Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 1 iV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVIK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, s(mi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m'. vsk.
Ótryggur friður í Bosníu
Bandarísk stjómvöld eiga mikið lof skilið fyrir að
hafa knúið leiðtoga Serbíu, Króatíu og Bosníu til að
semja frið eftir íjögurra ára hatramma borgarastyrjöld.
Þótt umsaminn friður sé óneitanlega ótryggur hafa íbú-
ar Bosníu loksins fengið raunhæfa von um að stríðinu
linni.
Samkomulagið, sem náðist í Dayton í Ohio-ríki í vik-
unni, undirstrikar að sjálfsögðu getuleysi evrópskra
ríkisstjórna til að taka á erfiðum vandamálum í eigin
álfu. Þrátt fyrir evrópskan samruna reyndust helstu að-
ildarríki Evrópusambandsins gjörsamlega ófær um að
sameinast í afstöðu sinni til lausnar Bosníustríðinu. í
stað þess að taka á málinu af alvöru og festu með klár
markmið í huga horfðu evrópskir stjórnmálamenn úr-
ræðalausir á stríðsátökin magnast. Það féll því í hlut
Bandaríkjamanna að taka af skarið og knýja fram
lausn.
Það er líka augljóslega fyrst og fremst undir banda-
rískum ráðamönnum komið hvort samkomulagið verð-
ur annað og meira en orðin tóm. Gert er ráð fyrir að
um 60 þúsund manna herlið frá aðildarríkjum Norður-
Atlantshafsbandalagsins og Rússlandi annist friðar-
gæslu í Bosníu. Þar af eiga Bandaríkjamenn að senda
20 þúsund hermenn. Ljóst er af yfirlýsingum evrópskra
ráðamanna að slíkt frumkvæði Bandaríkjanna er for-
senda þess að Evrópuríki leggi til menn í friðargæslu-
liðið. Til að svo megi verða þarf Bill Clinton forseti
hins vegar að ná sæmilegum friði við þing og þjóð.
Friðaráætlunin frá Dayton gerir ráð fyrir að Bosnía
verði áfram eitt ríki að náfninu til. í reynd verður land-
inu skipt upp á milli stríðandi fylkinga Serba, Króata
og múslíma. Tæpur helmingur landsins fellur í hlut
svokallaðra Bosníuserba. Þessi skipting tekur í megin-
atriðum mið af veruleikanum á vígvellinum eftir sókn
Króata og múslíma að undanförnu.
Svo virðist sem upphafsmaður Bosníustríðsins,
Slobodan Milosevic, hafi um sinn að minnsta kosti
neyðst til að leggja draum sinn um Stór-Serbíu til hlið-
ar. í staðinn fær hann aflétt viðskiptabanni Sameinuðu
þjóðanna af landi sínu, en það hefur farið mjög illa með
efnahagslíf Serbíu. Hafi einhver verið í vafa um for-
ystuhlutverk hans í stríðsrekstri Bosníuserba þarf eng-
inn lengur að efast. Öllum er ljóst að Milosevic segir
Radovan Karadzic, Ratko Mladic og öðrum forystu-
mönnum Serba í Bosníu fyrir verkum nú sem fyrr.
Elestir sem þekkja til stórveldisdrauma Milosevics,
og reyndar Franjo Tudjmans, forseta Króatíu, líka, ótt-
ast mjög að hér sé aðeins um eins konar hagkvæmnis-
bandalag að ræða. Það er því hald margra að til lengri
tíma litið sé hörmungum múslíma í Bosníu síður en
svo lokið.
Frá því borgarastyrjöldin í fyrrverandi Júgóslavíu
hófst sumarið 1991 hafa ólýsanleg hryðjuverk og fjölda-
morð verið framin í landinu, einkum þó í Bosníu. Talið
er að um 250 þúsund manns hafi látið lífið. Það er eins
og öll íslenska þjóðin hefði verið þurrkuð út á einu
bretti. Þjóðernishreinsanirnar, og stríðsreksturinn al-
mennt, hefur hrakið um tvær og hálfa milljón manna frá
heimkynnum sinum, einkum múslima. Tugþúsundir
óbreyttra borgara hafa mátt þola ógeðslegar pyntingar.
Nokkrir menn, einkum úr hópi Bosníuserba, hafa
verið ákærðir fyrir stríðsglæpi og fjöldamorð. Sam-
komulagið í Dayton gerir aðeins ráð fyrir að þeir fái
ekki að taka þátt í stjórnmálalífi í Bosníu framtíðarinn-
ar. Það hlýtur hins vegar að vera eðlileg krafa að þess-
ir pólitísku glæpamenn verði dregnir fyrir rétt og
dæmdir fyrir afbrot sín.
Elías Snæland Jónsson
NATO á að taka til
á blóðvellinum
Stríðið í Bosníu-Hersegóvínu
hefur staðið 43 mánuði. Yfir
200.000 eru fallnir, flestir óbreyttir
borgarar. Tugir þúsunda hafa ver-
ið myrtir, aðallega í þjóðernis-
hreinsunum Bosniu-Serba. Millj-
ónir hafa hrakist frá heimilum
sínum, þar af eru fáeinir væntan-
legir hingað til lands á næstunni.
Eftir allt þetta voru svo forsetar
ríkjanna þriggja sem við sögu
koma, Bosníu, Króatíu og Serbíu,
og nánustu samstarfsmenn þeirra
lokaðir inni í þrjár vikur í banda-
rískri flugherstöð á sléttum Ohio.
Setunni þar lauk með því að
fangamörk voru rituð undir frið-
arsamning.
Þegar umheimurinn lét sig mál-
ið loks varða svo um munaði tókst
að skakka leikinn, á pappírnum
að minnsta kosti. Það sýnir best
hve miklu minna átak hefði þurft
til að hefta ófriðinn þegar í upp-
hafi, til að mynda ársfjórðunginn
sem það tók Júgóslaviuher undir
serbneskri stjóm að skjóta króat-
ísku borgina Vukovar í rúst og
hertaka Austur-Slavóníu.
En þá er ekkert gert að gagni,
fyrst og fremst af því að þáverandi
Bandaríkjaforseti vildi hvergi
næmi koma í aðdraganda kosn-
inga. Og eins og nú hefur sýnt sig
hafa Bandaríkjamenn búið svo
um hnúta að Evrópuríkin í NATO
eru ekki til neinna stórræða nema
bandarísk forusta komi til. Sér í
lagi er öll hátæknin við loftkönn-
un og lofthernað í höndum Banda-
rikjamanna einna.
Samkomulagið sem gengið var
frá í Wright-Patterson flugstöð-
inni við Dayton er í stórum drátt-
um það sama og sáttasemjarar SÞ
og ESB, þeir Thorvald Stoltenberg
og Owen lávarður, höfðu gengið
frá á sínum tíma, og stríðsaðilar
höfðu fallist á að verulegu leyti,
en Bandaríkjastjóm brá þá fæti
fyrir. Bill Clinton snerist hugur
þegar Bob Dole öldungadeildar-
leiðtogi og líklegur keppinautur
hans í forsetakosningum gerði sig
líklegan til að draga Bosníumálið
inn í þá baráttu.
Eftir það fóru sendimenn
Bandaríkjaforseta dagfari og nátt-
fari milli höfuðborga á
Balkanskaga og víðar og lögðu
megináherslu á að fá Slobodan
Milosevic Serbíuforseta til að
leggjast á sveif með sér. Jafnframt
var flugher NATO í fyrsta skipti
beitt af þunga gegn fjarskipta-
kerfi, loftvömum og vopnabúrum
Bosniu-Serba, eftir að þeir drápu
tugi vegfarenda með sprengjuárás
á Sarajevo.
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
Milosevic fór til Dayton með
.samningsumboð Bosníu-Serba en
eftir er að sjá hvemig þeir taka
niðurstöðunni. Þeim hefur tekist
að kljúfa Bosníu-Hersegóvínu en
ekki Sarajévo eins og þeir ætluðu
sér líka. Milosevic telur sig svo
hafa klofið Bosníu-Serba, fengið á
sitt band forustuna í helstu borg
þeirra, Banja Luca, og gildi þá
einu hvað.gamla forastan í Pale
vill, úr því að Sarajevo er gengin
henni úr greipum.
Gert er ráð fyrir að ríki NATO,
Rússland og tíu önnur ríki, sendi
60.000 manna lið til að framfylgja
friðargerð í Bosníu, mestallt þung-
vopnað og búið til bardaga. Það á
að koma á fjögurra kílómetra
breiðu belti inilli andstæðra fylk-
inga og sjá um að svæði sem láta
á af hendi séu rýmd.
Yfirstjórn aðgerða verður í
höndum NATO, yfirhershöfðingi
breskur og foringjar þriggja meg-
inherdeilda bandarískur, breskur
og franskur. Bandarikjastjórn hef-
ur heitið að leggja fram 20.000
manna liðsafla og verða það fyrstu
bandarísku hermennirnir sem
stíga fæti á jörð í Bosníu. Banda-
rískar sveitir í Vestur-Þýskalandi
æfa þegar hlutverk sitt.
Þetta verður umfangsmesta
hernaðaraðgerð sem NATO hefur
tekist á hendur. Clinton forseti á
vandasamt verk fyrir höndum að
sannfæra þing og þjóð um að rétt
sé að leggja líf bandariskra her-
manna í hættu á þessum hjara. í
Bosníu er enga olíu að finna né
þýðingarmikla hernaðaraðstöðu.
Meirihluti repúblikana á
Bandaríkjaþingi hefur þegar gert
kröfu um að fá að kveða á um
hvort bandarískur her fari til
Bosníu og fjárveitingavaldið er
þingsins. Clinton hefur svarað að
leitað verði eftir stuðningi þings-
ins við bandariska þátttöku i að
framfylgja friðargerð í Bosníu en
endanlegt ákvörðunarvald sé sitt
eftir sem áður.
Bandríkjaforseti ætlar að skír-
skota til þess að um sé að ræða
prófraun á bandaríska forustu á
alþjóðavettvangi. Þar að auki er
Ijóst að skerist Bandaríkin aftur
úr leik í Bosníu riður það NATO
að fullu.
Talið er að Serbar hafi skotið allt að milljón sprengjum á Sarajevo í stríð-
inu. Lengst af hefur borgin verið án gass og rafmagns. Hér sjást
sígaunakona og sonur hennar orna sér við bál í yfirgefnum húsarústum
nú í vikunni. Símamynd Reuter
skoðanir annarra____________________pv
Vinstrisveifla í Póllandi
„Það er ljóst að kosning Kwasniewskis er til
marks um vinstrisveiflu í Póllandi. Svipuð sveifla
i hefur átt sér stað í fjölda annarra landa Austur-Evr-
, ópu, þar sem kjósendurnir, eins og þeir pólsku, hafa
; leitað til vinstri til að létta á þeim félagslegu þreng-
; ingum sem fylgdu í kjölfar efnahagsumbótanna.
Þaö er ekki undarlegt: Á Vesturlöndum snúa kjós-
endur sér einnig til vinstri þegar kreppir að í þjóð-
félaginu."
Úr forustugrein Politiken 21. nóvember.
Hættuleg verkefni
fram undan
„Það er lítill tími til heillaóska. Erfið og hættuleg
! verkefni era fram undan og skal þar fyrst telja að
senda á bandaríska hermenn til að framfylgja frið-
arsamkomulaginu (í Bosníu). En áður en nokkrir
hermenn verða sendir verður Clinton forseti að
sannfæra þing og þjóð um að verkefnið sé nauðsyn-
legt og skynsamlegt. Það er hvort tveggja."
Úr forustugrein New York Times
23. nóvember.
Skylda okkar allra
„Strið af þeirri gerð sem geisaði í Bosníu kveikir
hatur sem tekur áratugi að vinna úr. Þess vegna er
það skylda samfélags þjóðanna bæði að sjá til þess
að friðarsamkomulaginu verði framfylgt og að
leggja fram fé til uppbyggingar landsins, sem að
miklu leyti hefur verið lagt í rúst i hinu hatramma
stríði. Þá má ekki leika nokkur vafi á því, að sam-
komulaginu verður fylgt eftir af fullri hörku.“
Úr forustugrein Jyllands-Posten
22. nóvember.