Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 49 Langar til Englands Garðar stundaði nám í Mennta- skólanum við Hamrahlíð þar sem hann kom smávegis nálægt leik- listinni. Hann segist þó aldrei hafa hugleitt að fara í leiklistar- skóla. Garðar telur það ekkert óvenju- legt að strákur á hans aldri sé að læra klassískan söng. „Það vill þcmnig til að í fyrra komu nokkr- ir ungir strákar í söngnám en venjulega hafa þeir verið mun færri en stelpur." Garðar er nú á sjöunda stigi söngnámsins en grunnstigin eru átta. Hann á því eitt og hálft ár eft- ir. „Mig hefur alltaf langað að fara til Englands í áframhaldandi söng- nám. Það er kannski vegna þess að mamma er ensk og ég á ömmu rétt utan við London sem ég gæti búið hjá. Ég myndi auðvitað taka Juliu með mér,“ segir hann og lít- ur á kærustuna sem jánkar því brosandi. Þau segjast bæði vera spurð að því hvað þau geri fyrir utan dans- inn og sönginn. íslendingum er tamt að líta á listgreinar sem leik eða aukavinnu. „Söngnámið er erfitt og margþætt. Ég þarf að læra hljóðfræði, tónheyrn, allar hliðar tónlistarsögu og að spila á píanó. En vissulega væri skyn- samlegt að læra eitthvað annað líka því söngurinn getur verið ótraustur." Julia tekur undir með honum og segir að ballerínur geti varla starfað miklu lengur en til 35 ára aldurs - í nokkrum tilfell- um til fertugs. Hún segir að til greina komi að fara út í kennslu þegar dansferlinum'lýkur en það er algengt að dansarar geri það. Æfa heima Garðar segist oft æfa sig heima á kvöldin en taki þó fullt tillit til nágranna. Julia segist ekki syngja en hún hlustar á Garðar og hann fer og horfir á hana í Borgarleik- húsinu. Hún tekur þó stundum ballettspor heima, að minnsta kosti teygjur, eins og hún orðar það. Þau eiga því margt sameigin- legt. Áhugamál þeirra snúast um listina og þau segja að mestur tími þeirra fari í að sinna henni. Þó hefur Garðar mikinn áhuga á hestum en hann var mörg ár í hestamennsku með fjölskyldu sinni. „Við höfum ekki sinnt hestamennskunni mikið undan- farin ár en ætlum að byrja á því aftur. Julia hefur áhuga á að kynnast hestamennsku en hún hefur aðeins einu sinni farið á bak,“ segir Garðar. Júlía segir að íslenski dans- flokkurinn sé vel æfður og góður hópur. Dansaramir þurfi að vísu að æfa ný verk oftar en gerist í öðrum löndum þar sem markaður- inn er svo lítill. „Mér finnst það bara spennandi því þá er fjöl- breytnin mikil og alltaf eitthvað nýtt að gerast þó að varla veröi sagt að sýningar séu margar. Þetta er fámennur hópur og allir fá sin tækifæri,“ segir hún. Julia er ánægð með Sex ballettverk - hún segir þau áhugaverð og lífleg. „Áhorfendur hafa verið hrifnir." Garðar er sama sinnis. Hann seg- ist hafa séð sýninguna tvisvar. „Ég hefði farið á allar sýningar ef ég væri ekki fastur í óperunni. Þetta er mjög gott hjá þeim.“ Garðar segir að það sé ekki sið- ur áhugi fyrir ópemsýningum. „Það hefur verið fullt á allar sýn- ingar og þær em stundum tvær á kvöldi á Carmina Burana.“ Ekki venjuleg æska Þau segjast slappa af og hafa það gott heima í frístundum sín- um, það er að segjd þegar þær gef- ast. Þau eiga líka góðan kunn- ingjahóp og fara út að skemmta sér eins og annað ungt fólk. Þá hafa þau líka ánægju af að fara í sund.“ Þegar Garðar er spurður hvort það hafi ekki komið foreldrum hans á óvart að hann skyldi ná sér í útlenda konu, eins og faðirinn, neitar hann því. „Það hefur bara aldrei komið til tals. Þau eru bara mjög sátt við Juliu.“ Julia segist kannski ekki hafa átt venjulega æsku í Rússlandi þar sem foreldrar hennar voru listamenn og mikið í burtu. Hún hóf nám í listdansskóla tíu ára gömul og flutti þá í heimavist i skólanum. „Ég kom bara heim þegar frí var í skólanum um jól, páska og á sumrin. Ég er vön því að vera fjarri fjölskyldu minni og þess vegna er það lítið mál fyrir mig að vera hér.“ Julia á tíu ára bróður en hann var enn þá mjög ungur þegar þau bjuggu í Rússlandi og segist hún litið hafa hitt hann. Julia segir að hann spili á gítar en hafi mestan áhuga á íþróttum. Breytt Rússland Garðar heimsótti foreldra Juliu sl. sumar og segist hafa verið ánægður með þá heimsókn. Hann hefur þó aldrei komið til Rúss- lands en hefur áhuga á að heim- sækja Moskvu síðar. Julia heim- sótti hins vegar æskuslóðir sínar sumarið 1994 og segir að það hafi verið mjög skrýtið að koma þang- að aftur. „Það var allt einhvern veginn breytt og lífsbaráttan hörð. Mér fannst mjög gaman að hitta vini mína aftur en þeir voru líka hissa á að ég væri bú- sett á íslandi og Orð- in atvinnudans- ari. Fyrrum skólafélag- ar mínir eru flest- ir enn í námi þar sem lítið er fyrir þá að gera. Þeir héldu fyr- ir veislu það var mjög ánægjulegt." Það er al- gengt að listafólk og vel þekkt um allan heim. „Þetta er lítill listaheimur í raun og veru þar sem fólk vinnur mikið sam- an,“ útskýrir Julia þegar við ræð- um þetta. „Listafólk er þó ekkert öðruvísi en annað fólk og þetta gerist líka í öðrum stéttum." Það eru næg verkefni fram und- an hjá þeim Juliu og Garðari. Hún er á fullu með íslenska dans- flokknum og hann verður með í nemendauppfærslu í óperudeild Söngskólans. „Á þriðjudag verð- um við með uppfærslu á Carmen í Þjóðleikhúskjallaranum og eftir áramótin munum við setja upp Oklahoma i íslensku óperunni." Hrifin af íslenskum mat í dag virðist vera mikil sam- keppni meðal tenóra heimsins. Garðar kvíðir því ekki. „Það er auðvitað lítið að gera fyrir söngv- ara hér heima en maður vonar að það eigi eftir að lagast. Ég hef nóg að gera í dag og er bara nem- andi,“ segir hann. Juliu líkar vel á íslandi. Hún er hrifin af íslenskum mat, borðar gjaman fisk og finnst hangikjöt æðislegt. Þau elda til skiptis en hún hefur þó ekki verið dugleg að bjóða upp á ekta rússneskan mat. „Það tekur svo langan tíma að búa til rúss- neskan mat en þar sem ég hef lít- inn tíma elda ég frekar eitthvað fljótlegt," segir hún. „Amma henn- ar bauð mér upp á sérstaka rúss- neska súpu þegar við fórum til Hollands," segir Garðar. Vegna starfs síns verður Julia að passa mataræðið og segist gera það. „Ég borða ávexti á daginn meðan ég er í vinnunni en fæ mér síðan góða kvöldmáltíð,“ segir hún. Þegar Garðar er spurður hvort hann þurfi ekki að borða mikið til að verða stór og feitur eins og aðrir tenórar hlær hann bara og segir svo alls ekki vera. Lífsgleðin skín af þeim og þau segjast líta framtíð- ina björtum augum. Brúð- kaups- dag- urinn er þó óákveðinn. „Við höf- um nægan tíma,“ segja þau. Julia ætlar að dvelja hér á landi um jól- in og verða það hennar fyrstu jól á íslandi og án fjölskyldunnar. „Mig langar að upplifa íslensk jól,“ segir hún. „Hvít jól,“ bætir hann við. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.