eiga
samleið. Það þýðir þó ekki að hund-
ar eigi afskiptalausir að gera þarfir
sínar í helgustu reiti samfélagsins.
Þvert á móti þýðir það að ákveðin
menning verður th og hundar og
eigendur þeirra fylgja settum regl-
um. Eigendurnir þrífa upp eftir
hunda sína og sæta ábyrgð ef dýrin
gerast brotleg.
Á meðan hundaeigendur um ah-
an hinn vestræna heim spóka sig
með hunda sína um götur og stræti
án þess að verða fyrir teijandi aðk-
asti samborgara sinna þá heldur
hin eilífa hringrás hinna útskúfuðu
á Geirsnefi áfram og borgarstjórn
Reykjavíkur eyðir meiri tíma og
orku í að þrengja svæði hinna for-
dæmdu en að losa miðborgina við
skrhinn. -rt