Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 12
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 12 erlend bóksjá Metsölukiljur I ••••••««••••##• Bretland Skáldsögur: 1. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 12. Tom Clancy: Debt of Honour. 3. Patrlcla D. Cornwell: The Body Farm. 4. Maeve Blnchy: The Glass Lake. 5. Len Delghton: Falth. 6. Jane Austen: Pride and Prejudice. 7. Josephine Cox: A Llttle Badness. 8. John Irvlng: A Son of the Circus. 9. Robert James Waller: The Brldges of Madison County. 10. John Grisham: The Chamber. 1 Rit almenns eölis: 1. Alan Bennett: Writlng Home. 2. Blll Bryson: Made in America. 3. lan Botham: Botham: My Autoblography. 4. A. Little & L. Silber: The Death of Yugoslavla. 5. Andy McNab: Bravo Two Zero. 6. Jung Chang: Wlld Swans. 7. Julian Critchley: A Bag of Bolled Sweets. 8. Stephen Hwklng: A Brief History of Tlme. 9. J. Lowell & J. Kluger: Apollo 13. 10. Bill Bryson: The Lost Contlnent. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Robert J. Waller: Broerne i Madison County. 2. Jung Chang: Vilde svaner. 3. Peter Hœg: De máske egnede. 4. Josteln Gaarder: Sofles verden. 5. Barbara Vine: Astas bog. 6. Allce Hoffmann: ’ Lysenes nat. I 7. Llse Norgaard: Kun en plge. (Byggt á Polltiken Sondag) vísindi________________________ I Sama hver linar bakverk Ekki virðist skipta nokkru máli hvort leitaö er til heimilis- | læknisins, sérfræðingsins eða | hnykklæknisins vegna verkja í mjóhrygg, þegar litiö er á þann tíma sem það tekur sjúklinginn að fá bót meina sinna. Þetta eru niöurstöður bandarískrar rann- sóknar sem nýlega var sagt frá í New England læknablaðinu. Að- almunurinn var fólginn í verð- lagningunni og þar kom heimil- islæknirinn hagstæðast út. Það voru vísindamenn við há- skóla Norður-Karólínu í Chapel Hill sem önnuðust rannsóknina. | Þeir fylgdust með 1555 bakveiki- sjúklingum í hálft ár og spurðu þá spjörunum úr um heilsufarið. Rækta gerviskeljar Breskir efnafræðingar segjast hafa fundið upp aðferð til að rækta gerviskeljar. Þær ættu að geta komið að miklu gagni á mörgum sviðum, svo sem við skurðlækningar. Efnafræðingarnir, sem starfa í við háskólann í Bath, blönduðu saman olíu, vatni og ákveðnu [ efnasambandi, svipuðu því sem | notað er í þvottaefni og gerir S vatni kleift að skola óhreinindin !burt. í þetta blönduðu þeir svo kalsíumbíkarbónati sem breyt- | ist í kalsíumkarbónat, efnið sem er í náttúrulegum skeljum. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Seamus Heaney, írska nóbels- verðlaunahafanum, var fagnað sem þjóðhetju þegar hann kom heim úr leyfi sínu í Grikklandi. írski forsæt- isráðherrann var í fararbroddi þeirra sem tóku á móti honum á flugvellinum í Dublin og síðar um daginn var Heaney, Marie konu hans og þremur börnum þeirra boð- ið til forseta landsins. í kjölfarið hafa fylgt móttökur og veislur til að fagna þessum nýjasta nóbelsverð- launahafa íra. í viðtölum, sem birst hafa við He- aney síðustu daga, hefur hann lagt áherslu á nauðsyn þess að láta verð- launin breyta sem minnstu um líf sitt og starf. Hann gerir sér hins vegar glögga grein fyrir því að næstu mánuðina muni hann hafa lítinn frið til að sinna köllun sinni og er vel undir þann darraðardans búinn vegna persónulegra kynna sinna af sumum þeim sem hafa áður staðið í sömu sporum. Ný Ijóðabók á leiðinni „Ég er afskaplega kátur með að handrit að nýrri Ijóðabók liggur nú þegar hjá útgefanda mínum, er reyndar í próförk sem stendur," seg- ir Heaney í viðtali við Irish Times. „Það er líka von á bók með þýðing- um eftir mig. Svo það koma nú á einu ári út eftir mig þrjár bækur. Það gefur manni tíma til að taka pásu.“ Ein þeirra bóka sem Heaney nefn- ir hér er safn fyrirlestra um ljóða- Seamus Heaney - handhafi bók- menntaverðlauna Nóbels árið 1995. Umsjón Elías Snæland Jónsson gerð sem hann flutti í Oxfordhá- skóla á árunum 1989-1993, en hún nefnist-The Redress of Poetry. Nýja ljóðabókin, sem er sú fyrsta í fimm ár, er væntanleg á markaðinn eftir áramót undir heitinu The Spirit Level. Og þýðingin sem hann nefndi er á fjögur hundruð ára gömlu Ijóði sem íjallar um dauða lítillar telpu. Heaney vakti strax athygli með fyrstu ljóðabók sinni fyrir um þrjá- tíu árum. Death of a Naturalist heit- ir hún. í kjölfarið hafa fylgt níu aðr- ar ljóðabækur. Yrkir í risinu Heaney, sem er 56 ára, er upp- runhinn í írskri sveit en býr í ein- býlishúsi í Dublin. Skrifstofa hans er í litlu herbergi í risinu. Þar ræð- ur einfaldleikinn ríkjum. Hann var að sjálfsögðu spurður að því hvort þær 60-70 milljónir króna sem fylgja nóbelsverðlaunun- um myndu breyta lífsmynstri hans á næstu árum. „Ég hef ekki hugsað út í það enn- þá,“ svaraði hann blaðmamanni Ir- ish Times. „Tilhugsunin skelfir mig eiginlega. Peningar skipta miklu máli fyrir marga en ég hef alltaf átt erfitt með að hugsa um slíkt. En auðvitað er þetta mikil blessun sem ætti að hafa í fór með sér að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af ellilaunun- um.“ En hvað um áhrif verðlaunanna á skáldið Seamus Heaney? „Ég held að þau muni ekki hafa áhrif á starf mitt,“ segir hann. „En ef þau hafa einhver áhrif verður það vonandi til hins betra. Þar á ég við að þetta gefi mér aukið frelsi. Ég hef síðustu árin reynt að hemja sjálfan mig, eyða meiri tíma í þögninni með sjálfum mér. Að taka mér tíma - því að tíminn styttist." Metsölukiljur 1 I Bandaríkin Skáldsögur: 1. Sidney Sheldon: Nothlng Lasts Forever. 2. Danielle Steel: Wings. 3. Patrlcla Cornwell: The Body Farm. 4. Stephen King: Insomnia. 5. Roger MacBride Allen: Showdown at Centerpolnt. 6. Carol Shields: The Stone Dlaries. 7. Celeb Carr: The Allenlst. 8. Nelson DeMille: Spencervllle. 9. Judith Mlchael: A Tangled Web. 10. Dick Francls: Wlld Horses. 11. Tom Clancy: Debt of Honor. 12. Phlllip Margolin: The Last Innocent Man. 13. Betina Krahn: The Perfect Mistress. 14. John T. Lescroart: The 13th Juror. 15. K.E. Woodiwiss og fleiri: Three Weddlngs and a Kiss. Rit almenns eölis: 1. Tim Allen: Don't Stand to Close To a Naked Man. 2. Rlchard Preston: The Hot Zone. 3. Paul Relser: Copplehood. 4. Mary Plpher: Reviving Ophelia. 5. LouAnne Johnson: Dangerous Minds. 6. Thomas Moore: Care of the Soul. 7. J. Lovell & J. Kluger: Apollo 13. 8. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 9. Jill Ker Conway: True North. 10. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 11. Clarissa Plnkola Estés: Women Who Run wlth the Wolves. 12. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Slngs. 13. Hope Edelman: Motherless Daughters. 14. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 15. Bailey Whlte: Mama Makes up Her Mind. (Byggt á New York Times Book Rovlew) Hausverkur ; geitanna Nýjustu mælingar sýna að' þegar tveir geithafrar stangast á verður höfuðkúpa þeirra fyr- | ir sextíu sinnum þyngra höggi heldur en sem dugir til að möl- | brjóta ennisbein í mannskepn- unni. Ýmislegt skýrir hvers vegna geiturnar eru svona harðar af sér. 1 ennisholunum eru þær | með beinkamba sem verka eins | og stuðpúðar milli tveggja laga k ennisbeinsins en það er þó ekki öll skýringin. Annar hluti skýringarinnar felst í því hvernig höfuðkúpu- beinin mynda fellingar sem vernda þau, ásamt sterkum hnakkavöðvum og brjóskskíf- um milli hálsliðanna, gegn skaðlegum áhrifum högganna. Mengunin fer í hjartað Mikil loftmengun af völdum kolmónoxíðs eykur hættuna á því að eldra fólk fái hjarta- kvilla. Þetta eru niðurstöður | rannsóknar sem gerð var í sjö -bandarískum borgum. Meðal annars kom í ljós að hægt var að rekja sex prósent hjartabilana, sem urðu tilefni innlagnar á sjúkrahús. til kolmónoxíðs. Helsta uppspretta kolmónoxíðs í andrúmsloftinu er útblástur bifreiða. Þótt hættan sé fremur lítil bendir rannsóknin þó til þess að mengunin gæti átt hlut að máli hjá þúsundum hjartasjúk- linga um öll Bandarikin. Hvalir nota hljóð til að rata um hafdjúpin Enda þótt hvali reki alltaf öðru hverju upp í fjörur landsins eru þeir þó engu að síður ótrúlega góðir siglingafræðingar, ef svo má að orði komast. Á hverju ári rata þeir aftur á þær slóðir þar sem þeir finna sér maka og ungviðið fæðist. Á því ferðalagi fara margir þeirra þúsundir kíló- metra. Rannsóknum á þeim skynfærum sem hvalir nota til að rata er ekki að fullu lokið. Vísindamenn hafa engu að síður aflað sér sífellt meiri vit- neskju á undanförn- um árum. Þess verður því væntanlega ekki langt að bíða að leyndar- dómur rathæfileika hval- anna verði endanlega af- hjúpaður. Hvalir hafa samskipti hver við annan. Hvalasérfræðingurinn G”nther Behrmann, sem starfar við Alfred Wegener rannsóknarstofnun- ina í Bremerhaven í Þýskalandi, segir að ákveðin hljóð sem forustu- hvalur sendir frá sér framkalli sam- eiginlegar aðgerðir allra hinna hval- anna og líkist það eiginlegu tungu- máli. Hvalir nota einnig hljóð til að gera sér mynd af umhverfi sínu með því að nema bergmál hljóðsins. Á sama hátt geta þeir staðsett bráð þegar þeir eru í leit að æti. Hvalir geta framkallað bæði mjög háa og mjög lága tóna, hljóðbylgjur sem eru frá tólf til 320 þúsund rið á sek- úndu. Til samanburðar má geta þess að maðurinn getur aðeins numið hljóð á bilinu sextán til tuttugu þús- und rið. Lægstu tónarnir, allt að 100 rið- um, heyrast um margra kílómetra veg undir vatni og mynda berg- mál sem hvalimir eiga auð- velt með að nema. Hvalir nota aðallega þessa lágu tóna til að rata eftir. í loftrýmum sem umlykja eyrna- hylki hvalanna hef- ur Behrmann fund- ið skynfæri sem nemur sveiflur eyrnahylkjanna. Behrmann hefur sett fram þá tilgátu að þessi skynfæri geri hvölum ein- mitt kleift að skynja hina lágu tóna þar sem hylkin virki sem eins konar jarð- skjálftamælar. Háu tónana nota hvalir til að uppgötva fremur litla hluti í næsta nágrenni, fyrst og fremst þó við fæðuöflun, svo og til að deyfa bráðina. Til að greina lágt bergmál frá þessum háu tónum þurfa hvalir sérstakt móttök- ulíffæri sem er nærri þeim stað það- an sem tónarnir eru sendir út. Líffæri þetta er svo næmt að hval- ir geta fundið mynt sem er undir einum millímetra að þykkt liggjandi á steini i gruggugu vatni, afrek sem háþróaðasta tækni getur ekki skák- að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.