Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Blaðsíða 8
Austurlenski veitingastaðurinn
Sjanghæ varð tíu ára í febrúar á
þessu ári. Sjanghæ var því meðal
fyrstu slíkra staða sem opnaðir voru
á íslandi. Sami eigandi, Gilbert Yok
Peck Khoo, hefur verið á staðnum
alla tíð. Gilbert rekur einnig versl-
unina Kryddkofann og nýjan aust-
urlenskan veitingastað á Grensás-
vegi, Fu Manchu.
Gilbert kom hingað til lands árið
1978 frá Englandi en hann er kvænt-
ur íslenskri konu. Honum fannst
vanta austurlenskt veitingahús á ís-
landi og það var ástæða þess að
hann opnaði Sjanghæ á sínum tíma.
Hann segir að staðurinn hafi alltaf
gengið vel enda þekki íslendingar
orðið staðinn.
Gilbert ætlar að gefa lesendum
uppskrift að pekingönd sem er vin-
sæll réttur á Sjanghæ og ekki síður
- á Sjanghæ-vísu
þar sem styttist í
jólin. Það sem
þarf í réttinn er
eftirfarandi:
1 önd
1/2 blaðlaukur
5 kínasveppir
1/2 tsk. fimmta
kryddið
1 msk hois-
insósa
1 tsk. sesamol-
ía
1 tsk. salt
1/2 tsk. hvítur
pipar
1 msk. sojasósa
1 saxaður lauk-
ur
1 saxað hvít-
lauksrif
Pekingönd að austurlenskum hætti frá
veitingahúsinu Sjanghæ.
DV-mynd Brynjar Gauti
1 tsk. saxaður
engifer
3 msk. sykur
matarolía
Öndin er lát-
in hanga í
eldhúsi, helst
í sólarhring.
Blandið sam-
an fimmta
kryddinu og
saltinu og
nuddið vel í
öndina. Leys-
ið sykurinn
upp í vatni.
Öndin er létt-
steikt í
s y k r i n u m
þar til sykur-
inn hylur
hana alla.
Þá er öndin látin hanga í klukku-
tíma eða þar til hún hefur þornað.
Öndin er steikt við 180 gráður í
45-50 minútur og henni snúið öðru
hvoru. Öndin er skorin niður.
Sveppirnir eru saxaðir og lagðir í
bleyti þar til þeir eru mjúkir. Hitið
pönnu og steikið lauk, blaðlauk,
engifer og hvítlauk í 10 sekúndur.
Setjið 2 dl af soöi á pönnuna og lát-
ið sjóða. Bætið síðan hoisinsósu,
sojasósu, salti og pipar og bragðbæt-
ið með samsamolíu. Gott er að setja
sérrí í sósuna.
Öndin er borin fram með hrís-
grjónum. Þeir sem treysta sér ekki
til að elda þennan rétt geta fengið
hann hjá Sjanghæ og kostar hann
2.100 krónur.
-ELA
Súpa með
blaðlauk
kartöflum
og pylsum
- fyrir einn
Hér á eftir fylgir upp-
skrift að „hátíðar“-súpu
með kartöflum og pyls-
um. Lesendum finnst
kannskiekkispennandi
að fá súpu úr þessu hrá-
efni en til huggunar má
nefna að kúmenið og
sýrði rjóminn lyfta
henni upp úr hvers-
dagsleikanum og í
sannkallaðan hátíðar-
búning.
Uppskriftin
1 tsk. kúmen
1 lítill blaðlaukur eða
tveir vorlaukar í
hringjum
2 litlar kartöflur, skorn-
ar í teninga
5 dl kjúklingasoö
1 pylsa skorin í sneiðar
1 msk. sýrður rjómi nið-
urskorinn graslaukur
og steinselja
Aðferð
Kúmenið er ristað í
þurrum potti í nokkrar
mínútur og hellt á
smjörpappír. Blaölauk-
ur og kartöflur eru
soðnar í kjúklingasoð-
inu í 5-6 mínútur eða
þangað til kartöflumar
eru orðnar mjúkar.
Pylsubitamir eru settir
út í. Sýrður rjómi er
■ settur út í ásamt vel
niöurskornum graslauk
og steinselju. Kúmen-
inu er svo bætt ofan á
áður en súpan er borin
fram.
Kartöflu- og pylsu-
súpan bragðast best
með brauði, sérstaklega
hrökkbrauði. -GHS
matgæðingur vikunnar
■ ■
Oðruvísi lambakjöt og
bollur úr hafragraut
„Fólk á svo mikið af lambakjöti
núna að mér datt i hug að gefa les-
endum uppskrift að lambakjötsrétti.
Þó að uppskriftin sé upphaflega
dönsk er hún dálítið þjóðleg og öðru-
vísi en venjulega. Mælt er með boll-
um með réttinum og þess vegna er ég
meö uppskrift að dálítið sérstökum
bollum og svo eplaköku með mar-
sípani. Ég hugsa að kakan sé ekkert
mjög venjuleg en hún er mjög góð,“
segir Auður Aðalsteinsdóttir, kenn-
ari og matgæðingur vikunnar að
þessu sinni.
„Þetta eru mjög einfaldar upp-
skriftir. Ég er ekki mikið í flókinni
matargerð. Bofluuppskriftin er mjög
þægileg, bollurnar eru gerðar úr
volgum afgangi af hafragraut og ger-
ið er sett út í grautinn. Svo datt mér
í hug að gefa uppskrift að þessari
eplaköku af því að ég hef aldrei
smakkað hana hjá öðrum en hún er
mjög góð. Marsípanið og eplin fara
mjög vel saman,“ segir hún.
Öðruvísi
kjöt í karrfi
800 g lambakjöt,
ið smátt
1 msk. smjör
V2 msk. karrí
1 stór laukur
1 súrt epli
300 g.hvítkál
1 lárviðarlauf
salt
pipar
1,5 dl kjötsoð
1 dós sýrður
rjómi
sýrðum rjóma hrært út í.
Meðlæti: Bollur og hrisgrjón.
Hádegis-
bollur
í afgang af ylvolg-
um hafragraut er
settur 1 pakki af
þurrgeri, 2 msk. af
púðursykri og 2
msk. af olíu og
hnoðað upp með
hveiti. Setja
má í það
svolítið
skor-
Kjötið er
brúnað í smjör-
inu og karríi
stráð yfir um
leið. Laukurinn
er saxaður
smátt. Eplið er afhýtt, kjarninn tek-
inn úr og skoriö smátt. Laukur og
epli sett út á pönnuna ásamt fint
skornu kálinu. Látið brúnast. Krydd-
að með lárviðarlaufi, salti og pipar,
kjötsoði bætt út í og látið malla und-
ir loki í 15-20 mínútur eða þar til
kjötið er orðið meyrt. Að lokum er
Auður Aðalsteinsdóttir kennari er matgæðingur vikunnar. DV-mynd BG
hveitiklíð eða sólblómafræ ef vill.
Látið hefast í klukkutíma. Þá er deig-
ið tekið og hnoðað upp aftur.
Bollur eru mótaðar úr deiginu og
látnar hefast um stund á plötunni.
Þær eru penslaðar með eggi og ses-
amfræi og að lokum bakaðar við 200
gráður í 10-12 mínútur.
Eplakaka
með marsípani
3 dl hveiti
100 g smjör
2 msk. sykur
4 msk. kalt vatn
Fylling:
100 g marsípan
3-A súr matarepli
1 dl sykur
100 g smjör _
2 stórar eggjahvítur
Deig er hnoðað úr hveiti,
smjöri, sykri og vatni og látið
bíða um stund á köldum stað,
flatt síðan út í kringlótta
köku. Tertumót er klætt að
innan með deiginu. Deigið er
skorið jafnt frá kantinum og
botninn er pikkaður með gaffli.
Marsípanið er rifið yfir. Smjör
og sykur er hrært þar til það
verður létt og ljóst. Eplin eru
rifin út í smjör-sykurblönd-
una. Eggjahviturnar eru
þeyttar mjög vel og þeim
blandað saman við. Blönd-
unni er hellt yfir deigið í
mótinu og það sem eftir
er af deiginu er skorið í
lengjur og þær lagðar
yfir. Kakan er pensluð
með eggjablöndu og
bökuð við 180-200
gráður í 35 mínútur.
Kakan er góð með
rjóma eða ís.
Auður skorar á vin-
konu sína úr sauma-
klúbbnum, Móeiði
Gunnlaugsdóttur,
kennara og „primus
mótor“ þegar kon-
urnar í sauma-
klúbbnum ætla að
gera eitthvaö saman, að verða næsti
matgæðingur DV.
„Móa er mjög flink í allri matar-
gerð. Það kemur örugglega eitthvað
frumlegt frá henni," segir Auður.-
GHS
Ferskt krydd úti í glugga
Flestar fjölskyldur kaupa
krydd tilbúið í glösum eða pökk-
um í matvöruverslunum en sí-
fellt fleiri rækta sjálfir kryddjurt-
ir og finnst gimilegt að bera mat-
inn fram meö fersku, nýklipptu
kryddi.
Hægt er að kaupa kryddjurtir í
verslunum hér á landi og planta
út í garð á vorin eða hafa í
blómapotti á sólríkum stað allt
árið ef réttu aðstæðurnar eru fyr-
ir hendi. Sumar garðjurtirnar
má taka upp fyrir frost í septem-
ber og halda við i sólríkum
glugga fram í desember.
Yfir skammdegið, desem-
ber-mars, er erfitt að halda flest-
um jurtunum við nema vaxtar-
perur séu við höndina, að sögn
Ingólfs Guðnasonar kryddjurta-
bónda. Jurtirnar þurfa mikla
birtu vegna bragðsins.
Níu jurtir eru bestar
Það eru einkum níu jurtir sem
þrífast í íslenskum garðlöndum
yfir sumarið: garðablóðberg eða
timian, salvía, hjartafró, dill,
graslaukur, steinselja, piparrót,
mynta og skessujurt, og er gott
að planta þessum jurtum um leið
og sumarblómunum á vorin eða
snemma sumars.
Skessujurtin, graslaukurinn,
garðablóðbergið og myntan eru
fjölærar jurtir. Rósmarín, basi-
líkum og estragon er erfitt að
Írækta öðruvisi en i gróðurhúsum
en rósmarínið getur náð tveggja
metra hæö með fallegum blóm-
um.
i
Kryddsmjör
1 hvítlauksrif
2 msk. mulin basilíkumblöð
salt og pipar
75 g smjör
Hvítlauksrifið er afhýtt, marið
og basilíkum blandað saman við.
Smjörið er hrært þar til það er
orðið mjúkt. Þá er því blandað
saman við jurtablönduna. Saltað
og piprað. Kryddsmjörið er kælt.
Borið fram með til dæmis lamba-
kjöti eða grilluðum fiski.
Gott til lækninga
Kryddjurtir hafa verið ræktað-
ar í gegnum tíðina, ekki bara
vegna matargerðar heldur líka til
lækninga. Þannig er gott að setja
fimm dropa af rósmarínolíu í
einn lítra af vatni. Blandan, sem
er bakteriudrepandi, hefur góð
áhrif á bronkítis, inflúensu,
asma og höfuðverk.
Fyrir fótabaðið er gott að setja
eina lúku af þurrkuðu meriani í
einn lítra af vatni. Fyrir kalda og
þreytta fætur er sérlega frískandi
að setja 1,5 dl af ferskri salvíu og
í 3 msk. af grófu salti í 5 lítra af
sjóðheitu vatni.
Þarf aðeins helminginn
Kryddjurtir er í sumum tilvik-
um hægt að kaupa ferskar og nið-
urskornar í pokum. Þegar ferskt
krydd er notað þarf aðeins helm-
inginn af því sem venjulega er
sett í réttinn. -GHS