Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 31
DV LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995
31
Hinn dæmigerði vers I unarskó lanemi samkvæmt skoðanakönnun meðal nemenda:
Skemmtanaglaður sjálfstæðis-
maður sem vill tekjujöfnuð
- rætt við nokkra fyrrum verslunarskólanema um tíðarandann á þeirra sokkabandsárum
Þórður B. Sigurðsson, núverandi forstöðumaður Reiknistofu bankanna, sem bókarinn (Þorsteinn Bjarnason) á
skemmtun hjá verslunarskólanemum á sinum tíma. Liklega er um skemmtiatriði á nemendamóti Verslunarskól-
ans að ræða.
Sjötti áratugurinn:
Skólinn gerði
mér vel
Ef marka má skoðanakönnun sem
gerð var meðal verslunarskólanema
þá er hinn dæmigerði verslunar-
skólanemi stuðningsmaður Sjálf-
stæðisflokksins, hlynntur fjárstuðn-
ingi ríkisins við bændur og fylgjandi
því að ríkið reyni að jafna tekjur
fólks. Hann fær vasapeninga að
heiman, lætur foreldra sína borga
skólagjöldin, fer í ljós einu sinni í
mánuði, er sáttur við það samband
sem hann er í hverju sinni, hefur
fyrstu kynmökin 15 tii 16 ára, reykir
ekki en drekkur einu sinni til tvisvar
sinnum í mánuði, hneigist til vinnu
með námi þegar líður á skólagöng-
una og dreymir um aö fara til Banda-
ríkjanna.
Skoðanakönnunin var gerð
snemma á þessu ári og gefur hún,
að sögn sérfræðinga, glögga mynd
af námsmönnum ef haft er í huga að
níu af hveijum tíu svöruðu þeim
spurningum sem lagðar voru fyrir
þá.
Margt forvitnilegt kemur fram í
könnuninni. Meðal annars að 40 pró-
sent þeirra sem fá undir fimm í ein-
kunn á jólaprófi hafa íhugað að
fremja sjálfsmorð og tæp 28 prósent
nemenda hafa yfirleitt íhugað að
fremja sjálfsmorð. 225 nemendur af
um 900 dagskólanemendum eiga bíl,
tæp 80 prósent fá stundum vasapen-
ing eða reglulega, um helmingur
nemenda fer einu sinni til tvisvar í
mánuði í bíó og minnihluti þeirra er
andvígur ESB-aðild. Loks má geta
þess að þegar könnunin var fram-
kvæmd voru vinsælustu íslensku
hljómsveitirnar meðal verslunar-
skólanema: Spoon, Unun og SSSól.
Á þessu ári eru 90 ár frá því að
Verslunarskóli íslands var stofnað-
ur. Fyrstu áratugina var einungis
hægt að ljúka verslunarprófi þaðan
og það var ekki fyrr en árið 1945 sem
fyrstu stúdentarnir brautskráðust
frá skólanum. í tilefni afmælisins og
þeirra vitneskju sem liggur fyrir um
hinn dæmigerða verslunarskóla-
nema tíunda áratugarins leitaði DV
til nokkurra valinkunnra einstakl-
inga, sem stundað hafa nám við skól-
ann allt frá fimmta áratugnum til
þess áttunda, og bað þá um að lýsa
dæmigerðum verslunarskólanema
síns árgangs.
Fimmti áratugurinn:
Undantekning
að nemendur
ynnu með
skóla
—segir Ólafur Skúlason
Ólafur Skúla-
son, biskup ís-
lands, segir það
hafa einkennt
sinn tíma í skó-
lanum að í hon-
um hafi verið
fólk á ólíkum
aldriþvímargir
hafi komið utan af landi þar sem víða
var enginn framhaldsskóli eftir
barnaskóla.
„Annað sem var áberandi var að
aðeins litill hluti nemenda ætlaði að
ljúka stúdentsprófi frá skólanum.
Hvað stjórnmálaskoðanir varðar þá
taldi Heimdallur sig eiga verslunar-
skólanema eins og þeir lögðu sig. Það
gengu listar um bekkina þar sem
nemendur voru hvattir til inngöngu
í félagið."
Ólafur segir pólitískar umræðu
ekki hafa verið áberandi í skólanum,
hins vegar hafi komið mikil hreyfing
á fólk þegar ólætin urðu fyrir utan
alþingishúsið 30. mars 1949 vegna
undirritunar vamarsamningsins.
Hann segir það hafa heyrt til und-
antekninga að nemendur hafi unnið
með skólanum, nema í jólafríum.
Skemmtanalífið fólst í dansæfingum
sem hafi verið vel sóttar en helstu
skemmtistaðir hafi verið Tjarnarbúð
og Sjálfstæðishúsið. Þegar Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason skólastjóri ' hafi svo
komið til að líta á dansæfingarnar
hafi aUir borið virðingu fyrir honum.
- segir Guðlaugur Bergmann
„Ég var nú
eini kommún-
istinn í skólan-
um á þessum
tímaogvarallt-
af uppi í pontu
að rífast við
þessa pabba-
stráka, sem ég
kallaði, sem létu borga allt fyrir sig.
Það má segja að ég hafi verið hálf-
gerður ljóti andarunginn á þessum
tíma í skólanum og stungið nokkuð
í stúf. Margt af því sem einkenndi
okkur sem vorum í Verslunarskólan-
um á þessum' tíma hefur ekkert
breyst miðað við hinn dæmigerða
verslunarskólanema nú. Þeir studdu
allir Sjálfstæðisflokkinn meira og
minna. Ég man eftir einum fram-
sóknarmanni og ég held að hann
hafi verið útskúfaðri en ég. Ég held
að kynmakaaldurinn, 15 til 16 ára
nú, hafi verið sá sami og þá og ég er
ekki frá því að það hafi verið draum-
ur margra að komast til Bandaríkj-
anna,“ segir Guðlaugur Bergmann.
Hann segir skemmtanalífið hafa
verið nokkuð gott og helstu veitinga-
staðimir hafi verið Þórskaffi og
Breiðfirðingabúð. Helsta hljómsveit-
in var að sjálfsögðu KK.
„Verslunarskólinn gerði mér vel
og þessir krakkar, sem voru með
mér, eru allir hiö besta fólk og hafa
náð miklum árangri í sínu lífi.“
Sjöundi áratugurinn:
í jakkafötum,
vatnsgreiddir
og með bindi
—segir Asgeir Hannes
í mínum ár-
gangi voru allir
fæddir fasistar
og nasistar,
nema Þorsteinn
Pálsson, sem er
fæddur á Sel-
fossi. Við vor-
um allir í
jakkafótum, vatnsgreiddir og með
bindi. Viö vorum svo heppnir að
vakna til lífsins í rokkinu og uxum
úr grasi með bítlunum. Viö vorum í
þeirri stöðu sem allir öfunda okkur
af. Viö höfðum kynmök út um allt
og jafnvel í fundarherberginu. Þetta
var áður en Bob Dylan hafði eyðilagt
gleðina í tónlistinni. Við studdum
Bandaríkin ákaft í Víetnamstríðinu
og hræktum á hasshausana í
menntaskólunum ef við sáum þá. Við
vorum að skemmta okkur á daginn
og veitti ekki af því að vera vakandi
á nóttunni," segir Ásgeir Hannes Ei-
ríksson um sinn árgang.
Hann segir dansæfingar enn hafa
verið við lýði þegar hann var við nám
í Verslunarskólanum en böllin hafi
verið á betri vertshúsum bæjarins.
eins og Sjálfstæðishúsinu. Aðspurð-
ur um vinsælustu hljómsveitirnar
segist Ásgeir aldrei muna eftir hljóm-
sveitum, hins vegar muni hann eftir
nokkrum barþjónum og búið.
Áttundi áratugurinn:
Pernod meðal
tískudrykkja
—segir Jafet Ólafsson
„Menn gengu
nokkuð fínir til
fara á þessum
tíma - strák-
arnir margir í
jakka með
bindi og stelp-
urnar í pilsum.
Þetta var glað-
vær hópur sem tók lífið mátulega
alvarlega og skemmtanalífið skipaði
stóran sess sem hluti af skólagöng-
unni. Gamla Sigtún var aðaldans-
staðurinn þar sem skólaböllin voru
haldin en Glaumbær skipaði samt
stóran sess þótt oft væri erfitt að
komast þar inn og röðin væri löng.
Þá var gott aö þekkja Geira dyra-
vörð,“ segir Jafet Ólafsson sem lauk
stúdentsprófi frá VÍ 1973.
Hann segir tískudrykkina hafa ver-
ið Pernod, Blue nun og Baccardi en
menn byrjuðu að drekka seinna á
þessum tíma en nú er, voru kannski
að bragða vín í fyrsta skipti þegar
!þeir byrjuöu í skólanum. Helstu
1 hljómsveitimar voru Náttúra, Flow-
ers, Hljómar og Trúbrot.
í. -PP