Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 35
A>V LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995
43
Breskur prófessor telur Kensington- steininn ófalsaðan:
um sannleiksgildi
aftur í dagsliósið
í nýlegri grein í The Sunday
Times dregur Robert Hall, prófessor
í málfræði við Cornell-háskóla, fyrri
kenningar um Kensington-steintöfl-
una, sem fannst við Kensington í
Minnesota í Bandaríkjunum, í efa
og segir þær beinlínis rangar. Til
þessa hafa fræðimenn haldið því
fram að Kensington-steintaflan sé
fölsuð og þaulhugsað gabb en
steinninn fannst er bóndi nokkur af
sænskum uppruna, Öhman að nafni
var að ryðja akur og felldi tré á jörð
sinni í Kensington, ekki langt frá
Minesota, árið 1898.
Komu að félögunum
í blóði sínu
Á töflunni, sem samkvæmt áletr-
un er frá árinu 1362, er að finna
rúnaletur sem segir frá því þegar 30
víkingar komu að 10 félögum sínum
blóði drifnum og dauðum en á þá
hafði verið ráðist af innfæddum
Ameríkumönnum. Eftir að hafa
hreinsað töfluna upp þá kom
Öhman henni fyrir í héraðsbankan-
um þar sem hún var til sýnis. Sú
staðreynd að fornar norrænar rúnir
væri að finna á steininum vakti þeg-
ar talsverða athygli.
Dreg í efa að nokkuð
nýtt sá komið fram
- segir Jesse Boyck fræðimaður
„Ég hef ekki kynnt mér rann-
sóknir prófessors Roberts Hall,
en mér finnst mjög ólíklegt að
nokkuð nýtt hafi komið fram
sem kollvarpar fyrri kenning-
ym. Ég myndi að minnsta kosti
þurfa að sjá það,“ segir Jesse
Boyck, bandarískur bókmennta-
fræðingur og mikill áhugamað-
ur um íslenskar fornbókmenntir
og fornleifafræði.
„Það var prófessor í Banda-
ríkjunum sem hét Erik Wa-
hlgeen. Hann fór til Chicago á
fjórða áratugnum. Þar fann
hann í kjallara á veitingastöðum
rúnir og komst að því að almenn
vitneskja var um rúnanotkun í
Bandaríkjunum meðal nor-
rænna manna þar á sínum tíma.
Þetta var eiginlega í tísku í nor-
rænum byggðum þar. Það voru
einnig til matseðlar ritaðir á
rúnaletri þarna og allir gátu les-
ið þetta.“
Boyck, sem skoðað hefur
steininn segir að ef reynt sé að
rýna í rúnirnar þá komi í ljós að
um 19. aldar sænsku sé að ræða,
sem reynt hafi verið að gera
eldri með oröalagsbreytingum.
„Þetta er ekki fornnorská frá 13.
og 14. öld og að auki fannst hann
í Minesota sem er nokkuð langt
frá ströndinni," segir Boyck.
Hann segir fjöldann allan af
steinum með rúnaletri hafa
fundist í Bandaríkjunum. Flest-
ir þar sem norrænir nýbúar hafi
numið land en ekki jafn margir
þar sem ítalir hafi tekið sér
fasta búsetu. Hvað sem þessu
líður þá sé Kensington-steinn-
inn mjög vel falsaður. Hver sá
sem það gerði hafi haft þekk-
ingu á sögum sem voru á fárra
vitneskju á þeim tíma sem hann
kom fram.
Til þessa hafa vísindamenn hald-
ið því fram að steintaflan sé fölsuð á
19. öld af norrænum mönnum. Hvað
sem því líður hefur steintaflan, sem
varðveitt er á safni í Minnesota,
dregið að sér fjölda áhugasamra
ferðamanna.
Steinninn er ekta
Prófessor Robert Hall hefur rann-
sakað bæði málfræði textans, sem
er að finna á steintöflunni, og kring-
umstæður fundarins. Niðurstaða
hans er sú að efasemdarraddir um
uppruna steintöflunnar eiga ekki
við rök að styðjast. „Það hafa verið
miklar umræður um hvort steinn-
inn' sé falsaður eða ekki,“ sagði
hann í samtali við The Sunday
Times. „Mitt álit er að steinninn sé
ekta. Það er enginn möguleiki á að
hann sé falsaður og ómögulegt að
nokkur hafi haft þekkingu til þess
að falsa hann.
Steinninn skiptir miklu máli fyr-
ir Bandaríkin. Við getum nú með
fullri vissu sagt að hópar norrænna
manna hafi flakkað um álfuna. Við
getum ekki lokað augunum fyrir því
að almenn vitneskja var um Amer-
íku löngu fyrir komu Kólumbusar
hingað."
Hall heldur áfram og segir að þeir
hafi hins vegar líklegast komið um
Grænland og tekið land í líudson-
flóa. Þaðan hafi þeir siglt á bátum
niður Rauðá til miðvesturríkjanna.
í samtali við Morgunblaðið í vik-
unni sagði hann enn fremur þess
fullviss að engin merki 19. aldar
sænsku sé að finna í rúnaletrinu.
Sennilega sé um að ræða mállýsku
sem notuð var í Bohusléni, sem er í
V-Svíþjóð, við norsku landamærin,
og þess vegna sé þýðingarlaust að
benda á frávik þegar það er borið
saman við forníslensku. Hall telur
einnig líklegt að rúnirnar beri keim
af daglegu talmáli en hefðbundnum
rúnaáletrunum. Loks segir Hall að
hefðbundið arabískt talnakerfi hafði
verið í notkun í N-Evrópu á öld.
Bandarfkin
Leið Víkinganna?
Það voru ekki innbyrðis deilur víkinga sem ollu þvf að 10 þeirra lagu í valn-
um á meginlandi Bandaríkjanna heldur árás innfæddra, er ritað á Kens-
ington-steininn. DV-mynd GVA
Afi alvarlegur maður
Enginn vafi leikur á að Grænland
var numið af norrænum mönnum
árið 982, undir forystu Eiríks rauða,
og þar þreifst norræn byggð í nær
500 ár. Kenningar sagnfræðinga,
sem eru ekki nýr sannleikur fyrir
íslendinga með grunnskólapróf, eru
á þann veg að Leifur Eiríksson hafi
haldið forinni áfram í vestur og
numið Bafflnsland og mörg önnur
héruð í nágrenninu, þar á meðal
Vínland sem staðsett hefur verið
einhvers staðar í Bandaríkjunum.
„Afi var ekki þannig maður að
gera sér það að leik að hafa aðra að
háði og spotti," sagði Lalard Kol-
berg, dóttursonur Edward Ohman’s,
annars þeirra sem fann steintöfl-
una, nýlega.
-PP
Augljos fölsun
- segir Jónas Kristjánsson handritafræðingur
„Þessi steinn er eiginlega merki-
legt fyrirbæri því hann er svo aug-
ljós fölsun. Það má heita að hvert
einasta orð í áletruninni sé yngra en
gert er ráð fyrir eða vitlaust útbúið.
Að auki er efnið líka heldur undar-
legt og aðstæður allar lygilegar,"
segir Jónas Kristjánsson handrita-
fræðingur um Kensingtonsteininn.
Hann segir steininn hins vegar
hafa öðlast öflugan stuðningsmann
fljótlega eftir að hann fannst, Jalmar
Holand.
„Hann kom til Kensington 1907 til
að afla efnis í bók um siglingar vest-
ur. Hann var mjög ógagnrýninn og
langaði til þess að hann væri ekta og
skrifaði um hann fjölda ritgerða og
nokkrar bækur. Á 50 ára afmæli
safnsins var steinninn svo sýndur á
Smithsonian-safninu í Washington á
virðulegum stað, líklega að frum-
kvæði Holands. Við þetta fékk hann
mikla uppreisn og auglýsingu," seg-
ir Jónas.
í kjölfar þessa voru fengnir fræði-
menn frá Norðurlöndum, þar á með-
al Sven B.F. Jansson, einn fremsti
fræðimaður Svía og seinna þjóð-
minjavörður þar í landi, til að rann-
saka steininn. Sven hélt fyrirlestur
hér á landi eftir að hann hafði fram-
kvæmt rannsóknir sínar og birtist
fyrirlesturinn í Skírni, tímariti Hins
íslenska bókmenntafélags, árið 1950.
Annað helsta ritið um Kensington-
steintöfluna, sem Jónas nefnir, er
eftir Erik Vahlgren.
Þrenn meginrök
í grein Janssons eru dregin fram
helstu rök efahyggjumanna og
þeirra sem telja steininn falsaðan
eða seinni tíma gerð. Segja má að
þau séu þríþætt: í fyrsta lagi nefna
menn það að endingar vantar á öll
orð. í nútíma sænsku, en rúnirnar
eru ritaðar á sænsku, eru engar end-
ingar en í sænskum handritum frá
þeim tíma sem steinninn er sagður
vera; 14. öld, fyrirfinnast beygingar-
endingar likt og í íslensku þar sem
beygingarendingarnar hafa varð-
veist.
í öðru lagi eru búnar til nýjar
rúnir fyrir arabíska tölustafi á stein-
inn en Jónas segir að ævinlega hafi
rómverskar tölur verið notaðar á
þessum tíma. Þessar nýju rúnir,
kallaðar Kensington-rúnir, og aðrar
rúnir á steininum eru oft notaðar til
hliðsjónar þegar aldur annarra
rúnasteina og uppruni er ákvarðað-
ur en fjölmargir slíkir hafa fundist i
Bandaríkjunum, .
í þriðja lagi hefur verið reynt að
fyrna steininn, það er gera hann
eldri. Jónas segir að svo virðist sem
sá sem bjó til steininn, falsaði hann,
hafi vitað að „þ“ hafi verið í forna
málinu þar sem „d“ er í nútíma
sænskunni. „Þ“ er þannig sett alls
staðar inn, jafnvel á þá staði þar
sem það á ekki heima, til dæmis
stendur á steininum „þag“ í stað
„dag“ og'*„þeþ“ i stað „ded“. Þarna
er því bæði um ensk áhrif og fyrn-
ingu að ræða með notkun „þ“ því
auðvitað er átt við „dauðir“.
Ártalið vekur
grunsemdir
Jónas segir að ártalið á steinin-
um, 1362, veki einnig athygli. Forn-
ar heimildir herma að konunglegur
Jónas Kristjánsson handritafræð-
ingur.
norskur/sænskur leiðangur hafi
verið fyrirhugaður til Grænlands
um þetta leyti til að efla kristnina.
Eftirrit af þessu heimildum hafi ver-
ið gefnar út aðeins 10 árum áður en
steinninn fannst. Ekki er ljóst af
heimildunum hvort af leiðangrinum
varð, hvað þá heldur hvort þeir sem
í hann hugsanlega fóru komu aftur.
Þetta eru þau rök sem Jónas
Kristjánsson taldi til og finna má í
Skírni og víðar og benda til þess að
steinninn sé falsaður.
PP