Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Side 34
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 Rosemary West, átta bama móöir, var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir tíu morö á fimmtudag í einu frægasta sakamáli Bretlands fyrr og síðar. Kviðdómur var einróma í niður- stöðu sinni. Rosemary var fundin sek um öll ákæruatriði, þar á meðal morð á barnungri stjúpdóttur sinni, elstu dóttur sinni, sem þá var 17 ára, og ástkonu eiginmannsins, sem bar bam hans undir belti. Níu líkanna voru grafin upp ásamt reipum og öðmm þvingunartólum í kjallara eða garði hússins að Cromwell- stræti 25 í Gloucester í febrúar í fyrra. Lík stjúpdótturinnar ungu fannst hins vegar við fyrrum heim- ili Rosemary og eiginmanns hennar, Freds. Fred framdi sjálfsmorð í fanga- klefa sínum á nýársdag og þurfti því aldrei að svara fyrir hroðaverk sín í réttarsalnum. í yfírheyrslum gekkst hann við morðunum og játaði enn fremur að hafa myrt fyrrum eigin- konu sína og barnfóstru. Fundust lík þeirra grafin skammt frá Gloucester. En Fred fullyrti einnig að hafa allt að 20 morð á samviskunni. Þær fullyrðingar hafa hvatt lögregluna til að fara ofan í saumana á örlögum níu ungra kvenna sem hurfu spor- laust á áttunda áratugnum og vitað er að höfðu viðkomu eða bjuggu um tíma á heimili West-hjónanna. Hafa lýsingar á konunum, flestar heldur rýrar, verið sendar út og beðið er viðbragða af háifu almennings. Séu fullyrðingar Freds West réttar er hann versti fjöldamorðingi í sögu Bretlands. Rosemary er þó einungis hálfdrættingur á við Mary Cotton sem byrlaði 20 manns eitur á seinni hluta síðustu aldar. Ástæða Mary Cotton var hrein græðgi. En drifkraftur voðaverka West-hjónanna voru sadískir kynór- ar sem leiddu til þess að fórnar- lömbin voru bundin og kefluð, pynt- uð kynferðislega, jafnvel í marga daga, og síðan drepin, höggvin í sundur og grafin. Þau þykja makalaust par sem sameinaðist í sjúklegum áhuga á kynlífi. Hann var smákrimmi, þótti heimskur með afbrigðum en tungulipur og tókst þannig að sjarma fólk upp úr skónum. Bæði eru sögð hafa þjáðst af heila- skemmdum eða geðklofa. Rosemary segist hafa verið verkfæri í höndum sadistans Freds en því trúir enginn. Óáreitt þrátt fyrir tilefni til aðgerða Breskur almenningur og fúlltrúar opinberra stofnana spyrja sig nú þeirrar spumingar hvemig standi á því að ekki komust fyrr upp voða- verk West-hjónanna. Á 20 ára tíma- bili, frá 1973, virtust tilefni til að- gerða af hálfu félagsmálayfirvalda og lögreglu næg. Skýrslur lágu fyrir en ekkert var aðhafst. Að auki virt- ist farið um brot þeirra silkihönsk- um. Þannig furða sérfræðingar sig á aö kynferðisleg árás þeirra hjóna á unga konu 1973 leiddi ekki til ann- ars en 50 punda sektar. Þá þegar áttu þau hjón tvær dætur, tveggja og átta ára, og virtist enginn hafa hafði náð trúnaði Freds í fangelsinu höfðu fengið loforð um verulegar fjárhæðir frá dagblöðum þegar þau komu í vitnastúkuna og fóm síðan i ítarleg viðtöl áður en réttarhöldun- um lauk. Verjendur Rosemary full- yrða að vonir vitnanna um vænar fjárfúlgur frá dagblöðunum hafi fengið þau til að krydda vitnisburð sinn og gera hann þannig seljan- legri. Um leið hafi málið fengið slagsíðu, ákæruvaldinu í hag. Munu verjendumir ítreka þetta þegar þeir áfrýja málinu til hæstaréttar. Gróðavon vitna og svokallaður „checkbook-journalism" eða blaða- mennska sem byggist á greiðslum fyrir viðtöl hefur verið mjög til um- ræðu í Bretlandi síðustu daga. Hafa komið fram tillögur um að setja þess konar blaðamennsku einhverjar skorður með reglum en fáir hafa trú á að slíkt gangi upp. En það em fleiri sem græða á málinu. Börn West-hjónanna græða fúlgur á viðtölum um foreldra sína, þar á meðal dóttirin sem nauðgað var frá átta ára aldri. Töldu West- hjónin henni trú mn að kynferðisof- beldið væri liður í undirbúningi hennar fyrir hjónabandið. Þau neyddu hana einnig út í barna- vændi en Rosemary dró enga dul á að hún stundaði vændi. Þijú elstu börnin hafa þegar selt breskum blöðum sögur sínar fyrir 10 milljónir króna hvert og tvö þeirra eru að skrifa bók um reynslu sína. Þá er slegist um réttinn að dag- bók Freds og upptökur frá yfir- heyrslum. Á þeim má heyra Fred lýsa því hvemig hann drap elstu dóttur þeirra hjóna og hlutaði líkið í sundur með íssög. Hvað verður um Hryllingshúsið? Fred West er allur og Rosemary dúsir nú í Durham-öryggisfangels- inu í norðurhluta Englands. Ekki veitir henni af örygginu þar sem fangar fara illa með barnaníöinga. Eftir sitja hryggir aðstandendur fórnarlambanna sem hafa þurft að ganga í gegnum hryllinginn á ný siðastliðnar átta vikur. Og eftir stendur húsið að Cromw- ellstræti 25 í Gloucester eða Hryll- ingshúsið. Yfirvöld í Gloucester vilja hafa síðasta orðið um örlög þess en það er nú til sölu fyrir 1,5 milljónir króna, óíbúðarhæft eftir aðgerðir lögreglunnar. Hallast margir að því að eyða eigi öllum ummerkjum um West-hjónin, jafna húsið við jörðu og gera bílastæöi á lóðinni. Aðrir vilja gera þar garð til minningar um fórnarlömbin. Enn aðrir vilja kaupa húsið og setja þar upp hryllingssafn. Yfirvöld í Gloucester hafa lagt í mikla áróðursherferð til aö bæta ímynd borgarinnar en ófáum þykir auglýsingastofan sem samdi ein- kennisorð herferðarinnar vera held- ur klaufsk og seinheppin. Þau hljóma svona: „Gloucester, easy to get to, hard to leave“, sem þýðir að auðvelt sé að komast til Gloucester en erfitt að komast þaðan. Reuter/NTB Fred og Rosemary West þóttu makalaust par sem sameinaðist í sjúklegum áhuga á kynlífi. Lögregla fer nú ofan í saumana á örlögum níu ungra kvenna sem hurfu sporlaust á áttunda áratugnum og vitað er að höfðu viðkomu eða bjuggu um tíma á heimili West-hjónanna. Þær gætu bæst á afrekaskrá West-hjónanna. Símamyndir Reuter ir einn vetur. Furðulegt þykir að enginn virtist sjá ástæðu til að láta viðeigandi yfirvöld vita. Nágrannarnir höfðu oftsinnis heyrt Fred gorta af pyntingarklefa í kjallara hússins að Cromwellstræti. Þau hjón misþyrmdu börnunum í augsýn nágrannanna en annars vin- samlegt viðmót í garð þeirra villti þeim sýn. í kjölfar dómsins yfir Rosemary hefur komið í ljós að Fred heimsótti eitt sinn myndbandaleigu í Gloucester og bauð eiganda hennar myndbönd sem hann sagðist hafa gert sjálfur af alvörumorðum. Eig- andinn neitaði að eiga viðskipti við Fred og lét lögregluna strax vita, En ekkert gerðist. Lögregla, skólayfirvöld, heil- brigðiskerfið og nágrannarnir bjuggu allir yfir vitneskju sem nægt hefði til aðgerða og sem hefðu getað forðað fjölda kvenna frá ömurlegum dauðdaga. En aUir lágu á vitneskju sinni og morðhjónin fengu óáreitt útrás fyrir ofbeldisfuUa kynóra sína. Það var ekki fyrr en lögreglan í Gloucester fór aö rannsaka hvarf elstu dóttur West-hjónanna, He- ather, að málið komst á skrið og uppgröfturinn að Cromwellstræti hófst. Fyrrnefndar stofnanir í Gloucester sæta nú rannsókn svo komast megi að því hvað fór úr- skeiðis í samskiptum þeirra. Þána vænar fúlgur Eftir dóminn yfir Rosemary hefur birst fjöldi viðtala við fórnarlömb og kunningja West-hjónanna sem lýsa því hvemig þeir sluppu frá HryU- ingshúsinu og hvernig var að um- gangast morðhjónin. Bresk dagblöð hafa greitt fúlgur fyrir slík viðtöl, aUt að 10 miUjónir króna. Ýmis höft voru reyndar á birtingu viðtala við vitni og fleiri sem tengdust málinu meðan réttarhöldin stóðu yfir en nú er orðið frjálst. Stúlkan sem slapp liíandi frá árás hjónanna 1973 og félagsráðgjafi sem Ágreiningur er um örlög Cromwellstrætis 25 í Gloucester eða Hryllingshúss- ins. Verður gert bílastæði á lóðinni, garður til minningar um fórnarlömbin eða opnað hryllingssafn í húsinu. áhyggjur af þeim. Á árunum 1972-1992 vora börn West-hjónanna 31 sinni lögð inn á sjúkrahús tU meðferðar, meðal ann- ars vegna meiðsla á bijóstum, lek- anda og barnungar dætur þeirra vegna utanlegsfósturs. Sonur þeirra, Stephen, kom oftsinnis blár og mar- inn í skólann og i kladda einnar dótturinnar voru skráðar 60 fjarvist- erlent fréttaljós Mörgum spurningum er enn ósvarað í máli Freds og Rosemary West: Lögregla kannar örlög níu horfinna kvenna - „kerfið" lát morðhjánin óáreitt þrátt fyrir síendurteknar uppákomur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.