Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Qupperneq 36
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 „í mínum huga er það ekki sjálfgef- ið að starf leikhússtjóra á Akureyri sé eins konar stökkpallur fyrir sams konar störf annars staðar. Því er þó ekki að neita að leikhúsiö hér gefur ýmsa möguieika á að prófa sig áfram í þessu starfi en þegar ég kom til starfa á Akureyri var ekki ætlunin að fara fljótt aftur. Ég var ráðinn til þriggja ára sem er lengri ráðningar- tími en áður hafði tíðkast hér, áður hafði oftast verið miðað við tvö ár, en sumir forvera minna höfðu ekki verið út þann tíma. Minn ráðningar- samningur átti hins vegar að renna út í vor og það hafði ekki komið al- varlega til tals að ég héldi áfram. Það var því ekki óeðlilegt að ég færi að líta í kringum mig og ég fékk áskor- anir frá Reykjavík um að sækja um starf leikhússtjóra LR í Borgarleik- húsinu," segir Viðar Eggertsson, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akur- eyrar, um aðdraganda þess að hann sótti um og fékk stöðu leikhússtjóra við Borgarleikhúsið í Reykjavík. Viðar svarar þannig þeim röddum sem heyrst hafa að leikhúsmenn úr höfuðborginni noti gjaman stöðu leikhússtjóra á Akureyri sem stökk- pall fyrir sambærileg störf í Reykja- vík. Menn vitna þá t.d. til þess að Sigurður Hróarsson, sem Viðar tek- ur við af sem leikhússtjóri Borgar- leikhússins, hafi komið þangað úr stöðu leikhússtjóra á Akureyri. Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri; Líkar vel á Akureyri „Ég lét leikhúsráðið hér vita af því í júní að ég væri aö hugsa um að sækja um starfið hjá Leikfélagi Reykjavíkur þannig að það kom ekki flatt upp á neinn hér. Umsóknar- fresturinn var svo að renna út án þess að nokkur viðbrögð kæmu frá leikhúsráðinu svo ég sótti um og fékk stöðuna hjá Borgarleikhúsinu. Mér hefur líkað mjög vel á Akureyri og finnst þessi tími hafa hðiö mjög hratt. Ég hefði því alveg geta hugsað mér að vera hérna lengur,“ segir Viðar. „Það hefur verið mitt markmið síð- an ég tók við starfi leikhússtjóra á Akureyri að efla leikhúsið og gera það að sterku atvinnuleikhúsi. Ég hef horft til þess að það er fjarri öðr- um atvinnuleikhúsum og þar af leið- andi brýnt að ráða til þess Ustræna stjómendur annars staðar frá, eins og leiksfjóra og leikmyndateiknara. Það er nauðsynlegt öhu leikhúsfólki að kynnast nýjum viðhorfum og nýj- um straumum og stefnum og takast á við nýjar hugmyndir. Af þeim sök- um hefur verið starfandi mikiU fjöldi leikstjóra hér við húsið sem hafa yf- irleitt komið frá Reykjavík. Þetta hefur haft það í för með sér m.a. að fólkið hér hefur kynnst nýjum og fjölbreyttum vinnubrögðum og leik- húsfólkið sem hingað hefur komið hefur kynnst leikhúsfólkinu hér. Skrefið hefur svo verið stigið enn lengra í vetur meö því að fá hingað Ustræna stjómendur frá öðrum lönd- um, frá írlandi og Noregi. í fyrsta verkefni vetrarins, sem er Drakúia og við erum að fmmsýna nú um helg- ina, enrni við einmitt með írskan leikstjóra, Michael Scott, og írskan leikmynda- ogbúningateiknara, Paul McCauley. í næsta verkefni LA, sem er Sporvagninn Gimd, fáum við tvo menn frá Noregi. Annar þeirra er að vísu íslendingur, Haukur J. Gunn- arsson, en hinn er Norðmaðurinn Svein Lund-Roland sem er einn „Mér hefur líkað mjög vel á Akureyri og finnst þessi timi hafa liðið mjög hratt. Ég hefði því alveg geta hugsað mér að vera hérna lengur," segir Viðar. DV-myndir GK þekktasti leikmyndateiknari á Norð- urlöndum. Þetta ém allt mjög hæfir Ustamenn og mikill akkur fyrir leik- húsfólkið hér að kynnast vinnu- brögðum þeirra. Þetta ásamt öðm segir ákaflega mikið um stöðu Leik- félags Akureyrar." Kraftaverk - Er ekki daglegur rekstur leikhúss- ins ákaflega erfiður? „Reksturinn gengur ótrúlega vel miðað við þann þrönga stakk sem leikhúsinu er skorinn. Óneitanlega var þaö mjög merkileg ákvörðun að gera leikhúsið á Akureyri að at- vinnuleikhúsi á sínum tíma þvi það var viðurkenning á því að fólk á landsbyggðinni á sama rétt á menn- ingarUfi og fólk í höfuðborginni. Þaö verður að vísu að segja það eins og það er að þetta er enn bara í orði en ekki á borði því leikhúsinu hér er ætlað miklu minna fé til að gera svip- aða hluti og gerðir em í hinuro at- vinnuleikhúsunum tveimur. Það er eiginlega kraftaverk að Leikfélag Akureyrar skuU halda lífi við þessar aðstæöur. Leikhúsið hér verður að reka á svipuðum forsendum og leikhúsin í ReyKjavík. Á Akureyri vora á síöasta leikári fmmsýnd fimm verk og eitt frá fyrra ári var tekið upp að nýju. Á sama tíma frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur sex leikverk og var með þrefaída Qárveitingu á við LA og það var of lítið fyrir Leikfélag Reykjavík- ur. Þjóðleikhúsið var með 11 leikverk og með sjö sinnum hærri fjárhæð til þess. Hins vegar vita alUr að öll að- föng kosta það sama á Akureyri og í Reykjavík. Þessu til viðbótar vinnur svo Leikfélag Akureyrar á miklu minna markaðssvæði en með ýtrastu hagsýni hefur verið hægt að standa við þær fjárhagsáætlanir sem unnið hefur verið eftir. Heffylgstvel með LR Viðar segir að sem leikhúsmaður hafi hann ávallt fylgst vel með starfi Leikfélags Reykjavíkur. „Ég hef ekki starfað þar nema örsjaldan, aðeins leikiö þar tvisvar, en þangað kom ég reyndar fyrst árið 1971 til að læra að veröa leikmyndateiknari og vom það mín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi. Ég fór í læri hjá Steinþóri Sigurðs- syni og var svo sviðsmaður á kvöldin í gamla Iðnó. Þetta eru nú eiginlega einu kynni mín af LR sem starfsmað- ur en þar starfa margir ágætir vinir mínir og ég hef unnið með sumum þeirra." - Er eitthvað sem þú kvíðir fyrir að takast á við í Borgarleikhúsinu? „Ég var ákaflega verkkvíðinn mað- ur en ágætur vinur minn, Þorgeir Þorgeirson, leysti mig undan því með því að segja að verkkvíði væri ekkert annað en angi af fullkomnunarár- áttu. Ég held að það sé ágætt að vera haldinn henni. Ég fæ ágætan tíma til aðlögunar hjá LR, það líða 8 mánuðir frá því ég kem þar inn um áramótin til þess tíma að ég tek formlega við leikhús- stjórastöðunni og ég mun nýta þann tíma vel. Ég mun fara vel ofan í alia þætti starfseminnar, ræða við alla starfsmenn leikhússins um störf þeirra og undirbúa fyrsta starfsárið sem allra best. Þaö verður einmitt á 100 ára afmæh LR og þaö verður ákaflega skemmtilegt aö hefja starfið við þessar aðstæður. Ég veit því að mín bíða ögrandi, spennandi og án efa erfið verkefni en um leið skemmtileg." Verður „hreinsað til"? - Hyggstu fara sömu leið og Stefán Baldursson gerði þegar hann tók við starfi þjóðleikhússtjóra, að „hreinsa til“ í leikarahópnum? „Ég á auðvitað alveg eftir að skoða þau mál. Ég hef aö sjálfsögðu fylgst vel með sýningum LR og veit nokkuð um það hvaða áht ég hef á getu leik- aranna þar. Mín stefna verður að mynda þéttan og góðan leikhóp og sjá honum fyrir nægjanlegum verk- efnum. Ég get hins vegar ekki sagt neitt um það á þessu stigi hvort ein- hver breyting verður á föstum kjama starfsmanna, það verður bara að koma í ljós. Það verða hins vegar án efa einhveijar skipulagsbreyting- ar innan hússins. Það er grundvaU- arregla í hinum vestræna heimi að þegar nýr leikhússtjóri tekur við eigi hann að taka við hreinu borði, geta stokkað spilin upp, t.d. hvað varðar mannaráðningar, en í spUastokkn- um hjá LR eru mjög margir vel hæf- ir Ustamenn." - Það hefur stundum verið haft á orði að verkefnaskrá LR undanfarin ár hafi ekki verið nægjanlega metn- aðarfull og svokölluö „peningaverk" hafi verið þar fleiri en góðu hófi gegnir: „Það er alltaf erfitt að segja fyrir hvaða verk það eru sem þú kallar peningaverk, það er ekki alltaf gefið hvaða verk fá aðsókn og skUa pen- ingum í kassann og hver ekki. Metn- aðarfuU verk og jafnvel sígild hafa oftar en ekki .skilað vel af sér pen- ingalega. Það er erfitt aö segja í fljótu bragði hvort verkefnaskráin hafi verið rétt en ég get þó sagt að hún Leikhúsið er bæði eigin- kona mín og hjákona -segir Viðar Eggertsson, nýráðinn leikhússtjóri LR í Borgarleikhúsinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.