Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Síða 25
JLJ 'V'' LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995
Mnlist 25
ísland
- plötur og diskar—
| 1. ( 1 ) Pottþétt 1
Ymsir
I Z ( 2 ) The Great Escape
Blur
t 3. ( - ) (What’s the Story) Morning Glory
Oasis
# 4. ( 3 ) Reif í budduna
Ýmsir
# 5. ( 4 ) One Hot Minute
Red Hot Chili Peppers
t 6. ( - ) Daydream
Mariah Carey
i 7. ( 5 ) Súperstar
Úr rokkóperu
t 8. ( 9 ) Sólstrandargæjarnir
Sólstrandargæjamir
# 9. ( 7 ) Outside
David Bowie
110. (10) Throwing Copper
Live
#11.(8) Circus
Lenny Kravitz
112. (13) ígóðumsköpum
Papar
# 13. (12) Bítilæði
Sixties
# 14. ( 6 ) Rocky Horror
Úr rokksöngleik
# 15. (11) Weezer
Weezer
116. (20) Bad Boys
Ur kvikmynd
117. (Al) Exit Planet Dust
The Chemical Brothers
118. ( - ) Help
Ymsir
# 19. (16) French kiss
Úr kvikmynd
#20. (18) Dangerous Minds
Úr kvikmynd
1
London
-lög-
) 1. ( 1 ) Fairground
Simply Red
| 2. ( 2 ) Mia-Shapes/Sorted For E’S & Wizz
Pulp
| 3. ( 3 ) Boombastic
Shaggy
t 4. ( 5 ) Living Next Door to Alice
Smokie R Roy Chubby Brown
# 5. ( 4 ) You Are not Alone
Michael Jackson
| 6. ( 6 ) Fantasy
Mariah Carey
t 7. ( - ) When Love & Hate Collide
Def Leppard
t 8. (12) Lightof MyLife
Louise
) 9. ( 9 ) Stayin Alive
N-Trance R Richardo Da Force
t 10. (11) ril Bethere for You
Rembrants
New York
-lög-
) 1. (1 ) Fantasy
Mariah Carey
) 2. ( 2 ) Gangsta’s Paradise
Coolio featuring LV
) 3. ( 3 ) You Are not Alone
Michael Jackson
) 4. ( 4 ) Kiss from a Rose
Seal
) 5. ( 5 ) Runaway
JanetJackson
) 6. ( 6 ) Waterfalls
TLC
t 7. ( 8 ) Only Wanna Be with You
Hootie & The Blowfish
# 8. ( 7 ) I Can Love You like That
AII-4-One
t 9.(10) AslLayMeDown
Sophie B. Hawkins
t 10. ( - ) I Got 5 On It
Luniz
Bretland
— plötur og diskar—
t 1. ( - ) (What’s the Story) Morning Glory
t 2. ( - ) Design of a Decade 1986/1996
JanetJackson
# 3. (1 ) Daydream
Mariah Carey
# 4. ( 2 ) Greatest Hits 1985-1995
Michael Bolton
# 5. ( 3 ) The Great Escape
Blur
# 6. ( 5 ) Stanley Road
Paul Weller
t 7. ( - ) All You Can Eat
K.D. Lang
t 8. ( - ) The X Factor
Iron Maidcn
t 9. (12) PictureThis
WetWetWet
# 10. ( 7 ) D’eux
Celine Dion
Bandaríkin
— plötur og diskar —
t 1.(3) Jagged Little Pill
Alanis Morrissette
) 2. ( 2 ) Dangerous Minds
Úr kvikmynd
# 3. (1 ) Crackcd Rear View
Hootie And The Blowfish
t 4. ( - ) All I Want
Tim McGraw
t 5. ( - ) GreatestHits 1985-1995
Michael Bolton
# 6. ( 4 ) One Hot Minute
Red Hot Chili Peppers
# 7. ( 5 ) Crazysexycool
TLC
# 8. ( 6 ) E 1999 Eternol
Bone Thugs ’N’ Harmony
) 9. ( 9 ) Frogstomp
Silverchair
#10. ( 7 ) The Woman In Me
ShaniaTwain
Hjálpum ungum Bosníubúum
— breskir tónlistarmenn leggja lið með því að gefa út plötu með hraði
Umslag plötunnar Help. Ekki vannst tími til að fá auglysingateiknara eða hönnuði til að vinna það svo að John Squires í
Stone Roses snaraði verkinu af.
Ýmislegt skyndi- er til í heimin-
um: skyndikonur, skyndikaffi og
þess háttar en skyndiplötur eru fá-
heyrðar ef ekki einsdæmi. Nokkrir
breskir tónlistarmenn, flestir í yngri
kantinum, tóku sig þó til fyrir
nokknun vikrnn og bjuggu til eina
slíka. Þeir hljóðrituðu í snatri hátt í
tuttugu lög og lögði til á plötuna Help.
Ágóðanum af sölu hennar á að verja
til stríðshrjáðra bama í Bosníu.
Platan kom út fyrir um það bil
mánuði í Bretlandi og seldist á fyrsta
degi í 71 þúsund eintökum. Það dugði
henni til að fara rakleiðis í efsta sæti
breska vinsældalistans. Fyrsta upp-
lagið hvarf því eins og dögg fyrir sólu
og þegar búið var að framleiða svo
mikið að unnt væri að dreifa plöt-
unni til annarra Evrópulanda tók
salan þar einnig við sér svo að um
munaði.
Stjörnufans
Flestir sem á annað borð eru af-
lögufærir eru vitaskuld tfl í að leggja
fram fé til styrktar bágstöddu fólki.
En eitthvað hefur platan Help tfl að
bera fyrst hún fær slikar viðtökur
strax á fyrsta degi sem raun ber vitni.
Þar hefur sá stjömuskari sem ffarn
kemur á henni vitaskuld sitt að
segja.
Fyrst skal telja „gamla fólkið. Paul
McCartney er á plötunni og tekur
þátt í flutningi gamla Bítlalagsins
Come Together. Paul Weller er
reyndar skráður sem aðalflytjandi
þess og hann nýtur meðal annarra
aðstoðar Noels GaOaghers, gítarleik-
ara Oasis. Sinead O’Connor lagði tO
upptöku sína á gamla laginu Ode to
BiOy Joe sem reyndar misritaðist á
opinberum og vitlausum lagalista
plötunnar sem Ode to BOly Joel!
Noel GaOagher var ekki eini Oas-
is maðurinn sem tók þátt í gerð plöt-
unnar Help. Hljómsveitin í heild
hljóðritaði lagið Fade Away og naut
aðstoðar kvikmyndaleikarans
Johnnys Depps á gítar. Kate Möss
stórfyrirsæta var í hljóðverinu með-
an lagið var hljóðritað en hennar er
ekki getið sem flytjanda. Af öðrum
hljómsveitum, sem leggja málefninu
lið, má nefha Portishead, The LeveO-
ers, Suede, Charlattans og Manic
Street Preachers. Þarna em einnig
The Boo Radleys, Terrorvision, Sto-
ne Roses og Seymour, öðru nafni
Blur. Neneh Cherry og Trout leggja
tO eitt lag og fleir i koma við sögu sem
of langt mál yrði upp að telja.
Hraðar hendur
Það vora forsvarsmenn hjálpar-
stofnunarinnar War Child eða
Stríðsbam sem leituðu tO tónlistar-
fólksins um aðstoð og það brást
skjótt við. Það var reyndar skoðun
Johns heitins Lennons að það ætti
aOt eins að gefa út skyndiplötur rétt
eins og dagblöð og segja má að með
plötunni Help hafi hugmynd
Lennons orðiö að veruleika. Platan
var hljóðrituð, hljóðblönduð ogfram-
leidd í verksmiðjum á örfáum dög-
um og þegar dreiflng fyrstu eintak-
anna er með talin tók útgáfan ekki
nema tæpa viku. Lögin vom hljóð-
rituð hingað og þangað um Evrópu
frá miðjum sunnudegi ffarn tO mið-
nættis aðfaranótt þriðjudags. Og
fyrstu eintökin vom seld á laugar-
degi. AOar upptökur urðu að fara um
hendumar á Brian Eno sem var yf-
irhljóðblandari verkefhisins og ým-
islegt gekk á áður en þær komust tO
hans. Upptaka Neneh Cherry var tO
dæmis stöðvuð á flugvellinum í
Malaga í nokkurn tíma. Manic Street
Preachers tóku sitt lag upp í Frakk-
landi og sá sem átti að koma hljóð-
ritinu tO Lundúna missti af Ermar-
sundsferjunni og þurfti að fara um
göngin undir Ermarsund í staðinn.
Á ýmsu gekk við að koma móður-
upptökunni tO ýmissa ffamleiðslu-
fyrirtækja í Blackbum og Telford í
Englandi sem og til Frakklands,
Þýskalands og HoOands. Veöur setti
sitt strik í reOcninginn. T0 dæmis
átti þyrla að fljúga með upptökuna
tO Blackpool. Ekki viðraði tO flugs
svo að ekið var með upptökuna í bif-
reið og maður á reiðhjóli skutlaði
henni síðasta spölinn. En aOt tókst
vel að lokum og útkoman er sú að
Help er sú stúdíóplata sem stystan
tíma hefur tekið að gera í 118 ára
sögu hljómplötuútgáfu í heiminum.
Svo mikið gekk á við að koma plöt-
unni út að ekkert á disknum sjálfúm
gefur tO kynna um hvaða lög og flytj-
endur sé að flnna á henni. Og á um-
slaginu em heldur engar upplýsing-
ar. Það þurfti því að auglýsa í blöð-
um og koma því að í blaðagreinum
hverjir stæðu raunverulega að út-
gáfu þessarar sannkölluðu skyndi-
plötu tO styrktar bágstöddum böm-
um í Bosníu.