Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 58
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 JD"V 66 Jón Ólafsson Jón Ólafsson, bóndi í Eystra-Geld- ingaholti í Gnúpveijahreppi, verð- ur sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Jón fæddist í Eystra-Geldinga- holti og ólst þar upp. Hann lauk búfræðiprófi frá bændaskólanum á Hólum 1945 og hefur verið bóndi í Eystra-Geldingaholti frá 1950. Jón starfaði mikið með Ung- mennafélagi Gnúpveija á yngri árum, var formaður þess um skeið og er nú heiðursfélagi þess, sat í hreppsnefnd um árabil, var Búnað- arþingsfulltrúi 1979-94 og hefur gegnt félags- og trúnaðarstörfum á vegum Sjálfstæðisflokksins. Fjölskylda Jón kvæntist 24.6.1950 Margréti Eiríksdóttur, f. 12.12.1925, hús- freyju. Hún er dóttir Eiríks Lofts- sonar, b. í Steinsholti, og k.h., Sig- þrúðar Sveinsdóttur húsfreyju. Börn Jóns og Margrétar eru Ei- ríkur, f. 25.3.1951, b. í Eystra- Geldingaholti; Ólafur, f. 30.4.1953, bílstjóri í Eystra-Geldingaholti; Árdís, f. 27.10.1955, kennari á Eyr- arbakka; Sigrún, f. 21.11.1958, hús- freyja að Syðri-Grund í Svína- vatnshreppi, í sambýli með Þor- steini Guðmundssyni b. þar; Sig- þrúður, f. 17.5.1962, húsfreyja að Tröð, gift séra Axel Árnasyni og eru börn þeirra Pálína, f. 12.2.1991 og Jón Karl, f. 18.2.1995. Systkini Jóns: Inga Ólafsdóttir, f. 1.12.1921, húsmóðir í Reykjavík; Guðrún Olafsdóttir, f. 25.7.1924, d. 28.11.1980, húsmóðir í Reykjavík; Hrefna Ólafsdóttir, f. 30.10.1927, d. 1994, húsfreyja í Akurgerði í Hrunamannahreppi. Foreldrar Jóns voru Ólafur Jóns- son, f. 22.2.1888, d. 31.1.1983, bóndi að Eystra-Geldingaholti, og k.h„ Pálína Guömundsdóttir, f. 27.6. 1891, d. 28.9.1978, húsfreyja. Ætt og frændgarður Ólafur var sonur Jóns, b. í Eystra-Geldingaholti, Ólafssonar, b. á Baugsstöðum, bróður Margrét- ar, móður Brynjólfs Jónssonar á Minna-Núpi. Ólafur var sonur Jóns, b. á Baugsstöðum, Einarsson- ar, og Sesselju, systur Guðrúnar, móður Ámunda á Sandlæk, ættföð- ur Sandlækjarættarinnar og lang- afa Harðar Ágústssonar listmálara og Jóns Sigurðssonar borgarlækn- is. Móðir Jóns í Eystra-Geldinga- holti var Gróa Jónsdóttir, b. á Hrygg í Flóa, Einarssonar, og Guð- laugar Helgadóttur, systur Bjarna, langafa Guðbjarna, föður Sig- mundar, fyrrv. háskólarektors. Móðir Ólafs í Eystra-Geldinga- holti var Ingunn, hálfsystir Vigdís- ar í Miðdal, langömmu Vigdísar forseta, sem var í sveit í Eystraf Geldingaholti á unglingsárunum. Vigdís í Miðdal var amma Guð- mundar frá Miðdal, fóður Errós og Egils arkitekts. Ingunn var dóttir Eiríks Hafliðasonar, b. í Vorsabæ á Skeiðum, bróður Elínar, langömmu Jóns Steinars Gunn- laugssonar hrl. Móðir Ingunnar var Ingveldur Ófeigsdóttir, „ríka“ á Fjalli, Vigfússonar og Ingunnar Eiríksdóttur, ættföður Reykjaætt- arinnar, Vigfússonar. Pálína var dóttir Guðmundar, b. í Hólakoti í Hrunamannahreppi, ísakssonar, b. í Útey, Sigurðssonar. Móðir Guðmundar var Pálína Páls- dóttir. Móðir Pálínu í Eystra-Geldinga- holti var Guðrún, hálfsystir Mörtu, móðurömmu Kristins Péturssonar, fyrrv. alþm. Bróðir Guðrúnar var Valdimar, afi Haraldar Jóhanns- sonar hagfræðings. Guðrún var dóttir Brynjólfs, hreppstjóra og dbrm á Sóleyjarbakka, Einarsson- ar, b. á Sóleyjarbcikka, bróður Matthíasar á Miðfelh, langafa Har- aldar Matthíassonar menntaskóla- kennara og Steinunnar, móður Gests Steinþórssonar, skattstjóra Reykjavíkur. Matthías var einnig langafi Jónu Gróu Sigurðardóttur, Ásgeirs Friðjónssonar fíkniefna- dómara og Álfreðs Flóka. Einar var sonur Gísla, b. á Sóleyjarbakka, Jón Ólafsson. Jónssonar, b. á Spóastöðum, bróð- ur Malínar, ömmu Magnúsar Andréssonar, alþm. í Syðra-Lang- holti, afa Ágústs Helgasonar, alþm. í Birtingaholti, afa ÓJafs Skúlason- ar biskups og föðurbróður Ás- mundar Guðmundssonar biskups. Jón var sonur Guðmundar, b. á Kópsvatni, ættföður Kópsvatnsætt- arinnar, Þorsteinssonar. Móðir Guðrúnar í Hólakoti var Valgerður Guðmundsdóttir. Búnaðarsamband Suðurlands heldur héraðssýningu á hrútum í Árnessýslu að Eystra-Geldinga- holti á afmælisdegi Jóns. Steingrímur Harry Thorsteinsson 80 ára Ingibjörg Pálsdóttir, frá Borgarkoti á Skeiðura, nú búsett að Kirkjuhvoli á Hvols- velli. Ingibjörg tekur á móti gestum í Litla salnum á Hvolí á Hvolsvelli í dag, laugardag,kl. 15.30-18.30. 75 ára i <J csi a J akob Þorsteinsson, Sléttuvegi 13, Reykjavík. Bára Gestsdóttir, Víðilundí 10 F, Akureyri. Egill Ólafsson, Hnjóti I, Vesturbyggð. Einar Steinþórsson, Silfurgötu 38, Stykkishóhni. Ingveldur Gestsdóttir, húsfreyja að Kaldárbakka, Kol- beinsstaðahreppi. _ Eiginmaður hennar var Úlfar Jón- atansson, bóndi að Kaldbárbakka, seraléstl970. Ingveldur Stefánsdóttir, Hraunbæ 4, Reykjavík. 60 ára Sigríður Rögnvaldsdóttir, Álftahólum 4, Reykjavík. Einar Jónsson, Melavegi 8, Hvammstanga. Stelngrímur Magnússon, lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði, Heiðvangi 60, Hafnarfírði. Steingrímur og eiginkona hans, Kolbrún Jónsdóttir, taka á móti gestum að heimili sínu eftir kl. 16.00 idag. Vilborg Jóhannsdóttir, Hafnarbraut 5, Höfii í Hornafiröi. Valgerður Jónsdót t i r, Stapasíðu 20, Akureyri. Ástríður Hauksdót t ir. Arnartanga 32, Mosfellsbæ. Guðmundur B. Haraldsson, Skagabraut 46, Garöi. Rósa Helgadóttir, Hraunbrún 23, Hafnarfiröi. Sesselja Hannesdóttir, Urðarbraut 12, Garði. Helgi Júliusson, Bræðraborgarstíg 53, Reykjavík. Búi Steinn Jóhannsson, Vesturbergi 9, Reykjavík. 40 ára ...!•!" i" " " " "..""""""""... Sigbjörn Björnsson, Lundum I, Borgarbyggð. Guðmundur H. Jóhannsson, Leiðhömrum 34, Reykjavík. Ásbjörn Skúlason, Rauðási ll.Reykjavík. Ægir Lúðvíksson, Hverfisgötu 104 A, Reykjavík. Guðbjörg Nanna Einarsdóttír, Lyngholti6, Keflavík. Þorbjörg Jóhannsdóttir, Hrisateigi 1, Reykjahreppi. Steingrímur Harry Thorsteinsson prentari, Kambaseli 51, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morg- un. Starfsferill Steingrímur fæddist í Pittsfield í Massachusetts í Bandaríkjunum en ólst upp í Reykjavík frá þriggja ára aldri. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti 1935-36 og við Bændaskólann á Hvanneyri frá 1937 og lauk þaöan búfræði- prófi 1939, stundaði nám í prentiðn við Félagsprentsmiðjuna frá 1945 og lauk þaðan sveinsprófi 1949. Steingrímur var túlkur hjá setul- iðinu á stríðsárunum, hann starf- aði við Vísi á árunum 1942-45, við Félagsprentsmiðjuna frá því hann hóf prentnám og til 1957. Þá stofn- aði hann, ásamt öðrum, Stórholts- prent þar sem hann starfaði til árs- loka 1960. Hann starfaði síðan á ýmsum stöðum á sjöunda áratugn- um en lengst í Kassagerðinni og við prentsmiðjuna Odda, vann síð- an í Lithoprenti og Skarði, í Leiftri og loks hjá Gutenberg þar sem hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1987. Eftir þaö starfaði Stein- grímur hjá uranda í tvö ár. Fjölskylda Steingrímur kvæntist 15.10.1942 Ingveldi Thorsteinsson Óskars- dóttur, f. 4.7.1923, húsmóður og lengi starfsmanni við auglýsinga- deild ríkisútvarpsins. Hún er dóttir Óskars Jónassonar, kafara hjá Landhelgisgæslunni, ogk.h., Margrétar Björnsdóttur húsmóð- ur. Börn Steingríms og Ingveldar eru Margrét Thorsteinsson, f. 23.2. 1943, starfsmaður hjá Hafrann- sóknarstofnun, búsett í Reykjavík, gift Páli Svavarssyni, starfsmanni hjá Hafrannsóknarstofnun, og á hún þrjár dætur; Steinunn Thor- steinsson, f. 12.1.1950, ljósmóðir á Reykjavík, gift Magnúsi Torfasyni rafvélavirkja og eiga þau tvö börn; JóhannaThorsteinsson, f. 15.11. 1952, leikskólastjóri í Reykjavík, í sambúð með Hilmari Guðjónssyni myndlistarkennara og á hún þrjú börn; Anna Björg Thorsteinsson, f. 11.3.1954, leikskólakennari í Reykjavík, gift Sigursteini Sævari Einarssyni, yfirkerfisfræðingi hjá Póstgíróstofunni, og eiga þau fjög- ur börn; Birgitta Thorsteinsson, f. 25.8.1957, kennari í Reykjavík, gift Magnúsi Benediktssyni endur- skoðanda og eiga þau tvö börn; Steingrímur Ámi Thorsteinsson, f. 29.7.1966, vélvirki í Reykjavík, en hann á eina dóttur. Hálfsystir Steingríms, samfeðra, er Sigríður Breiöfjörð, f.30.8.1928, húsmóöir í Reykjavík. Albræöur Steingríms eru Axel, f. 13.9.1922, fyrrv. bóndi á Álftarósi og síðar starfsmaður hjá Pósti og síma í Reykjavík, og Halldór, f. 4.2. 1930, fyrrv. bóndi á Álftarósi og síð- ar starfsmaður Pósts og síma í Reykjavík. Foreldrar Steingríms voru Axel Thorsteinsson, f. 5.3.1895, d. 11.12. 1984, rithöfundur, blaðamaður og fréttaritari í Reykjavík, og f.k.h., Steingrimur Harry Thorsteinsson. Jeanne, f. 21.5.1901, d. 1984, dóttir Fafins, listmálara í Liége í Belgíu. Ætt Axel var sonur Steingríms Thor- steinssonar, skálds og rektors í Reykjavík, bróður Áma Thor- steinsson landfógeta, langafa Birg- is Kjaran alþm. Steingrímur var sonur Bjarna Thorsteinson, amt- manns á Arnarstapa, hálfbróður Þorsteins á Hvoli, langafa Stein- unnar, langömmu Jóhönnu Sig- urðardóttur alþm. Bjarni var sonur Þorsteins, b. í Kerlingardal, Stein- grímssonar, bróður Jóns eldprests. Móðir Steingríms skálds var Þór- unn Hannesdóttir, biskups í Skál- holti, Finnssonar, biskups í Skál- holti, Jónssonar. Móðir Þórunnar var Valgerður Jónsdóttir, sýslu- manns á Móeiðarhvoli, Jónssonar. Móðir Axels var Guðríöur Eiríks- dóttir, járnsmiös í Stöðlakoti við Reykjavík, Eiríkssonar. 80 ára 70 ára 60 ára Hildigunnur Jónsdóttir, Heiðargerði21, Reykjavík. Guðmundur H. Þórðarson, rafvirkjameistari og prentmynda- smiður, Ölduslóð28, Hafnarflröi. Hanneraðheiman. Unnur Helgadóttir, Hlíðarvegi45, Siglufirði. Gunnar Skjóldai verslunarmað- Eiðsvallagötu 5, Akureyri. Eiginkonahans erHelgaAðal- steinsdóttirhús móðir. Þautakaámóti gestumíMánasal íSjallanumi dag, laugardaginn 14.10., frá kl. 15.00-19.00. ÓlöfEiríksdóttir, Ljósheimum20, Reykjavík. Hörður Sófusson, Kaplaskjólsvegi 85, Reykjavík. Hilmar Axelsson, Miklubraut 15, Reykjavík. Herborg Guðmundsdóttir, Kárastíg 11, Reykjavík, verður fimmtug á mánudaginn. Hún tekur á móti gestum í Sóknar- salnum, Skipholti 50 A, sunnudag- inn 15.10. kl. 17.00. Þorleifur Eiríksson, Gaukshólum 2, Reykjavík. Hörðalandi 6, Reykjavík. Jón Ásbjarnarson, Guðmunda Oliversdóttir, Byggðarholti 17, Mosfellbæ. Brautarholti 24, Snæfellsbæ. ÞórarinnSveinsson, Magnús Pálsson, Hólum, Reykhólahreppi. Reykjalundi, Mosfellsbæ. Guðrún Þórðardóttir, Björn Guðmundsson, Hæöarby ggð 25, Garðabæ. Breiðvangi 58, Hafnarfirði. Guðmundur StefónSigmunds- son, Vesturhúsum 1, Reykjavík, Heiga Gurli Magnússon leikskólakennari, Eskihlíð 14 A, Reykjavík. Wolfgang Roling, Þelamörk 60, Hveragerði. Signý Ingibjörg Hjartardóttir, Miðtúni 48, Reykjavík. maiia nimoeig uaiuiiBuoiui, Heiðargerði 26, Vatnsleysustrand- arhreppi. Kjartan Viðarsson, Þórunn Edda Eggertsdóttir, Tröllagili 2, Mosfellbæ. Kristján V. Guðmundsson, Austurgötu 16, Keflavík. Auður Hreinsdóttir, Jórufelli 12, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.