Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 43
I>V LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 51 Karl Ágúst ípsen, 16 ára kvennaskólanemi, tók viðtal við ungt fólk sem selur blíðu sina. í viðtalinu eru ófagrar lýsingar á aðstæðum fólksins og hvetur Karl Ágúst til þess að Reykvikingar og íslendingar allir horfist í augu við að vændi sé stundað hér á landi. Hann vill að lögregla og borgarbúar allir taki við sér og fari að vinna gegn vændi hér á landi. DV-mynd GS 16 ára strákur sker upp herör gegn vændi og hvetur til aðgerða: Gamlir kallar í leit að góðri skemmtun -segir 14ára vændiskona í viðtali við Karl Ágúst ípsen kvennaskólanema „Ég geri þetta ekki fyrir dóp eöa bús. Ég geri þetta fyrir peningana. Mamma og pabbi eru alkar og eiga enga helvítis seðla svo ég verö bara aö sjá fyrir heimilinu." Þannig hefst viðtal við 14 ára gamla stúlku sem stundar vændi í Reykjavík sem birt- ist í nýjasta hefti af „húmaníska" hverflsblaöinu Granna en þaö er gef- ið út í vesturbænum. Og áfram segir: „Ég læt þessum gömlu köllum líöa vel, þeir gleyma kellingunni og krökkunum og líöur vel... Þetta eru yfirleitt engir perrar. Bara gamlir kallar í leit að góðri skemmtun." Karl Ágúst ípsen er 16 ára nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hann er mikill áhugamaður um fjölmiðlun hefur skrifað fjöida greina í blöð og tímarit og gefið út skóla- blöð. Hann vakti athygli þegar hann skrifaöi grein um vændi í Reykjavík í „húmaníska" hverfisblaðið Granna sem gefið er út í vesturbænum í framhaldi af viötölum við þrjá unga einstaklinga, pilta og stúlkur, sem stunda vændi hér á landi. Viðtöhn tók hann eina kvöldstund fyrir stuttu. Alltof lítil umfjöllun „Það er búið að skrifa svo margar greinar um alla aðra hluti en það hefur lítið sem ekkert verið fjallað um vændi. Gömul kærasta mín átti systur sem stundaði vændi. Ég tók viðtal við hana og hún benti mér á aðra krakka að tala við. Ég tók viðtöl- in á hálftíma hvert og var svo nokkra daga að skrifa þetta og fínpússa text- ann,“ segir Karl Ágúst. í grein með viðtölunum segist hann hafa viljað vekja áhuga á vændi hér á landi því að Islendingar hafi oft státað sig af því að vændi væri ekki til hér. „Vonandi hefur þessi grein ekki aðeins afsannað það heldur komið fólki í skilning um hversu útbreitt það er. Það er einlæg von mín að lögreglan fari að taka sér tak og reyni að drepa niður vændi svo Reykjavík verði ekki að miðstöð vændis á ís- landi,“ segir hann. Reykvíkingar verði að láta til sín taka. Ekki þýði að horfa í hina áttina. og láta sem hlutirnir séu ekki til. Karl Ágúst íps- en, 16 ára kvennaskólanemi, hvetur lesendur sína og alla borgarbúa til að sameinast gegn vændi. Lýsingar viðmælenda Karls Ágústs eru ófagrar. Eins og áður sagði segist 14 ára stúlka selja blíðu sína til gam- alla karla til að geta séð heimih sínu farborða. 16 ára strákur segist hafa selt körlum hkama sinn í tvö ár til að fjármagna eiturlyfjaneyslu sína og segir í viðtahnu að ekki fari fram hjá neinum viðstöddum hversu hátt uppi hann sé. Þriðji viðmælandinn er tvítug stúlka sem sérhæfir sig í pörum og hefúr verið lögð inn á spít- ala eftir aö hafa lent illa í viðskipta- vinum sínum. Alhr viðmælendur Karls Ágústs segjast nota verjur við mök og telja sig óhulta fyrir HlV-veirunni. Tví- tuga stúlkan segist hafa átt við- skiptavin í lögreglunni. Vændisfólkið kom ekki fram undir nafni._______________________-GHS FRÁBÆRT VERÐ Á Creda þurrkurum 5 kg. AUTODRY Tvö hitastig. Veltir tromlunni í aðra óttina. Hæg kæling síðustu 10 mín. Barkinn fylgir með. 3 kg. COMPACT Tvö hitastig. Veltir tromlunni í bóðar óttir. Hæg kæling síðustu 10 mín. Borkinn fylgir með. Rakaskynjari. Verið velkominn í verslun okkar - Opið lougordoga. 10-16. RflFTejflUERZLUN ÍSLflNDS If Skútuvoqi 1 b, 104 Reykjavík. Sími 568 8660 J^pennanTu éók - 7)álílíð ÝÓntantísk - e.n untfitant aUt Létt óg kióHeg 14 mismunandi gerðir af eldhúsvöskum. Einfaldir, tvöfaldir eða þrefaldir - með eða án borðs. / * OPIÐ: MÁNUD. - FÖSTUD. »-18. LAUGARDAG10-16. tryggtng SÍÐUMÚLA 34 (Fellsmúlamegin) SÍMi 588 7332

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.