Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Blaðsíða 28
28
unglingaspjall
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995
Iþróttir í framhaldsskólum
Hvað veit almenningur um
íþróttalíf í framhaldsskólum? Ör-
ugglega ekki mikið. Mín reynsla
sem formaður íþróttaráðs í mínum
skóla (Fjölbraut í Ármúla) er sú að
fólk veit lltið um þessa hlið skólans.
Ekkert er fjallað um íþróttir fram-
haldsskóla í fjölmiðlum og ekki eru
þau samtök innan ÍSÍ sem sjá um
skipulagningu framhaldsskólamót-
anna í íþróttum og auglýsa mótin.
Fyrst ég minntist á þátt samtaka
innan ÍSÍ í skipulagningu mótanna
er eins gott að minnast á það hvern-
ig þau standa sig í þeim málum.
Nýlega var haldið framhalds-
skólamót í knattspyrnu en skipu-
lagning og þátttökugjald á hvert lið
var 6.000 krónur þannig að flestir
skólar voru að borga 12.000 krónur í
keppnisgjöld. Það sem skólarnir
fengu fyrir þann pening var niður-
röðun skólanna í riðla. Síðan þurftu
skólarnir sjálfir að skipuleggja
hvenær þeir kepptu við þá skóla
sem þeir voru með í riðli og borga
allan aukakostnað eins og leigu á
velli og kaup á dómara.
Þau lið sem komust í undanúrslit
fengu síðan veUina sér að kostnað-
arlausu og dómarann en það voru
aðeins 3 lið í karlaflokki og 3 í
kvennaflokki. Að sjálfsögðu var úr-
slitaleikurinn í boði KSÍ.
Svo ég nýti mér nú aðeins að-
stöðu mína þá vann kvennalið FÁ
titilinn yfir framhaldsskólamót í
körfubolta sem KKÍ stendur fyrir og
kallast Liðsveislumótið. KKÍ stend-
ur mjög vel að skipulagningu móts-
ins, þó svo að það hefði mátt fara
fyrr af stað. I mótinu raðar KKÍ í
riðla og úthlutar tíma til að spila
leikina, reyndar í samráði við
íþróttaráð skólanna og útvegar dóm
ara til að dæma. Þarna
ætti KSÍ að taka KKÍ
sér til fyrirmyndar.
Einnig vil ég
minnast á þátt rík-
isins í íþróttamál-
um skólanna. Að
mínu áliti ætti
ríkið að borga tvo
frjálsa íþrótta-
tíma fyrir karla í 1
viku og tvo fyrir
konur. Þetta finnst
mér alveg sjálfsagt
því íþróttalíf í fram-
haldsskólum er veru-
lega stór þáttur í fé-
lagslífi skólanna og
stór hluti nemenda
tekur þátt í
íþróttum.
Eins og
þetta
er í dag þá borga nemendafélögin,
að minnsta kosti í mínum
skóla, fyrir frjálsu tímana í
íþróttum fyrir iþrótta-
fólkið í skólunum. Þetta
er verulega stór biti
fyrir félögin að þurfa
kannski að borga hátt
í 60.000 krónur fyrir
einn klukkutíma í viku
í íþróttahúsi á hálfu ári.
Einar Guðberg Jóns-
son,
nemandi í Fjölbraut í
Ármúla
Einar Guðberg Jónsson.
DV-mynd S
hin hliðin
Vann í bingói sem
ég stjómaði sjálfur
- segir Helgi Már Bjarnason
Helgi Már Bjamason sýnir á sér
hina hliðina að þessu sinni. Helgi
Már hefur séð um útvarpsþáttinn
Party zone i 5 ár og er nú dag-
skrárgerðarmaður á X-inu. Nýver-
ið stóð hann að útgáfu geisladisks-
ins Party zone ’95 þar sem finna
má danstónlist. Helgi Már er fjórða
árs nemi í viðskiptafræði við Há-
skóla íslands en hefur þó unnið
talsvert með námi í skemmtana-
bransanum. Var meðal annars
skemmtanastjóri í Tunglinu
tii nýlega og þá sá hann um
skífuþeytingar í Ingó:
FuHt nafn: Helgi Már Bjarna
son.
Fæðingardagur og ár: 5.
júní 1972.
Kærasta: Karollna
Stefánsdóttir.
Böm: Engin.
Bifreið: Engin.
Starf: Skífuþeytir,
dagskrárgerðarmað-
ur, skemmtanahaldari
og víðskiptafræði-
nemi.
Laun: Ásættanlegt.
Áhugamál: Tónlist,
skemmtanir, félags-
skapur vina minna og
íþróttir.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Utanlandsferð í útskriftar-
happdrætti MS sem ég hafði reynd-
ar einnig umsjón með. Þá vann ég
í bingói á skemmtiferðaskipi á
Miðjarðarhafi.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera? Að vera áhyggjulaus í
góðra vina hópi og sinna áhuga-
málum mínum.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Vakna á morgnana, rukka
laun og umgangast óheiðarlegt
fólk.
Uppáhaldsmatur:
Púrrusteik með öllu,
matreidd af móður
minni.
Uppáhalds-
drykkur: Coca
Cola, Corona
og vatn.
Hvaða íþrótta-
stendur
í dag
þínu mati?
Gísla-
son.
Uppáhalds-
tímarit:
Newsweek,
DJ og
Music.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan eiginkon-
una? Hafdís Þórólfsdóttir, móðir
mín.
Ertu hlynntur eða andvígur rik-
isstjórninni? Ég kýs Sjálfstæðis-
flokkinn en er andvígur ríkis-
stjóminni sem stendur.
Hvaða persónu langar þig mest
að hitta? Prince „Roger“ Nelson.
Uppáhaldsleikari: Get ekki gert
upp á milli Gary Oldman og Ant-
hony Hopkins.
Uppáhaldsleikkona: Get ekki
gert upp á milli Holly Hunter, Meg
Ryan og Hörpu.
Uppáhaldssöngvari: India og
Prince.
Uppáhaldsstjórnmálamaður:
Davíö Oddsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Hermann.
Uppáhaldssjónvarpsefhi: Fréttir
og vandaöir breskir sjónvarps-
þættir.
Uppáhaldsmatsölustaður:
Argentína steikhús.
Hvaða bók langar þig mest að
lesa? Hringadrottinssaga, III.
bindi, eftir JR. Tolkien.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? X-ið.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Krist-
ján, Helgi Party zone og Þossi þeg-
ar hann þegir.
Hvort horfir þú meira á Sjón-
varpið eða Stöð 2? Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig-
uröur L. HaÚ.
Uppáhaldsskemmtistaður: Dans-
vænn Rósenberg-kjallari. Uppá-
haldsfélag í íþróttum: Fylkir.
Stefnir þú að einhverju sérstöku
í framtíðinni? Að vera hamingju-
samlega kvongaður og sáttur við
sjálfan mig.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu?
Naut lífsins, djammaði á Búðum
og Uxa og las undir próf.
-pp
Grunur leikur á að hjónaband Lisu Marie Presley, dóttur Elvis Presley, og
tónlistarmannsins Michaels Jacksons sé ógilt þar sem friðardómarinn, sem
gaf parið saman, hafi farið út fyrir lögsögu sína við vígsluna. Það ætti því
ekki að vera mikið mál fyrir Lisu Marie að losna við Jackson ef hann fer að
leita á unga drengi á nýjan leik.
Hjónaband Lisu Marie og Michaels Jacksons:
Friðardómarinn stóð
ekki rétt að vígslunni
Það verður trúlega engum erfið-
leikum bundið fyrir Lisu Marie
Presley, dóttur Elvis Presleys, að
losna úr hjónabandinu með tónlist-
armanninum Michael Jackson ef
Jackson heldur áfram að taka fé-
lagsskap drengja fram yfir hana.
Jackson komst heldur betur í um-
ræðu í fjölmiðlum fyrir nokkru þeg-
ar hann lenti í málaferlum fyrir að
vera grunaður um misnotkun á litl-
um dreng.
Erlend slúðurblöð segja reyndar
að það verði ekkert mál fyrir Lisu
Marie að fá skilnað því að grun-
semdir séu uppi um að hún hafi
aldrei verið löglega gift Michael
Jackson. Það hafi nefnilega komið í
ljós að friðardómari í Dóminíska
lýðveldinu, sem vígði parið á sínum
tíma, hafi farið út fyrir sína lögsögu
við vígsluna og þar með á hjóna-
vígslan að hafa misst gildi sitt.
Danska vikuritið Billed Bladet
segir að þessi tíðindi séu hugsan-
lega mikill léttir fyrir Lisu Marie
því að hún hafi margoft leitað til
fyrrverandi eiginmanns síns,
Danny Keogh, þó að hún eigi enn að
heita formlega gift Jackson.
Endursagt úr Billed Bladet
Madonna er Evita
Það eru tíu ár síðan fyrsta hug-
myndin kom upp um að gera kvik-
mynd um ævi Evitu Peron en þá
hafði vinsæll söngleikur verið í
gangi víða um heim um þessa
merku konu. Það er Madonna sem
fer með hlutverk Evitu Peron í
myndinni en karlmennimir, sem
leika á móti henni, heita Jonathan
Pryce og Antonio Banderas - báðir
vel þekktir leikarar.
íslendingar eiga líka þátt í þess-
ari kvikmynd því Mezzoforte-
drengirnir, Friðrik Karlsson og
Gunnlaugur Briem, leika undir hjá
Madonnu og félögum.