Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Síða 38
54 isviðsljós LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 Umu Thurman svipar mjög til bróð- ur síns. Jessica Lange ásamt bróður sínum. Winona Ryder er eins og Ijósrit af bróður sínum, eða var því á hinn veginn farið? Madonna ásamt bróður sínum. Sharon Stone og bróðir hennar eru á engan hátt lík. Kirstie Alley með litla bróður. Pameia Anderson og bróðir hennar eru ekki samanburðarhæf lengur. Ellen DeGeneres og bróðir hennar. Strandvarðagellan Anna Nicole Smith með bróður sínum. Stallone-bræðurnir eru ekki ósvip- aðir útlits. Ætli einum heila hafi ekki verið skipt á milli þeirra? Anjelica Houston ásamt bróður sín- um. Sarah Jessica Parker er alls ekki lík bróður sínum. Bræður fræga fólksins Hvernig stendur á því að fólk sem hefði grafið sig áður en það léti sjá sig með bróður sínum stend- ur á sama þegar það er orðið fullorðið og frægt? Ekki skal því svarað hér en á síðunni má sjá nokkrar frægar leikkonur og leikara með bræðr- um sínum við ýmis opinber tækifæri. Myndirnar birtust í tímaritinu Movieline en ekki fylgdi með hvað bræðurnir heita eða starfa. Burt með augun á barminum í kvikmyndinni Striptease, sem tekin verður til sýninga bráðlega, leikur Burt Reynolds spilltan stjórn- málamann sem elskar að horfa á fá- klæddar og föngulegar meyjar dansa. Pandora Peaks er ein fjöl- margra fáklæddra meyja í mynd- inni sem sviptir sig klæðum og var kannski ekki að undra að Burt skyldi ekki geta haft af henni augu því hún notar brjóstahaldara nr. 72 HHH. Burt ku iðulega bjóða þeirri barmfögru út að borða eftir að hann lék með henni í myndinni, lagskonu sinni, Pam Seals, til mikillar skap- raunar. Pandora Peaks heitir þessi barmfagra og þrýstna meyja sem á hug Burts Reynolds þessa dagana. Yancy Butler: Úr annarri deild Aðdáendur svokallaðra B- mynda, eða kvikmynda eins og Hard Target, sem belgíska vöðvatröllið Jean- Claude Van Damme gerði, og Drop Zone, sem Wesley Snipes lék í, ættu að þekkja Yancy Butler sem fór með stórt hlutverk i báðum myndunum. Yancy, sem er 24 ára göm- ul, er ekki allt of hress með að fá á sig stimpil sem hasarmyndaleikkona. Hún segist samt hafa orðið að taka þau hlutverk sem buð- ust tii að vekja á sér eftir- tekt. Þessa dagana er hins vegar verið að taka upp ann- ars konar mynd með þessarri þrýstnu stúlku. Sú mynd, sem er dramatísk og fjallar um danskennara, ber heitið Let It Be Me og leikur hún þar á móti Campell Scott og Patrick Stewart. Yance segir að drauma- hlutverkið hennar sé hins vegar að leika villta konu eins og Lena Olin hafi fengið að leika oftar en einu sinni. Hún vilji ekki festast í B- mynda hlutverkunum eins og Sean Young. Ólytjinn sagði... ... að Sharon Stone hefði aldrei dreymt um að fá orðu fyrir fram- lag sitt til franskrar menningar en sú varð reyndar raunin ný- lega. Stone leikur bráðlega í mynd á móti Robert De Niro sem gerast á á sjöunda ára- tugnum. . . . að Marta Lovísa Noreg- sprinsessa legði mikia áhersiu á að lifa eðlilegu lífi. Meðal ann- ars keypti hún sjálf inn til heim- ilisins en hefði þá lífvörð með í för. ... að Melanie Griffith hefði lát- ið hafa eftir sér á dögunum að henni liði eins og Díönu prinsessu. Þegar hún birtist op- inberlega væri kallað á eftir henni hvar Don væri. „Mér finnst synd að Díana skuli ekki geta hreyft sig án þess að menn velti fyrir sér hvar Kalli er,“ sagði hún. . . . að Naomi Campell hefði samþykkt að Ijá varir sínar í varalitaauglýsingu fyrir litlar 25 milljónir króna. Auglýsendurnir vildu hvíta fyrirsætu en féilu fyr- ir vörum Naomi. Beita þarf tölvutækni til að verða við ósk- um auglýsandanna og gera Na- omi fölari. . . . að Alexandra Paul, sem áhorfendur Strandvarða, þekkja sem fyrrum ástkonu Mitch Bucannon (David Hasselhoff), hefði nýlega gengið að eiga Vincent Van Patten í sjónvarps- þáttunum. Þá vitum við það en bæði eru þau í góðu ástarsam- bandi við aðra aðila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.