Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Qupperneq 58
74 fmæli LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 Kolbeinn Pálsson Kolbeinn Hermann Pálsson, full- trúi hjá íþróttabandalagi Reykja- víkur, Seylugranda 1, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Kolbeinn fæddist í Reykjavík. Hann tók verslunarpróffrá VÍ1964, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, er hárskeri frá 1968 og sótti námskeiö fyrir félagsráðgjafa og æskulýðsleiðtoga í Bandaríkj- unum. Kolbeinn var gjaldkeri hjá Eim- skip 1963-65, Hárskeri á Rakara- stofu Sigurðar Ólafssonar 1965-71, forstöðumaður Tónabæjar 1971-73, aðstoðarframkvæmdastjóri Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur 1973-76, skrifstofustjóri hjá Flugleiðum hf. 1976-81, sölustjóri innanlandsflugs 1981, fulltrúi sölustjóra millilanda- flugs 1981-83 og sölustjóri milli- landaflugs 1981-86, framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofunnar Terru 1986-87 og er fulltrúi hjá íþrótta- bandalagi Reykjavíkur frá 1987. Kolbeinn sat í stjórn Heimdallar 1966-67, var formaður Hárgreiðslu- og hárskeranema 1968-69 og Hár- greiðslu- og hárskerasveina 1969-70, formaður körfuknattleiks- deildar KR1969-71, varaborgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins 1982-86, formaður Æskulýðsráðs 1982-86, í íþróttaráði 1982-86, í vinnuskóla- nefnd 1982-86, í íþrótta- og tóm- stundaráði 1986-90, formaöur Blá- fjallanefndar 1986-94, formaður stjórnar Reykjanesfólkvangs 1986—94, formaður Körfuknatt- leikssambands íslands frá 1988 og í framkvæmdastjórn Ólympíu- nefndar íslands frá 1988. Kolbeinn er margfaldur íslands-, bikar- og Reykjavíkurmeistari í körfuknattleik frá árunum 1962-78, lék fimmtíu og fimm landsleiki í körfuknattleik 1965-86, var kosinn íþróttamaður ársins 1966 og sæmd- ur gullmerki ÍSÍ1991. Fjölskylda Kona Kolbeins er Guðrún Jó- hannsdóttir, f. 9.12.1952, deildar- stjóri á söluskrifstofu Flugleiða við Laugaveginn. Hún er dóttir Vil- borgar Kristjánsdóttur, f. 29.3.1930, deildarfulltrúa, og Jóhanns Gísla- sonar, f. 1.5.1925, d. 9.5.1968, flug- rekstrarstjóra. Dóttir þeirra er Kolbrún Heiða, f.21.2.1991. Stjúpsynir Kolbeins er u Atli Freyr Einarsson, f. 17.8.1975, nemi, og Hjalti Már Einarsson, f. 29.9. 1978, nemi. Fyrri kona Kolbeins er Bryndís Stefánsdóttir, f. 12.2.1946, fóstra. Börn Kolbeins og Bryndísar eru Páll Hermann, f. 17.4.1964, við- skiptafræðirigur og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á Sauðárkróki, kvæntur Þórunni Pétursdóttur og eiga þau tvær dætur; Sigríður, f. 25.4.1966, framkvæmdastjóri hjá Subway, búsett í Reykjavík, gift Skúla Sigfússyni og eiga þau eina dóttur; Þórður Hermann, nemi, f. 5.1.1969, deildarstjóri DHL, búsett- ur í Reykjavík, kvæntur Lovisu Sigurðardóttur og eiga þau eina dóttur. Systkini Kolbeins eru Brynjar, f. 10.6.1936, kaupmaður á Sauðár- króki; Vigdís, f. 24.5.1948, flug- freyja í Reykjavík; Sigurbjörg, f. 14.7.1957,innanhússhönnuðurí Bretlandi. Foreldrar Kolbeins: Páll Sigurðs- son, f. 4.1.1918, hárskerameistari í Reykjavík, og k.h., Kristbjörg Her- mannsdóttir, f. 17.9.1923, d. 18.11. 1970, húsmóðir. Ætt Páll er sonur Sigurðar, rakara í Eimskipafélagshúsinu, Ólafssonar, smiðs í Reykjavík, Jónssonar, b. að Vestur-Leirárgörðum, Halldórs- sonar. Móðir Sigurðar var Ásgerð- ur Sigurðardóttir, b. á Stóru-Fells- öxl, Asgrímssonar. Móðir Páls rakara var Halldóra, Kolbeinn Hermann Pálsson. systir Bergþórs, fóður Páls, fyrrv. veðurstofustjóra, fóður Bergþórs óperusöngvara. Halldóra var dóttir Jóns, b. í Fljótstungu, Pálssonar, og Guðrúnar Pétursdóttur frá Ána- naustum, systur Valgerðar, móður Áka Jakobssonar alþm. Kristbjörg var systir Bjargar, móður Hemma Gunn. Móðir Krist- bjargar var Sigríður Þorsteinsdótt- ir, útvegsb. á Meiðastöðum, Gísla- sonar, b. á Augastöðum, Jakobs- sonar, Bloom á Búrfelli, Snorra- sonar, ættföður Húscifellsættarinn- ar, Björnssonar. Móðir Sigríðar var Kristín Þorláksdóttir, b. á Hofi á Kjalarnesi, Jónssonar. Kolbeinn og Guðrún eru í útlönd- um. Til hamingju með afmælið 25. nóvember Álafossvegi 16, Mosfellsbæ. Ásgeir Kristinsson, Stórasvæði 4, Grýtubakkahreppi. 95 ára Guðrún Jónsdóttir, Bjarnastöðum, Sveinsstaöahreppi. 50 ára 75 ára Halldóra Guðjónsdóttir, Heydalsá II, Kirkjubólshreppi. Magnea Dóra Magnúsdóttir, Grandavegi 47, Reykjavík. Sigurður Alexandersson, Krókahrauni 4, Hafnarfirði. Halldóra Helgadóttir, Freyjugötu 5, Sauðárkróki. EinarÓIafsson, Hverafold30, Reykjavík. Sigurður Þórðarson, Sundstræti 24, ísafiröi. 70 ára 40ára Sæunn Guðjónsdóttir, fráBolungarvík. Fjarðarseli 18, Reykjavík. Sæunn tekur á móti gestum á heimili sinu í dag milli kl. 16.00 og 19.00. Jónina Kristjánsdóttir, Fossheiði 48, Selfossi. Svanfríður Halla Grímsdóttir, Miðbraut 7, Hrísey. Kristín Hlín Gestsdóttir, Aðalstræti 8, Akureyri. Ingvar Sigurjón Þorvaldsson, Hrismóum3, Garðabæ. Sigurbergur Olsen, 60 ára Dynjanda, Hornafjarðarbæ. Thor Ólafur Hallgrímsson, Kleppsvegi 134, Reykjavík. Sigurlaug Guðmundsdóttir, Búöasíðu 7, Akureyri. Aðalsteinn Aðalsteinsson, Mánabraut 4, Hornaíjarðarbæ. Halla Aðalsteinsdóttir, Kolsholti 1, Villingaholtshreppi. HaUa eraðheiman. Hildur Karlsdóttir, Ásvallagötu 71, Reykjavík. Franz Stavarsson, Þórður Halldórsson frá Dagverðará Þórður Halldórsson frá Dagverð- ará, refaskytta, listmálari og rithöf- undur, Byggðavegi 125, Akureyri, er níræður í dag. Starfsferill Þórður fæddist í Bjarnarfosskoti í Staðarsveit á Snæfellsnesi og ólst þar upp og á Trööum. Hann hlaut átta vikna skólavist í farskóla og staðgóða undirstööumenntun heima fyrir en hann tók próf á vor- in fram til fermingaraldurs. Þórður var bóndi í Staðarsveit og síðar á Dagveröará í Breiðuvíkur- hreppi. Hann stundaði sjómennsku um áratugaskeið, fyrst á togurum tuttugu og átta vertíðir, en hann fór sína fyrstu sjóferð í Halaveðrinu 1925, og var síðan trillukarl um árabil frá Arnarstapa og Hellnum. Þá hefur hann verið mjólkurbíl- stjóri, sigmaður, deildarstjóri hjá Kaupfélagi Stykkishólms, verka- maður og fleira. Þórður hefur lent í ótrúlegustu mannraunum og svaðilfórum um dagana, svo sem m.a. má lesa um í bókum hans og Lofts Guðmunds- sonar, Mannleg náttúra undir Jökli, útg. 1973, og Náttúran er söm við sig undir Jökli, útg. 1974. Þá er hann, ásamt Haraldi Inga Haralds- syni, höfundur að bókinni Setið á svalþúfu - handbók fyrir veiði- þjófa, útg. 1989. Hann er einnig höfundur ljóðabókanna Er allt sem sýnist?, útg. 1954, og Ennþá dugar rímaö stefið, útg. 1991. Þórður hefur verið aíkastamikill listmálari í hartnær íjörutíu ár og heldur um þessar mundir þrett- ándu einkasýningu sína í Menning- arstofnun Bandaríkjanna að Laugavegi 26, Reykjavík. Fjölskylda Systir Þórðar var Helga Halldórs- dóttir, f. 18.6.1903, d. 1991, hús- freyja að Dagveröará. Uppeldissystur hans: Lilja Gunn- laugsdóttir og Guðbjörg Eyvinds- dóttir. Foreldrar Þórðar voru Halldór Jónsson, f. 2.12.1870, d. 13.9.1948, bóndi að Tröðum og Dagverðará, og Ingiríður Bjarnadóttir, f. 13.9. 1863, d. 6.1.1963, húsfreyja. Ætt Halldór var sonur Jóns, lengst af b. á Kálfárvcllum í Staðarsveit Þórður Halldórsson. Jónssonar sem var Norðlendingur af ætt Grundar-Helgu í Eyjafirði. Ingiríður var dóttir Bjarna, b. í Núpstúni, Loftssonar, b. í Minni- Mástungu og Austurhlíð, Eiríks- sonar, ættfööur Reykjaættarinnar Vigfússonar. Móðir Lofts var Guö- rún Kolbeinsdóttir, prests og skálds á Gilsbakka, Þorsteinsson- ar. Móðir Bjarna var Guðrún Bjarnadóttir, b. í Árbæ, Hjálmholti og Túni, Stefánssonar, og Margrét- ar Eiríksdóttur. Móðir Ingiríðar var Helga Ketils- dóttir, b. a Snæfoksstöðum og í Vaðnesi, Þorgeirssonar, og Ingiríð- ar Einarsdóttur. Þórður verður með afmælisfagn- að í sjálfstæðishúsinu Hamraborg 1, Kópavogi, í kvöld frá kl. 20.00. Andlát Elín Guðiónsdóttir Elín Guðjónsdóttir, Breiðumörk 17, Hveragerði, lést 20.11. sl. Hún verð- ur jarðsungin frá Hveragerðis- kirkju í dag kl. 14.00. Starfsferill Elín fæddist á Eyrarbakka 9.5. 1898 og ólst þar upp hjá móður sinni. Þær fluttu til Reykjavíkur 1923 og stundaði Elín einkum heim- ilis- og verslunarstörf. Fyrstu hjú- skaparárin bjuggu Elín og maður hennar á Norðfirði en íluttu árið 1936 í Hveragerði þar sem þau áttu heima til 1987. Þau fluttu þá á dval- arheimilið Hrafnistu í Reykjavík þar sem Elín dvaldi síðustu æviár- in. Elín var fyrsti formaður Kvenfé- lags Hveragerðis og gegndi því starfi í rúm tuttugu ár. Hún var í byggingarnefnd Hveragerðiskirkju og sat í hreppsnefnd 1969-70. Þá var hún í mörg ár umboðsmaður happ- drætta Háskólans, DAS og SÍBS. Fjölskylda Elín giftist 1.12.1931 Stefáni J. Guðmundssyni, f. 26.101899, d. 29.10.1988, byggingameistaraog bæjarfulltrúa í Neskaupstað. For- eldrar hans voru Guðmundur Stef- ánsson, verkamaður í Neskaup- stað, og k.h., Valgerður Árnadóttir húsmóðir. Elín og Stefán eignuöust fimm syni og eina dóttur sem lést á fyrsta ári. Synir þeirra eru Árni Geir, f. 3.11.1932, lektor við KHÍ, kvæntur Aðalbjörgu Árnadóttur hjúkrunar- fræðingi og eru börn þeirra Gerður Aagot læknir, Elín Huld, söngkona og kennaranemi, Kristín Sif hjúkr- unarfræðingur og Stefán Baldur, nemi í bókmenntafræði; Unnar, f. 20.4.1934, viöskiptafræðingur og ritstjóri í Reykjavík, kvæntur Mar- íu Ólafsdóttur prófarkalesara og eru börn þeirra Kristján Már fréttamaður, Stefán Orn, viðskipta- fræðingur og framkvæmdastjóri, og Elín Björk, veðurfræðingur og framhaldsskólakennari; Guð- - mundur, f. 5.10.1937, hljóðfæra- smíðameistari í Reykjavík, en kona hans er Erla K. Valdimarsdóttir sjúkraliði og er dóttir þeirra Sigríð- ur nemi, en sonur Guðmundar og Fanneyjar Þórðardóttur er Ragnar Daníel vélfræðingur; Guöjón Ingvi, f. 3.3.1939, verkfræðingurogfram- kvæmdastjóri í Borgarnesi, kvænt- ur Guðrúnu Broddadóttur hjúkr- unarforstjóra og eru börn þeirra Elín, starfsmaður Seðlabankans, Þorbjörn læknir og Stefán Broddi, nemi í stjórnmálafræði; Atli Þor- steinn, f. 11.12.1942, tæknifræðing- uríReykjavík. Systkini Elínar voru Jóhanna Sigríður, f. 30.11.1890, d. 7.4.1987, húsmóðir í Reykjavík; Guðmund- ur, f. 17.3.1892, d. 4.1.1970, líkkistu- smiöur í Reykjavík; Kristrún, f. 18.6.1894, d. 14.6.1976, húsmóðirí Reykjavík. Foreldrar Elínar voru Guöjón Þorsteinsson, f. 27.7.1865, d. 19.8. 1898, verkamaður, og k.h., Ingunn Guðmundsdóttir, f. 20.6.1857, d. 1.2. 1940, húsmóðir. Ætt Fööurbróðir Elínar var Markús, afi Harðar Ágústssonar, fornhúsa- fræðings og listmálara, og langafi Markúsar Arnar Antonssonar, fyrrv. borgarstjóra. Guðjón var sonur Þorsteins, b. í Gröf í Hrunamannahreppi, Jóns- sonar, af Kópsvatnsættinni. Móðir Guðjóns var Guðrún, systir Ingi- bjargar, langömmu Eðvarðs Sig- urðssonar alþm. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Galtafelli, Björnssonar, b. í Vorsabæ, Högnasonar. Móðir Jóns var Bryngerður Knútsdóttir, systir Sigríðar, ömmu Tómasar Guömundssonar skáids. Móðir Guðrúnar var Guðrún, systir Ragnhildar, langömmu Toríhildar, langömmu Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra. Elín Guðjónsdóttir. Ingunn var dóttir Guðmundar, járnsmiðs í Eimu á Eyrarbakka, Þorsteinssonar, smiðs í Brúna- vallakoti á Skeiðum, Jörundsson- ar, b. á Laug í Biskupstungum, 111- ugasonar, Skálholtssmiðs á Drumboddsstöðum, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Ingveldur Hafliðadóttir, systir Margrétar, langömmu Sigríðar, móður Vigdís- arforseta. Móðir Ingunnar var Þórunn Þor- valdsdóttir, b. í Króki í Grafningi, Ingjaldssonar og Þórunnar Þor- leifsdóttur, ættfóður NesjavaUa- ættarinnar, Guðmundssonar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.